Categories
Greinar

Atvinnusköpun er númer 1, 2 og 3

Deila grein

04/05/2020

Atvinnusköpun er númer 1, 2 og 3

Stærsta verk­efni ís­lensks sam­fé­lags í dag er að skapa störf. Íslenskt sam­fé­lag hef­ur alla burði til að sækja fram. Mennt­un­arstig er hátt og sam­fé­lagið er auðugt af hug­viti og auðlind­um. Við verðum að nýta allt sem við eig­um og leggja grunn­inn að nýj­um verðmæt­um framtíðar­inn­ar. Mark­mið stjórn­valda eru skýr: að skapa störf og verja störf. Fernt er mik­il­vægt í þeirri bar­áttu. Fjár­fest­ing, einka­neysla, sam­neysla og hreinn út­flutn­ing­ur.Stjórn­völd eru að stór­auka all­ar fjár­fest­ing­ar bæði í innviðum og hug­viti. Þetta er gert með því að flýta fram­kvæmd­um og ráðast í nýj­ar fram­kvæmd­ir. Þegar hef­ur verið kynnt að op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar verði yfir sögu­legu meðaltali. Fjár­fest verður fyr­ir tugi millj­arða til að vinna á móti sam­drætti. Að auki er fjár­fest í mennt­un, menn­ingu og ný­sköp­un til að skapa störf til framtíðar. Hér ætl­um við okk­ur stóra hluti.

Einka­neysla hef­ur verið að drag­ast sam­an í sam­komu­bann­inu. Nauðsyn­legt er að örva einka­neyslu til að búa til ný störf og verja þau. Öll þau viðskipti sem við eig­um eru til þess fall­in að auka einka­neyslu. Þess vegna hafa stjórn­völd ákveðið að taka hönd­um sam­an við at­vinnu­lífið um að verja störf og auka verðmæta­sköp­un með sér­stöku kynn­ingar­átaki sem ber heitið: Íslenskt – gjörið svo vel. Þetta er já­kvætt skref og hvet­ur okk­ur áfram í að búa til verðmæti.

Stjórn­völd eru af öllu sínu afli að styðja við sam­neysl­una, meðal ann­ars með því að efla heil­brigðis- og mennta­kerf­in. Þessi grunn­kerfi okk­ar hafa staðist stærsta álags­próf sam­fé­laga í ver­öld­inni. Ann­ars veg­ar náðu heil­brigðis­yf­ir­völd utan um COVID-19 veiruna með eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri og hins veg­ar voru skól­arn­ir áfram opn­ir og huguðu að vel­ferð nem­enda sinna. Það er af­rek og við eig­um að nota okk­ur þann ár­ang­ur til að styrkja sam­fé­lagið okk­ar.

Greiðslu­jöfnuður þjóðarbúa þarf alltaf að vera sjálf­bær, þ.e. að út- og inn­flutn­ing­ur þurfa að vera í jafn­vægi. Útflutn­ings­tekj­ur ís­lenska þjóðarbús­ins hafa vaxið mikið síðustu ár, sem hef­ur skilað okk­ur fá­dæma góðri hreinni er­lendri stöðu og mikl­um gjald­eyr­is­forða. Þessi hag­fellda staða hef­ur orðið til meðal ann­ars vegna vaxt­ar ferðaþjón­ust­unn­ar, sem hef­ur búið til um helm­ing allra nýrra starfa síðasta ára­tug. Nú reyn­ir á að við hugs­um út fyr­ir kass­ann og búum til út­flutn­ings­verðmæti. Ferðaþjón­ust­an get­ur fengið vind­inn í segl­in ef við nýt­um okk­ur þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur í sótt­vörn­um og tengj­um sam­an vís­ind­in og at­vinnu­lífið. Þar eru tæki­færi. Einn merki­leg­asti for­seti Banda­ríkj­anna, Frank­lin D. Roosevelt, sagði í Krepp­unni miklu: „Það eina sem er að ótt­ast er ótt­inn sjálf­ur.“ Hlust­um á þessa hvatn­ingu og mun­um að gæf­an er und­ir okk­ur kom­in!

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. maí 2020.