Categories
Greinar

Tækifærið gríptu greitt

Ný mennta­stefna grund­vall­ast á því að nem­end­ur geti beitt rök­vísi, ígrund­un og hafi hug­rekki til að skapa. Í henni er lögð áhersla á sköp­un í öllu skóla­starfi til að stuðla að per­sónu­leg­um þroska, frum­kvæði og ný­sköp­un. Unnið skal með sam­spil gagn­rýn­inn­ar hugs­un­ar og sköp­un­ar til þess að þroska sjálf­stætt gild­is­mat nem­enda, styrkja hæfni til að setja ólík­ar niður­stöður í sam­hengi og efla þroska til sam­fé­lags­leg­ar umræðu. For­senda þess að virkja og viðhalda sköp­un­ar­krafti og -kjarki nem­enda er að þeim sé búið náms­um­hverfi þar sem hvatt er til frum­kvæðis, sjálf­stæðis og skap­andi hugs­un­ar á öll­um sviðum.

Deila grein

26/01/2021

Tækifærið gríptu greitt

Ný mennta­stefna legg­ur ríka áherslu á hug­rekki, sköp­un og gagn­rýna hugs­un – eig­in­leika sem flutt hafa fjöll og skapað marg­vís­leg verðmæti fyr­ir sam­fé­lög. Tungu­málið okk­ar geym­ir mörg orð yfir þá ein­stak­linga sem koma auga á nýja mögu­leika og hrinda þeim í fram­kvæmd enda er ís­lensk­an „orða frjó­söm móðir“ eins og Bólu-Hjálm­ar kvað; brautryðjandi, forkólf­ur, hvatamaður, frum­kvöðull, frum­herji, upp­hafsmaður, ný­sköpuður, for­víg­ismaður og nú síðast nýyrðið at­hafna­skáld. Og talandi um skáld. Stein­grím­ur Thor­steins­son var eitt af þjóðskáld­un­um okk­ar. Stein­grím­ur kom víða við í ís­lensku þjóðlífi á nítj­ándu öld. Hann þýddi meðal ann­ars æv­in­týri H.C. And­er­sen og Þúsund og eina nótt og enn þykja snilld­arþýðing­ar hans hent­ug­ar tæki­færis­gjaf­ir handa börn­um. Stein­grím­ur var dygg­ur stuðnings­maður Jóns Sig­urðsson­ar í þjóðfrels­is­bar­átt­unni og lengi rektor Lærða skól­ans í Reykja­vík.

Tæki­færið gríptu greitt,
giftu mun það skapa.
Járnið skaltu hamra heitt,
að hika er sama og tapa.

Þess­ar lín­ur eru úr einu af þekkt­ari kvæðum Stein­gríms og lýsa svo vel eld­móði þeirr­ar kyn­slóðar sem lagði grunn að sam­fé­lag­inu sem við búum við í dag. Kvæðið fang­ar vel þá hugs­un sem ein­kenn­ir frum­kvöðla og eig­in­leik­ana sem þeir þurfa öðrum frem­ur að temja sér. Frum­kvöðlastarf snýst þó ekki ein­göngu um hug­ar­far, held­ur líka um skipu­lag, verk­ferla, þraut­seigju og margt fleira. Hug­ar­far frum­kvöðuls­ins er hægt að læra og styrkja, eins og allt annað. Þess vegna er mik­il­vægt að um­gjörðin sé góð og skapi tæki­færi fyr­ir ungt fólk. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið hef­ur til dæm­is stutt við starf­semi sam­tak­anna Ungra frum­kvöðla í gegn­um árin, enda styður starf þeirra vel við þá stefnu að efla ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðlahugs­un nem­enda. Þá fengu á dög­un­um ung­menni í Lang­holts­skóla Íslensku mennta­verðlaun­in fyr­ir framúrsk­ar­andi þró­un­ar­verk­efnið Smiðjan í skap­andi skólaum­hverfi. Mark­miðið er að auka veg þverfag­legra viðfangs­efna með áherslu á sköp­un, lyk­il­hæfni og nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni í námi. Ég heim­sótti Smiðjurn­ar í gær og var heilluð af því starfi sem þar er unnið.

Ný mennta­stefna grund­vall­ast á því að nem­end­ur geti beitt rök­vísi, ígrund­un og hafi hug­rekki til að skapa. Í henni er lögð áhersla á sköp­un í öllu skóla­starfi til að stuðla að per­sónu­leg­um þroska, frum­kvæði og ný­sköp­un. Unnið skal með sam­spil gagn­rýn­inn­ar hugs­un­ar og sköp­un­ar til þess að þroska sjálf­stætt gild­is­mat nem­enda, styrkja hæfni til að setja ólík­ar niður­stöður í sam­hengi og efla þroska til sam­fé­lags­leg­ar umræðu. For­senda þess að virkja og viðhalda sköp­un­ar­krafti og -kjarki nem­enda er að þeim sé búið náms­um­hverfi þar sem hvatt er til frum­kvæðis, sjálf­stæðis og skap­andi hugs­un­ar á öll­um sviðum.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. janúar 2021.