Categories
Greinar

Það styttir upp um síðir

Deila grein

23/12/2021

Það styttir upp um síðir

Upp er runn­in stund ljóss og friðar þar sem ást­vin­ir koma sam­an og njóta sam­vista yfir jól­in um heim all­an. Þó svo að þessi jól, líkt og þau síðustu, lit­ist af heims­far­aldri er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að halda gleðileg jól og líta björt­um aug­um til framtíðar. Á ár­inu sem senn fer að líða hef­ur Íslend­ing­um tek­ist vel til að lifa með veirunni og spyrna við fót­um. Þannig hef­ur til dæm­is okk­ar frá­bæra skóla­fólki farn­ast vel í að halda skól­um opn­um í sam­fé­lag­inu, sviðlist­ir og önn­ur menn­ing hef­ur þrif­ist með ágæt­um, af­koma rík­i­s­jóðs var mun betri en bú­ist var við, at­vinnu­leysi hef­ur minnkað mikið og ferðaþjón­ust­an hef­ur tekið við sér miðað við fyrra ár.

Er­lend­ir gest­ir líta enn hýru auga til Íslands sem áfangastaðar en eins og sak­ir standa eru ekki merki um að verið sé að fella niður flug frá því sem plön gerðu ráð fyr­ir áður en þessi upp­sveifla í far­aldr­in­um byrjaði, þó svo að af­bók­an­ir í vél­un­um hafi auk­ist. Útlit er fyr­ir að tals­vert verði að gera um þessi jól og ára­mót í mót­töku er­lendra ferðamanna. 46% nýt­ing er á hót­el­um á höfuðborg­ar­svæðinu miðað við bók­un­ar­stöðu. Á sama tíma í fyrra var bók­un­arstaðan 3%. Tals­verðar bók­an­ir eru líka hjá afþrey­ing­ar­fyr­ir­tækj­um á svæðinu. Þetta er til marks um hversu rík­ur ferðavilji er fyr­ir hendi til þess að koma til Íslands þrátt fyr­ir upp­sveiflu í heims­far­aldr­in­um.

Þess­ar já­kvæðu vís­bend­ing­ar og fleiri til gefa okk­ur fullt til­efni til þess að líta björt­um aug­um til framtíðar. Við vit­um nefni­lega að far­ald­ur­inn mun ekki vara að ei­lífu, það mun stytta upp um síðir. Þangað til mun­um við halda áfram að styðja ferðaþjón­ust­una eins og þurfa þykir. Þannig höf­um strax haf­ist handa við að tryggja aukna fjár­muni í kynn­ingu á Íslandi sem áfangastað und­ir heit­inu Sam­an í sókn sem Íslands­stofa held­ur utan um og búa þannig í hag­inn þegar að fólks­flutn­ing­ar hefjast að nýju. Einnig hafa stjórn­völd greint frá áfor­um um að verja millj­arði í stuðning við veit­inga­hús. Þetta eru mik­il­væg­ar aðgerðir sem mun­ar um til lengri og skemmri tíma. Það er eng­in spurn­ing í huga mér að ferðaþjón­ust­an, og henn­ar öfl­uga fólk, verði burðar­ársinn í viðspyrnu þjóðarbús­ins. Enda hef­ur ferðaþjón­ust­an áður sýnt að hún geti skapað gríðarleg­ar gjald­eyris­tekj­ur fyr­ir landið á nokkuð skömm­um tíma.

Það eru von­ir mín­ar að all­ir okk­ar er­lendu gest­ir muni eiga gæðastund­ir hér á landi yfir þessi jól, ekki síður en við sem hér búum. Ég sendi því öll­um hlýj­ar jóla­kveðjur, full til­hlökk­un­ar og bjart­sýni á að bók­un­arstaðan verði 100% jól­in 2022.

Höf­und­ur er ferðamála-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Al­freðsdótt­ir

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. desember 2021.