Categories
Greinar

Þrautseigja og þekking, hugrekki og hamingja

Mennta­stefn­an var unn­in í víðtæku sam­ráði, með aðkomu fjöl­margra aðila úr skóla­sam­fé­lag­inu. Stefnu­mót­un­in byggðist m.a. á efni og umræðum á fund­um með skóla­fólki og full­trú­um sveit­ar­fé­laga um allt land, sam­ræðum á svæðisþing­um tón­list­ar­skóla, sam­starfi við for­eldra, börn og ung­menni, at­vinnu­líf, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (e. OECD) og fleiri hags­munaaðila. Stefnu­drög fengu já­kvæð viðbrögð í sam­ráðsgátt stjórn­valda, þaðan sem gagn­leg­ar ábend­ing­ar bár­ust og voru þær m.a. notaðar til að þétta stefn­una og ein­falda fram­setn­ing­una. Fyr­ir vikið er text­inn aðgengi­leg­ur og skýr, sem er ein af for­send­um þess að all­ir hlutaðeig­andi skilji hann á sama hátt og sam­mæl­ist um mark­miðin.

Deila grein

17/11/2020

Þrautseigja og þekking, hugrekki og hamingja

Eng­inn kemst á áfangastað nema vita hvert ferðinni er heitið! Skýr mark­mið eru for­senda þess að ár­ang­ur ná­ist. Við gerð nýrr­ar mennta­stefnu hafa þau sann­indi verið höfð að leiðarljósi. Ég mun í dag mæla fyr­ir þings­álykt­un um mennta­stefnu til árs­ins 2030. Það er mín von að þing­heim­ur verði sam­stiga í því brýna sam­fé­lags­verk­efni að varða mennta­veg­inn inn í framtíðina.

Meg­in­mark­miðið er að tryggja Íslend­ing­um framúrsk­ar­andi mennt­un alla ævi. Stefn­an bygg­ist á fimm stoðum, sem sam­an mynda traust­an grunn til að byggja á. Við vilj­um 1) jöfn tæki­færi fyr­ir alla, 2) að kennsla verði í fremstu röð, 3) að nem­end­ur öðlist hæfni fyr­ir framtíðina, 4) að vellíðan verði í önd­vegi í öllu skóla­starfi og 5) gæði í for­grunni. Und­ir stoðunum fimm hafa 30 áhersluþætt­ir verið skil­greind­ir, sem eiga að skapa öfl­ugt og sveigj­an­legt mennta­kerfi – kerfi sem stuðlar að jöfn­um tæki­fær­um til náms, enda geta all­ir lært og all­ir skipta máli. Verði þings­álykt­un­ar­til­lag­an samþykkt verður unn­in aðgerðaáætl­un með ár­ang­urs­mæli­kvörðum til þriggja ára í senn, sem met­in verður ár­lega.

Mennta­stefn­an var unn­in í víðtæku sam­ráði, með aðkomu fjöl­margra aðila úr skóla­sam­fé­lag­inu. Stefnu­mót­un­in byggðist m.a. á efni og umræðum á fund­um með skóla­fólki og full­trú­um sveit­ar­fé­laga um allt land, sam­ræðum á svæðisþing­um tón­list­ar­skóla, sam­starfi við for­eldra, börn og ung­menni, at­vinnu­líf, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (e. OECD) og fleiri hags­munaaðila. Stefnu­drög fengu já­kvæð viðbrögð í sam­ráðsgátt stjórn­valda, þaðan sem gagn­leg­ar ábend­ing­ar bár­ust og voru þær m.a. notaðar til að þétta stefn­una og ein­falda fram­setn­ing­una. Fyr­ir vikið er text­inn aðgengi­leg­ur og skýr, sem er ein af for­send­um þess að all­ir hlutaðeig­andi skilji hann á sama hátt og sam­mæl­ist um mark­miðin.

Mennt­un er lyk­ill­inn að tæki­fær­um framtíðar­inn­ar. Hún er eitt helsta hreyfiafl sam­fé­laga og á tím­um fá­dæma um­skipta, óvissu og örra tækni­bylt­inga verða þjóðir heims að búa sig und­ir auk­inn breyti­leika og sí­fellt flókn­ari áskor­an­ir. Framtíðar­horf­ur ís­lensku þjóðar­inn­ar velta á sam­keppn­is­hæfni og sjálf­bærni ís­lenska mennta­kerf­is­ins. Vel­gengni bygg­ist á vel menntuðum ein­stak­ling­um með skap­andi og gagn­rýna hugs­un, fé­lags­færni og góð tök á ís­lensku og er­lend­um tungu­mál­um til að tak­ast á við hnatt­ræn­ar áskor­an­ir.

Mennt­un styrk­ir, vernd­ar og efl­ir viðnámsþrótt ein­stak­linga og sam­fé­laga. Með mennta­stefnu verður lögð áhersla á að styrkja viðhorf Íslend­inga til eig­in mennt­un­ar með vaxt­ar­hug­ar­far að leiðarljósi. Þekk­ing­ar­leit­inni lýk­ur aldrei og mennt­un, form­leg sem óform­leg, er viðfangs­efni okk­ar allra, alla ævi.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. nóvember 2020.