Categories
Greinar

Þrekvirki íslenska menntakerfisins á tímum COVID-19

Deila grein

04/05/2020

Þrekvirki íslenska menntakerfisins á tímum COVID-19

Hinn 16. mars tóku gildi tak­mark­an­ir á sam­kom­um og skóla­haldi til að hægja á út­breiðslu COVID-19 hér á landi. Frá því að aug­lýs­ing­ar um þess­ar tak­mark­an­ir voru birt­ar hef­ur ráðuneytið í sam­vinnu við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­band Íslands fylgst náið með skipu­lagi og fram­kvæmd skóla­starfs í leik- og grunn­skól­um.Í leik- og grunn­skól­um lands­ins eru um 64.650 nem­end­ur og 11.450 starfs­menn. Í fram­halds- og há­skól­um eru um 41.000 nem­end­ur. Það varð því strax ljóst að fram und­an væri mik­il brekka. Staðan var vissu­lega óljós um tíma og skipt­ar skoðanir um hver viðbrögð skóla­kerf­is­ins ættu að vera við veirunni sem olli mikl­um sam­fé­lags­skjálfta. Nú, sjö vik­um síðar, gefst okk­ur tæki­færi til að líta um öxl og skoða hvernig til tókst.

Leik­skól­ar

Al­mennt hef­ur leik­skólastarf gengið vel og hlúð hef­ur verið að börn­um með vel­ferð þeirra að leiðarljósi. Skóla­stjórn­end­ur höfðu frelsi til að skipu­leggja og út­færa starf­semi hvers skóla, þar sem aðstæður voru ólík­ar milli skóla, jafn­vel inn­an sama sveit­ar­fé­lags. Þetta krafðist mik­ill­ar út­sjón­ar­semi og reynd­ist ef­laust mörg­um erfitt. Mik­il ábyrgð hvíldi á herðum allra hlutaðeig­andi við að tryggja ör­yggi kenn­ara og nem­enda og það er aðdá­un­ar­vert að þetta hafi tek­ist eins vel og raun ber vitni. Tæki­fær­in í mennt­un framtíðar­inn­ar liggja á leik­skóla­stig­inu. Sí­fellt fleiri rann­sókn­ir sýna fram á mik­il­vægi fyrstu ævi­ár­anna fyr­ir all­an þroska ein­stak­linga síðar á lífs­leiðinni og því hef­ur áhersl­an á snemm­tæka íhlut­un í mál­efn­um barna orðið sí­fellt fyr­ir­ferðarmeiri. Tengsl eru á milli taugaþroska og um­hverf­isáhrifa hjá ung­um börn­um og því er afar mik­il­vægt að tryggja að mennt­un barna á leik­skóla­aldri sé sem allra best úr garði gerð. Ég skipaði því starfs­hóp um styrk­ingu leik­skóla­stigs­ins sem er ætlað að finna leiðir til að styrkja leik­skóla­stigið og fjölga leik­skóla­kenn­ur­um. Starfs­hóp­ur­inn er hvatt­ur til að veigra sér ekki við að koma með rót­tæk­ar breyt­inga­til­lög­ur á t.d. nú­ver­andi lög­um, reglu­gerðum og starfs­um­hverfi ef það er talið mik­il­vægt til að styrkja leik­skóla­stigið.

Grunn­skól­ar

Grunn­skól­ar hafa haldið úti kennslu fyr­ir nem­end­ur þótt skóla­dag­ur­inn hafi oft verið styttri en venju­lega og fjar­nám al­gengt í ung­linga­deild­um. Skólastarf hef­ur gengið vel og fólk var sam­stiga í þeim aðstæðum sem ríktu; kenn­ar­ar, skóla­stjórn­end­ur, starfs­fólk, for­eldr­ar og nem­end­ur. Vik­urn­ar voru lær­dóms­rík­ar, skipu­lagið breytt­ist hratt og dag­lega voru aðstæður rýnd­ar með til­liti til mögu­legra breyt­inga. Nýir kennslu­hætt­ir og fjar­kennsla urðu stærri þátt­ur en áður og tækn­in vel nýtt í sam­skipt­um við nem­end­ur. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga aflaði reglu­lega upp­lýs­inga um skipu­lag skóla­starfs frá fræðslu­um­dæm­um og skól­um. Meg­inniður­stöður bentu til þess að vel væri hugað að ör­yggis­atriðum, svo sem skipt­ingu nem­enda í fá­menna hópa og að eng­inn óviðkom­andi kæmi inn í skóla­bygg­ing­una.Eins og gef­ur að skilja voru út­færsl­ur á skóla­starfi ólík­ar. Í ein­hverj­um til­fell­um mættu nem­end­ur heil­an skóla­dag á meðan aðrir studd­ust við fjar­kennslu ein­göngu. Allt gekk þetta þó von­um fram­ar. Und­ir­bún­ing­ur að næstu vik­um er í full­um gangi hjá skól­um sem eru að leggja loka­hönd á þetta skóla­ár og und­ir­búa út­skrift nem­enda úr 10. bekk.

Við þess­ar óvenju­legu aðstæður hef­ur mikið verið rætt um ann­ar­lok og náms­mat í grunn­skól­um en fram­kvæmd og út­færsla þess er á ábyrgð hvers skóla að upp­fyllt­um ákveðnum viðmiðum. Náms­matið get­ur því verið með mis­mun­andi hætti, en fram­kvæmd á birt­ingu lokamats úr grunn­skóla þarf engu að síður að vera eins sam­ræmd og mögu­legt er til að tryggja eins og unnt er jafn­ræði nem­enda við inn­rit­un í fram­halds­skóla. Við leggj­um okk­ur öll fram við að tryggja sem far­sæl­asta inn­rit­un nem­enda í fram­halds­skóla fyr­ir haustönn 2020 í góðri sam­vinnu við kenn­ara­for­yst­una, Skóla­stjóra­fé­lag Íslands, Skóla­meist­ara­fé­lag Íslands og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Fram­halds­skól­ar

Við gildis­töku sam­komu­banns var skóla­bygg­ing­um fram­halds- og há­skóla lokað fyr­ir nem­end­um, sem stunduðu þó fjar­nám af full­um krafti. Strax komu upp á yf­ir­borðið áhyggj­ur af nem­end­um í brott­hvarfs­hættu og því var haf­ist handa við að halda þétt utan um þann hóp. Marg­vís­leg­ar aðferðir voru notaðar til að styðja nem­end­ur áfram í námi. Jafn­framt var kast­ljós­inu beint að nem­end­um í starfs­námi, enda áttu þeir á hættu að vera sagt upp náms­samn­ingi eða missa af sveins­prófi á rétt­um tíma. Það voru því mik­il gleðitíðindi þegar ráðuneytið, skóla­meist­ar­ar starfs­mennta­skóla og um­sýsluaðilar sveins­prófa tóku hönd­um sam­an og fundu leiðir til að tryggja náms- og pró­flok með sveins­próf­um.Allt kallaði þetta á mikla vinnu og gott sam­starf ólíkra aðila í fram­halds­skóla­sam­fé­lag­inu. Það tókst svo sann­ar­lega, því áskor­an­irn­ar hafa þétt mjög raðirn­ar og sam­ráð á fram­halds­skóla­stig­inu efld­ist mjög á þess­um erfiða tíma. Stjórn­end­ur skipt­ust á góðum ráðum og hvatn­ingu, sem blés öll­um byr und­ir báða vængi. Ég bind mikl­ar von­ir við að þetta góða sam­starf muni fylgja okk­ur áfram eft­ir að líf kemst í eðli­legt horf.

Há­skól­ar

Aðstæðurn­ar höfðu óneit­an­lega áhrif á ann­ar­lok í há­skól­um og fram­halds­skól­um, sem höfðu búið sig vel und­ir þá staðreynd. Í mörg­um skól­um var upp­haf­leg­um kennslu­áætlun­um fylgt og ann­ar­lok og út­skrift­ir verða því á rétt­um tíma. Skól­arn­ir fengu frelsi til að út­færa náms­mat að aðstæðunum, enda varð fljótt ljóst að prófa­hald yrði óhefðbundið og vinna við ein­kunna­gjöf flókn­ari. Sum­ir ákváðu að halda sig við hefðbundna ein­kunna­gjöf, en aðrir staðfesta að nem­andi hafi staðist eða ekki staðist kröf­ur sem gerðar eru í hverri grein.Staða há­skóla­nema er mér mjög hug­leik­in. Stofnaður var sam­hæf­ing­ar­hóp­ur fjöl­margra hagaðila sem vinn­ur nú hörðum hönd­um að því að skoða stöðu at­vinnu­leit­enda og ekki síður náms­manna. Ljóst er að bregðast þarf hratt við. Mark­miðið er að styðja mark­visst við náms­menn ásamt því að nýta mennta­kerfið til þess að efla og styrkja nám og þjálf­un í þeim at­vinnu­grein­um sem mögu­lega verða hvað verst úti.

Fram hef­ur komið að álag er mikið á nem­end­ur og marg­ir þeirra hafa áhyggj­ur af fram­færslu, þar sem þeir hafa misst störf til að fram­fleyta sér. Há­skól­arn­ir brugðu á það ráð að auka við ráðgjöf og þjón­ustu við nem­end­ur. Stjórn Lána­sjóðs náms­manna ákvað einnig að koma til móts við náms­menn og greiðend­ur náms­lána með ýms­um aðgerðum.

Mik­il­vægt er að allt sé gert til að hlúa að gæðum náms en nem­end­um verður að vera mætt með aukn­um sveigj­an­leika. Vellíðan og ör­yggi nem­enda skipt­ir afar miklu.

Heim­spek­ing­ur­inn John Stu­art Mill sagði: „Öll efl­ing mennt­un­ar stuðlar að jöfnuði, því að mennt­un­in veit­ir aðgang að sama sjóði þekk­ing­ar og skoðana.“ Ljóst er að ís­lenskt sam­fé­lag stend­ur frammi fyr­ir veru­leg­um breyt­ing­um á vinnu­markaðnum. Mik­il­vægt er að for­gangsraða í þágu gæða mennt­un­ar. Til að mæta þeim áskor­un­um þurf­um við að huga vel að sveigj­an­leika og sam­spili vinnu­markaðar­ins og mennta­kerf­is­ins, nálg­ast þau mál heild­rænt og í virku sam­hengi við þróun þeirra ann­ars staðar í heim­in­um. Kæra skóla­fólk og nem­end­ur. Hafið þið mikl­ar þakk­ir fyr­ir þrek­virkið sem þið hafið unnið, sem er ein­stakt á heimsvísu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst 4. maí 2020.