Categories
Greinar

Tími tækifæranna

Deila grein

02/02/2022

Tími tækifæranna

Nýtt menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti (MVF) tók í gær form­lega til starfa í sam­ræmi við ný­samþykkta þings­álykt­un­ar­til­lögu um skip­an Stjórn­ar­ráðsins. Breyt­ing­ar sem í henni er að finna eru rót­tæk­ar en tíma­bær­ar og eru til þess falln­ar að fella ósýni­lega múra stofn­ana­menn­ing­ar og stuðla að sam­vinnu, sam­ráði og sam­hæf­ingu inn­an Stjórn­ar­ráðsins. Und­ir hið nýja ráðuneyti falla mál­efni menn­ing­ar, ferðaþjón­ustu og viðskipta og er hlut­verk þess að skapa þess­um mála­flokk­um um­hverfi sem stuðlar að vel­sæld og verðmæta­sköp­un fyr­ir sam­fé­lagið.

Því hlut­verki mun ráðuneytið sinna með því að auka skil­virkni, bæta þjón­ustu og nýta sam­legð mála­flokk­anna með öfl­ugu sam­starfi með áherslu á mik­il­vægi skap­andi greina og sam­keppn­is­hæfni. Lögð verður áhersla á vandaða stefnu­mót­un, virka sam­vinnu og upp­lýs­inga­miðlun ásamt því að auka traust á stofn­un­um og verk­ferl­um stjórn­sýsl­unn­ar og tryggja jafn­ræði og sjálf­bærni. Inn­an hins nýja ráðuneyt­is verður auk­in geta til hag­fræðilegra grein­inga til að styðja mið mark­viss­ari stefnu­mót­un í mála­flokk­um þess.

Það eru mörg sókn­ar­færi í sam­legð þess­ara þriggja stoða sem menn­ing, ferðaþjón­usta og viðskipti eru í ís­lensku sam­fé­lagi og mark­miðið er að há­marka þá sam­legð á sama tíma og við stönd­um vörð um kjarn­a­starf­semi og sér­stöðu grein­anna. Ferðaþjón­ust­an og menn­ing­ar­lífið njóta gagn­kvæms ávinn­ings af vel­gengni og hags­mun­ir þeirra eru samofn­ir á ýms­um sviðum. Þannig hafa ís­lensk­ir menn­ing­ar­viðburðir á borð við tón­list­ar- og kvik­mynda­hátíðir verið aðdrátt­ar­afl ferðamanna um ára­bil. Að sama skapi njóta skap­andi grein­ar góðs af stærri markaði sem fylg­ir fjölg­un ferðamanna og auk­inni eft­ir­spurn eft­ir ís­lenskri list og menn­ingu.

Til grund­vall­ar aðgerðum og áhersl­um nýs ráðuneyt­is verða mæli­kv­arðar sem ná utan um efna­hags­lega, sam­fé­lags­lega og hug­læga þætti sem ganga þvert á mála­flokka okk­ar. Mér finnst spenn­andi að hugsa til þess­ara mæli­kv­arða sem einskon­ar sköp­un­ar­vísi­tölu en það er vísi­tala sem við kepp­um að því að hækka og höf­um alla burði til. Um­svif þeirra at­vinnu­greina sem heyra und­ir nýtt menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti eru nú þegar mik­il en fram­lag þeirra til vergr­ar lands­fram­leiðslu er rúm­lega 40%. Við ætl­um okk­ur að gera enn bet­ur. Okk­ar stærstu mark­mið eru að árið 2030 muni út­gjöld ferðamanna hér á landi nema 700 millj­örðum króna og að út­flutn­ing­verðmæti menn­ing­ar verði 20 millj­arðar. Að auki vilj­um við koma Íslandi í hóp 15 efstu landa hvað viðkem­ur viðskiptaum­hverfi og sam­keppn­is­hæfni.

Það er því til mik­ils að vinna fyr­ir þjóðarbúið ef rétt er haldið á mál­um. Tími tæki­fær­anna er runn­inn upp og með samþætt­ingu þess­ara mála­flokka í nýju ráðuneyti menn­ing­ar- og viðskipta­mála eru skapaðar trygg­ari for­send­ur til að grípa þau og stuðla þannig að sókn í þágu sam­fé­lags­ins alls með til­heyr­andi vexti og vel­sæld til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. febrúar 2022.