Categories
Greinar

Umhverfismál snerta eldra fólk líka

Deila grein

11/09/2021

Umhverfismál snerta eldra fólk líka

Fram­sókn er, og vill vera, grænn flokk­ur og það krefst stefnu í um­hverf­is­mál­um í víðum skiln­ingi. Marg­ir halda að við sem erum í eldri kant­in­um séum ekki nægj­an­lega um­hverf­is­sinnuð. Ég tel að það sé hinn mesti mis­skiln­ing­ur. Ég tel að við vinn­um dag­lega að um­hverf­is­mál­um með flokk­un á öllu sem hægt er að flokka og því að huga að ná­grenni okk­ar og rækta garðinn okk­ar, hafi fólk garð.

En hvað get­um við gert enn frek­ar? For­dæmið sem hr. Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hef­ur gefið okk­ur er að fara út og plokka. Þess er þörf mest­allt árið. Þessa iðju gera marg­ir að dag­leg­um göngu­túr og hafa verk for­set­ans verið hvatn­ing fyr­ir alla að taka upp sömu hætti. Leið eldra fólks ligg­ur við hlið yngra fólks í kyn­slóðasátt­mála um að vernda um­hverfið á all­an hátt.

Fram­sókn er í for­ystu um land­vernd. Á síðastliðnu ári náðist t.d. fjölda­hreyf­ing í að safna birki­fræi og skila inn, en það að sá birki­fræi get­ur verið mjög ár­ang­urs­ríkt sem ný skóg­rækt. Það má m.a. sjá þar sem birki­fræ hef­ur fokið í mela og móa. Þar spír­ar fræið og gef­ur af sér ný tré.

Við þurf­um líka öll að venja okk­ur á að hafa vist­væna burðarpoka með okk­ur við inn­kaup. Fram und­an í mörg­um sveit­ar­fé­lög­um er svo að gera flokk­un enn aðgengi­legri og sam­ræmd­ari. Það á að vera krafa til stjórn­mála­manna að beita sér fyr­ir því að allt megi flokka og helst end­ur­vinna. Á landi eins og Íslandi með sína tæru læki og ár þarf sú hugs­un að vera í fyr­ir­rúmi meðal okk­ar allra að virða nátt­úr­una svo af­kom­end­ur okk­ar fái notið henn­ar.

Vist­væn orka hófst með litl­um raf­stöðvum við bæj­ar­læk­inn. Nú þarf að finna fleiri lausn­ir fyr­ir nú­tím­ann, svo sem sól­ar­sell­ur, sem eru t.d. að ryðja sér til rúms í Þýskalandi þar sem bænd­ur leigja út akra fyr­ir sól­ar­sell­ur sem tappa svo af inn á kerf­in. Vind­myll­ur þarf einnig að skoða, en um þær er auðvitað ekki full sátt.

Fram­sókn legg­ur áherslu á vist­væn­ar lausn­ir. Í Dan­mörku og Hollandi er þær víða að finna og gera þær gæfumun­inn hvað varðar fram­leiðslu raf­magns. Mörg stór­fyr­ir­tæki í Evr­ópu eru orðin mjög vist­væn og stór­ar versl­an­ir ganga fram með góðu for­dæmi um vist­væn­ar umbúðir.

Fram­sókn legg­ur megin­á­herslu á að við rækt­um sem mest sjálf og verðum sjálf­bær s.s. í græn­meti, korni og fleiri teg­und­um. Íslensk nær­andi matarol­ía frá Sand­hóli er ein snilld­in sem og vör­ur Valla­nes­bús­ins und­ir merkj­um Móður jarðar. Alls kon­ar heima­gerðar afurðir má finna um allt land og þeir sem hyggj­ast reyna sig við að skapa nýj­ar vör­ur geta fengið aðstoð hjá þró­un­ar­setr­um.

Sjálf­bærni á mörg­um sviðum er hugs­un unga fólks­ins sem við, eldra fólkið, styðjum heils hug­ar. Við í Fram­sókn verðum sterk rödd í um­hverf­is­mál­um framtíðar­inn­ar.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

Höf­und­ur er í 3. sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík norður og skóg­ar­bóndi. basend­i6@sim­net.is