Categories
Greinar

Vegabréf til framtíðar

Námsframvinda ræðst af ýmsum þáttum. Góður námsorðaforði og hugtakaskilningur, ályktunarhæfni, færni í rökhugsun, ánægja af lestri og fjölbreytni lesefnis vega mjög þungt í því að nemendur nái tökum á námsefninu. Til að skilja vel og tileinka sér innihald námsefnis án aðstoðar þarf nemandi að þekkja 98% orða í texta. Ef hlutfallið lækkar í 95% þurfa flestir nemendur aðstoð, t.d. hjálp frá kennara, sam- nemendum eða úr orðabókum.

Deila grein

03/09/2020

Vegabréf til framtíðar

Það er mark­mið mitt að tryggja börn­um hér á landi mennt­un sem stenst alþjóðleg­an sam­an­b­urð. Það er skylda stjórn­valda að rýna vel mæl­ing­ar og bregðast við, ef aðrar þjóðir búa sín börn bet­ur und­ir framtíðina.

Náms­fram­vinda ræðst af ýms­um þátt­um. Góður námsorðaforði og hug­taka­skiln­ing­ur, álykt­un­ar­hæfni, færni í rök­hugs­un, ánægja af lestri og fjöl­breytni les­efn­is vega mjög þungt í því að nem­end­ur nái tök­um á náms­efn­inu. Til að skilja vel og til­einka sér inni­hald náms­efn­is án aðstoðar þarf nem­andi að þekkja 98% orða í texta. Ef hlut­fallið lækk­ar í 95% þurfa flest­ir nem­end­ur aðstoð, t.d. hjálp frá kenn­ara, sam­nem­end­um eða úr orðabók­um.

Alþjóðleg­ar sam­an­b­urðar­rann­sókn­ir hafa leitt í ljós að ís­lensk­ir nem­end­ur virðast ekki hafa sömu færni og nem­end­ur ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um hvort sem litið er til lesskiln­ings, stærðfræði eða nátt­úru­læsis. Það kall­ar á menntaum­bæt­ur sem fel­ast meðal ann­ars í því að rýna nám­skrár, náms­gögn og viðmiðun­ar­stunda­skrár. Slík rýni hef­ur meðal ann­ars leitt í ljós, að móður­máls­tím­ar á miðstigi í Svíþjóð eru 35% fleiri en á Íslandi. M.a. þess vegna stend­ur nú til að auka vægi móður­máls­kennslu hér­lend­is. Mark­miðið með því er ekki að fjölga mál­fræðitím­um á kostnað skap­andi náms­greina, held­ur skapa kenn­ur­um svig­rúm til að vinna með tungu­málið á skap­andi og skemmti­leg­an hátt. Þeim treysti ég full­kom­lega til að nýta svig­rúmið vel, svo námsorðaforði ís­lenskra skóla­barna og lesskiln­ing­ur auk­ist. Það er for­senda alls náms og skap­andi hugs­un­ar, enda er gott tungu­tak nauðsyn­legt öll­um sem vilja koma hug­mynd­um sín­um í orð. Með auk­inni áherslu á móður­máls­notk­un er því verið að horfa til framtíðar.

Á und­an­förn­um þrem­ur árum hafa stoðir mennta­kerf­is­ins verið styrkt­ar með ýms­um hætti. Ný lög um mennt­un og hæfi kenn­ara og skóla­stjórn­enda hafa orðið að veru­leika og við höf­um ráðist í um­fangs­mikl­ar aðgerðir til að fjölga kenn­ur­um. Við höf­um stutt við út­gáfu bóka á ís­lensku með mjög góðum ár­angri, þar sem aukn­ing­in hef­ur verið mest í flokki barna- og ung­menna­bóka. Þá samþykkti Alþingi þings­álykt­un um efl­ingu ís­lensk­unn­ar, sem fel­ur í sér 10 aðgerðir sem snúa að um­bót­um í mennta­kerf­inu. Marg­ar eru þegar komn­ar í fram­kvæmd og ég er sann­ar­lega vongóð um góðan afrakst­ur.

Íslenskt skóla­kerfi er til fyr­ir­mynd­ar og hef­ur unnið þrek­virki á tím­um kór­ónu­veirunn­ar. Mik­ill metnaður ein­kenn­ir allt skólastarf og vilj­um við stuðla að frek­ari gæðum þess. Mark­mið stjórn­valda er að veita framúrsk­ar­andi mennt­un með áherslu á þekk­ingu, vellíðan og þraut­seigju. All­ir nem­end­ur skipta máli og ég hef þá trú að all­ir geti lært. Góð mennt­un er helsta hreyfiafl sam­tím­ans og hún er verðmæt­asta vega­bréf barn­anna okk­ar inn í framtíðina.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.