Categories
Greinar

Víðtækar aðgerðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði

Deila grein

08/06/2019

Víðtækar aðgerðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði

Hús­næðismál eru eitt stærsta vel­ferðar­mál þjóðar­inn­ar. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörf­um manns­ins og ör­uggt hús­næði óháð efna­hag og bú­setu er ein af grunn­for­send­um öfl­ugs sam­fé­lags.

Hús­næðismarkaður­inn hér á landi hef­ur ein­kennst af mikl­um sveifl­um í gegn­um tíðina, ekki síst síðastliðinn ára­tug. Í dag er staðan sú að stór hóp­ur fólks býr við þröng­an kost og óör­yggi í hús­næðismál­um og marg­ir, einkum þeir tekju­lægri, hafa tak­markaðan aðgang að viðun­andi hús­næði. Þeir verja sömu­leiðis of stór­um hluta tekna sinna í hús­næði. Við það verður ekki unað.

Nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur frá upp­hafi haft skýra stefnu í hús­næðismál­um. Hún er að tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði og nægj­an­legt fram­boð af viðun­andi hús­næði fyr­ir alla, óháð efna­hag og bú­setu.

Hús­næðismál hafa verið sett í skýr­an for­gang en til marks um það má nefna að þriðjung­ur þeirra 38 aðgerða sem rík­is­stjórn­in lagði fram í tengsl­um við lífs­kjara­samn­ing­ana snýr að hús­næðismál­um. Gert er ráð fyr­ir að Íbúðalána­sjóður fylgi þeim aðgerðum eft­ir og skili stöðuskýrslu þris­var á ári svo að sem best yf­ir­sýn fá­ist yfir fram­gang þeirra.

Til að skapa auk­inn stöðug­leika á hús­næðismarkaði þarf breytta um­gjörð í hús­næðismál­um, sem grund­vall­ast á stefnu­mót­un og áætlana­gerð til langs tíma og er byggð á áreiðan­leg­um upp­lýs­ing­um. Mörg mik­il­væg skref hafa verið stig­in í þá átt á nýliðnum vetri. Íbúðalána­sjóði hef­ur verið falið mik­il­vægt hlut­verk í þeim efn­um með breyt­ingu á lög­um um hús­næðismál og er það fagnaðarefni að sterk stofn­un fari nú með sam­hæf­ingu og fram­kvæmd hús­næðismála á landsvísu.

Þá hef­ur sveit­ar­fé­lög­un­um verið falið veiga­mikið hlut­verk við gerð hús­næðisáætl­ana en þær munu fram­veg­is vera lyk­ilþátt­ur í stefnu­mót­un stjórn­valda í hús­næðismál­um. Í þeirri aðgerð krist­all­ast mik­il­vægi þess að gott sam­starf sé á milli rík­is og sveit­ar­fé­laga þegar kem­ur að hús­næðismál­um.

Í apríl síðastliðnum skilaði starfs­hóp­ur á mín­um veg­um skýrslu með fjór­tán til­lög­um til að auðvelda ungu fólki og tekju­lág­um að kom­ast inn á hús­næðismarkaðinn. Þær miða sér­stak­lega að því að auðvelda fyrr­nefnd­um hóp­um að safna fyr­ir út­borg­un í íbúð og létta hjá þeim af­borg­un­ar­byrði lána. Eru þær nú í vinnslu inn­an stjórn­sýsl­unn­ar til end­an­legr­ar út­færslu.

Mark­visst hef­ur einnig verið unnið að fjölg­un hag­kvæmra leigu­íbúða í gegn­um upp­bygg­ingu al­menna íbúðakerf­is­ins sem studd er af stofn­fram­lög­um rík­is og sveit­ar­fé­laga. Ljóst er að mik­il þörf er á slíku úrræði en al­menna íbúðakerfið mun auka aðgengi tekju- og eignalágra að ör­uggu leigu­hús­næði á viðráðan­legu verði.

Á haust­mánuðum fór Íbúðalána­sjóður jafn­framt af stað með til­rauna­verk­efni að mínu frum­kvæði í því skyni að leita leiða til þess að bregðast við langvar­andi stöðnun á hús­næðismarkaði á lands­byggðinni. Í sam­vinnu við Byggðastofn­un og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga valdi sjóður­inn sjö sveit­ar­fé­lög sem eru að glíma við ólík­ar áskor­an­ir í hús­næðismál­um en eiga það sam­eig­in­legt að óvirk­ur íbúða- og/​eða leigu­markaður hef­ur staðið framþróun fyr­ir þrif­um.

Unnið hef­ur verið að því með til­rauna­sveit­ar­fé­lög­un­um að greina þann vanda sem þau standa frammi fyr­ir og á grund­velli þeirr­ar vinnu hef­ur Íbúðalána­sjóður unnið til­lög­ur að lausn­um til þess að mæta þeim áskor­un­um sem steðja að. Þær snúa meðal ann­ars að því hvernig hægt sé að koma til móts við það mis­vægi sem rík­ir á milli bygg­ing­ar­kostnaðar og markaðsverðs á stór­um hluta lands­ins, ásamt því að tryggja aðgengi að fjár­magni á sam­bæri­leg­um kjör­um og fást á virk­ari markaðssvæðum. Þegar lausn­irn­ar verða komn­ar til fram­kvæmda verður lagt mat á áhrif þeirra á köld­um markaðssvæðum á lands­byggðinni með til­liti til þess hvort þær geti orðið að var­an­leg­um úrræðum til að bregðast við óvirk­um íbúða- eða leigu­markaði á lands­byggðinni til framtíðar.

Sem stend­ur funda Íbúðalána­sjóður og Mann­virkja­stofn­un með sveit­ar­fé­lög­um um allt land en stefn­an er að efla sam­vinnu rík­is og sveit­ar­fé­laga þegar kem­ur að stefnu­mót­um í hús­næðismál­um og skip­an hús­næðismála til framtíðar. Til­gang­ur þeirra funda er að kynna tvö ný stjórn­tæki hins op­in­bera; rík­is og sveit­ar­fé­laga, sem koma til með að skipta sköp­um í hús­næðismál­um til framtíðar. Þetta eru hús­næðisáætlan­ir sveit­ar­fé­laga og bygg­ing­argátt sem munu gera það bet­ur kleift að greina þörf fyr­ir hús­næði, gera áætlan­ir til þess að mæta þeirri þörf og fylgj­ast með því hvort verið sé að byggja hús­næði í sam­ræmi við þörf á hverj­um tíma.

Aðgengi að viðun­andi hús­næði er öll­um nauðsyn­legt. Í þeim efn­um bera stjórn­völd ríka ábyrgð. Ég er þess full­viss að þau skref sem við höf­um stigið síðustu miss­eri marki ákveðin vatna­skil, leggi grunn­inn að bættri um­gjörð í hús­næðismál­um og færi okk­ur í átt­ina að því mark­miði að tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði ásamt nægj­an­legu fram­boði af hús­næði fyr­ir alla, óháð efna­hag og í öll­um byggðum lands­ins.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. júní 2019.