Categories
Greinar

Vinna, vöxtur og velferð

Deila grein

01/01/2022

Vinna, vöxtur og velferð

Ára­mót, þessi ímynduðu þátta­skil í lífi okk­ar, eru sér­stak­ur tími. Í þeim renn­ur sam­an í eitt, nán­ast áþreif­an­legt augna­blik, minn­ing­ar okk­ar úr fortíðinni og vænt­ing­ar okk­ar um framtíðina. Það er hollt að staldra við á þess­um skurðpunkti fortíðar og framtíðar og líta yfir sviðið. Það er margt í sam­fé­lagi okk­ar sem er gott eins og sést þegar helstu mæli­kv­arðar eru skoðaðir. Það þýðir þó ekki að hér sé allt full­komið. Alltaf er rými til að bæta þá um­gjörð sem við höf­um skapað um sam­fé­lag okk­ar.

Þegar maður er orðinn marg­fald­ur afi þá hefst nýtt tíma­bil í lífi manns. Minn­ing­ar frá fyrstu árum barn­anna verða ljós­lif­andi og þá ekki síður minn­ing­ar úr eig­in æsku. Í kring­um börn er æv­in­týra­heim­ur sem er full­ur af lit­rík­um per­són­um. Ein þeirra er Emil í Katt­holti, strák­ur­inn sem var svo óþægur að sveit­ung­arn­ir söfnuðu pen­ing­um til þess að hægt væri að senda hann til Am­er­íku. Því var auðvitað hafnað og átti fyr­ir Emil að liggja að verða odd­viti. Astrid Lind­gren hélt með börn­un­um í sög­um sín­um og opnaði leið inn í heim þeirra og það á tím­um sem ekki var á öll­um heim­il­um litið á börn sem mann­eskj­ur.

Vel­sæld barna

Á síðustu árum höf­um við lagt mikla áherslu á vel­ferð barna eins og sér glöggt merki í nýj­um lög­um um vel­sæld barna sem samþykkt voru und­ir lok síðasta kjör­tíma­bils. Rann­sókn­ir sýna að fyrstu árin eru gríðarlega mik­il­væg og hafa mót­andi áhrif á æv­ina alla. Áhersla Fram­sókn­ar hef­ur lengi verið á vel­ferð barna. Hluti af sögu Fram­sókn­ar er að koma á fæðing­ar­or­lofi fyr­ir feður sem er ekki aðeins mik­il­vægt fyr­ir jafn­rétti kynj­anna held­ur stuðlar að nán­ara og betra sam­bandi barna við feður sína. Leng­ing fæðing­ar­or­lofs í 12 mánuði sem er eitt af verk­um síðustu rík­is­stjórn­ar er einnig mik­il­vægt skref í að bæta enn aðbúnað barna.

Barnið er hjartað í kerf­inu

Þær breyt­ing­ar, sem lög­in um vel­sæld barna og sú samþætt­ing sem unnið var að í tíð Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar sem fé­lags- og barna­málaráðherra, fela í sér hef­ur í för með sér að vegg­ir og þrösk­uld­ar milli ólíkra kerfa voru brotn­ir til. Það er orðið al­gjör­lega skýrt að barnið er hjartað í kerf­inu og að hags­mun­ir þess séu alltaf í önd­vegi. Þær lýs­ing­ar sem heyrst hafa reglu­lega í fjöl­miðlum heyra von­andi sög­unni til inn­an skamms.

Í vinn­unni við lög­in var sér­stak­lega reiknað út hvaða áhrif þess­ar breyt­ing­ar hefðu efna­hags­lega. Það kom í ljós, sem eru ef­laust lít­il tíðindi fyr­ir marga, að þessi áhersla á vel­sæld barna hef­ur ekki aðeins gríðarlega já­kvæð áhrif á ein­stak­ling­inn sjálf­an held­ur kem­ur hún til með að skila sam­fé­lag­inu öllu fjár­hags­leg­um ávinn­ingi. Sé stutt við þau börn sem á því þurfa að halda aukast lík­urn­ar á því að þau njóti auk­inna lífs­gæða á lífs­leiðinni.

Önnur stór breyt­ing sem varð á síðasta kjör­tíma­bili var nýr Mennta­sjóður náms­manna sem varð að veru­leika með vinnu Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Í þeim breyt­ing­um eru aðstæður náms­manna orðnar mun betri, ekki síst barna­fólks þar sem nú er veitt­ur styrk­ur fyr­ir hvert barn en ekki viðbót­ar­lán eins og áður. Með þessu er stutt sér­stak­lega við ungt barna­fólk og tæki­færi þess til náms auk­in veru­lega.

Ég hef lagt á það áherslu í mín­um störf­um að fá sjón­ar­horn barna og ung­menna varðandi sam­göng­ur. Sér­stak­ur starfs­hóp­ur hef­ur komið með til­lög­ur í þeim efn­um sem snú­ast meðal ann­ars um betri vegi þar sem börn fara um til að sækja skóla, aukna áherslu á göngu- og hjóla­stíga og að sam­gönguþing ung­menna og barna verði hluti af ár­legu Sam­gönguþingi. Það er nefni­lega þannig að þegar stjórn­mál­in hugsa um hags­muni barna þá verður ákv­arðana­tak­an ábyrg­ari og horf­ir meira til framtíðar. Sú áhersla sem ég lagði á um­ferðarör­yggi í störf­um mín­um er ná­tengt þess­ari sýn á sam­fé­lagið.

Hús­næði er frumþörf

Ein af stóru breyt­ing­un­um sem birt­ast í nýrri rík­is­stjórn er að hús­næðismál, skipu­lags­mál, sam­göng­ur, sveit­ar­stjórn­ar- og byggðamál eru nú öll í einu innviðaráðuneyti. Það gef­ur okk­ur tæki­færi til að leggja meiri áherslu á hús­næðismál um allt land. Það verður að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Hús­næði er frumþörf mann­eskj­unn­ar og má ekki vera fjár­hags­legt happ­drætti. Með betri og breiðari yf­ir­sýn er hægt að ná þessu jafn­vægi og leiða sam­an ólíka aðila til að bæta lífs­gæði íbúa lands­ins og búa bet­ur að fjöl­skyld­um, hvar sem þær ákveða að stofna heim­ili.

Fjöl­breytt at­vinnu­tæki­færi um allt land

Vinna, vöxt­ur og vel­ferð hef­ur lengi verið leiðar­stef Fram­sókn­ar. Sam­fé­lagið hvíl­ir á því að fólki standi til boða fjöl­breytt at­vinna um allt land. Sú viðhorfs­breyt­ing varðandi störf rík­is­ins, sem kem­ur fram í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar, Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, er mik­il tíðindi. Störf á veg­um rík­is­ins eiga ekki að vera staðbund­in nema þau séu sér­stak­lega skil­greind þannig. Þetta þýðir að frelsi fólks til bú­setu er stór­aukið. Þessi breyt­ing kall­ar á viðhorfs­breyt­ingu meðal stjórn­enda hjá rík­inu og mun ég leggja mikla áherslu á að þessi grund­vall­ar­breyt­ing á hugs­un varðandi störf starfs­manna rík­is­ins verði al­menn og viðvar­andi.

Stjórn­mál snú­ast um þjón­ustu

Í störf­um mín­um síðustu fjög­ur árin lagði ég mikla áherslu á að efla sveit­ar­stjórn­arstigið. Það er að mati mínu og margra annarra og veik­b­urða og er það ekki síst vegna þeirra mörgu og smáu ein­inga sem sveit­ar­fé­lög­in eru. Með nýrri hugs­un í mál­efn­um barna verður það enn mik­il­væg­ara að sveit­ar­fé­lög­in standi sterk og það verður helst gert með því að þau stækki. Hlut­verk sveit­ar­stjórna er skýrt, al­veg eins og hlut­verk rík­is­stjórna: Þær eiga að tryggja lífs­gæði, þær eiga að tryggja jöfn tæki­færi íbú­anna til að blómstra og þar eru mál­efni barna mik­il­væg­asti þátt­ur­inn. Öflugt skóla­kerfi frá leik­skóla er nauðsyn­legt til þess að öll börn njóti sömu tæki­færa. Það hef­ur sýnt sig að fé­lags­leg­ur hreyf­an­leiki er mik­ill á Íslandi. Öflugt mennta­kerfi um allt land skap­ar al­menn og mik­il lífs­gæði fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Heils­an í fyrsta sæti

Síðustu tvö ár hafa öðru frem­ur snú­ist um bar­áttu við heims­far­ald­ur og efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar hans. Það er óhætt að segja að ár­ang­ur okk­ar í bar­átt­unni, bæði hvað varðar heils­una og efna­hag­inn, hef­ur gengið von­um fram­ar. Við stönd­um nú á ákveðnum tíma­mót­um í bar­átt­unni við veiruna. Við sjá­um að nýtt af­brigði virðist hafa væg­ari veik­indi í för með sér en á móti kem­ur að það er meira smit­andi og fer um sam­fé­lagið eins og eld­ur í sinu. Það er eðli­legt og ábyrgt að fara var­lega í aflétt­ing­ar en enn frem­ur ljóst að þráin eft­ir venju­legu lífi er mik­il og eðli­leg. Bar­átt­an við veiruna er þó ekki eina verk­efni nýs heil­brigðisráðherra, Will­ums Þórs Þórs­son­ar, því fram und­an er styrk­ing heil­brigðis­kerf­is­ins og þjón­ustu við eldra fólk um allt land. Ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir hið mikla og óeig­ingjarna starf þeirra sem standa í eld­lín­unni í far­aldr­in­um, hvort sem þau starfa í heil­brigðis­kerf­inu, mennta­kerf­inu eða lög­gæslu.

Tæki­fær­in bíða okk­ar

Lofts­lags­mál­in eru stærsta úr­lausn­ar­efni sam­tím­ans. Yngstu kyn­slóðirn­ar hafa mikl­ar áhyggj­ur og er það skilj­an­legt miðað við þá há­væru umræðu sem verið hef­ur síðustu árin. Ný rík­is­stjórn er metnaðarfull í áform­um sín­um varðandi lofts­lags­mál og hún er raun­sæ. Við höf­um nú þegar náð mikl­um ár­angri með raf- og hita­veitu­væðingu lands­ins. Græn orka er ein eft­ir­sótt­asta vara í heimi og þá orku eig­um við og höf­um gríðarlega reynslu af því að fram­leiða. Það skap­ar tæki­færi fyr­ir okk­ur, bæði í græn­um iðnaði og garðyrkju, svo eitt­hvað sé nefnt, en það skap­ar líka tæki­færi fyr­ir frum­kvöðla og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki til að sækja með þessa þekk­ingu til annarra landa. Hug­verkaiðnaður­inn snýst ekki aðeins um aðgang að grænni orku held­ur að skap­andi hugs­un og þekk­ingu. Hug­verkaiðnaður­inn, hvort sem hann felst í lyfjaiðnaði eða tölvu­leikja­gerð, hef­ur stækkað mikið á síðustu miss­er­um og mun ef rétt er haldið á spöðunum blómstra enn frek­ar á næstu árum og ára­tug­um.

List­in er upp­spretta nýrra tæki­færa

Sag­an af Emil í Katt­holti er ekki bara speg­ill á sam­fé­lag. Sag­an sýn­ir okk­ur líka mik­il­vægi menn­ing­ar og lista í því að skapa verðmæti, and­leg og ver­ald­leg. Auk­in áhersla á menn­ingu og skap­andi grein­ar skap­ar ekki aðeins auk­in tæki­færi til at­vinnu held­ur skap­ar hún vit­und um sam­fé­lag. All­ir okk­ar stór­kost­legu lista­menn sem auðga líf okk­ar hafa einnig lagt mikið af mörk­um til þess að skapa sjálfs­mynd okk­ar sem þjóðar; skapa ímynd Íslands. Kvik­mynda­gerðin, tón­list­in, bók­mennt­irn­ar, mynd­list­in, leik­list­in eru upp­spretta nýrra hug­mynda og nýrra tæki­færa.

Sam­fé­lagi sem legg­ur áherslu á vel­ferð barna og hlust­ar á radd­ir þeirra hlýt­ur að farn­ast vel. Þannig sam­fé­lag horf­ir til framtíðar með hags­muni kom­andi kyn­slóða að leiðarljósi. Í þannig sam­fé­lagi vil ég búa og þannig sam­fé­lag mun ég og Fram­sókn leggja alla krafta okk­ar í að viðhalda og efla á næstu árum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. desember 2021.