Categories
Fréttir Greinar Nýjast Uncategorized

Fjármálaáætlun: Stjórntæki eða hliðarspegill?

Deila grein

13/07/2025

Fjármálaáætlun: Stjórntæki eða hliðarspegill?

,,Fjár­mála­áætl­un er eitt mik­il­væg­asta stjórn­tæki rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um. Hún á að veita skýra sýn á stefnu, for­gangs­röðun og mark­mið stjórn­valda í op­in­ber­um fjár­mál­um. Fjár­mála­áætl­un­in hef­ur þannig veru­leg áhrif á traust markaðsaðila og get­ur ým­ist styrkt eða veikt stöðu efna­hags­mála. Hún er lyk­il­atriði í því að stuðla að stöðug­leika í efna­hags­líf­inu til skemmri og lengri tíma.

Við þær aðstæður sem nú ríkja í ís­lensku efna­hags­lífi, einkum vegna viðvar­andi verðbólgu, hárra vaxta og al­mennr­ar óvissu, er mik­il­vægi skýrr­ar og traustr­ar fjár­mála­áætl­un­ar enn meira en áður.

Óskýr framtíðar­sýn veld­ur óvissu

Þrátt fyr­ir mik­il­vægi skýrr­ar framtíðar­sýn­ar er nýj­asta fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar (2026-2030) veru­legt áhyggju­efni. Skort­ur á stefnu­mót­un og aðgerðum varðandi mik­il­væg sam­fé­lags­mál veld­ur óvissu meðal al­menn­ings og at­vinnu­lífs. Nokk­ur dæmi eru lýs­andi:

Mennta­mál í kreppu: Eng­in metnaðarfull mark­mið eða áform eru sett fram til að bæta ár­ang­ur nem­enda, þrátt fyr­ir þung­ar áhyggj­ur af stöðu mennta­kerf­is­ins. Auk þess eru fjár­heim­ild­ir til fram­halds­skóla og há­skóla lækkaðar næstu árin.

Heil­brigðisþjón­usta í óvissu: Þrátt fyr­ir að fag­fólk, og nú síðast Rík­is­end­ur­skoðun, hafi lýst mikl­um áhyggj­um af rekstri Land­spít­al­ans eru litl­ar sem eng­ar vís­bend­ing­ar um fyr­ir­hugaðar um­bæt­ur eða aðgerðir kynnt­ar.

Ferðaþjón­usta án stefnu: Eng­in heild­stæð sýn er lögð fram um gjald­töku varðandi „auðlinda­gjald fyr­ir aðgang ferðamanna að nátt­úruperl­um Íslands“, þótt gefið sé til kynna að slíkt gjald verði tekið upp.

Sjáv­ar­út­veg­ur án framtíðar­sýn­ar: Eng­ar áætlan­ir eru kynnt­ar um aukn­ar rann­sókn­ir eða þekk­ingaröfl­un, á sama tíma og átök um veiðigjöld lama þing­störf­in.

Bak­slag í fyr­ir­sjá­an­leika

Vegna skorts á skýr­leika og raun­hæf­um mark­miðum minn­ir fjár­mála­áætl­un­in í aukn­um mæli á hefðbund­in fjár­lög fortíðar­inn­ar. Í þeim var fyrst og fremst ein­blínt á út­gjöld án skýrr­ar stefnu­mót­un­ar. Þetta er al­var­legt bak­slag frá þeim ár­angri sem náðist með lög­um um op­in­ber fjár­mál frá 2016, sem lögðu áherslu á skýra stefnu­mót­un og auk­inn fyr­ir­sjá­an­leika sem fjár­mála­áætl­un átti að tryggja.

For­send­ur áætl­un­ar­inn­ar í upp­námi?

Óskýr stefnu­mót­un er sér­stak­lega al­var­leg nú þegar marg­ar for­send­ur fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar kunna þegar að hafa brostið. Alþjóðleg­ar aðstæður, stríðsátök, óvissa um tolla­mál, auk­in verðbólga, óljós­ar fyr­ir­ætlan­ir um hækk­un veiðigjalda, út­gjaldaþrýst­ing­ur og óljóst um­fang út­gjalda til varn­ar­mála skapa mikla hættu á óstöðug­leika. Þetta mun hafa bein áhrif á vaxta­stig og þar með kjör heim­ila og fyr­ir­tækja.

Halla­laus rekst­ur: Raun­hæft mark­mið eða ósk­hyggja?

Við þess­ar aðstæður vakn­ar eðli­lega sú spurn­ing hvort mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um halla­laus­an rekst­ur árið 2027 sé raun­hæft eða aðeins ósk­hyggja. Nú þegar hef­ur mark­miðið verið gefið upp á bát­inn, þar sem gert er ráð fyr­ir millj­arða króna halla árið 2027 í stað af­gangs, eins og áður hafði verið boðað.

Hagræðingaráform rík­is­stjórn­ar­inn­ar upp á 107 millj­arða króna skort­ir jafn­framt bæði sýni­leg­ar aðgerðir og raun­hæf­ar út­færsl­ur. Mark­mið um já­kvæða af­komu eru því veik í grunn­inn. Nauðsyn­legt er að rík­is­stjórn­in leggi taf­ar­laust fram raun­hæfa áætl­un um hvernig hún hyggst koma í veg fyr­ir halla­rekst­ur til að skapa for­send­ur fyr­ir niður­greiðslu skulda rík­is­ins.

Stjórn­tæki til framtíðar, ekki speg­ill fortíðar

Til að fjár­mála­áætl­un­in virki sem raun­veru­legt stjórn­tæki verður hún að sýna með skýr­um hætti hvert stefnt er, hvernig mark­miðum verði náð og hvernig aðgerðir verða fjár­magnaðar. Alþingi þarf því að krefjast skýr­ari stefnu­mörk­un­ar svo hag­stjórn lands­ins verði raun­veru­legt leiðarljós inn í framtíðina, en ekki ein­göngu viðleitni til að halda í óbreytt ástand.”

Grein eftir Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Grinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. júlí 2025.