Categories
Fréttir Uncategorized

LANDSÞINGI LFK FRESTAÐ!

Deila grein

27/04/2022

LANDSÞINGI LFK FRESTAÐ!

Vegna fjölda áskorana hefur framkvæmdastjórn LFK ákveðið að fresta á ný fyrirhuguðu landsþingi félagsins þann 30. apríl nk. Ástæða þessa er nálægð við sveitastjórnarkosningar þann 14. maí og ljóst að stór hluti Framsóknarkvenna standa nú í stafni í sinni heimabyggð og kraftar þeirra best nýttir þar flokknum okkar til framdráttar. Það er LFK mikilvægt að landsþingið sé vel sótt og að sem flestar konur sjái sér fært að taka þátt og þannig efla stöðu kvenna innan sérsambandsins, flokksins og í stjórnmálaþátttöku almennt.

Ný dagsetning fyrir Landsþing LFK verður auglýst þegar nær dregur.

Gangi okkur öllum vel í slagnum sem framundan er.

Áfram veginn!