Menu

Forsíðuborði

/Forsíðuborði

Linda Hrönn kjörin formaður Landssambands Framsóknarkvenna

Forsíðuborði, Fréttir|

Á 18. landsþingi Landssambands Framsóknarkvenna sem haldið var í Reykjavík 3. febrúar síðastliðinn var Linda Hrönn Þórisdóttir kjörin formaður LFK. Linda Hrönn er með MA próf í uppeldis- og menntunarfræðum og B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum. Linda Hrönn starfar sem sérfræðingur hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi en hefur um tuttugu ára reynslu sem [...]

Breytingar á skrifstofu Framsóknarflokksins

Forsíðuborði, Fréttir|

Helgi Haukur Hauksson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og tekur til starfa á næstu dögum. Helgi Haukur tekur við starfinu af Einari Gunnari Einarssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Framsóknarflokkurinn þakkar Einari Gunnari fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu flokksins og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Einar Gunnar var áður skrifstofustjóri Framsóknarflokksins [...]

Fæðingarþjónusta og jafnræði

Forsíðuborði, Greinar|

Fæðingarstöðum á Íslandi hefur fækkað hin síðari ár. Í svo fámennu og dreifbýlu landi sem Ísland er, er skiljanlegt að erfitt sé að halda úti fæðingarþjónustu á hverjum stað. Engu að síður verðum við að tryggja jöfnuð á milli þegna landsins og því verður kerfið að vera skipulagt á þann hátt, að komið sé til [...]

Sterkt samfélag og land tækifæranna fyrir alla landsmenn

Forsíðuborði, Fréttir|

Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðuna í stjórnmálaum í byrjun árs og verkefnin framundan, mánudaginn 22. janúar 2018. Virðulegi forseti. Í þessari umræðu ætla ég að fara aðallega yfir samgöngumálin, byggðamálin og hin stóru sjónarmið ríkisstjórnarinnar sem hún vinnur að. Verkefni ríkisstjórnarinnar er að skapa sterkt samfélag og [...]

Sigrar fatlaðs fólks

Forsíðuborði, Greinar|

Vitnisburður þjóða á 21. öldinni ræðst meðal annars af hvernig búið er að fötluðu fólki. Eitt af því sem gerir Ísland og hin löndin á Norðurlöndum að öflugum þjóðum er samfélagslegur sáttmáli um að veita einstaklingum jöfn tækifæri til menntunar og að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Góður árangur Norðurlandanna er ótvíræður. Þjóðartekjur á mann eru með [...]

Ferð þú í framboð?

Forsíðuborði, Fréttir|

Kjörstjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík óskar eftir framboðum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Aukakjördæmaþing KFR samþykkir framboðslista í Reykjavík föstudaginn 22. febrúar 2018. Framboðum skal skila á netfangið frambod-reykjavik@framsokn.is eigi síðar en miðvikudaginn 31. janúar 2018, kl. 12:00. Áhugasamir þurfa að eiga lögheimili í Reykjavík þremur vikum fyrir kosningar. Hægt er að hafa samband [...]

Elsa Lára nýr skrifstofustjóri þingflokks

Forsíðuborði, Fréttir|

Elsa Lára Arnardóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarmanna. Hún starfaði sem þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2013-2017 en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu, við síðustu Alþingiskosningar. Sem þingmaður sat hún í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, var varaformaður velferðarnefndar, sat í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Auk þessa var hún formaður [...]

35. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

Forsíðuborði, Fréttir|

35. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA verður haldið dagana 9.-11. mars 2018 í Gullhömrum í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Á [...]

Menntun í öndvegi

Forsíðuborði, Greinar|

Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og leggur grunninn að áframhaldandi velsæld þjóðarinnar. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er boðað til stórsóknar í menntamálum þar sem skapandi og gagnrýnin hugsun, læsi og þátttaka í lýðræðissamfélagi verður áfram undirstaða íslenska skólakerfisins. Í fjárlögum þessa árs má sjá skýr merki þess að sóknin sé hafin og munu nemendur og starfsfólk [...]

Load More Posts