Menu

Fréttir

/Fréttir

„Skylda okk­ar Íslend­inga að rækta þessi tengsl af alúð og al­vöru“

Fréttir|

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það hafa verið stór­kost­legt að taka þátt í Íslend­ingadög­un­um í Mountain í Norður-Dakóta í Banda­ríkj­un­um og í Gimli í Manitoba-fylki í Kan­ada um liðna helgi. Þetta kemur fram í grein hennar í Morgunblaðinu í vikunni, „Fjársjóður í vesturheimi“. „Vest­ur-Íslend­ing­ar leggja mikið á sig til þess að rækta tengsl sín við Ísland og halda sögu [...]

„Þoli illa að sitja hjá“

Fréttir|

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð og formaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir stórfelld uppkaup á jörðum er safnist í hendur fárra eignamanna og falli í flestum tilfellum úr hefðbundnum búskap ógna byggðum landsins, atvinnuuppbyggingu og sjálfstæði þjóðar. Þetta kemur fram í grein hennar í vikunni, „Uppkaup á landi“. „Síðastliðna daga hef ég sem sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar fengið upphringingar [...]

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Guðveig Lind Eyglóardóttir

Fréttir|

Í Borgarbyggð leiddi Guðveig Lind Eyglóardóttir lista Framsóknar í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. Guðveig Lind er fædd 1976 og uppalinn í Borgarnesi og er með BA gráða í Ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. „Ég starfa á Icelandair Hótel Hamar og og er í meistaranámi í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Ég hef leitt [...]

„Bara einn olíubrúsann í viðbót til að hafa tiltækan þegar græna orkan svíkur“

Fréttir|

„Mótmælendur streyma vestur til að mótmæla bættum vegi frá Ingólfsfirði yfir í Ófeigsfjörð. Mótmælendur þurfa á leið sinni vestur að fara um tvíbreiða vegi sem liggja um einkalönd til að setja sig upp á móti vegabótum á Vestfjörðum.“ Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í yfirlýsingu í gær. Tilefni þessa er að í fréttum hefur [...]

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Stefán Vagn Stefánsson

Fréttir|

Í Skagafirði leiddi Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðaráðs, framboðslista Framsóknarflokks 2018. Stefán Vagn er fæddur 17. janúar 1972 og er sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur frá Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og Stefáns Guðmundssonar fyrrverandi alþingismanns frá Sauðárkróki. Stefán Vagn hóf störf í lögreglunni á Sauðárkróki 1997 og starfaði þar til ársins 1998 er hann [...]

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Ásgerður K. Gylfadóttir

Fréttir|

Á Hornafirði leiddi Ásgerður K. Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs, lista Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Ásgerður er 50 ára, fædd 10. desember 1968, í Hnífsdal í Ísafjarðardjúpi. Hún hefur búið á Höfn í Hornafirði frá árinu 2002 og „vil ég hvergi annars staðar búa“. Ásgerður er gift Jónasi Friðrikssyni rafvirkja, á þrjú [...]

„Get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar“

Fréttir|

Land er og hef­ur verið auðlind í aug­um Íslend­inga frá upp­hafi byggðar og bera marg­ar af Íslend­inga­sög­un­um þess merki að bar­átta um land og eign­ar­hald á því hafi verið einn af megin­á­steyt­ings­stein­um í gegn­um sögu okk­ar. Þetta segir Jón Björn Hákonarson, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Fjarðabyggðar og rit­ari Fram­sókn­ar, í grein í Morgunblaðinu 18. júlí sl. Frá [...]

Skapa áform um friðlýsingu ný tækifæri á Úthéraði?

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, segir að vel hafi tekist til við með uppbyggingu aðstöðu ferðamanna við Goðafoss í Þingeyjarsveit og að áform um friðlýsingu jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss í Hjaltastaðarþinghá gætu skapað ný tækifæri á Úthéraði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag. Líneik Anna spyr, „skapa áform um friðlýsingu ný tækifæri á [...]

Fleiri kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar

Fréttir|

Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs Akraness, greinir frá því að fleiri sveitarfélög á Vesturlandi en Akranes hafi kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg sé háð mati á umhverfisáhrifum í yfirlýsingu í gær. „Nú hafa sveitarfélögin Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær jafnframt kært ákvörðunina með sömu [...]

Óþolandi staða að séu engin tengsl við byggðina né landið!

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, segir það óþolandi stöðu að hlunnindatekjur falli í hendur sama aðila og það séu engin tengsl við byggðina né heldur landið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í gær. „Þegar hlunnindatekjur sem hafa alltaf verið ein stoðin undir byggðinni fara út úr byggðunum bitnar það á samfélögunum á margan hátt.“ segir [...]

Load More Posts