Menu

Fréttir

/Fréttir

Dregið verði úr álagi á fjölskyldumeðlimi – hvort sem á maka eða börn

Fréttir, Uncategorized|

Ásgerður K. Gylfadóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, segir að öflug heimahjúkrun, félagsleg heimaþjónusta og dagdvalarrými séu úrræði sem komi til móts við einstaklinga sem vegna langvinnra veikinda eða öldrunar þurfi á stuðningi að halda. Það dragi og úr álagi á fjölskyldumeðlimi, hvort sem á maka eða börn viðkomandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um [...]

Stjórnvöld hlusti á raddir íbúa og sveitarstjórnar

Fréttir|

Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, fór yfir stöðu tveggja flugvalla á Norðurlandi vestra, þ.e. flugvöllinn á Blönduósi og Alexandersflugvöll á Sauðárkróki, í störfum þingsins á Alþingi í gær. „Í kjölfar þess gjörningaveðurs sem gekk yfir landið í upphafi desembermánaðar og þeirra óveðra sem komið hafa í framhaldinu hafa komið upp fjöldi tilfella og [...]

„Forsenda framtíðarhagvaxtar“

Fréttir|

Willum Þór Þórsson, alþingismaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, sagði í sérstakri umræðu um útgreiðslu á ónýttum persónuafslætti, á Alþingi í gær, að fjárfesting í ungu fólki sé lykillinn að framtíð og nýsköpun. Námsmenn á aldursbilinu 16-25 ára eru tveir þriðju af þeim hópi er nær ekki að nýta persónuafsláttinn. Það eru um 10 milljarðar er koma ekki [...]

Aðgerðir fari að skila sér til sjávarbyggða sem verst hafa úti orðið vegna kvótatilfærslna

Fréttir|

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, sagði í umræðu um fiskveiðistjórnarkerfið, á Alþingi í liðinni viku, að takist hafi að ná þeim meginmarkmiðum sem fiskveiðistjórnarkerfið átti að færa okkur í öndverðu að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna við landið og tryggja með því trausta atvinnu í landinu. En sagði þetta ekki hafa [...]

„Auðlindaákvæði í stjórnarskrá“

Fréttir|

„Við ræðum hér fiskveiðistjórnarkerfi okkar Íslendinga. Með núverandi fiskveiðistjórnarkerfi, sem er aflamarkskerfi, hefur tekist að byggja upp öflugan, tæknivæddan og umhverfisvænan sjávarútveg sem færir okkur gríðarlegar útflutningstekjur á ári hverju, veltu, störf og afleidd störf um allt land. Allt frá því að framsal kvóta var gefið frjálst hefur ágreiningur verið um eiginlegt eignarhald hans. Lög [...]

„Þekkingunni ber að viðhalda“

Fréttir|

„Fyrir tíu árum gerðumst við aðilar að matvælalöggjöf EES. Tilgangur matvælalöggjafarinnar er að stýra því að auka gæði matvæla og bæta stöðu neytenda. Við gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og að sama skapi eiga neytendur rétt á því að sambærilegar kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, [...]

„Það eru blikur á lofti“

Fréttir|

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, tók þátt í umræðu um stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu á Alþingi í liðinni viku. Sagði hann réttilega það vera mikla „áskorun alla daga að framleiða matvæli, áskorun fyrir okkur sem þjóð að framleiða matvæli með tilliti til loftslagsmála og fæðuöryggis þjóðarinnar“. „Það er mikil áskorun að framleiða og [...]

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Fréttir|

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, fékk samþykkt á Alþingi fyrir áramót frumvarp sitt um lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf mánuði. Við loka atkvæðagreiðslu málsins á Alþingi sagði Ásmundur Einar: „Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál barnafjölskyldna á Íslandi að þessi lenging komi til framkvæmda. En, við skulum heldur ekki gleyma því að núverandi [...]

Egilsstaðir og Akureyri eru grunnur að nýjum fluggáttum inn í landið

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir að flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri séu grunnþjónusta í samgöngukerfi landsins sem tryggi almenningssamgöngur og þar með aðgang að grunnþjónustu. Þetta kom fram í ræðu hennar í störfum þingsins í gær. „Þeir eru líka mikilvægir varaflugvellir vegna millilandaflugs og grunnur að nýjum fluggáttum inn í landið. Það [...]

Stöðvum feluleikinn

Fréttir|

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, segir að rúmlega 80.000 börn sem búa á Íslandi verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur samkvæmt tölum UNICEF. Þetta kom fram í ræðu hennar í störfum þingsins á Alþingi í gær. UNICEF samtökin hafa hrundið af stað ofbeldisvarnarátaki sem nefnist Stöðvum feluleikinn. „Þegar umrædd [...]

Load More Posts