Menu

Fréttir

/Fréttir

Þriðja fjáraukalagafrumvarpið lagt fram

Fréttir|

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram þriðja fjáraukalagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra á þessu ári, til að bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19. Frumvarpið nú er það umfangsmesta hingað til en samtals er lögð til 65 ma.kr. aukning á fjárheimildum. Það samsvarar 6,3% aukningu frá áður samþykktum fjárheimildum í fjárlögum og fjáraukalögum fyrir [...]

Alþingi sem fjölskylduvænan vinnustað

Fréttir|

Fréttablaðið greinir frá að þingsályktunartillaga sex þingmanna Framsóknar um „Alþingi sem fjölskylduvænan vinnustað,“ hafi verið tekin fyrir hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. En með henni yrði þingforseta falið að skipa þverpólitískan starfshóp til að endurskoða þingsköp og skila tillögum um breytingar fyrir árslok. „Það sem vakti fyrir okkur var að vekja athygli á stöðu einstaklingsins [...]

Aukin tækifæri á Íslandi sem tökustað

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, segir í færslu á Facebook að ánægjlegt sé að segja frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, alls 2.120 m.kr. Þetta er niðurstaðan nú er þriðja fjáraukalagafrumvarp er lagt fram á þessu ári, til að bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19. [...]

Stafrænt kynferðisofbeldi stærsta áskorunin – löggjöfin hefur ekki að geyma vernd

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, bar upp fyrirspurn á Alþingi í vikunni um aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs segir að stefnt skuli að gerð áætlunar um að útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi. Stýrihópi forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur varðandi kynferðislegt ofbeldi hefur [...]

Áherslur ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og vísindum

Fréttir|

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja milljarði króna, fram til ársins 2023, til að styðja við rannsóknir og nýsköpun á samfélagslegum áskorunum, í gegnum Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kynntu áætlunina í dag  sem og skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna og fjölluðu að auki um frekari [...]

„Afrekið sem skólafólk vann“

Fréttir|

„Nú þegar farfuglarnir eru flestir komnir, reglur um samkomur rýmkaðar, sundlaugar opnar, margir nýklipptir og skólaárinu að ljúka er full ástæða til að rifja upp afrekið sem skólafólk vann í kjölfar kórónuveirunnar,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í störfum þingsins á Alþingi í gær. „Skólastjórnendur, kennarar, leiðbeinendur og annað starfsfólk á öllum skólastigum [...]

„Koma sem flestum námsmönnum í störf“

Fréttir|

Aðgerðir stjórnvalda vegna sumarnáms og sumarstarfa voru kynntar á fundi Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við viljum tryggja að námsmenn geti nýtt sína krafta á komandi sumri. Íslenskir námsmenn eru stór og fjölbreyttur hópur en það er menntun þeirra og árangur sem [...]

„Börn og samgöngur“

Fréttir|

Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, gerði í ræðu í störfum þingsins á Alþingi í gær, að umtalsefni afhendingu umboðsmanns barna og hóps ungmenna ríkisstjórninni niðurstöðu barnaþings sem haldið var í nóvember sl. „Barnaþing er nú orðið fastur liður í tilverunni. Til þess var stofnað með lögum og skal það haldið annað hvert ár með [...]

Aflétting ferðatakmarkana mikilvægt skref

Fréttir|

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfi þeir ekki að fara í 2ja vikna sóttkví. Þá er gert ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði einnig tekin til greina [...]

Styrkjum fæðuöryggi þjóðarinnar – spörum kolefnisspor!

Fréttir|

„Fæðuöryggi er hugtak sem margir kannast orðið við, ekki síst í umræðu um farsóttir og náttúruhamfarir sem er raunveruleg stöðug ógn eins og við finnum vel fyrir þessar vikurnar. Framboð á matvælum mun að óbreyttu ekki haldast í hendur við fjölgun jarðarbúa á næstu áratugum,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, í ræðu [...]

Load More Posts