Menu

Fréttir

/Fréttir

Fyrst íslenskra kvenna fyrir 60 árum

Fréttir|

Í gær voru 60 ár, upp á dag, frá því að Rannveig Þorsteinsdóttir varð fyrst allra íslenskra kvenna til að öðlast málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands. Rannveig Þorsteinsdóttir var alþingismaður Framsóknarflokksins 1949 til 1953. Í Húsfreyjunni frá 1959 segir svo frá: „FÖSTUDAGINN 10. apríl gerðist sá atburður, að íslenzk kona lauk málflutningi í síðasta prófmáli sínu fyrir [...]

Suðurnesin munu fljótt ná fyrri styrk!

Fréttir|

Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir í yfirlýsingu, í dag, að Suðurnesin standi „mjög vel saman, traust er á milli fólks og gleði þrátt fyrir mótbyr. Ég er viss um það að Suðurnesin ná fljótt fyrri styrk.“ Unnið hefur verið að því af hálfu Reykjanesbæjar að kortleggja áhrifin af gjaldþroti WOW í góðu samstarfi [...]

Aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn

Fréttir|

Húsnæðismál eru meðal megin áherslumála ríkisstjórnarinnar enda er öruggt húsnæði, óháð efnahag og búsetu, ein af grundvallarforsendum öflugs samfélags. Á undanförnum árum hefur íbúðaverð og leiguverð íbúða farið mjög hækkandi og ungt fólk og tekjulágir eiga erfiðara með að eignast húsnæði en áður. Hlutfall þeirra sem leigja hefur því aukist á sama tíma og kannanir [...]

Jón Helgason látinn

Fréttir|

Jón Helgason, fyrrverandi ráðherrra og alþingsmaður, er látinn. Jón lést í fyrradag, 2. apríl. Hann var alþingismaður Suðurlands 1974–1995 og varaþingmaður Suðurlands mars-apríl 1972. Jón var landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1983-1987 og landbúnaðarráðherra 1987-1988. Jón var fæddur í Seglbúðum í Landbroti 4. október 1931, sonur Helga Jónssonar (fæddur 29. apríl 1894, dáinn 22. maí 1949) [...]

Íslendingar vilji áfram kaupa hágæða vöru

Fréttir|

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður, segir í yfirlýsingu í dag, að stóra verkefnið sé „að gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfan gagnvart þeim innflutningi sem framundan er. Við þurfum að finna haldbæra lausn sem tryggir öflugar varnir.“ En á Alþingi í gær var mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma [...]

Hafnarfjörður hljóti viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag

Fréttir|

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir í yfirlýsingu í gær að Hafnarfjarðarbæjar hafi skrifað undir samstarfssamning við UNICEF og að sveitarfélagið muni hefja vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Við stefnum að því að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi,“ segir Ágúst Bjarni. „Börn eru í for­grunni hjá Hafn­ar­fjarðarbæ og með [...]

Hafa neytendamál fengið nægt vægi hér á Íslandi?

Fréttir|

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, var málshefjandi í sérstakri umræðu um stöðu Íslands í neytendamálum á Alþingi í gær. Willum Þór fór yfir að mikilvægt væri að neytendamál væru ekki aðeins rædd á vettvangi þingsins er fram koma lagafrumvörp eða þingsályktanir „heldur ekki síður að við veltum því upp hver staða þessara mála er, hver staða [...]

Tap ríkissjóðs gæti numið 4-5 milljörðum kr.

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, gerði loðnubrest og samning við Færeyinga að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Áður hefur Líneik Anna gert loðnubrest að umtalsefni í störfum þingsins þann 28. febrúar sl. Loðnubrestur hefur víðtæk áhrif í íslensku samfélagi. „Bein áhrif eru á uppsjávarfyrirtækin sem og fjölda fyrirtækja um land allt sem þjónusta [...]

„Að algjört gagnsæi sé í öllum vinnubrögðum“

Fréttir|

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir í ræðu á Alþingi í gær viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Að mínu mati er þrennt sem við þurfum að fjalla um. Það er í fyrsta lagi hreinlega réttaröryggi á Íslandi. Í öðru lagi hvort óska eigi eftir því að málið verði tekið til endurskoðunar af hálfu [...]

„Endurgreiða allt að 50% af fargjöldum“

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir í viðtali við Bændablaðið, frá 15. mars, „að tillögu, sem samþykkt var á Alþingi fyrir skömmu, um að ISAVIA taki yfir rekstur allra millilandaflugvalla á Íslandi, sé ætlað að stórauka öryggi í fluginu. Þetta eigi líka að geta leitt til eflingar á uppbyggingu þessara valla sem og annarra [...]

Load More Posts