Menu

Fréttir

/Fréttir

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Fréttir|

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, fékk samþykkt á Alþingi fyrir áramót frumvarp sitt um lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf mánuði. Við loka atkvæðagreiðslu málsins á Alþingi sagði Ásmundur Einar: „Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál barnafjölskyldna á Íslandi að þessi lenging komi til framkvæmda. En, við skulum heldur ekki gleyma því að núverandi [...]

Egilsstaðir og Akureyri eru grunnur að nýjum fluggáttum inn í landið

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir að flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri séu grunnþjónusta í samgöngukerfi landsins sem tryggi almenningssamgöngur og þar með aðgang að grunnþjónustu. Þetta kom fram í ræðu hennar í störfum þingsins í gær. „Þeir eru líka mikilvægir varaflugvellir vegna millilandaflugs og grunnur að nýjum fluggáttum inn í landið. Það [...]

Stöðvum feluleikinn

Fréttir|

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, segir að rúmlega 80.000 börn sem búa á Íslandi verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur samkvæmt tölum UNICEF. Þetta kom fram í ræðu hennar í störfum þingsins á Alþingi í gær. UNICEF samtökin hafa hrundið af stað ofbeldisvarnarátaki sem nefnist Stöðvum feluleikinn. „Þegar umrædd [...]

Félags- og barnamálaráðherra sóttur heim

Fréttir|

Samband ungra Framsóknarmanna segja frá ánægjulegum fundi með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, í gær, í færslu á Facebooksíðu SUF. Ungliðarnir ræddu við Ásumd Einar m.a. um húsnæðismál sérstaklega m.t.t. til stöðu ungs fólks, nýja fæðingarorlofskerfið og mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt í mótun á ákvörðunum stjórnvalda.

Tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða hækkuð

Fréttir|

Með nýjum lögum um almennar íbúðir og félagsþjónustu sveitarfélaga eru tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða hækkuð og með því móti eiga fleiri landsmanna kost á almennum íbúðum. Jafnframt hefur verið lækkaður fjármagnskostnaður stofnframlagshafa og er nú heimilt að gera samninga um úthlutun stofnframlaga til allt að þriggja ára í senn til þess að auka [...]

„Algjört lykilatriði í því að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði“

Fréttir|

Samþykkt var á Alþingi í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, að sett verði á fót Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Henni er ætlað að taka yfir verkefni Mannvirkjastofnunar og verkefni þess hluta Íbúðalánsjóðs sem skilinn verður frá ÍL-sjóði. Þá er lagt til að stofnaður verði Húsnæðissjóður, sem taka á við þeim eignum og réttindum [...]

Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði samþykkt!

Fréttir|

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, fékk samþykkt á Alþingi í gær frumvarp sitt um lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf mánuði. Markmið er að tryggja börnum frekari samvistir við báða foreldra sína og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál barnafjölskyldna á Íslandi að [...]

„Nú mega jólin koma fyrir mér,“

Fréttir|

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir að aldrei áður hafi undirbúningsferli vegna vegagerðar um Teigsskóg náð svo langt. En Vegagerðin sótti í gær um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag. „Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Halla Signý.

Þurfum að vinna saman úr afleiðingunum

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, sagði í störfum þingsins á Alþingi í fyrradag, að vart væri hægt að ræða annað en veður síðasta sólarhrings. Sagðist hún þakklát fyrir allt það fyrirbyggjandi starf sem kom í veg fyrir mikið tjón, „svo sem með góðum veðurspám, skýrum viðvörunum og viðbrögðum fólks á vettvangi, bæði viðbrögðum [...]

Load More Posts