Menu

Fréttir

/Fréttir

Samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila um stór afmörkuð verkefni

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir nýja samgönguáætlun bera þess glögg „merki að við erum komin á gott skrið með að greiða niður innviðaskuldina í vegakerfinu eftir hrunið og þar er stórauknu fjármagni varið til vegagerðar.“ Þetta kemur fram í grein hennar á vikudagur.is. Líneik Anna bendir [...]

„Sígandi lukka er best“

Fréttir|

„Mér hefur reynst vel að sígandi lukka sé best. Það á þá vel við þegar talað er um uppbyggingu samgöngumannvirkja. Nýverið skrifuðu borgarstjóri og ráðherra samgöngumála undir samkomulag sem má skilja á tvo vegu með góðum vilja. Áfram verður haldið með athuganir á flugvallarkostum í Hvassahrauni og framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni er tryggð a.m.k. næstu [...]

„Var lofað og það áður en sól væri næst hæst á lofti“

Fréttir|

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, benti á í störfum þingsins á Alþingi í dag, að í skýrslu Byggðastofnunar um atvinnutekjur áranna 2008-2018 eftir landshlutum, komi fram „að launagreiðslur fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum losuðu um 1 milljarð kr. á síðasta ári og um þriðjungur allra atvinnutekna af fiskeldi féll til á Vestfjörðum. Umfang fiskeldis á [...]

„Heimilisofbeldi er samfélagsmein“

Fréttir|

„Heimilisofbeldi er samfélagsmein. Því fylgir skömm – ótti og sorg. Ofbeldið er yfirleitt vel falið og ofbeldi þrífst í þögninni. Skaðinn sem ofbeldið veldur er ekki bara alvarlegur heldur ferðast hann með fólki á milli kynslóða,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, í störfum þingsins á Alþingi í dag. „En hvers vegna er ég [...]

Græni takkinn!

Fréttir|

„Virðulegi forseti. Nú erum við að ganga til atkvæðagreiðslu í 3. umræðu fjárlaga, ég held að það sé í fyrsta skipti sem við erum á tíma í þeim efnum. Þá er líklega hægt að þakka það góðri vinnu í fjárlaganefnd sem hefur verið stýrt undir styrkri stjórn hv. þm. Willums Þórs Þórssonar. Aðrir þingmenn í [...]

„Bláar, grænar og gráar tunnur lúta mismunandi lögmálum“

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, spurði þingheim hvers vegna þetta þurfi að vera svona flókið, en „bláar, grænar og gráar tunnur lúta mismunandi lögmálum eftir sveitarfélögum, meira að segja á sömu sorpsöfnunarsvæðunum,“ sagði Líneik Anna í störfum þingsins í dag. „Virðulegi forseti. „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“, spurði ungur Framsóknarmaður [...]

Tollvernd er ekki séríslenskt fyrirbæri

Fréttir|

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, gerði tolla á matvæli og tolla almennt að umtalsefni í ræðu í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Virðulegur forseti. Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og [...]

Dreifum störfum um landið með rafrænni stjórnsýslu og fjarvinnslu

Fréttir|

„Fjarnám þarf til að styrkja minni skóla, bæði til að sækja fagþekkingu en ekki síður til að tryggja öflugum kennurum minni skóla tækifæri til að vera í fullu starfi og skólakerfinu aðgang að þekkingu.“ Þetta kom fram í ræðu Líneik Önnu Sævarsdóttur, alþingismanns Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í störfum þingsins í gær. „Fjórða iðnbyltingin, rafræn stjórnsýsla, [...]

Dreifikostnaður raforku hefur hækkað meira í dreifbýli en þéttbýli og ljóst er að stöðugt dregur í sundur

Fréttir|

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, var málshefjandi í sérstakri umræðu um jöfnun dreifikostnaðar á raforku á Alþingi í gær. „Orkuauðlindir landsins eru í sameign þjóðar og flutningsleiðir raforku einnig. Landsmenn sitja þó ekki við sama borð þegar kemur að flutningi á raforku til síns heima. Það fer nefnilega eftir því hvar þeir búa. [...]

„Eins og kerfið er núna tapa allir.“

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, sagði í umræðu um jöfnun dreifikostnaðar á raforku á Alþingi í gær að fyrir sér væri málið einfalt, allir landsmenn eiga að borga sama verð fyrir dreifingu raforku. „Raforkan er framleidd víða um land. Til að framleiða hana notum við sameiginlega auðlind og dreifiveitur eru flestar í opinberri [...]

Load More Posts