Menu

Fréttir

/Fréttir

Leiðarljósið verður samvinna og samfélagsleg ábyrgð

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir leiðarljósið vera samvinnu og samfélagslega ábyrgð í verkum Þingflokks Framsóknarmanna á Alþingi í vetur. Unnið verði að bættum hag fjölskyldna af festu svo þær njóti skilvirkari þjónustu og farsælla samfélags. Lykillinn að árangri sé samvinna. Þetta kemur fram í grein hennar í Morgunblaðinu á dögunum. „Fé­lags- og [...]

„Við höfum tækifæri til að verða sjálfbærari með orku“

Fréttir|

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktun um að mótaðir verði efnahagslegir hvatar til ræktunar orkujurta á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag. „Við höfum tækifæri til að verða sjálfbærari með orku. Gætum jafnvel knúið stóran hluta fiskiskipaflotans með lífdíselolíu unna úr íslenskum orkujurtum. Einnig verða [...]

Ræða Ásmundar Einars Daðasonar – umræða um stefnuræðu forsætisráðherra

Fréttir|

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að verkefni fjölskyldna hafi breyst mikið samfara breyttum lífsháttum, en að heimilislífið hafi leitast við að aðlaga sig að flóknu samfélagi. Langur vinnudagur foreldra hafi orðið til þess að skólarnir taki orðið við auknu hlutverki í uppeldi barnanna. En Ásmundur Einar minnti á [...]

Ræða Lilju Alfreðsdóttur – umræða um stefnuræðu forsætisráðherra

Fréttir|

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að öll viljum við Ísland sé í fremstu röð, að unga fólkið hafi aðgang að bestu skólum veraldar og að atvinnulífið nái árangri á heimsvísu með réttum rekstrarskilyrðum. Þetta sé mögulegt með samkeppnishæfu menntakerfi og atvinnulífi. „Í upphafi kjörtímabilsins boðaði ríkisstjórnin [...]

Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar – umræða um stefnuræðu forsætisráðherra

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að Framsókn hafi alltaf verið framsækinn samvinnuflokkur sem hafi með afgerandi hætti haft áhrif á íslenskt samfélag, fylgt því í meira en hundrað ár. Að saga Framsóknar væri samofin sögu þjóðarinnar og hafi leitt í mikilvægum hagsmunamálum þjóðarinnar, ekki síst [...]

Leiðsöguhundaverkefnið hefur að markmiði að bæta lífskjör og aðstæður blindra og sjónskertra

Fréttir|

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að leggja leiðsöguhundaverkefninu til þriggja milljóna króna styrk fyrir kaupum og þjálfun á leiðsöguhundi. Tilefnið er að Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnaði áttatíu ára afmæli þann 19. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í grein hans í Morgunblaðinu á dögunum. Blindrafélagið hefur frá upphafi unnið [...]

„Gerð öflugri og hagkvæmari til hagsbóta fyrir alla – þó aðallega íbúana“

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, segir tækifæri framtíðarinnar á sveitarstjórnarstiginu sé „að pólitísk forysta er efld í sveitarfélögum um allt land, til hagsbóta fyrir einstök byggðarlög og íbúana. Ákvæði um íbúamark felur ekki í sér sameiningu byggðarlaga, að þeim þarf að hlúa áfram með ráðum og dáð. Hins vegar er pólitíska [...]

„Að standa við bakið á heimamönnum“

Fréttir|

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálráðherra, segir að aukið jafnvægi verði að vera milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins í húsnæðismálum og að dæmi séu „um að skortur á íbúðarhúsnæði hafi staðið atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum. Þetta kemur fram í grein hans í Morgunblaðinu á dögunum. „Á haustmánuðum setti ég af stað tilraunaverkefni um húsnæðismál á [...]

Skoska leiðin styður atvinnuuppbyggingu og störf utan þéttbýlis

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, bendir á ummæli höfð eftir samgönguráðherra Skotlands að greiðsluþátttöku stjórnvalda á völdum flugleiðum hafi reynst vel. Í Skotlandi hafa um 75.000 íbúar skráð sig í afsláttarkerfið og nýtt sér það tvisvar til þrisvar á ári. Upphaflega hafi greiðsluþátttaka numið 40% af andvirði fargjalda en hafi síðar verið aukin [...]

„Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur“

Fréttir|

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir það undra sig að kalla vegabætur í Árneshreppi náttúruspjöll þegar verið sé að bæta vegi sem fyrir voru. Rask sem fylgir framkvæmdum á svæðinu grær svo með tímanum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, [...]

Load More Posts