Categories
Greinar

Hvað er í matinn?

Deila grein

18/12/2015

Hvað er í matinn?

SIJVið lifum í heimi þar sem kröfur um heilnæm matvæli verða sífellt háværari. Neytendur vilja vita hvað þeir eru að kaupa og hvernig það er framleitt. Og víst er að aðstæðurnar og aðferðirnar eru mismunandi. Sýklalyf eru víða notuð í miklu magni við kjötframleiðslu, í ávaxta og- grænmetisræktun og fiskeldi. Sem dæmi má nefna að í Bandaríkjunum fara 80% af sýklalyfjum í dýr en aðeins 20% í mannfólkið. Í Evrópusambandinu skiptist þetta til helminga. Á Íslandi og Noregi er hlutfallið miklu lægra þar sem talið er að um 80% sýklalyfja fari í mannfólkið.

Ástæðan fyrir notkun sýklalyfja við matvælaframleiðslu er sú, að þau eru vaxtarhvetjandi og fyrirbyggjandi. Slík notkun er óheimil á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum orðnar verulegt vandamál. Og því meiri og útbreiddari sem notkun sýklalyfja er, því meiri verður vandinn. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að hefðbundin sýklalyf virka ekki sem skyldi. Afleiðingin, að mati WHO, getur orðið sú að »saklausar« venjubundnar sýkingar og sár geta valdið miklum skaða og jafnvel dregið fólk til dauða vegna þess að sýklalyfin vinna ekki á sýklunum; þeir eru orðnir ónæmir.

Sýkingar geta í sumum tilfellum borist úr dýrum í menn. Til dæmis inflúensa svína og fugla, salmonella og kampýlóbakter. Það sama gildir um bakteríustofna sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum. Þeir geta borist í menn frá dýrum og matvælum. Áhættan vex en er þó mismikil eftir löndum og svæðum.

Smitvarnarstofnun Evrópusambandsins (ECDC) telur að í dag nemi árlegur kostnaður vegna baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, um 1,5 milljörðum evra og að á hverju ári látist um 25 þúsund manns af þessum völdum. Það sama er uppi á teningnum í Bandaríkjunum.

Áhrifaríkasta leiðin til að snúa þessari óheilla (lífshættulegu) þróun við, er að banna að lyf séu notuð við þauleldi og/eða sem vaxtarhvetjandi efni í eldi dýra, en það hefur alltaf verið bannað á Íslandi.

Hvernig er staðan hér? 

Samkvæmt Lyfjastofnun Evrópu eru Ísland og Noregur með langminnstu notkun á sýklalyfjum þegar miðað er við framleitt kíló af kjöti líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd sem birtist í Bændablaðinu og er byggð á tölum frá Lyfjastofnun Evrópu.

Eftir því sem best er vitað, þá er staðan líka góð þegar kemur að ónæmum stofnum. Hafa ber í huga að ekki hafa á undanförnum árum verið gerðar stöðugar mælingar á ónæmum stofnum baktería í mönnum og dýrum. Óbirtar niðurstöður rannsókna sem Matvælastofnun stóð fyrir 2014 vegna kampýlóbakter í kjúklingum, sýna að einn stofn af 29 reyndist vera ónæmur vegna sýklalyfjanna Ciprofloxacin og Nalidixín sýru eða um 3,4%. Varðandi salmonella, þá voru allir salmonellastofnar sem greindust í dýrum og fóðri árið 2014, prófaðir með tilliti til næmi þeirra gegn sýklalyfjum, og benda óbirt gögn einnig til þess að tíðnin sé mjög lág.

Tíðni svo kallaðrar MRSA-bakteríu, sem er ónæm fyrir sýklalyfjum, hefur aukist í dönskum grísum; úr 44% árið 2011 í 77% í ár. Þó er ástandið langt því frá verst í Danmörku. En sjúkrahús og sjúkrastofnanir um allan heim reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að óværan berist inn fyrir þeirra veggi. Þar getur sýking, sem áður var saklaus, valdið illviðráðanlegum eða óbætanlegum skaða hjá fólki með veiklað ónæmiskerfi.

Ástandið er enn mjög gott í íslenskum landbúnaði og á matvælamarkaði. Og staðan er einnig góð á heilbrigðisstofnunum okkar, þó alltaf þurfi að vera á varðbergi. Það er mikilsvert að auka ekki áhættuna að óþörfu. Ein leið til að draga úr framtíðaráhættu er að auka framleiðslu á íslenskum matvælum og við innflutning þarf að gæta vel að því að flytja inn matvörur frá löndum sem aðhyllast sambærilega framleiðsluhætti og tíðkast hér.

…en hvaðan kemur útlenda kjötið? 

Samkvæmt yfirliti frá Hagstofu Íslands var kjöt flutt inn árið 2014 frá eftirfarandi löndum:

hvaderimatinn

Sláandi er að sjá að helmingurinn af innflutningnum er frá Þýskalandi; landi sem notar 35 sinnum meira af sýklalyfjum við sína framleiðslu en notuð eru á Íslandi. Danir nota sjö sinnum meira af lyfjum, en samt eru 22% af öllu kjöti flutt inn þaðan. Hlutfall af innfluttu kjöti frá Spáni er 8,5% en þar er lyfjanotkunin 40 sinnum meiri en á Íslandi! Lítið er hins vegar flutt inn frá Noregi og Svíþjóð, sem ásamt Íslandi, nota langminnst af sýklalyfjum við framleiðslu á kjöti.

Nokkur þungi hefur verið í málflutningi samtaka verslunarmanna um að herða beri á innflutningi á kjöti til Íslands. Verslunin skýlir sér á bak við neytendur og segir að hagurinn sé allur þeirra. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir neytendur að kaupmenn skuli velja að flytja inn kjöt frá þeim löndum í Evrópu þar sem lyfjanotkunin er margföld á við það sem hún er á Íslandi. Í öllu falli virðist umhyggja fyrir heilsu neytenda ekki ráða för.

Það ætti að vera sameiginlegt verkefni bænda, verslunar og yfirvalda að tryggja heilnæm matvæli á borð neytenda. Jafnframt þurfa merkingar að vera skýrar. Þar duga ekki upprunamerkingar um að kjötvinnslan sé í Hollandi (sem notar 13 sinnum meira af sýklalyfjum en notuð eru á Íslandi) ef dýrið er alið og slátrað á Spáni eða Ítalíu, sem eru þau tvö Evrópulönd sem virðast nota hvað mest af sýklalyfjum við framleiðslu matvæla. Það ætti að vera keppikefli verslunarinnar í samstarfi við neytendur og yfirvöld að tryggja að innflutt vara sé af sömu gæðum og sú innlenda.

Aðeins þannig tryggjum við örugg matvæli á alla diska, vinnum gegn auknu ónæmi baktería og gerum okkur þannig kleift að sigrast á sýkingum í framtíðinni. Eða eins og segir í fyrirsögn í sænska blaðinu Dagens nyheter á dögunum; Val okkar á innfluttu kjöti ræður hvort við stöndumst ónæmisógnina.

Sigurður Ingi Jóhannsson

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. desember 2015.

Categories
Fréttir

Parísarsamkomulagið í höfn

Deila grein

16/12/2015

Parísarsamkomulagið í höfn

sigrunmagnusdottir-vefmyndÞað var stór stund þegar lýst var yfir samþykkt Parísarsamkomulagsins Nýtt samkomulag í loftslagsmálum náðist í París í dag og var samþykkt með lófataki. Í samkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í breytingum.
Parísarsamkomulagið er sérstakt lagalega bindandi samkomulag undir Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og er stefnt að formlegri undirritun þess í apríl á næsta ári. Það nær til aðgerða ríkja eftir 2020, en þá lýkur tímabili skuldbindinga ríkja í Kýótó-bókuninni. Innan við 15% af losun gróðurhúsalofttegunda er nú undir reglum Kýótó. Með hliðsjón af hinu nýja samkomulagi hafa nær öll ríki heims, með losun samtals vel yfir 90% af heimslosun, sent inn markmið sem verða hluti af Parísarsamkomulaginu.
Sigmundur-davíð„Ég fagna því að náðst hefur sögulegt og metnaðarfullt samkomulag í loftslagsmálum á Parísarfundinum og við munum leggja okkar af mörkum bæði hér heima og við að miðla þekkingu okkar og reynslu til annara þjóða,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
„Við höfum orðið vitni að metnaðarfullu samkomulagi þennan dag 12/12, þar sem ákvarðanir hafa verið teknar um nýtt upphaf, nýja heimsmynd,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Þetta eru skilaboð um breytta hegðun ríkja og einstaklinga, sem er möguleg vegna nýrrar tækni sem á eftir að þróast áfram í framtíðinni. Ég sagði áður en ég fór til Parísar að ég ætlaði að læra af öðrum – sjá og nema það sem hæst bæri í loftslagsmálum og það gekk svo sannarlega eftir. Það var ógleymanlegt að skynja þá miklu hugarfarsbreytingu sem er að verða á öllum vígstöðvum; hjá stjórnvöldum, atvinnulífi og einstaklingum og taka þátt í gerð þessa tímamótasamnings sem verður án efa til hagsbóta fyrir mannkynið. Ísland setti sig í flokk ríkja sem vildu ná háu metnaðarstigi á lokaspretti samningsins og þær áherslur sem þar voru settar fram náðust inn. Þetta sýnir að það skiptir engu hvort ríki eru stór eða smá – við erum öll undir sama þakinu.“
Gunnar Bragi Sveinsson„Það er mikið fagnaðarefni að samkomulag hafi náðst og nú skiptir verulegu máli að efndir fylgi orðum,” segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. „Parísarsamkomulagið er varða á lengri leið. Þá var einkar ánægjulegt að verða vitni að þeirri vitundarvakningu sem er að verða um þau mál sem Ísland hefur sett á oddinn; um viðtæk áhrif loftslagshlýnunar á norðurslóðum og nauðsyn þess að efla hlut endurnýjanlegrar orku til að draga úr útblæstri. Við fundum það vel í París að ríki, fyrirtæki og almenningur um allan heim eru að vakna til vitundar um að aðgerða er þörf og horfa m.a. til þeirra þátta sem við höfum talað fyrir.“
Helstu atriði í Parísarsamkomulaginu
Parísarsamkomulagið og tengdar ákvarðanir 21. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings S.þ. ná yfir alla helstu þætti sem hafa verið til umfjöllunar í loftslagsmálum á undanförnum áratugum: Aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti; bókhald yfir losun og kolefnisbindingu; aðlögun að loftslagsbreytingum; stuðning við þróunarríki til að nýta græna tækni og bregðast við afleiðingum breytinga; og fjármögnun aðgerða.
Samkomulagið hefur aðra nálgun en í Kýótó-bókuninni, þar sem kveðið er á um tölulega losun einstakra ríkja í texta bókunarinnar sjálfrar og sett á eins konar kvótakerfi, þar sem m.a. er heimilt að versla með heimildir. Um 190 ríki sendu sjálfviljug inn markmið sín varðandi losun fyrir Parísarfundinn sem vísað er til í samkomulaginu. Ná markmiðin yfir um 90% af heimslosun.
Nokkur helstu atriði í samkomulaginu eru:

  • Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2°C og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5°C;
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu skal ná hámarki „eins fljótt og auðið er“ og minnka síðan þannig að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúmsloftinu á síðari helmingi aldarinnar; tekið er fram að þróunarríki fái meira svigrúm en önnur að þessu leyti;
  • Fara skal yfir stöðu mála á 5 ára fresti og í kjölfar þess skulu ríki senda inn endurnýjuð landsmarkmið; ný markmið eiga að vera eins metnaðarfull og viðkomandi ríki telur sig geta náð og alla jafna metnaðarfyllri en fyrri markmið í ljósi leiðsagnar vísindanna;
  • Lofað er að fjármögnun loftslagsmála til þróunarríkja nái 100 milljörðum dollara árið 2020 og að hún haldi áfram eftir 2020 og minnki ekki eftir það;
  • Settar eru fram kröfur um bókhald yfir nettólosun ríkja; ítarlegar kröfur eru nú um slíkt bókhald í Kýótóbókuninni varðandi þróuð ríki. Í Parísarsamkomulaginu er gerð krafa um bókhald fyrir öll ríki, þótt kröfur á þróunarríki séu vægari;
  • Viðurkennt er að bregðast þurfi við skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna neikvæðra áhrifa loftslagsbreytinga, bæði við að draga úr líkum á skaða og bregðast við tjóni sem verður.

Í lokalotu viðræðnanna var einkum tekist á um þrjú atriði: Metnaðarstig og eftirfylgni markmiða ríkja; sanngjarna ábyrgðarskiptingu þróaðra ríkja og þróunarlanda; og fjármögnun aðgerða og stuðning við þróunarríki. Ísland gekk til liðs við hóp ríkja sem vildi tryggja hátt metnaðarstig í samningnum og voru sett fram nokkur atriði þar, sem öll náðu fram. Almennt eru menn sammála um að ríkur vilji hafi verið til að ná samkomulagi á Parísarfundinum. Þetta endurspeglaðist meðal annars skýrt í ræðum 150 þjóðarleiðtoga í upphafi fundarins. Frakkar fá einróma hrós fyrir gott skipulag og stjórn viðræðna, sem hafi átt sinn þátt í að samkomulag náðist nú.

Categories
Fréttir

Meðan rætt er um hvernig eigi að skipta kökunni er Frosti með hugmyndir um að stækka hana

Deila grein

16/12/2015

Meðan rætt er um hvernig eigi að skipta kökunni er Frosti með hugmyndir um að stækka hana

frosti_SRGBFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, leggur til að stýrivextir verði lækkaðir um eitt prósentustig, að lagt verði ríkisábyrgðargjald á bankana og að hætt verði við að bæta lífolíu í eldsneyti. Með þessum og fleiri aðgerðum sé hægt að spara 20-30 milljarða án þess að skerða þjónustu eða hækka skatta á einstaklinga.
Í ræðu sem Frosti hélt í umræðu um fjárlög lagði hann til aðgerðir í sex liðum um 20-30 milljarða króna sparnað eða tekjuauka fyrir ríkið. Meðal annars vill hann ekki selja hlut í Landsbankanum, sem skili 4-5 milljörðum meira í tekjuafgang, hætta við að kaupa hlut í Asíska innviðafjárfestingabankanum, sem spari 100 milljónir og fresta blöndun lífolíu í bensín sem spari 700 milljónir.
Stærsti tekjuaukinn er hins vegar sérstakt ríkisábyrgðargjald á bankanna. Frosti segir bankana í raun njóta ríkisábyrgðar þar sem þeir megi ekki falla og ríkið komi til bjargar ef þeir lenda í vandræðum. „Þessir bankar eru óumflýjanlega með ríkisábyrgð á innistæðum sínum en borga ekkert ríkisábyrgðargjald og þess vegna vildi ég vekja athygli á því að kannski væri þetta óeðlileg staða.“
Ræða Frosta Sigurjónssonar.

„Virðulegi forseti. Við ræðum hér um fjárlög fyrir árið 2016 og þá ræðum við tekjur ríkissjóðs og hvernig þeim er ráðstafað. Tekjurnar eru ævinlega takmarkaðar og því þarf ævinlega að taka erfiðar ákvarðanir og forgangsraða til brýnustu verkefna. Um þetta geta skapast deilur og verið miklar tilfinningar. Það væri vissulega betra ef við hefðum örfáa tugi milljarða til viðbótar til ráðstöfunar svo við gætum gert betur við lífeyrisþega, bætt lífsgæði öryrkja og ég tala nú ekki um Landspítalann og önnur þjóðþrifamál sem okkur þingmönnum eru öll hugleikin.
Hér hafa verið fluttar margar góðar ræður þar sem færð hafa verið góð rök fyrir því hvernig ráðstafa skuli takmörkuðum tekjum ríkissjóðs til brýnna verkefna. Mér finnst sú umræða almennt hafa verið mjög gagnleg og upplýsandi. Það er eðlilegt og í raun æskilegt að þingmenn hafi mismunandi og ólíkar áherslur í þessum efnum og vonandi komumst við á þingi að ásættanlegri niðurstöðu sem felur í sér að þau málefni sem mikilvægust eru fyrir þjóðina fái nauðsynlegt fjármagn, að ríkið geti mætt öllum skyldum sínum gagnvart fólkinu í landinu og að þjónusta ríkisins geti tekið framförum milli ára. Í þessari ræðu minni um fjárlög ársins 2016 ætla ég ekki að ræða um hvernig við ætlum að skipta kökunni, heldur reyna að finna svör við þeim spurningum hvort við getum stækkað hana, hvort við getum stækkað þann afgang sem er til ráðstöfunar um tugi milljarða án þess að draga úr þjónustu ríkisins og án þess að auka skattlagninguna.
Er það mögulegt? Já, það er mögulegt. Í þessari stuttu ræðu minni sem verður 20–30 mínútur hef ég einsett mér að útskýra hvernig við getum sparað 20–30 milljarða. Þeir þingmenn sem eru í salnum og gefa sér tíma til að hlusta á ræðu mína munu þá fá hugmyndir um það hvernig hægt er að spara 1 milljarð á mínútu í ræðunni. Það er markmið mitt hér í dag í þessari stuttu ræðu. Ég vona að þingmenn sýni þessu hugarflugi dálítinn áhuga því að það er á færi okkar þingmanna að hrinda í framkvæmd öllum þeim hugmyndum sem hér verða reifaðar.
Hvernig aukum við tekjurnar og drögum úr gjöldunum án þess að hækka skattana og án þess að skera niður í ríkisþjónustu? Ég bið menn í hliðarsal að loka dyrunum, ef menn ætla að missa af því hvernig á að auka afgang ríkisins um milljarð á mínútu ættu þeir endilega að halla hurðinni.
Vindum okkur í þetta.
Liður 1. Við gætum bætt afkomu ríkissjóðs á næsta ári og árunum eftir það líklega um 4–5 milljarða á ári með því að selja ekki 30% hlut í Landsbankanum. Það er einfalt og það er einfaldlega vegna þess að arðurinn af hlutnum, þessum 30% hlut, er 4–5 milljörðum meiri en vextirnir af skuldinni sem við mundum nota reiðuféð til að lækka skuldir ríkissjóðs um. Ef við erum að reyna að auka afgang ríkissjóðs er því mjög skynsamlegt að eiga þennan 30% hlut lengur. Eitt sem ég vil koma inn á um leið og ég ræði lið 1 er að í upprunalegum drögum að fjárlögum ríkisins og líka eftir að meiri hluti fjárlaganefndar hefur farið höndum sínum um þau er áætlað að arður ríkissjóðs af Landsbankanum verði rétt rúmir 7 milljarðar en meiri hluti fjárlaganefndar víkur að því í áliti sínu á bls. 3 að hugsanlega verði þetta eitthvað meira. Þetta er eins og við mundum segja á góðri ensku „understatement of the year“, afsakið, herra forseti, að ég skuli sletta. Ég veit ekki hvernig á að segja þetta breska máltæki á íslensku en það er erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að þetta verði 7 milljarðar. Það er nær því að ríkið fái 17 eða 20 milljarða í arð af þessum banka. Mér fyndist betri bragur að sýna líklegustu niðurstöðu en að tala um einhverja ofurvarkárni. Auðvitað er eðlilegt að hafa uppi varúðarsjónarmið þegar verið er að áætla arð ríkisins af hinum og þessum fyrirtækjum en hérna er ríkissjóður aðalhluthafinn og ræður því að mestu leyti hvort greiddur verður út arður eða ekki, þ.e. þeir stjórnarmenn sem skipaðir eru. Það er engin ástæða til að greiða ekki út arð í Landsbankanum. Eigið fé er orðið 30%, held ég, og langt yfir viðmiðunarmörkum Fjármálaeftirlitsins, svo hátt yfir að hann gæti greitt út aukaarð sem hugsanlega næmi hátt í 10–20 milljörðum, bara til að komast inn á venjulegt bil hvað varðar kröfur Fjármálaeftirlitsins. Hann væri samt vel yfir 20% þótt hann gerði það.
Við skulum ekki ræða það. Arðgreiðslugeta þessa banka er gríðarleg á næstu árum og ég legg til að við seljum ekki þessi 30%. Annað sem leggst á þær árar er að í rauninni er erfiður tími til þess að fá gott, sanngjarnt og réttlátt verð fyrir eignarhlut í banka þegar tveir aðrir bankar eru til sölu. Það er eiginlega alveg sama hversu arðsamur þessi banki er, það er takmörkuð kaupgeta hjá fjárfestum, það eru alltaf ákveðin takmörk á því hve mikil eftirspurnin er og þegar framboðið er ótakmarkað hefur það áhrif á verðið. Við fengjum sem skattgreiðendur of lítið fyrir bankann við núverandi aðstæður og eins og aðstæðurnar munu fyrirsjáanlega þróast næstu tvö, þrjú, fjögur árin. Þess vegna er algjör óþarfi að vera með eitthvert óðagot í sölu á þessum hlut í bankanum. Það liggur ekkert á að selja hann og ég ítreka að með því að leggja þau áform á hilluna verður afgangur á næsta ári 4–5 milljörðum meiri en ella yrði.
En þetta er ekki allt. Nú er komið að lið 2. Við gætum líka sparað 100–200 milljónir á ári. Ég veit að 100–200 milljónir eru mjög lágar tölur en hérna hafa menn verið í miklum tilfinningasveiflum yfir 50 milljónum. Ég ætla líka að taka tölur eins og 100–200 milljónir. Það getum við gert með því að hætta við kaupin á hlutnum í Asíska innviðafjárfestingarbankanum. Asíski innviðafjárfestingarbankinn er ríkisbanki einhvers staðar langt í burtu og ég skil ekki hvernig okkur dettur í hug að vera á sama tíma með þá stefnu að selja alla ríkisbanka sem eru nálægt okkur en kaupa í þeim sem eru langt í burtu og skipta okkur engu máli. Ég veit til dæmis að Bandaríkjamenn og Japanir ætla ekki að taka þátt í þessum asíska innviðabanka. Þeir sjá engan tilgang með því, enda hafa þeir lýst áhyggjum af því að þeir viti ekki hvort hann muni uppfylla kröfur um umhverfismál eða mannréttindi, hvaða stefnu hann muni móta sér í þeim efnum. Höfuðstöðvar þessa banka eru í Kína. Ávinningur á Íslandi af þátttöku er algjörlega óljós. Það er ýjað að því að íslensk orkuráðgjafarfyrirtæki gætu hugsanlega fengið betri aðgang að innviðaverkefnum í Asíu — sem væri vissulega gott mál — en trúa menn því virkilega að það skipti einhverju máli þó að Ísland ætti 0,2% í bankanum? Annaðhvort er tækni, ráðgjöf og þekking Íslands góð eða ekki. Það er það sem ræður úrslitum um það hvort hún á erindi til Asíu, ekki það hvort við eigum 0,2% í asískum innviðabanka. Hvaða rugl er þetta? Ég hef megnið af ævinni staðið í útflutningi á þekkingu. Ég veit að þetta virkar ekki svona. Ef þekkingin er í lagi og á erindi selst hún eftir að hún hefur farið í gegnum nálaraugað og keppt við aðra þekkingu. Annars ekki. Þarna eru hagsmunirnir þeir að velja rétta þekkingu og ég hef fulla trú á þekkingu íslenskra orkufyrirtækja. Ég hef ekki heyrt að þessi orkufyrirtæki hafi óskað eftir því að almenningur legði þeim til 100–200 milljónir með auknum skattbyrðum eða með því að leggja minna í þörf þjóðþrifamál til að hjálpa þeim í útrás sinni með því að kaupa hlut í asíska innviðabankanum. Þá eru öll ferðalög embættismanna á fundi fjárfestingarbankans órakin. Með hvaða rökum ættu skattgreiðendur að bera kostnaðinn af útrás þessara einkafyrirtækja? Ég sé þau ekki, ég sé ekki að það sé hlutverk ríkisins að fjárfesta í þessu apparati og ég legg til að við spörum okkur 100–200 millj. kr. á ári með því að binda ekki 2,5 milljarða í erlendum gjaldmiðli í hlutabréfum banka sem er langt í burtu.
Liður 3. Við getum sparað 700 milljónir á ári í gjaldeyri með því að fresta blöndun lífolíu í bensín á bifreiðum á Íslandi. Haustið 2013 vakti ég athygli þingsins á því að það mætti spara ríkissjóði 6 milljarða fram til ársins 2020 með því að fresta gildistöku ákvæðisins um íblöndun lífdísils í eldsneyti. Nú hef ég með fleiri þingmönnum lagt fram frumvarp þess efnis að fresta þessu en því miður hefur það ekki komist á dagskrá þingsins. Ef það yrði að lögum mundi ríkið spara um 700 milljónir á ári sem það þarf að bæta olíufélögunum sem þurfa að kaupa dýra lífdísilolíu erlendis. Sú olía er ræktuð á ökrum sem áður hefðu getað nýst til matvælaframleiðslu. Framleiðsla á þessum lífdísil er mengandi og hér höfum við miklu betri orkugjafa, rafmagn, sem við ættum að nota. Ef við ætlum að gera eitthvað ættum við að nota þessa peninga til að hraða innleiðingu á rafmagnsbílum á Íslandi. Allt önnur staða er uppi í Evrópusambandinu þar sem þessar tilskipanir eiga rót sína. Ég hef heyrt ávæning af því að jafnvel þeir sem stóðu að þessari lagagerð í Evrópusambandinu séu orðnir efins um að það sé rétt að krefjast íblöndunar á lífolíu, það séu miklu hagkvæmari leiðir til að ná þeim árangri að vernda umhverfið en að fórna ökrum sem annars gætu farið í að metta svanga munna.
Virðulegi forseti. Þeir þrír sparnaðarliðir sem ég hef nú talið upp skila samtals hátt í 6 milljörðum á ári án þess að auka skatta eða skerða þjónustu ríkisins á nokkurn hátt. En tækifærin eru enn stærri og ég tel hægt að bæta niðurstöðuna alls um 20–30 milljarða eins og nú verður rakið.
Víkjum þá að stórum lið sem er vaxtagjöld ríkissjóðs. Eins og þið sjáið í fjárlögunum er gert ráð fyrir að samkvæmt nýjustu spám fari 72 milljarðar í vaxtagjöld af skuldum ríkisins. Einn af áhrifaþáttum þess hve mikla vexti ríkissjóður greiðir er stýrivextir Seðlabankans. Stýrivextir Seðlabankans eru sannarlega orðnir mjög háir, 5,75%. 1% lækkun þeirra mundi leiða til þess að ríkissjóður mundi spara beint 3–4 milljarða í lægri vaxtagjöld af skuldum sínum. Ég held að hægt sé að lækka stýrivexti á Íslandi um 1% án þess að það leiði til þenslu, óðaverðbólgu eða nokkurra vandamála, ef við færum Seðlabankanum fleiri stýritæki til að fást við þau vandamál, fleiri stýritæki sem eru jákvæðari og hafa ekki jafn neikvæðar aukaverkanir og stýrivextirnir. Eins og öllum er kunnugt laða stýrivextir til landsins svokallað kvikt fjármagn þegar þeir fara upp yfir ákveðin mörk og það fjármagn getur rokið úr landi hvenær sem er. Það hefur óæskileg áhrif á gengi krónunnar og veldur hér óstöðugleika. Það er orðið vandamál í sjálfu sér. Auk þess bitna háir stýrivextir aðallega á þeim sem skulda. Það er einkennileg stefna að vinna hér að — fyrirgefið, forseti, gæti ég fengið hljóð í salnum? Það er svo mikið pískur.
(Forseti (ÞorS): Forseti biður um hljóð í salinn.)
Takk fyrir. Ég er að rekja hérna tiltölulega flókin atriði sem við þurfum öll mikla einbeitingu við, 1 milljarður á mínútu er í húfi, og ég bið þingmenn að einbeita sér gríðarlega. Ég tel ekki til mikils mælst að temja athyglisbrestinn — og þetta er bráðskemmtilegt líka. Nú er ég að tala um það hvernig við gætum lækkað stýrivexti og hvers vegna það er mikilvægt að lækka þá um 1% til að skilja 3–4 milljörðum meira eftir hjá ríkissjóði til að skipta á milli okkar.
Þarna hafa þó skapast vandamál í því að þegar stýrivextir eru hækkaðir bitna þeir á röngum aðilum. Þetta stýritæki, stýrivextirnir, bitnar aðallega á þeim sem skulda. (Gripið fram í.) Hv. þingmenn vilja endilega hlusta á þetta. Stýrivaxtahækkanir bitna aðallega á þeim sem skulda og þá spyr maður sig: Af hverju ættu þeir einir sem skulda að taka þátt í því að stuðla hér að stöðugu verðlagi? Af hverju bara þeir, af hverju ekki allir í landinu? Til þess er til tækið breytilegur séreignarsparnaður. Fyrir peningastefnunefndina væri gagnlegt að geta sagt, í staðinn fyrir að hækka eilíflega stýrivextina á þá sem skulda, að öll þjóðin ætti núna í góðærinu að leggja í séreignarsparnað til mögru áranna sem munu sannarlega koma einhvern tímann í framtíðinni. Í staðinn fyrir að moka ráðstöfunartekjum okkar til fjármálafyrirtækjanna, til lánastofnana þar sem við sjáum þær ekki aftur, ættum við að setja þá í séreignarsjóði okkar til mögru áranna þegar við sjálf verðum fyrir áföllum eða þegar samfélagið þarf á því að halda að við getum haldið uppi kaupmætti okkar þótt á móti blási.
Aðrar þjóðir eru farnar að skoða þetta. Nýja-Sjáland sem fann upp stýrivaxtatækið er nú orðið langþreyttast allra þjóða á því tæki og er farið að ræða um að taka upp fleiri tæki. Ég hvet þingmenn til að kynna sér þetta. Með því að við færðum peningastefnunefndinni þetta tæki væri að mínu mati hægt að lækka stýrivextina um 1% og spara ríkissjóði 3–4 milljarða. Eigum við ekki að vinna að því?
Það er líka hægt að minnka kostnað Seðlabankans sérstaklega. Það er hægt að minnka kostnað Seðlabankans sjálfs af stýrivöxtum um 4 milljarða. Eins og þið vitið er Seðlabankinn hluti af ríkinu og hann greiðir afganginn af rekstri sínum í ríkissjóð. Ég tel hægt að sýna fram á að afgangur hans gæti verið á hverju ári 4 milljörðum meiri en hann er með því að hætta að greiða fulla stýrivexti á bindiskyldar fjárhæðir. Frá 2008 hefur Seðlabankinn greitt bönkunum ríflega 40 milljarða í stýrivexti. — Eruð þið að hlusta? Seðlabankinn hefur greitt bönkunum ríflega 40 milljarða í stýrivexti til að stýra vöxtum í landinu af því að bankarnir eiga svo mikið laust fé. Þeir eiga peninga í Seðlabankanum. Seðlabankinn þarf ekki að lána þeim neina peninga. Flestir seðlabankar í heiminum eru með jafnvægi á milli þessara liða. Bankakerfið er í viðskiptum við Seðlabankann og fær fyrirgreiðslu þar sem og ávaxtar peninga þar eftir því í hvaða stöðu bankarnir eru. Það er hlutverk Seðlabankans. Seðlabanki Íslands er í þeirri stöðu að hann tapar á viðskiptum sínum við bankana, búinn að gera það alveg frá hruni, 4–13 milljörðum á ári. Ég hef í tvö, þrjú ár bent ítrekað á að hann gæti dregið úr þessu tapi sínu með því að beita vaxtalausri bindiskyldu. Meiri hluti allra seðlabanka í heiminum beitir því tæki. Ég hef talað fyrir daufum eyrum. Að sjálfsögðu er peningastefnunefndin sjálfstæð í sínum verkum en ef hún mundi ákveða að beita þessu að einhverju marki tel ég að skaðlausu hægt að minnka vaxtakostnað Seðlabankans sjálfs af viðskiptum við bankana um 4 milljarða á ári og auka þá arðgreiðslu hans í ríkissjóð um það sama.
Þá erum við komin að lið 6. Við erum búin að nefna sparnaðarhugmyndir sem ég held að séu komnar vel á annan tug milljarða. Tilfellið er að við erum með ríkisábyrgð á innstæðum í viðskiptabönkum. Viðskiptabankar eru með ríkisábyrgð. Menn greinir á um hvort hún sé yfirlýst, hvort hún sé óbein, en ég hef haldið því fram að hún sé óhjákvæmileg og það sé alveg eins gott að taka hausinn úr sandinum, horfast í augu við þetta og láta þá borga ríkisábyrgðargjald eins og önnur fyrirtæki sem fá ríkisábyrgð á sína fjármögnun. Innstæður í bönkum eru fjármögnun á útlánum bankanna. Mér finnst stórfurðulegt að bankar skuli ekki greiða neitt ríkisábyrgðargjald. Það eru lög í landinu sem segja að þeir sem njóti ríkisábyrgðar á fjármögnun sína skuli greiða gjald sem nemur allt að 4% af þeim lánum sem menn taka. En hvers vegna greiða bankar ekki ríkisábyrgðargjald? Það er af því að við erum með einhvern hókus pókus, einhverja sýndarmennsku um að hérna sé einhver innstæðutryggingarsjóður sem getur brugðist við ef banki rúllar. Hér á landi eru bankar með þúsund milljarða í innstæðum. Bara einn banki er með 200–300 milljarða í innstæðum. Vitið þið hver innstæðan er í innstæðutryggingarsjóðnum? Það myndast engin tryggingafræðileg áhrif þar sem þrír bankar eru. Það þarf þúsund banka til að svona sjóður virki. Hann er frábær hugmynd í Bandaríkjunum. Hann er mjög slæm hugmynd á Íslandi. Þegar banki rúllar eða er í hættu á að rúlla þarf ríkið alltaf að styðja einn af þessum stóru bönkum. Þeir eru of stórir til að falla, það er viðurkennt. Við verðum að opna augun, horfast í augu við bankana og draga þá til ábyrgðar sem raunverulega valda hættu í kerfinu og bjóða þeim að greiða til dæmis 4% af öllum innstæðum í bönkunum. Ef við tækjum af 400 milljörðum eru þetta 16 milljarðar á ári. Nú erum við komin upp í 20–30 milljarða. Er ég ekki búinn að tala í 20 mínútur?
Þetta kunna að vera byltingarkenndar hugmyndir að mati einhverra. Ef mönnum líst illa á að leggja ríkisábyrgðargjald á bankana, finnst það einum of bratt og óttast að það muni leiða til aukins vaxtakostnaðar hjá almenningi og eitthvað slíkt, það má alveg ræða það, er til önnur leið. Hún er sú að hætta að fela bönkunum það verkefni að starfrækja hér gjaldmiðilinn. Seðlabankinn býr til pappírspeningana, látum hann líka búa til rafmagnspeningana. Pappírspeningar eru bara 10% af þeim peningum sem hagkerfið þarf til að snúast. Hagkerfið okkar veltir 2.200 milljörðum á ári sem er ríflega verg landsframleiðsla ef ég man rétt. Svoleiðis hagkerfi þarf 300–400 milljarða í lausu fé á hverjum tíma. Það rúllar í gegn nokkrum sinnum á ári. Það er lánafrestur, greiðslufrestur, við viljum hafa eitthvert laust fé undir koddanum, alls konar sjóðir sem við viljum hafa aðgengilega.
Seðlabankinn ætti að uppfylla þá mikilvægustu skyldu ríkisins að útbúa þetta fé. Þetta er grunnfé sem hagkerfið þarf. Hann býr til 50 milljarða í seðlum, kannski 45, en við erum ekki að nota seðla í daglegum viðskiptum nema að litlu leyti eins og þið sjáið. Viðskipti okkar eru að megninu til rafræn. Seðlabankinn hefur ekki fylgt þróun tímans, hann hefur látið einkafyrirtækjum eftir að starfrækja gjaldmiðilinn. Það ætti ekki að vera neitt vandamál, ég er ekki á móti einkavæðingu, en við þurfum að ræða það. Viljum við einkavæða krónuna? Hún er búin að vera einkavædd alveg frá því að bankarnir voru einkavæddir fyrst. Meðan þetta voru ríkisbankar önnuðust þeir þetta. Núna er tilfellið að þegar bankarnir voru einkavæddir einkavæddum við um leið starfrækslu lögeyrisins í landinu, krónunnar. Það er gríðarlegur hvati að búa til peninga úr engu. Það eru þau forréttindi sem bankar hafa. Svo erum við með seðlabanka og fjármálaeftirlit til að hafa eftirlit með því að þeir búi ekki til of mikið. Það eftirlit brást í aðdraganda hrunsins og nú teljum við að við höfum búið betur um hnútana. Ég held ekki.
Kostnaðurinn af því fyrir ríkissjóð að fela einkaaðilum að búa til peninga úr engu er 20 milljónir á ári og við fáum slaka þjónustu. Við getum gert það betur sjálf og ódýrara með Seðlabankanum. Vill einhver hérna stinga upp á að Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki fái að prenta peningaseðla líka? Viljum við fara alla leið? Hafið þið tekið eftir því að söngurinn er sá að það eigi að leggja niður peningaseðla? Það er til þess að við notum bara einkavædda peninga sem gefnir eru út af einkaaðilum. Það er algjör einkavæðing gjaldmiðilsins. Sá er söngurinn.
Ég legg til að þau verkefni sem ríkið tekur að sér séu þau verkefni sem það getur gert best og eru nauðsynleg. Aðkoma ríkisins að því að búa til gjaldmiðil er algjörlega óhjákvæmileg. Við sjáum meira að segja að þegar bankar sem starfrækja gjaldmiðilinn eru orðnir tæpir þarf ríkið alltaf að koma til bjargar. Fyrst það er svoleiðis hvort sem er og við erum farin að láta þá borga ríkisábyrgðargjald má spyrja hvort þá sé ekki betra að við horfumst í augu við þetta og segjum að það sé best að Ísland taki skrefið sem þjóðirnar eru farnar að horfa á.
Núna er þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um það hvort seðlabankinn í Sviss eigi að taka þetta verkefni af bönkunum, að taka alfarið upp þjóðpeninga í Sviss. Það mál komst á dagskrá þingsins vegna þess að þar er beint lýðræði. Fólkið getur safnað undirskriftum. Ég held að það þurfi 2% kjósenda og þá er hægt að koma því máli á dagskrá þingsins að þingið ræði hvort taka skuli upp þjóðpeningakerfi. Ég held að hér þurfi að ræða það og ég hef ásamt fleiri þingmönnum úr öllum flokkum nema einum lagt til að hér verði stofnuð nefnd til að kanna þetta mál, kosti og galla þess að við séum með einkavæddan gjaldmiðil eða hvort við ættum kannski að taka upp ríkisrekstur á gjaldmiðlinum. Ég er enginn sérstakur talsmaður ríkisrekstrar í öllum málum en veit að hér eru talsmenn slíks rekstrar og taka vel undir. Það er ekki af því að ég telji að ríkisrekstur sé bestur, ég er bara ekki með þær kreddur að hann sé alltaf verstur. Ég held að mögulega séu tilvik þar sem hann er langbestur og jafnvel óumflýjanlegur. Eitt það mikilvægasta sem við þingmenn þurfum að gera er að ræða þessi mál.
Ég hef tæpt á nokkrum atriðum. Ég ætla ekki að lengja ræðu mína vegna þess að þá fækkar milljörðum á mínútu. Ég setti mér að vera með milljarð í sparnað á mínútu í ræðunni [fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”][Hlátur í þingsal.] þar sem ég er að tala um að auka afganginn af ríkisrekstrinum um 20–30 milljarða, a.m.k. ná að útskýra það á 20–30 mínútum, og það yrði gert án þess að skerða þjónustu ríkisins og án þess að auka skattheimtu.
Þetta er á færi okkar þingmanna. Þetta er ekki byltingarkennt. Þetta er það sem við getum gert með þeim tækjum sem við höfum, löggjafarvaldinu. Ég er handviss um að margir þingmenn hafa skýrar hugmyndir um hvernig við gætum ráðstafað þessum 20–30 milljörðum til mjög brýnna verkefna. Ég veit að þeir verða allir fúsir að hjálpa til við það en nú skora ég á þingmenn að hjálpa sjálfum sér að koma sér í þá stöðu að útdeila þessum 20–30 milljörðum. Þjóðin reiðir sig á það.“[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Peningar eru ekki tíndir af trjánum og þá byrja vandræðin

Deila grein

16/12/2015

Peningar eru ekki tíndir af trjánum og þá byrja vandræðin

sigurdur.pall„Hæstv. forseti. Allir eru sammála um að heilbrigðismál og þar af leiðandi heilbrigðisþjónusta skuli vera eins góð og kostur er. Höfum við Íslendingar státað af því. Tækniframfarir og þekking hafa tekið gríðarlegum framförum auk þróunar lyfjamála sem alltaf eru að koma virkari inn við lækningar. En allt kostar þetta peninga sem ekki eru allir tíndir af trjánum og þá byrja vandræðin.
Hvernig er hægt að spara í þessum efnum þegar heilbrigðisþjónustu vantar alltaf meiri pening, eðlilega? Ein er sú aðferð sem ekki fær mikla athygli, og þó. Það eru forvarnir þar sem þær eiga við. Þær geta sparað gríðarlega peninga og hafa verið gerðar rannsóknir á því gagnvart hinum ýmsu sjúkdómum. Sá sem hér stendur vitnaði í slíkar forvarnir gegn áfengis- og vímuefnavörnum hér í ræðustól fyrir nokkru síðan. Fyrir utan betra heilsufar, hvað er þjóðhagslega hagkvæmara en að efla forvarnir frekar en ekki? Heilsa mæld í peningum er líka staðreynd.
Á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi er starfrækt bakdeild fyrir baksjúklinga þar sem fólki er í raun kennt með æfingum ýmiss konar hvernig það getur læknað sig sjálft eða haldið niðri bakverknum og þannig borið ábyrgð á bakvandamálum sínum. Í haust voru 600 manns á biðlista inn á bakdeildina í Stykkishólmi. Segir sá biðlisti meira en mörg orð um þann árangur sem þar hefur náðst í baklækningum. Það má flokka þessa læknisaðferð sem forvörn eða sjálfshjálparlækningu. Á þessu hafa verið gerðar peningalegar hagkvæmnisrannsóknir sem ekki er tími til að rekja hér.“
Sigurður Páll Jónsson — í störfum þingsins 9. desember 2015.

Categories
Greinar

Toppari Íslands

Deila grein

14/12/2015

Toppari Íslands

Sigmundur-davíðFyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur.

Enginn var betri í viðskiptum en hann en samt var ekki til meiri mannvinur, því hann mátti að eigin sögn ekkert aumt sjá. Það var líka sama hvaða sögur aðrir gestir sögðu, alltaf bætti hann um betur. Hann hafði gert merkilegri hluti, séð meira en aðrir og unnið stærri sigra. Hann taldi sig líka alltaf kunna betri brandara en hinir og sá því enga ástæðu til að leyfa öðrum að ljúka sínum skemmtisögum áður en hann kom með aðra betri.

Í hvert sinn sem hann tók orðið var það auk þess gert af yfirlæti og gefið til kynna að allir aðrir en hann væru fábjánar. Þegar reynt var að leiðrétta eina eða tvær af fjölmörgum rangfærslum þessa samkvæmis­ljóns brást hann hinn versti við og gerði lítið úr þeim sem dirfðust að gera slíkar athugasemdir.

Mér fannst skrítið að fylgjast með þessari framgöngu mannsins og umburðarlyndi gestanna. Stúlka sem sat við hliðina á mér hallaði sér þá upp að mér og sagði: „Hefur þú ekki hitt hann áður? Hann er alltaf svona, þetta er mesti toppari landsins.“

Bætir stöðugt í
Mér hefur nokkrum sinnum verið hugsað til topparans í samkvæminu að undanförnu vegna yfirlýsinga þjóðkunns athafnamanns og hugsan­legs verðandi forsetaframbjóðanda. Sá bætir stöðugt í og skrifar nú enn eina greinina um hvað allir séu vitlausir, stjórnmálamenn og þjóðin, og standi illa að málum.

Það sem topparar þrá umfram allt annað er athygli og því er ég eflaust að veita jákvæða styrkingu með því að svara slíkum manni. Hann mun sjálfsagt líta á það sem tækifæri til að útskýra að nú hafi sannast enn betur en áður hversu illa gefnir og illviljaðir stjórnmálamenn séu. Það er samt ekki hægt að láta það óátalið þegar maður sem talinn er gáfaður á sumum sviðum heldur fram hreinum ósannindum og nýtir um leið veikindi fólks til sjálfsupphafningar.

Gagnstætt því sem haldið er fram í nýjustu grein hins sérfróða athafnamanns ríkir ágæt samstaða um það bæði meðal almennings og stjórnmálamanna að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. Það hefur núverandi ríkisstjórn gert í meira mæli en fyrri ríkisstjórnir. Það sem af er kjörtímabilinu, sem er rúmlega hálfnað, hafa framlög til Landspítalans verið aukin um 30% (það er miðað við fjárlagafrumvarp og verður sjálfsagt enn meira samkvæmt rekstrarreikningi).

Framlög til spítalans hafa aldrei verið meiri og það sama á við um heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild. Geti sérfræðingurinn toppað það með því að benda á annað vestrænt ríki sem hefur aukið jafnmikið við framlög til heilbrigðismála á sama tímabili (eða nokkru öðru tímabili í seinni tíð) hvet ég hann til að benda á slík dæmi.

Skaðleg framganga
Það má öllum vera ljóst hversu rangt og beinlínis óheiðarlegt það er að saka þau stjórnvöld sem hafa forgangsraðað mest í þágu heilbrigðismála um að vera viljandi að svelta heilbrigðiskerfið. En slík framganga er líka skaðleg því að við þurfum þrátt fyrir allt að ná enn betri árangri á sviði heilbrigðismála og við þurfum að vera í aðstöðu til að setja enn meira, og miklu meira, fjármagn í málaflokkinn á komandi árum og áratugum.

Stjórnvöld verða því að geta reitt sig á ráðgjöf þeirra sem best þekkja til um hvernig hægt sé að leysa úr þeim vanda sem er brýnastur og fjárfesta á sem árangursríkastan hátt í heilsu og lífsgæðum fólks. Galgopaháttur í bland við rangfærslur hjálpar ekki til við það og enn síður lausnir byggðar á ósannindum.

Topparinn telur að það sé aðeins fyrir gunguskap stjórnvalda að ekki séu til 150 milljarðar til að skella í heilbrigðiskerfið á einu bretti og dregur þar fram eitt ómerkilegasta bull þeirra sem gremst að stjórnvöldum skuli hafa tekist það sem áður var sagt ómögulegt við losun hafta og uppgjör bankanna. Það er sú fullyrðing að uppgjör slitabúa bankanna og losun fjármagnshafta skili bara 300 milljörðum í ríkissjóð en ekki 850 eins og boðað hafi verið.

Það er merkilegt ef maður sem fer svo frjálslega með tölur getur rekið stórt fyrirtæki, a.m.k. merkilegt ef hann getur rekið það með hagnaði. Þótt losun hafta sé flókið mál vita flestir sem hafa gefið sér 5 mínútur eða svo í að kynna sér málið að þetta er ósatt. Stöðugleikaskattur myndi m.v. núverandi gengi skila um 622 milljörðum í fjárframlögum, auk annarra ráðstafana, en stöðugleikaframlag skilar um 500-600 milljörðum (og meiru ef með þarf) í formi peninga og eigna auk annarra ráðstafana upp á nokkur hundruð milljarða sem styrkja stöðu efnahagslífsins og ríkissjóðs. Sú leið tryggir að framlögin verða næg til að takast á við vandann, sem þeim er ætlað að leysa, sama hversu stór hann reynist.

Bitnar á þeim sem á eftir koma
Eitt hef ég bent á frá því áður en topparinn eða félagar hans vissu yfirhöfuð að til væri vandamál sem þyrfti að leysa, og væri hægt að leysa, á þann hátt að láta slitabúin greiða mörg hundruð milljarða. Það var sú staðreynd að ekki yrði hægt að nota allt fjármagnið í framkvæmdir eða uppbyggingu innviða sama hversu þörf þau verkefni væru. Slíkt myndi þýða að verið væri að nota fjármagn sem er til þess ætlað að verja efnahagslegan stöðugleika, með því að greiða niður skuldir, í að kynda undir verðbólgu og óstöðugleika.

Með því, hins vegar, að nýta fjármagnið til að greiða niður skuldir og bæta afkomu ríkisins og samfélagsins til allrar framtíðar verður hægt, ár frá ári, á sjálfbæran hátt, að halda áfram að styrkja og efla heilbrigðiskerfið og aðrar grunnstoðir samfélagsins.

Sá sem rekur fyrirtæki hlýtur að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að reka fyrirtækið endalaust með tapi og taka bara meiri og meiri lán, eða hvað? Það sama á við ríkissjóð. Það að eyða fullt af peningum á einu bretti, ýta undir verðbólgu og halda svo bara áfram að taka lán bitnar á þeim sem á eftir koma, þ.e. kynslóðum og þar með talið sjúklingum, framtíðarinnar.

En topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 11. desember 2015.

Categories
Greinar

300 þúsund er lágmark

Deila grein

14/12/2015

300 þúsund er lágmark

Elsa-Lara-mynd01-vefurSilja-Dogg-mynd01-vefTryggja þarf öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum. Ríkisstjórnin á að stíga skrefið til fulls og tryggja þessum hópi þessa lágmarksframfærslu.

Dregið úr skerðingum

Ríkisstjórn Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins setti það í forgang að draga úr skerðingum sem bótaþegar sættu á síðasta kjörtímabili. Strax sumarið 2013 var afnumin sú regla að lífeyrissjóðstekjur skertu grunnlífeyri. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og öryrkja var hækkað. Frítekjumark vegna lífeyrissjóðatekna var hækkað. Víxlverkunarsamkomulag vegna bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða var framlengt. Skerðingahlutfall tekjutryggingar var lækkað í 38,35 % þann 1. janúar 2014. Þetta þýðir að bætur eru nú 7,4 milljörðum króna hærri á ári en annars væri.

Bætur hækka afturvirkt

Þær aðgerðir sem snúa að almannatryggingakerfinu á þessu ári og því næsta eru að bætur munu hækka um 14,2 milljarða, þann 1. janúar 2016 sem er hækkun upp á 9,7 %. Inni í þeirri tölu eru 3,9 milljarðar sem er afturvirk hækkun vegna meðaltals  launaþróunar á árinu. Sú hækkun bætist ofan á 4,3 milljarða sem aldraðir og öryrkjar fengu í janúar 2015. Samtals er því hækkun til málaflokksins vegna meðaltals launaþróunar á árinu 2015 8,2 milljarðar. Hækkun á bótum til aldraðra og öryrkja frá janúar 2015 – 2016 eru því samtals 18,5 milljarðar.

26,8 milljarða hækkun

Samtals skila aðgerðir á kjörtímabilinu því að bætur á næsta ári verða 26,8 milljörðum hærri en þær hefðu annars verið. Það eru 26,8 milljarðar sem fara beint til aldraða og öryrkja, samtals 17,1 % hækkun. Í lokafjárlögum síðustu ríkisstjórnar nam heildarfjármagn til almannatrygginga 77 milljörðum. Í fjárlögum núverandi ríkisstjórnar nemur heildarfjármagn 103 milljörðum.

Margt hefur verið gert, en við verðum að halda áfram að gefa í. Þess vegna ítrekuðu þingmenn ríkisstjórnarinnar það í störfum þingsins núna í morgun að ríkisstjórnin eigi að tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum.

Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist á visir.is 11. desember 2015.

Categories
Fréttir

„Viðskiptakjör Íslands geta batnað á þessu ári um 10–11% og munar um minna“

Deila grein

14/12/2015

„Viðskiptakjör Íslands geta batnað á þessu ári um 10–11% og munar um minna“

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstv. forseti. Ég tek heils hugar undir með þeim þingmönnum sem talað hafa á undan mér um að ríkisstjórnin er ótrauð í þeirri ætlan sinni að innan þriggja ára eða svo verði kjör aldraðra og öryrkja þannig að þeir muni bera út býtum 300 þús. kr. á mánuði.
Mig langaði til þess að gera hér að umtalsefni frétt úr Morgunblaðinu í morgun um viðskiptakjör Íslands sem er mjög ánægjuleg. Þar kemur fram að lækkun hrávöruverðs í heiminum kemur okkur Íslendingum mjög til góða eins og öðrum. Fram kemur í greininni að nú í vikunni fór olíufatið í New York niður í 6,52 dollara, sem er lægsta verð frá 2009. Þau tíðindi eru afar ánægjuleg og eru til þess fallin að hér verði ekki verðbólga á næstunni nema hún verði búin til hér heima eins og til dæmis af Seðlabanka Íslands með ótrúlega háum stýrivöxtum. Það segir hér að viðskiptakjör Íslands geti batnað á þessu ári um 10–11% og munar um minna. Hins vegar er sagt hér, með leyfi forseta:
„Til samanburðar er áætlað í nýjustu Peningamálum Seðlabankans sem út kom í byrjun nóvember að viðskiptakjörin geti batnað um 5% á þessu ári.“
En fram kemur í þessari frétt Morgunblaðsins í morgun að þessi bati geti orðið allt að 11%. Við sjáum þess merki, sem betur fer, að kaupmenn axla ábyrgð með því að lækka verð á vörum núna á síðustu vikum, bæði út af styrkingu krónu, og það kom reyndar fram núna í óvísindalegri verðkönnun einnar sjónvarpsstöðvarinnar að jólamatur er víða ódýrari nú en hann var á sama tíma í fyrra. Allt eru það góð tíðindi og til þess fallin að halda verðbólgu í skefjum. Vonandi verður það til eftirbreytni fyrir þá sem stýra hér stýrivöxtum.“
Þorsteinn Sæmundsson — störf þingsins 11. desember 2015.

Categories
Fréttir

Þurfum að taka umræðu og móta stefnu um gjaldmiðilinn okkar

Deila grein

14/12/2015

Þurfum að taka umræðu og móta stefnu um gjaldmiðilinn okkar

Villlum„Hæstv. forseti. Fyrst vil ég taka undir hér með hv. þm. Karli Garðarssyni og hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur; miðað við þau úrræði sem hæstv. ríkisstjórn hefur farið í eða úrbætur á almannatryggingakerfinu frá sumri 2013 í hækkun frítekjumarks og lækkun skerðinga og lögunum um almannatryggingar eins og þau eru núna erum við á þeirri vegferð að ekki er ólíklegt, meira að segja mjög líklegt án þess að nokkuð þurfi annað að koma til, að krafa eldri borgara og öryrkja um 300 þús. kr. lágmarkslaun verði að veruleika um áramótin 2018/2019.
Við ræðum hér fjárlögin, það er mjög góð umræða. Þar er stóra efnahagsmyndin undir og íslenska krónan kemur gjarnan hér við sögu. Það má vissulega færa fyrir því rök að krónan kosti okkur nokkuð og að hluta efnahagsvanda þjóðarinnar megi rekja til hennar í háum vöxtum og óhagstæðri fjárfestingum. Við búum vissulega við háa raunvexti og gengi krónunnar hefur óhjákvæmilega áhrif á viðskipti og verðlag og veldur verðbólgu.
Það er umræða sem við þurfum að taka og móta stefnu um gjaldmiðilinn okkar. En við getum í þessu samhengi skoðað tvö dæmi. Danir tengja dönsku krónuna við evruna. Þeir hafa búið við neikvæða raunvexti í alllangan tíma með tilheyrandi kostnaði fyrir fjármálakerfið sem mun á endanum lenda á almenningi. Þar er eignabóla. Þetta á sér stað í dönsku fjárlögunum núna og Danir þurfa að herða á í fjárlögum sínum. Finnar gengisfelldu sig út úr kreppu 1993. Þeir eru í stórkostlegum vandræðum með evru og hafa ekki náð enn þá náð að aðlagast því umhverfi.“
Willum Þór Þórsson — störf þingsins 11. desember 2015.

Categories
Fréttir

„Ríkisstjórnin verður að stíga skrefið til fulls“

Deila grein

14/12/2015

„Ríkisstjórnin verður að stíga skrefið til fulls“

Elsa-Lara-mynd01-vefur„Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég og hv. þingmaður erum sammála um að bæta þurfi kjör bæði aldraðra og öryrkja. Það hefur verið gert á þessu kjörtímabili en afar mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut og gera enn betur því að enn erum við með of stóran hóp sem hefur of lítið á milli handanna.
Á þessu kjörtímabili setti ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks það í forgang að draga úr skerðingum sem bótaþegar sættu á síðasta kjörtímabili. Strax sumarið 2013 var afnumin sú regla að lífeyrissjóðstekjur skertu grunnlífeyri, frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþegar og öryrkja var hækkað, frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna var hækkað, víxlverkunarsamkomulag vegna bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða var framlengt, skerðingarhlutfall tekjutrygginga var lækkað í 38,35% þann 1. janúar 2014. Þetta þýðir að bætur eru nú 7,4 milljörðum kr. hærri á ári en annars væri.
Virðulegur forseti. Aðgerðir sem lúta að málaflokknum á þessu ári og því næsta eru að bætur munu hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar 2016, hækkun upp á 9,7% er inni í þeirri tölu og inni í þeirri tölu eru 3,9 milljarðar sem eru afturvirk hækkun vegna meðaltalslaunaþróunar á árinu. Sú hækkun bætist ofan á 4,3 milljarða sem aldraðir og öryrkjar fengu í janúar 2015. Samtals er því hækkun til málaflokksins vegna meðaltalslaunaþróunar á þessu ári 8,2 milljarðar. Hækkun á bótum til aldraðra og öryrkja frá janúar 2015–2016 eru því samtals 18,5 milljarðar. Samtals skila aðgerðir kjörtímabilsins því að bætur á næsta ári verða 26,8 milljörðum hærri en þær hefðu annars verið, þ.e. 26,8 milljarðar fara beint til aldraðra og öryrkja sem er samtals 17,1% hækkun.
Í lokafjárlögum síðustu ríkisstjórnar nam heildarfjármagn til málaflokks almannatrygginga 77 milljörðum, en í fjárlögum fyrir árið 2016 nemur framlagið 103 milljörðum.
Eins og ég hef sagt hefur margt verið gert, en við verðum að halda áfram.
Virðulegur forseti. Stóra verkefnið er ekki einskiptisaðgerð. Ég vil taka undir orð hv. þm. Karls Garðarssonar um að lágmarksgreiðslur aldraðra og öryrkja eigi að ná 300 þús. kr. á innan við þremur árum og fylgja þar með lágmarkslaunum. Ríkisstjórnin verður að stíga skrefið til fulls og tryggja þessum hópi 300 þús. kr. lágmarkslaun.“
Elsa Lára Arnardóttir — störf þingsins 11. desember 2015.

Categories
Fréttir

„Af vondu fólki“

Deila grein

14/12/2015

„Af vondu fólki“

Karl_SRGB„Virðulegur forseti. Mér er ljúft að koma hingað upp til að fara yfir afstöðu mína til kjara aldraðra og öryrkja, ekki síst eftir atkvæðagreiðslu um afturvirkar greiðslur til þessara hópa í vikunni. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar og ítreka hana hér að ég tel að lágmarksgreiðslur til aldraðra og öryrkja eigi að ná 300 þús. kr. á þeim tæpu þremur árum sem þorra launamanna eru tryggð slík lágmarkslaun. Ég hef oftar en einu sinni skýrt frá þessu viðhorfi mínu á fundum hjá mínum flokki, síðast fyrir örfáum mánuðum.
Í dag fá aldraðir útborgað að lágmarki um 192 þús. kr. á mánuði en lífeyrir þeirra nemur um 225 þús. kr. Um næstu áramót hækkar þessi tala um 9,7% og fer lágmarkslífeyrir þá í um 245 þús. kr. Miðað við spá um launavísitölu bætast síðan 8% við til viðbótar eftir ár og verða lágmarksgreiðslur til aldraðra komnar yfir 260 þús. kr. Ríkisstjórnin á að stíga skrefið til fulls og tryggja þessum hópum 300 þús. kr. lágmarksgreiðslur á sama tíma og aðrir fá þær.
Aldraðir og öryrkjar fengu 3% hækkun um síðustu áramót, ekki frá 1. maí, og fá 9,7% til viðbótar núna um áramótin. Því var ekki hægt að greiða atkvæði með tillögu um afturvirkni greiðslna til þessara hópa. Þeir fá ekki minna en aðrir á þessu ári.
Hópur aldraðra og öryrkja getur ekki lifað af þeim lágmarksgreiðslum sem kerfið tryggir þeim í dag. Hin raunverulega kjarabót þeirra felst hins vegar í 300 þús. kr. lágmarkslífeyri, engu öðru, allra síst eingreiðslu upp á nokkrar krónur í boði stjórnarandstöðunnar. Minn ágæti félagi, Ásmundur Friðriksson, er því algjörlega á röngu róli í þessu máli.
Á umræðunni er helst að skilja að ráðamenn séu vondir menn sem vilji sjúklingum, öldruðum og öryrkjum allt hið versta.
Ég þekki ekki nokkurn mann sem styður ekki þessa málaflokka, hvorki innan þings né utan. Maður gæti haldið miðað við umræðuna á samfélagsmiðlum að hér væru ekkert nema illmenni. Svo er auðvitað ekki. Málefni sem tengjast öldruðum og öryrkjum eru ein af stóru málum okkar samtíðar.“
Karl Garðarsson — störf þingsins 11. desember 2015.