Categories
Greinar

Koma svo Vegagerð – Mýrdalshreppur kallar!

Deila grein

28/01/2019

Koma svo Vegagerð – Mýrdalshreppur kallar!

Í janúar árið 2012 keyrðu að meðaltali 292 bílar á dag um veginn norðan Reynisfjalls, rétt áður en komið er til Víkur. Í janúar árið 2018 keyrðu 1.301 bíll sama veg að meðaltali á dag. Það er aukning um 445% á aðeins sex árum. Í mars 2018 var meðaltalsumferð á dag meiri heldur en hún var yfir hásumar árið 2014, breyting á aðeins 4 árum.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er búinn að leggja línurnar. Hann hefur ítrekað talað fyrir sömu leið til þess að tryggja sem best umferðaröryggi á þjóðvegi 1 um Mýrdal líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur gert. Sú leið er nýr láglendisvegur með göngum í gegnum Reynisfjall.

Þrátt fyrir þessar sláandi tölur um umferðaraukningu og þrátt fyrir skýr skilaboð samgönguráðherra þá er Vegagerðin enn við sama heygarðshornið.

Í stað þess að standa með okkur heimamönnum í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi þá er enn og aftur reynt að bregða fyrir okkur fæti. Þau skilaboð berast úr Vegagerðinni að mikilvægt sé að gera nýjan veg upp Gatnabrún og ætlast þeir til að fá til þess tæpan hálfan milljarð á árinu 2021.

Það er fyrir löngu búið að taka þennan slag hér í sveitarfélaginu og tími til kominn að ákveðnir starfsmenn Vegagerðarinnar kyngi því að þeirri leið sem þeir vildu fara var hafnað, enda ákváðu heimamenn framtíðarlausn í stað skammtímaplásturs. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ekki og mun aldrei leggjast gegn eðlilegu og nauðsynlegu viðhaldi á Gatnabrún.

Þegar sveitarstjórn leggur til að fjármunum verði í staðinn ráðstafað í aðgerðir til að bæta umferðaröryggi við veginn í gegnum Víkurþorp og í Gatnabrún og til þess að hefja umhverfismat framkvæmda við nýjan láglendisveg um Mýrdal, þá leyfa aðilar innan Vegagerðarinnar sér að leka því út að sveitarfélagið sé að afþakka 450 milljónir í vegbætur. Því er hér með vísað á bug.

Starfsmenn Vegagerðarinnar leyfa sér að tala í þá átt að brýnt sé að ráðast í 450 milljóna framkvæmd til þess að bjarga mannslífum. Það er líka þvættingur sem vísað er til föðurhúsanna. Þetta er ekkert annað en tilraun til þess að koma í veg fyrir nýjan veg um Mýrdal. Sá vegur verður margfalt hagkvæmari, hann verður margfalt öruggari og þegar uppi er staðið verður hann líka ódýrari og umhverfisvænni.

Það er fyrir löngu komið nóg af því að starfsmenn Vegagerðarinnar standi í endalausri pólitík gegn sveitarfélaginu Mýrdalshreppi. Við krefjumst þess að skipulagsvald okkar sé virt og skipulögðu niðurrifsstarfi gegn okkar stefnumótun verði hætt.

Rétt væri að Vegagerðin fylgdi eigin leiðbeiningum en í bækling sem hún gaf út um þjóðvegi í þéttbýli segir orðrétt: „Í aðalatriðum má segja að tvær megin leiðir séu farnar til að leysa þessi vandamál, annars vegar að færa þjóðveginn út fyrir þéttbýlið og hins vegar að bæta aðstæður á veginum um þéttbýlið“.

Þau vandamál sem vísað er til og listuð eru upp vegna þess að þjóðvegur liggur í gegnum þéttbýli eiga öll við um þjóðveg 1 sem þverar Víkurþorp. Vegstæðið býður upp á afskaplega takmarkaðar lagfæringar á núverandi stað og sannarlega engar sem telja má sem framtíðarlausn. Það liggur því fyrir að eina lausnin er að vegurinn verði færður út fyrir þéttbýlið. Það er lausn sem við leggjum til og ef Vegagerðin væri samkvæm sjálfri sér þá væri það líka lausn sem þeir styddu. Það er furðulegt að sú skuli ekki vera raunin.

Auk þess er löngu orðið tímabært að við fáum almennilega vetrarþjónustu á þjóðveginum hérna og það sama á við um nágranna okkar í Skaftárhreppi. Það eru ítrekað skörp skil á þjóðveginum við Þorvaldseyri þar sem keyrt er í austur er ekið af marauðum vegi yfir á svellbunka. Það er eins og menn trúi því varla að allur sá fjöldi rúta sem hér fer um sé nokkuð annað en brjálæðisleg ímyndun okkar sem búa á svæðinu. Það er tími til kominn að brugðist verði við þessu af alvöru í stað þess að við séum látin bíða með hjartað í buxunum eigandi von á rútuslysi í hvert skipti sem hér verða veðrabrigði.

Þetta er áskorun til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra að hún leiðrétti nú kúrsinn hjá Vegagerðinni. Verandi tiltölulega ný í starfi ber hún ekki ábyrgð á því hvernig komið er fyrir samskiptum milli Vegagerðarinnar og Mýrdalshrepps en ábyrgðin er hennar að þau verði bætt. Við ættum að vera að vinna saman að raunverulegum vegbótum. Til þess erum við fullkomlega reiðubúin og vonumst eftir góðu samstarfi í framtíðinni.

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.

Greinin birtist fyrst á visir.isKoma svo Vegagerð – Mýrdalshreppur kallar! 26. janúar 2018.

Categories
Greinar

Norræn samvinna

Deila grein

24/01/2019

Norræn samvinna

Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims.

Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum.

Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála.

Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð.

Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. janúar 2019.

Categories
Fréttir

„Við ætlum að snúa vörn í sókn og byggja upp framúrskarandi menntakerfi“

Deila grein

23/01/2019

„Við ætlum að snúa vörn í sókn og byggja upp framúrskarandi menntakerfi“

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fór yfir sviðið í stjórnmálunum í umræðum á Alþingi í fyrradag, en til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra, að loknu jólaleyfi þingsins.
Sigurður Ingi hóf ræðu sína á umræðu um samgöngur. Markmið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast af ýmsum leiðum að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð og tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að langstærstum hluta til vegagerðar, en spár gera ráð fyrir að með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Þess vegna er horft til þess að ný leið í fjármögnun sé að fólk greiði í vaxandi mæli fyrir notkun sína með beinum hætti.

Fram kom hjá Sigurði Inga að ríkisframlög til samgangna yrðu rúmlega 600 milljarðar á næstu 15 árum. Til viðbótar er gert ráð fyrir öðrum leiðum og þær fjármögnunarleiðir yrðu kynntar síðar.
Starfshópar hafa unnið að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu, um eflingu innanlandsflugs og uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og tillögur er miða að hraða einstökum framkvæmdum með því að nýta nýjar fjármögnunarleiðir að hluta eða öllu leyti. Einnig var unnið að að móta tillögur um fjármögnun vegakerfisins til lengri tíma vegna orkuskipt.
Við höfum jafnframt verið að vinna að framkvæmd byggðaáætlunar sem var samþykkt á síðasta ári. Unnið er hörðum höndum að því að hrinda henni í framkvæmd. Það er metnaðarfull áætlun sem felur í sér 54 tilgreindar aðgerðir sem nær öll ráðuneyti bera ábyrgð á og koma við sögu en mjög margir framkvæmdaraðilar koma þar einnig að.
Sjáum fram á yfirvofandi skort á kennurum
Ríkisstjórnin hefur einsett sér að styrkja umgjörð í kringum kennara á öllum skólastigum, stuðla að viðurkenningu á störfum þeirra og efla faglegt sjálfstæði. Unnið hefur verið að tillögum af miklum krafti innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samstarfi við skólasamfélagið og það styttist í að þeim verði hrint í framkvæmd.
Við ætlum að snúa vörn í sókn og byggja upp framúrskarandi menntakerfi. Við sáum jákvæð teikn á lofti sl. haust þegar umsóknum um kennaranám tók að fjölga talsvert, en við þurfum að gera betur. Við erum einnig að efla verk-, iðn- og starfsnám með fjölþættum aðgerðum. Í því felst að styrkja utanumhald með verk- og starfsþjálfun nemenda og auka aðgengi að náminu. Til að mynda voru efnisgjöld felld niður og við erum að fjárfesta í betri aðstöðu og kynna betur þá fjölbreyttu náms- og starfskosti sem í boði eru.
Breytt framfærslukerfi almannatrygginga
Nýtt félagsmálaráðuneyti tók til starfa 1. janúar við uppskiptingu velferðarráðuneytisins. Þau verkefni sem þar eru í gangi eru margvísleg og sum hver risavaxin. Má nefna vinnu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Kerfinu er ætlað að tryggja hvata til atvinnuþátttöku þar sem aukin áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun og starfsendurhæfingu með þverfaglega nálgun að leiðarljósi. Í framhaldinu verða væntanlega gerðar breytingar á örorku- og endurhæfingarlífeyri almannatrygginga í samræmi við tillögur samráðshópsins.
Ýmsir hópar eru að störfum, m.a. hópar sem auka við snemmtæka íhlutun, að starfsemi fíkniúrræða fyrir börn og ungmenni verði efld og fram undan er bygging nýs meðferðarheimilis fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda og hugmynd að svokölluðu lágþröskuldarúrræði þar sem börn og ungmenni getað leitað án þess að hafa fengið sérstakar tilvísanir í því skyni að grípa fyrr og hraðar inn í.
Þá eru fleiri starfshópar, hópur sem á að útfæra sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði. Þá er við störf starfshópur sem á að leggja fram tillögur að úrbótum, hvort sem er innan fæðingarorlofskerfisins eða með öðrum hætti fyrir barnshafandi konur á landsbyggðinni. Kynntar hafa verið breytingar um hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi. Móttaka flóttafólks hefur verið samræmd, Fjölmenningarsetrið hefur verið eflt og margt fleira.
Létta skattbyrði af lágtekju- og millitekjufólki
Stóru málin sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir eru kjaraviðræðurnar og húsnæðismálin. Það að létta skattbyrði af lágtekju- og millitekjufólki er eitthvað sem við ætlum að kynna á morgun fyrir aðilum vinnumarkaðarins. Það eru mál er varða verðtrygginguna, húsnæðisliðinn í vísitölunni og fleira sem væri áhugavert að ræða á þessum fundi en tími minn dugir ekki til þess frekar núna.

Categories
Fréttir

Afar já­kvæð tíðindi fyr­ir kenn­ara lands­ins

Deila grein

23/01/2019

Afar já­kvæð tíðindi fyr­ir kenn­ara lands­ins

„Meg­in­styrk­leiki ís­lenska mennta­kerf­is­ins er að nem­end­um líður vel og mikið traust rík­ir á milli kenn­ara og nem­enda. Í þessu fel­ast mik­il sókn­ar­færi sem hægt er að byggja á og nýta til að efla mennt­un í land­inu enn frek­ar. Það er sam­vinnu­verk­efni skóla­sam­fé­lags­ins, for­eldra, sveit­ar­fé­laga og at­vinnu­lífs. Séu styrk­leik­arn­ir nýtt­ir sem skyldi og tek­ist á við áskor­an­ir á rétt­an hátt eru okk­ur all­ir veg­ir fær­ir til þess að byggja upp framúrsk­ar­andi mennta­kerfi til framtíðar.“ Þetta skrifar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í grein er birtist í Morgunblaðinu 21. janúar sl.
Lilja tekur út þrjú atriði er vekja athygli hennar:

  • svara um 90% nem­enda að þeim líði þokka­lega eða mjög vel í skól­an­um.
  • telja flest­ir nem­end­ur að kenn­ur­um sé annt um þá eða um 81% nem­enda í 6. bekk og 65% í 10. bekk.
  • telja um 70% nem­enda í öll­um ár­göng­um sig sjald­an eða aldrei finna fyr­ir dep­urð.

Grein Lilju er hægt að nálgast hér.

Categories
Greinar

Mikið traust til kennara og vellíðan nemenda

Deila grein

21/01/2019

Mikið traust til kennara og vellíðan nemenda

Rann­sókna­stofa í tóm­stunda­fræðum birti á dög­un­um niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar Heilsa og lífs­kjör skóla­nema sem unn­in er að til­stuðlan Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (e. WHO). Niður­stöðurn­ar byggj­ast á svör­um rúm­lega 7.000 nem­enda á land­inu öllu sem þátt tóku í rann­sókn­inni í fyrra. Rann­sókn­in er á fjög­urra ára fresti lögð fyr­ir nem­end­ur í 6., 8. og 10. bekk. Þar koma fram marg­ar áhuga­verðar niður­stöður en mig lang­ar að nefna hér þrennt sem vek­ur sér­staka at­hygli mína.

Í fyrsta lagi svara um 90% nem­enda að þeim líði þokka­lega eða mjög vel í skól­an­um. Um 10% nem­enda segja að sér líði ekki vel en 2,7-4,2% nem­enda líður mjög illa sam­kvæmt rann­sókn­inni. Þessi niðurstaða er í sam­ræmi við aðrar rann­sókn­ir og það er mjög ánægju­legt hversu háu hlut­falli nem­enda líður vel í skól­an­um sín­um. Hins veg­ar þarf að huga sér­stak­lega að þeim nem­end­um sem ekki líður vel og gera brag­ar­bót þar á.

Í öðru lagi telja flest­ir nem­end­ur að kenn­ur­um sé annt um þá eða um 81% nem­enda í 6. bekk og 65% í 10. bekk, sem er já­kvæð niðurstaða og rím­ar vel við al­menna vellíðan nem­enda í skól­um lands­ins. Lang­flest­ir treysta kenn­ara sín­um vel og virðist það eiga við nem­end­ur í öll­um lands­hlut­um. Þetta eru afar já­kvæð tíðindi fyr­ir kenn­ara lands­ins.

Í þriðja lagi telja um 70% nem­enda í öll­um ár­göng­um sig sjald­an eða aldrei finna fyr­ir dep­urð. Hins veg­ar ber að skoða þess­ar niður­stöður gaum­gæfi­lega því mark­tæk aukn­ing er milli fyr­ir­lagna í 6. og 10. bekk þar sem 10-15% nem­enda í 6. bekk segj­ast upp­lifa dep­urð einu sinni eða oft­ar í viku en um 20% nem­enda í 10. bekk grunn­skóla. Séu niður­stöður skoðaðar eft­ir kyni nem­enda kem­ur í ljós að stelp­ur eru mun lík­legri til að finna fyr­ir dep­urð á hverj­um degi og ástandið versn­ar eft­ir því sem ung­ling­ar eld­ast. Þess­ar niður­stöður þarf að taka al­var­lega, skoða hvað veld­ur þess­ari þróun og hvernig við sem sam­fé­lag get­um unnið gegn henni.

Meg­in­styrk­leiki ís­lenska mennta­kerf­is­ins er að nem­end­um líður vel og mikið traust rík­ir á milli kenn­ara og nem­enda. Í þessu fel­ast mik­il sókn­ar­færi sem hægt er að byggja á og nýta til að efla mennt­un í land­inu enn frek­ar. Það er sam­vinnu­verk­efni skóla­sam­fé­lags­ins, for­eldra, sveit­ar­fé­laga og at­vinnu­lífs. Séu styrk­leik­arn­ir nýtt­ir sem skyldi og tek­ist á við áskor­an­ir á rétt­an hátt eru okk­ur all­ir veg­ir fær­ir til þess að byggja upp framúrsk­ar­andi mennta­kerfi til framtíðar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. janúar 2019.

Categories
Fréttir

Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum

Deila grein

16/01/2019

Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum

„Markmiðið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum, heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð. Tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að stærstum hluta til vegagerðar en spár gera ráð fyrir að með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Ný leið í fjármögnun er að fólk greiði fyrir notkun sína.“ Þetta skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í grein í Fréttablaðinu 15. janúar sl.
Sigurður Ingi fer yfir í grein sinni að líf fólks og lífsgæði séu undir vegna ástands samgangna. Vegakerfið verði að færa upp um umferðaröryggisflokka. Flýtiframkvæmdir séu um 10% af heildarsamgönguáætlun, eða um 60 milljarðar króna. Þetta eru framkvæmdir um breikkun vega, tvöföldun á vegum og aðskildar akstursstefnur.
„Fjármagn vegna ökutækja og eldsneytis skilar ríkissjóði um 47 milljörðum og er hlutfall þess sem rennur til vegagerðar um 70%. Restin, eða um 30% af fjármagni vegna ökutækja og eldsneytis fer í tengda liði, okkar sameiginlegu sjóði, og deilist út í heilbrigðiskerfið, tollgæslu og löggæslu, meðal annars til að standa undir kostnaði við eftirlit og afleiðingar af notkun ökutækja. Á allra næstu árum munu orkuskipti leiða til þess að þróun skatttekna af ökutækjum fer minnkandi.“
Grein Sigurðar Inga Jóhannssonar má lesa hér.

Categories
Greinar

Veldur hver á heldur

Deila grein

15/01/2019

Veldur hver á heldur

Saga vegagerðar á Vestfjörðum spannar 70 ár. Þá hófst uppbygging vegakerfis á milli þéttbýla og milli svæða. Dynjandisheiðin var opnuð 1959 eða fyrir 60 árum og vegurinn verið óbreyttur síðan. Hringvegi um Vestfirði var lokið árið 1975 með veglagningu í Ísafjarðardjúpi.

Stjórnvöld hafa ákveðið að nú skuli koma Vestfjarðarvegi til annarrar kynslóðar og koma þar með Suðurfjörðunum Vestfjarða til nútíma samgönguhátta. Sú leið er fjármögnuð á fjárlögum og í samgönguáætlun. Það hefst með Dýrafjarðargöngum, uppbyggingu vegar um Dynjandisheiði og nýrri veglagningu um Gufudalssveit.

Vestfirðingar hafa beðið þolinmóðir eða réttara sagt með þrautseigju. Í húfi er uppbygging atvinnulífs, fiskeldi, ferðaþjónusta og fleiri atvinnuhættir sem krefjast nútíma samganga.

Það er því mikil ábyrgð eins sveitarfélags í flóru Vestfjarðasveitarfélaga að setja þá langþráðu ákvörðun frá stjórnvöldum í uppnám með þvergirðingshætti sínum um leiðarval.

Það er ljóst að alltaf verður ágreiningur um leiðir, ekki bara veglagningu heldur allar ákvarðanir sem skulu standa til framtíðar. Sú leið sem hefur náð mestri sátt meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum er Þ-H leið um Teigskóg og er komin næst framkvæmdastigi. Hún hefur einnig verið talin hagkvæmust af sérfræðingum Vegagerðarinnar og talinn veita mesta umferðaröryggið af þeim leiðum sem rannsakaðar hafa verið.

Fögnum langþráðri ákvörðun stjórnvalda um uppbyggingu Vestfjarðarvegar. Það er í skipulagsábyrgð sveitarfélaga að greiða fyrir þeirri uppbyggingu. Ég hvet sveitastjórn Reykhólahrepps til samábyrgðar Vestfirðinga við að byggja fjórðunginn upp til framtíðar.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þingmaður NV kjördæmis

Greinin birtist fyrst á bb.is 13. janúar 2019.

Categories
Fréttir

Stafræn verksmiðja

Deila grein

15/01/2019

Stafræn verksmiðja

„Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta mun framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfþjálfun af öllu tagi.“
Þetta skrifar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu 11. janúar.
Lilja Dögg ræsti hugmynda- og uppfinningakeppni nemendum efstu bekkja grunnsóla, deginum áður, sem er ætlað að raungera og útfæra hugmyndir sínar. Verkefnið er unnið í samstarfi Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ríkisútvarpsins og framkvæmt með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Verksmiðjan er stafræn og til húsa á slóðinni ungruv.is/verksmidjan.
„Ég er bjartsýn á að grunnskólanemendur muni taka Verksmiðjunni fagnandi og hún muni opna hug þeirra, og foreldranna, fyrir þeim möguleikum sem fólgnir eru í fjölbreyttu námsframboði hér á landi,“ skrifar Lilja Dögg.
Sjá nánar: ungruv.is/verksmidjan
Grein Lilju Alfreðsdóttur má lesa hér.

Categories
Greinar

Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum

Deila grein

15/01/2019

Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum

Markmiðið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum, heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð. Tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að stærstum hluta til vegagerðar en spár gera ráð fyrir að með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Ný leið í fjármögnun er að fólk greiði fyrir notkun sína.

Stóraukið álag á vegakerfinu

Fjöldi ekinna kílómetra á þjóðvegum landsins hefur aldrei verið meiri en nú. Umferðin hefur breyst mikið á undanförnum árum og aukist um 46% á Hringveginum á sl. fimm árum. Vegakerfið annar varla umferðarálaginu enda var það að miklu leyti byggt upp þegar bílar voru færri, þungaflutningar minni og umferðarhraðinn lægri. Fjölgun ferðamanna hefur ítrekað farið fram úr bjartsýnustu spám og eru ákveðnir staðir vinsælli en aðrir með tilheyrandi álagi á stofnæðar þjóðvegakerfisins til og frá Reykjavík.

Almenningssamgöngur

Aukning í umferð er ekki einungis á vinsælum ferðamannaleiðum og helstu tengingum út úr höfuðborginni. Umferðaraukning hefur einnig verið á höfuðborgarsvæðinu en miðað við óbreytt ástand þá er áætlað að hún aukist um 40% til ársins 2040. Viðræður eru í starfshópi ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Fjármögnun samgangna

Fjármagn vegna ökutækja og eldsneytis skilar ríkissjóði um 47 milljörðum og er hlutfall þess sem rennur til vegagerðar um 70%. Restin, eða um 30% af fjármagni vegna ökutækja og eldsneytis fer í tengda liði, okkar sameiginlegu sjóði, og deilist út í heilbrigðiskerfið, tollgæslu og löggæslu, meðal annars til að standa undir kostnaði við eftirlit og afleiðingar af notkun ökutækja. Á allra næstu árum munu orkuskipti leiða til þess að þróun skatttekna af ökutækjum fer minnkandi.

Stóra stökkið

Ástand í samgöngum á ekki að hefta lífsgæði eða hafa neikvæð áhrif á líf fólks, heldur þvert á móti. Færa þarf vegakerfið upp um umferðaröryggisflokka og ljóst að ákveðnar framkvæmdir á fjölförnum stöðum þurfa að eiga sér stað á skömmum tíma. Umfang áætlaðra flýtiframkvæmda er um 10% af heildarsamgönguáætlun, um 60 milljarðar króna. Þær fela í sér alvöru framkvæmdir s.s. breikkun vega, tvöföldun á vegum og aðskildar akstursstefnur. Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og aðskilnaður akstursstefna er gott dæmi um hve miklum árangri má ná með slíkum aðgerðum en verulega hefur dregið úr alvarlegum slysum á þeirri leið eftir framkvæmdina. Bylting verður í umferðaröryggi þegar Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur verða tvöfaldaðir.

Gjaldtöku lýkur

Gert er ráð fyrir að afmarkaðar leiðir verði fjármagnaðar af þeim sem nýta, líkt og þekkt var í Hvalfjarðargöngum. Gjaldtaka hófst og gjaldtöku lauk. Afmörkuðu leiðirnar þurfa að taka mið af stöðu svæða, ferðaþjónustu, öryggissjónarmiðum og vali um aðra leið þar sem því verður við komið. Að loknum framkvæmdum og endurbótum verður innheimt tímabundið gjald og gjaldtöku hætt að lokinni uppgreiðslu láns. Tímalínan gæti verið þessi: Útboð hefjast á þessu ári, framkvæmdir á því næsta og innheimta að þeim loknum, árið 2024. Gjaldtakan myndi þá hefjast á svipuðum tíma og skatttekjur af ökutækjum færu minnkandi.

Sátt um samgönguáætlun

Samgönguáætlun hefur verið til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, síðan í október. Mikilvægt er að sátt náist um hvaða leiðir á að taka út fyrir sviga og setja í flýtiframkvæmdir. Forsenda þess að farið verði í gjaldtöku er gagnsæi um ráðstöfun fjármagns, að innheimt gjöld fari til afmörkuðu framkvæmdanna.

Jafnræði

Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um framtíðarfjármögnun vegakerfisins. Jafnræði þarf að ríkja um greiðslu gjalda. Markmiðið er að sem flestir taki þátt, að gjaldið deilist á sem flesta, t.d. þannig að ferðamenn greiði einnig. Bæði kostnaður flýtiframkvæmda og umferð er mismikil á hverri leið fyrir sig. Þannig þarf umfjöllun að eiga sér stað um annars vegar að sama gjaldið gildi fyrir allar leiðir, óháð umferð eða hins vegar hvort gjaldið eigi að endurspegla kostnað framkvæmda og umferð á hverjum stað. Mikilvægt er að fá sameiginlega sýn en niðurstöður starfshóps og nánari útfærslur munu liggja fyrir á næstu dögum sem frumvarpið mun byggja á.

Markmiðið með flýtiframkvæmdum er að auka umferðaröryggi, skilvirkni í umferðinni og fækka slysum. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir eru það fyrst og fremst við sjálf sem ráðum því hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Högum akstri eftir aðstæðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. janúar 2019.

Categories
Greinar

Verksmiðjan gangsett

Deila grein

11/01/2019

Verksmiðjan gangsett

Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta mun framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfþjálfun af öllu tagi.

Í gær tók ég þátt í óvenjulegri gangsetningu nýrrar verksmiðju. Sú verksmiðja er hugmynda- og uppfinningakeppni þar sem nemendur í efstu bekkjum grunnskóla raungera og útfæra hugmyndir sínar með aðstoð leiðbeinenda, fagfólks, fyrirtækja og hvetjandi sjónvarpsefnis. Verkefni þetta er unnið í góðu samstarfi m.a. milli Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ríkisútvarpsins og framkvæmt með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Markmið þessa verkefnis er að hvetja ungmenni til að veita hugmyndum sínum og hæfileikum athygli, efla nýsköpun og fjalla á margvíslegan hátt um tækifæri sem felast í iðn- og tæknimenntun. Verksmiðjan er stafræn og til húsa á slóðinni ungruv.is/verksmidjan.

Við lærum einna best gegnum athafnir og með því að framkvæma það sem við hugsum. Sköpun er veigamikill þáttur í námi á öllum skólastigum og fjölbreytni er brýn í skólakerfinu til þess að efla og þroska einstaklinga til allra starfa og ekki síður til þess að hjálpa nemendum að finna sína fjöl – eða fjalir. Manneskjan er í mótun alla ævi og því er mikilvægt að byrja snemma að virkja hæfni eins og sköpun og frumkvæði. Verksmiðjan nýja er að mínu mati kjörin til þess. Aukin áhersla á nýsköpun og frumkvöðlafræðslu eflir unga fólkið okkar og kynnir því ný tækifæri og námsleiðir. Það er ekki síst brýnt fyrir samfélag sem fjölga vill starfskröftum með iðn-, verk- og tæknimenntun. Eitt okkar forgangsmála nú er að fjölga nemum í slíkum greinum og gleðilegt er að uppi eru vísbendingar um að aðgerðir séu farnar að skila árangri, meðal annars með aukinni ásókn í slíkt nám. Ég er bjartsýn á að grunnskólanemendur muni taka Verksmiðjunni fagnandi og hún muni opna hug þeirra, og foreldranna, fyrir þeim möguleikum sem fólgnir eru í fjölbreyttu námsframboði hér á landi.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. janúar 2018.