Categories
Fréttir

Fólk viti hvaða heilbrigðisþjónustu verði á hverjum stað!

Deila grein

04/02/2019

Fólk viti hvaða heilbrigðisþjónustu verði á hverjum stað!

Ásgerður K. Gylfadóttir, varaþingmaður, ræddi í umræðu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, mikilvægi þess að „fyrsta stefnumiðið að löggjöf um heilbrigðisþjónustu verði skýr og kveði afdráttarlaust á um hlutverk heilbrigðisstofnana og annarra sem veita heilbrigðisþjónustu og hvernig samskiptum þeirra skuli háttað.“
„Í dag er mjög mismunandi þjónusta á starfsstöðvum heilbrigðisstofnananna landsins og hefur verið kallað eftir skýrri stefnumörkun í heilbrigðisstefnu um hvaða þjónustu skuli veita á hverjum stað. Það var ánægjulegt að heyra í framsögu hæstv. heilbrigðisráðherra að verið er að skoða hvaða þjónusta er veitt á hverjum stað. Hún er mjög mismunandi yfir landið og kallað er eftir því að ef ákveðin þjónusta er í boði á einum stað sé hún það líka annars staðar, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt og ekki alltaf eitthvað sem útskýrir af hverju þjónustan er einungis í boði sums staðar,“ sagði Ásgerður.
„Ég má til með að nefna að fyrir einu og hálfu ári síðan, eða þann 31. maí 2017, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þingflokks Framsóknarflokksins, lagða fram af þáverandi hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur, um að fela heilbrigðisráðherra að hefja vinnu við heilbrigðisáætlun fyrir Ísland í samráði við fagfólk í heilbrigðisstéttum. Nú erum við komin af stað með það plagg,“ sagði Ásgerður.

„Liður tvö fjallar um fjármögnun, hlutverk og fjárhagslega ábyrgð ríkis og sveitarfélaga um veitingu heilbrigðisþjónustu, að hún verði vel skilgreind. Þrátt fyrir að komið hafi aukið fjármagn inn í heilbrigðisþjónustuna, eins og kom fram í ræðu hv. þm. Óla Björns Kárasonar, lítur ekki út fyrir að við höfum náð rekstrarjafnvægi í heilbrigðisþjónustunni. Það má vera að hluta til vegna þess að hlutverk eininganna er ekki nógu vel skilgreint. Bæði ég og fleiri hafa væntingar til þess að slík skilgreining komi fram til þess að fólk átti sig á því hvaða þjónustu ber að veita á hverjum stað og væntingar séu ekki umfram fjármagn sem veitt er til þjónustunnar,“ sagði Ásgerður.
Ræða Ásgerðar K. Gylfadóttur, varaþingmanns, í umræðu um heilbrigðisstefna til ársins 2030.

Categories
Fréttir

Dæmi er um hækkun um tæp 60% á einu ári

Deila grein

04/02/2019

Dæmi er um hækkun um tæp 60% á einu ári

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins um raforkukostnað í dreifbýli.
„Umræða um jöfnun orkukostnaðar í dreifbýli og þéttbýli hefur lengi verið viðvarandi á Alþingi. Stundum hafa náðst ákveðin skref í rétta átt en svo vex munurinn aftur. Þetta er eins og með snigillinn sem skríður upp vegginn en sígur alltaf niður aftur. Staðan veldur viðvarandi óöryggi fyrir atvinnurekstur í dreifbýli.
Um áramótin hækkaði verðskrá Rarik fyrir flutnings- og dreifikostnaði raforku, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Hækkun í þéttbýli nemur 1,9% en 2,6% í dreifbýli, það hækkar sem sagt um mun fleiri krónur í dreifbýli því að kostnaðurinn var hærri fyrir þar. Dæmi er um að dreifikostnaður raforku hjá grænmetisbónda í Eyjafirði hafi hækkað um tæp 60% á einu ári. Viðkomandi bóndi hefur slökkt á raflýsingu og raforkufyrirtæki hefur tapað viðskiptum.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur, alþingismanns, í störfum þingins 30. janúar.

Það eru allt of mörg dæmi um atvinnu við ræktun og ferðaþjónustu sem stendur höllum fæti í samkeppni vegna þess að fyrirtæki hafa lent utan línu sem dregin er um þéttbýli á dreifingarkorti raforku. Tapið verður allra. Raforkufyrirtækið tapar viðskiptum þegar fyrirtæki gefast upp, dreifbýlið tapar atvinnutækifærum og samfélagið tapar verðmætum þegar fjárfesting nýtist ekki. Þannig standa færri og færri undir kostnaðinum sem búið er að leggja í við uppbyggingu dreifikerfisins. Kerfið étur sig upp innan frá.
Eitt af verkefnunum í núgildandi byggðaáætlun er að stuðla að aukinni jöfnun orkukostnaðar, bæði hvað varðar dreifingu á raforku og húshitun. Fleiri markmið í áætlunum stjórnvalda miða í sömu átt. Ég vil leggja áherslu á að horft verði heildstætt á verkefnið, að ekki verði eingöngu horft á heimilin heldur heimili, húshitun og atvinnulíf. Hægt er að ganga markvisst og heildstætt til verka varðandi jöfnun orkukostnaðar í landinu,“ sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

„Sparisjóðirnir þýsku njóta trausts“

Deila grein

04/02/2019

„Sparisjóðirnir þýsku njóta trausts“

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, sagði í umræðu á Alþingi um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið að það megi „velta því fyrir sér hvort það sé vænlegur kostur að breyta öðrum ríkisbankanum í samfélagsbanka að þýskri fyrirmynd. Þá erum við um leið búin að skilgreina hvað samfélagsbanki er. Sparisjóðirnir þýsku njóta trausts. Um 40% af umfangi fjármálakerfisins þar eru sparisjóðir. Þeir vinna fyrir nærumhverfið og hafa það á stefnuskrá sinni að sinna viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja á samfélagslegum forsendum. Það er gert í mjög nákvæmu regluverki, þ.e. það þýðir ekki að verið sé að niðurgreiða fjármálaþjónustu eða niðurgreiða vexti. Það yrði aldrei heimilt. Það felst hins vegar í því að farið sé með ákveðnum hætti með eigin fé. Það myndast ákveðin samfélagslegur sjóður sem fer til samfélagslegra verkefna.“
Ræða Willum Þórs Þórssonar, alþingismanns, í umræðu á Alþingi um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, 29. janúar 2019.

Í flokksþingssamþykktum Framsóknarmanna frá í mars á síðasta ári segir að „við endurskipulagningu fjármálakerfisins leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á að fjármálakerfið þjóni fyrst og fremst heimilum og fyrirtækjum í landinu sem skapa störf og raunveruleg verðmæti á landsvísu.“
Síðan segir: „Framsóknarflokkurinn telur að annar ríkisbankanna eigi að vera áfram í eigu þjóðarinnar, með það markmiði að þjóna samfélaginu sem best. Til að bregðast við fákeppni á bankamarkaði er nauðsynlegt að samfélagsbanki hafi þann tilgang að bjóða góða þjónustu á sem bestum kjörum. Þannig má efla samkeppni í bankaþjónustu á landsvísu.“
„Í stjórnarsáttmála hæstv. ríkisstjórnar segir um fjármálakerfið að það eigi að vera traust og þjóna samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er eitt það umfangsmesta í Evrópu og vill hæstv. ríkisstjórn leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í a.m.k. einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun. Þá liggur það bara fyrir. Lagt er upp með það í stjórnarsáttmála og það þýðir einfaldlega um leið að verið er að stíga varlega til jarðar,“ sagði Willum Þór.
„Hvað eignarhaldið varðar, eins og fram hefur komið í umræðu um þessa skýrslu og í umfjöllun á vettvangi fjölmiðla, þarfnast það frekari ígrundunar hvernig farið verður með eignarhald ríkisins á tveimur af þremur stóru bönkunum, hvaða eignarform á við í því tilliti. Og það er mikilvægt að greina á milli eignarforms og eignarhalds. En eins og komið hefur fram í umræðunni, og könnun meðal neytenda, fer því fjarri að samstaða eða meirihlutaskoðun sé til staðar um það. Í því tilliti er nærtækt að vitna til könnunar sem starfshópurinn lét Gallup gera fyrir vinnu hvítbókarinnar, um viðhorf almennings til bankaþjónustu. Þar kemur m.a. fram að 61% er jákvætt fyrir eignarhaldi ríkisins. Þar kemur einnig glöggt fram það vantraust sem ríkir á íslenskum bönkum. Í samhengi úrbóta nefnir fólk m.a. háa vexti, dýra þjónustu, græðgi og há laun og ljóst að tiltrúin á kerfinu hefur ekki unnist til baka frá hruni,“ sagði Willum Þór.

Categories
Fréttir

Ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði – markaðsbrestur

Deila grein

01/02/2019

Ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði – markaðsbrestur

„Sá tolla­samn­ing­ur sem tók hér gildi í maí sl. hef­ur í för með sér að 97,4% af tolla­skránni í heild sinni eru orðin toll­frjáls. Það litla sem eft­ir er er á lækkuðum tolli. Þetta mun óhjá­kvæmi­lega auka sam­keppni á inn­lend­um kjöt­markaði. Á sama tíma hang­ir óvissa um af­nám frystiskyld­unn­ar yfir bænd­um, mikl­ar óhag­stæðar geng­is­sveifl­ur og lok­an­ir markaða í Evr­ópu – ekki síst í Nor­egi – hafa valdið al­gjör­um markaðsbresti. Allt þetta og fleira til hef­ur valdið því að raun­verð til sauðfjár­bænda hef­ur lækkað um 38% frá 2015. Það er ljóst að hér er verk að vinna.“ Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu 30. janúar sl.
„Staðreynd­in er sú að ís­lensk slát­ur­hús eru ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði en nú kem­ur sam­keppn­in ein­mitt þaðan – að utan. Þing­menn Fram­sókn­ar hafa nú lagt fram frum­varp þess efn­is að und­an­skilja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum sam­keppn­islaga eins og þekk­ist reynd­ar víða um heim. Þetta er gert til þess að fyr­ir­tæk­in geti sam­nýtt og hagrætt í rekstri sín­um sem von­andi skil­ar sér á end­an­um í hærra afurðaverði til bænda og lægra verði til neyt­enda. Málið er fram­fara-, sam­vinnu-, og hags­muna­mál neyt­enda sem og bænda.“

Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns, á Alþingi er hún mælti fyrir frumvarpinu.

Lesa má grein Höllu Signýjar í heild sinni hér.

Categories
Greinar

Efling sveitarstjórnarstigsins

Deila grein

30/01/2019

Efling sveitarstjórnarstigsins

Ég átti fyr­ir skemmstu ánægju­leg­an fund með full­trú­um fjög­urra sveit­ar­fé­laga í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu sem ræða nú sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna. Þar var ég upp­lýst­ur um stöðu viðræðna og þá vinnu sem er í gangi við að greina áhrif­in ef af sam­ein­ingu yrði og þær áskor­an­ir sem tak­ast þyrfti á við í ná­inni framtíð. Íbúum sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur fækkað á umliðnum árum, hefðbund­inn land­búnaður dreg­ist sam­an og at­vinnu­líf er frem­ur ein­hæft í sam­b­urði við aðra lands­hluta. Þá þarf að bæta sam­göng­ur inn­an héraðs, en al­mennt má segja að staða annarra innviða er góð.

Á fund­in­um var einnig rætt um þau fjöl­mörgu tæki­færi sem eru til staðar í héraðinu og að með sam­stilltu átaki heima­manna og stjórn­valda væri hægt að snúa þess­ari þróun við. Upp­bygg­ing gagna­vers á Blönduósi er nær­tæk­asta dæmið um það auk marg­vís­legr­ar upp­bygg­ing­ar sem átt hef­ur sér stað í tengsl­um við ferðaþjón­ustu.

Styrk­ur kem­ur með stærð

Það verður að sjálf­sögðu íbú­anna sjálfra að ákveða hvort af sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna fjög­urra verður eða ekki. Það er sjálfsagt að sveit­ar­fé­lög­in taki sér góðan tíma til und­ir­bún­ings og kynn­ing­ar meðal íbúa.

Ég hef þá bjarg­föstu skoðun að al­mennt hafi stærri sveit­ar­fé­lög meiri burði til að sinna lög­bund­inni þjón­ustu við íbú­ana. Þau eru bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við hvers kon­ar breyt­ing­ar í um­hverfi sínu, svo sem á sviði tækni og til að berj­ast fyr­ir mik­il­væg­um hags­muna­mál­um sveit­ar­fé­lags­ins. Mörg sveit­ar­fé­lög hér á landi eru ansi fá­menn og það er um­hugs­un­ar­efni. Verk­efn­is­stjórn um stöðu og framtíð ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, sem skilaði áliti sínu og til­lög­um árið 2017, taldi að of mik­ill tími og fjár­mun­ir færu í rekst­ur sveit­ar­fé­laga og of lítið væri af­lögu til stefnu­mót­un­ar og til að móta framtíðar­sýn fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in. Nú­ver­andi sveit­ar­stjórn­ar­skip­an væri að hluta til haldið við með sam­starfi á milli sveit­ar­fé­laga og byggðasam­lög­um.

Stefnu­mót­un fyr­ir sveit­ar­stjórn­arstigið

Ég hef ný­lega skipað starfs­hóp sem hef­ur það hlut­verk að vinna stefnu­mót­andi áætl­un um mál­efni sveit­ar­fé­laga, sem meðal ann­ars er ætlað að sam­ræma stefnu­mót­un rík­is og sveit­ar­fé­laga með heild­ar­hags­muni sveit­ar­stjórn­arstigs­ins að leiðarljósi. Stefnu­mót­un rík­is­ins á þessu sviði er ný­mæli og fel­ur í sér gerð lang­tíma­áætl­un­ar í takt við aðra stefnu­mót­un og áætlana­gerð á verksviði sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is, þ.e. sam­göngu­áætlun, fjar­skipta­áætl­un og byggðaáætl­un og sókn­aráætlan­ir.

Vinn­an hefst form­lega í þess­ari viku þegar starfs­hóp­ur­inn kem­ur sam­an í fyrsta skipti. Meðal þátta sem stefnu­mót­un­in mun taka til er stærð og geta sveit­ar­fé­lag­anna til að rísa und­ir lög­bund­inni þjón­ustu og vera öfl­ug­ur mál­svari íbúa sinna. Þá hef ég áður lýst yfir að stór­auka þurfi fjár­hags­leg­an stuðning Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga við sam­ein­ing­ar. Mik­il­vægt er að nýsam­einuð sveit­ar­fé­lög hafi gott fjár­hags­legt svig­rúm til að vinna að nauðsyn­legri end­ur­skipu­lagn­ingu á stjórn­sýslu og þjón­ustu í sam­ræmi við for­send­ur sam­ein­ing­ar og hafi svig­rúm til að styðja við ný­sköp­un. Þá er mik­il­vægt að svig­rúm sé til lækk­un­ar skulda í kjöl­far sam­ein­ing­ar, þar sem það á við.

Samstaða um framtíðina

Ég bind mikl­ar von­ir við starfs­hóp­inn og þá vinnu sem framund­an er, sem meðal ann­ars fel­ur í sér víðtækt og gott sam­ráð um allt land. Það er mín von og trú að afurðin verði áætl­un sem samstaða er um og stuðli mark­visst að efl­ingu sveit­ar­fé­lag­anna á Íslandi til hags­bóta fyr­ir íbúa þeirra og landið allt.

Þar sem til­efni grein­ar­inn­ar var ánægju­leg heim­sókn sveit­ar­stjórn­ar­manna úr Aust­ur-Húna­vatns­sýslu er að lok­um gam­an að segja frá því að formaður starfs­hóps­ins er Aust­ur-Hún­vetn­ing­ur­inn Val­g­arður Hilm­ars­son, fyrr­ver­andi odd­viti og sveit­ar­stjórn­ar­maður á Blönduósi til langs tíma og nú síðast bæj­ar­stjóri á Blönduósi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. janúar 2019.

Categories
Greinar

Verk að vinna

Deila grein

30/01/2019

Verk að vinna

Áskor­an­ir ís­lensks land­búnaðar eru marg­ar ótví­ræðar. Sá tolla­samn­ing­ur sem tók hér gildi í maí sl. hef­ur í för með sér að 97,4% af tolla­skránni í heild sinni eru orðin toll­frjáls. Það litla sem eft­ir er er á lækkuðum tolli. Þetta mun óhjá­kvæmi­lega auka sam­keppni á inn­lend­um kjöt­markaði. Á sama tíma hang­ir óvissa um af­nám frystiskyld­unn­ar yfir bænd­um, mikl­ar óhag­stæðar geng­is­sveifl­ur og lok­an­ir markaða í Evr­ópu – ekki síst í Nor­egi – hafa valdið al­gjör­um markaðsbresti. Allt þetta og fleira til hef­ur valdið því að raun­verð til sauðfjár­bænda hef­ur lækkað um 38% frá 2015. Það er ljóst að hér er verk að vinna.

Sauðfjár­bænd­ur upp­lifa mik­inn vel­vilja í garð fram­leiðslu sinn­ar, enda er hún ein­stök á heims­mæli­kv­arða. En það er ekki nóg. Upp­runa­merk­ing­ar þurfa að vera næg­ar og skýr­ar og eft­ir­lit með þeim þarf að vera til staðar, ekki síst í veit­ing­a­rekstri og þjón­ustu. Þá má hvergi slá slöku við að upp­lýsa al­menn­ing um sér­stöðu ís­lensks land­búnaðar, þann ein­staka stofn sem hvorki étur sýkla­lyf né horm­óna.

Það er mikið hags­muna­mál að slát­ur- og kjötiðnaður fái að þró­ast til auk­inn­ar hagræðing­ar til þess stand­ast sam­keppni. Staðreynd­in er sú að ís­lensk slát­ur­hús eru ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði en nú kem­ur sam­keppn­in ein­mitt þaðan – að utan. Þing­menn Fram­sókn­ar hafa nú lagt fram frum­varp þess efn­is að und­an­skilja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum sam­keppn­islaga eins og þekk­ist reynd­ar víða um heim. Þetta er gert til þess að fyr­ir­tæk­in geti sam­nýtt og hagrætt í rekstri sín­um sem von­andi skil­ar sér á end­an­um í hærra afurðaverði til bænda og lægra verði til neyt­enda. Málið er fram­fara-, sam­vinnu-, og hags­muna­mál neyt­enda sem og bænda.

Það er staðreynd að fákeppni rík­ir á inn­an­lands­markaði í kjöti [DK1]. Þær radd­ir sem tala á móti því að ís­lensk­ur kjöt­markaður verði und­anþeg­inn þessu sam­keppnisákvæði benda á að það komi sér illa fyr­ir neyt­end­ur og hækki verð á mat­væl­um. Sam­keppni verði bara til þess að bænd­ur aðlagi sig breyttu um­hverfi með betri vöru og hag­kvæm­ari fyr­ir neyt­end­ur.

Hag­ur neyt­enda snýst einnig um að hér sé áfram gott og vist­vænt inn­lent kjöt sem lýt­ur ströng­um heil­brigðis­kröf­um, ásamt því að bera miklu minna kol­efn­is­spor held­ur en inn­flutt kjöt. Fákeppni í versl­un hér á landi er ekki nein trygg­ing fyr­ir vist­væn­um kjöt­markaði á viðráðan­legu verði. Með þessu frum­varpi er verið að tryggja ís­lensk­um neyt­end­um áfram góð mat­væli sem tikka í öll box krafna hér­lend­is.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. janúar 2019.

Categories
Fréttir

Sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri

Deila grein

29/01/2019

Sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri

Átakshópur um aukið fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti nýverið tillögur sínar. Hóp­ur­inn skilaði af sér 40 til­lög­um sem all­ar eru til þess falln­ar að bæta stöðu á hús­næðismarkaði. Til­lög­urn­ar varða allt frá al­mennu íbúðakerfi, hús­næðis­fé­lög­um og leigu­vernd, til skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála, sam­göngu­innviða og rík­is­lóða, auk upp­lýs­inga­mála og eft­ir­lits­mála ým­iss kon­ar.

Niðurstaða hóps­ins er að tölu­verður skort­ur er á hús­næði hér landi, hvort sem er í þétt­býli eða dreif­býli, en sem stend­ur vant­ar á bil­inu 5.000-8.000 íbúðir á land­inu öllu. Um 10.000 nýj­ar íbúðir eru á leið á markaðinn á næstu þrem­ur árum en vegna fyr­ir­sjá­an­legr­ar fólks­fjölg­un­ar mun okk­ur vanta í kring­um 2.000 íbúðir í upp­hafi árs 2022.
Vinna hóps­ins gekk vel og ég hef sagt að hún sé mik­il­væg­ur liður í sam­tali rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sveit­ar­fé­laga og heilda­sam­taka á vinnu­markað fyr­ir yf­ir­stand­andi kjaraviðræður. All­ir hags­munaaðilar eru sam­mála um að tryggja þurfi aukið fram­boð íbúða á hag­kvæm­an og skjót­virk­an hátt og bæta stöðu þeirra sem standa höll­um fæti á hús­næðismarkaði, ekki síst stöðu leigj­enda. Þetta skrifar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu 26. janúar.
Verk­efnið fram und­an er stórt en í góðu sam­starfi við aðila vinnu­markaðar og aðra hags­munaaðila er ég sann­færður um að við get­um náð til­ætluðum ár­angri. Hús­næðistil­lög­urn­ar sem kynnt­ar voru eft­ir sam­ráð stjórn­valda og aðila vinnu­markaður eru góðar. Þær sýna okk­ur að sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri. Stjórn­völd eru til­bú­inn til sam­tals um frek­ari út­færsl­ur þess­ara til­lagna og um önn­ur mik­il­væg mál sem tengj­ast kjara­mál­um. En for­senda slíks er auðvitað alltaf sú að aðilar vinnu­markaðar nái sam­an um skyn­sam­leg­ar lausn­ir sín á milli. Ég er sann­færður um að ef all­ir leggj­ast á eitt er mögu­legt að ná hag­stæðri niður­stöðu þess­ara mála.
Grein Ásmundar Einars Daðasonar í heild sinni má lesa hér.

Categories
Fréttir

Hafa slagkraft umfram þyngd – með samvinnu

Deila grein

28/01/2019

Hafa slagkraft umfram þyngd – með samvinnu

Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Þetta skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í grein í Fréttablaðinu 24. janúar sl.
Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum.
Grein Sigurðar Inga í heild má nálgast hér.

Categories
Greinar

Framfaramál fyrir íslenskt vísindasamfélag

Deila grein

28/01/2019

Framfaramál fyrir íslenskt vísindasamfélag

Við vilj­um stuðla að því að ís­lensk­ir vís­inda- og fræðimenn hafi greiðan aðgang að nú­tíma­leg­um rann­sókn­ar­innviðum sem stand­ast alþjóðleg­an sam­an­b­urð. Í vik­unni mælti ég fyr­ir frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um op­in­ber­an stuðning við vís­inda­rann­sókn­ir. Inn­tak þess snýr að tveim­ur mik­il­væg­um sjóðum á sviði rann­sókna og ný­sköp­un­ar. Ann­ars veg­ar er um að ræða Innviðasjóð sem veit­ir styrki til kaupa á rann­sókn­ar­innviðum eins og tækj­um, gagna­grunn­um og hug­búnaði. Hins veg­ar teng­ist frum­varpið Rann­sókna­sjóði sem styrk­ir vís­inda­rann­sókn­ir og rann­sókna­tengt fram­halds­nám.

Mark­viss­ari upp­bygg­ing rann­sókn­ar­innviða

Með samþykkt frum­varps­ins verður sú breyt­ing gerð að sér­stök stjórn verður sett yfir Innviðasjóð sem mun skerpa á stefnu­mót­andi hlut­verki hans og mál­efn­um rann­sókn­ar­innviða. Góðir rann­sókn­ar­innviðir stuðla að aukn­um gæðum í rann­sókn­a­starfi, sam­starfi um rann­sókn­ir og hag­nýt­ingu þekk­ing­ar í þágu lands og þjóðar. Á ár­inu 2018 bár­ust 67 um­sókn­ir að upp­hæð 679 millj­ón­ir kr. til Innviðasjóðs og voru 27 þeirr­ar styrkt­ar, að upp­hæð alls 296 millj­ón­ir kr. eða 43,6% umbeðinn­ar upp­hæðar. Ný­lega voru skil­greind­ar í opnu sam­ráði þær sam­fé­lags­legu áskor­an­ir sem brýn­ast er talið að ís­lenskt vís­inda­sam­fé­lag tak­ist á við. Innviðasjóður mun meðal ann­ars gegna mik­il­vægu hlut­verki í því að mæta þeim áskor­un­um.

Aukn­ir mögu­leik­ar í alþjóðlegu sam­starfi

Önnur breyt­ing sem gerð yrði með samþykkt frum­varps­ins er að veita stjórn Rann­sókna­sjóðs heim­ild til þess að taka þátt í sam­fjár­mögn­un alþjóðlegra rann­sókna­áætl­ana í sam­starfi við er­lenda rann­sókna­sjóði. Slík sam­fjár­mögn­un fel­ur í sér að rann­sókna­sjóðir frá mis­mun­andi lönd­um koma sér sam­an um áætlan­ir með áherslu á sér­stök svið ásamt því að skipa sam­eig­in­lega fagráð til að meta um­sókn­ir. Þetta er já­kvæð breyt­ing enda er Rann­sókna­sjóður afar þýðinga­mik­ill fyr­ir rann­sókna- og vís­indastarf í land­inu. Fyrr í mánuðinum út­hlutaði sjóður­inn 850 millj­ón­um kr. til 61 rann­sókn­ar­verk­efn­is.

Árang­ur­inn tal­ar sínu máli

Boðaðar breyt­ing­ar í frum­varp­inu eru til þess falln­ar að bæta enn frek­ar stoðkerfi rann­sókna og vís­inda á Íslandi og auka mögu­leika ís­lenskra vís­inda­manna á að taka þátt í alþjóðlegu rann­sókna­sam­starfi. Það er ánægju­legt að geta þess að ís­lensk­ir vís­inda­menn eru eft­ir­sótt­ir í alþjóðlegu sam­starfi og hafa staðið sig ein­stak­lega vel. Skýrt dæmi um það er ár­ang­ur ís­lenskra aðila í Sjón­deild­ar­hring 2020 (e. Horizon 2020), átt­undu ramm­a­áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins um rann­sókn­ir og ný­sköp­un. Í gegn­um þá áætl­un hafa um 8 millj­arðar kr. runnið til ís­lenskra aðila frá ár­inu 2014 og er ár­ang­urs­hlut­fallið rúm­lega 18% sem telst mjög gott. Annað dæmi er út­hlut­an­ir Evr­ópska rann­sókn­ar­ráðsins sem styður við brautryðjandi rann­sókn­ir fær­ustu vís­inda­manna heims, en fjór­ir ís­lensk­ir vís­inda­menn hafa fengið styrk frá ráðinu á síðustu árum.

Ísland, norður­slóðir og vís­indi

Ann­ar vett­vang­ur þar sem Ísland hef­ur látið að sér kveða í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi er á norður­slóðum þar sem rann­sókn­ir á líf­ríki, um­hverfi og sam­fé­lög­um norður­slóða eru í brenni­depli. Vís­inda­rann­sókn­ir og vökt­un breyt­inga á svæðinu veita veiga­mikla und­ir­stöðu fyr­ir stefnu­mót­un stjórn­valda en alþjóðlegt vís­inda­sam­starf er for­senda þess að unnt verði að skilja og bregðast við af­leiðing­um hlýn­un­ar á um­hverfi og sam­fé­lög norður­slóða. Íslensk­ir vís­inda­menn og stofn­an­ir búa yfir dýr­mætri reynslu og þekk­ingu á fjöl­mörg­um sviðum slíkra rann­sókna, má þar sem dæmi nefna rann­sókn­ir á sam­fé­lags­leg­um áhrif­um lofts­lags­breyt­inga, jökl­um, breyt­ing­um á vist­kerfi sjáv­ar og kort­lagn­ingu hafs­botns­ins. Ljóst er að mikl­ir hags­mun­ir eru fólgn­ir í því fyr­ir Ísland að taka þátt í alþjóðlegu vís­inda­samtarfi tengdu norður­slóðum. Hring­borð norður­slóða (e. Arctic Circle) gegn­ir þar lyk­il­hlut­verki sem þunga­miðja sam­vinnu og þekk­ing­armiðlun­ar fyr­ir þjóðir heims sem láta sig mál­efni svæðis­ins varða. Þá mun Ísland í sam­starfi við Jap­an standa að ráðherra­fundi um vís­indi norður­slóða árið 2020 (e. Arctic Science Mini­ster­ial 3). Fund­ur­inn verður hald­inn í Jap­an. Ákvörðun þessi var tek­in á hliðstæðum ráðherra­fundi um vís­indi norður­slóða í Berlín 2018. Sá fund­ur var skipu­lagður í sam­starfi Þýska­lands, Finn­lands og fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og sóttu hann leiðtog­ar 25 ríkja auk full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins og sex sam­taka frum­byggja.

Áfram veg­inn

Rann­sókn­ir, vís­indi og hag­nýt­ing hug­vits er for­senda fjöl­breytts at­vinnu­lífs, vel­ferðar og styrkr­ar sam­keppn­is­stöðu þjóða. Ég lít björt­um aug­um til framtíðar vit­andi af þeim öfl­uga mannauði í vís­inda- og rann­sókn­a­starfi sem við eig­um. Ég er sann­færð um að ís­lenskt vís­inda­sam­fé­lag muni halda áfram að efl­ast og hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið hér inn­an­lands sem og sam­fé­lög er­lend­is. Við ætl­um að halda áfram að byggja upp öfl­ugt þekk­ing­ar­sam­fé­lag hér á landi því afrakst­ur þess mun skila okk­ur betri lífs­gæðum, mennt­un, heilsu og efna­hag. Fyrr­nefnt frum­varp er mik­il­vægt skref í að efla um­gjörð vís­inda­starfs og mun færa okk­ur fram á veg­inn á því sviði.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. janúar 2019.

Categories
Greinar

Átak í húsnæðismálum og kjarasamningar

Deila grein

28/01/2019

Átak í húsnæðismálum og kjarasamningar

Eins og komið hef­ur fram síðustu daga var skipaður átaks­hóp­ur um aukið fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði, en til­lög­ur hóps­ins voru kynnt­ar í vik­unni. Vinna hóps­ins gekk vel og ég hef sagt að hún sé mik­il­væg­ur liður í sam­tali rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sveit­ar­fé­laga og heilda­sam­taka á vinnu­markað fyr­ir yf­ir­stand­andi kjaraviðræður. Átaks­hóp­ur­inn skilaði af sér 40 til­lög­um sem all­ar eru til þess falln­ar að bæta stöðu á hús­næðismarkaði. All­ir hags­munaaðilar eru sam­mála um að tryggja þurfi aukið fram­boð íbúða á hag­kvæm­an og skjót­virk­an hátt og bæta stöðu þeirra sem standa höll­um fæti á hús­næðismarkaði, ekki síst stöðu leigj­enda. Til­lög­urn­ar varða allt frá al­mennu íbúðakerfi, hús­næðis­fé­lög­um og leigu­vernd, til skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála, sam­göngu­innviða og rík­is­lóða, auk upp­lýs­inga­mála og eft­ir­lits­mála ým­iss kon­ar.

Niðurstaða hóps­ins er að tölu­verður skort­ur er á hús­næði hér landi, hvort sem er í þétt­býli eða dreif­býli, en sem stend­ur vant­ar á bil­inu 5.000-8.000 íbúðir á land­inu öllu. Um 10.000 nýj­ar íbúðir eru á leið á markaðinn á næstu þrem­ur árum en vegna fyr­ir­sjá­an­legr­ar fólks­fjölg­un­ar mun okk­ur vanta í kring­um 2.000 íbúðir í upp­hafi árs 2022. Jafn­vel mun vanta enn fleiri íbúðir ef aðflutt vinnu­afl sem hingað hef­ur komið ákveður að festa ræt­ur hér. Stjórn­völd þurfa því að bregðast við með sér­stök­um aðgerðum sem auka fram­boð hús­næðis og lækka hús­næðis­kostnað al­menn­ings.

Hús­næðismál­in eru dreifð inn­an stjórn­kerf­is­ins og lutu nokkr­ar til­lög­ur hóps­ins að því að ein­falda stjórn­sýsl­una. Þessi staða hef­ur leitt til minni sam­hæf­ing­ar, óþarfa flösku­hálsa og ógagn­sæ­is á hús­næðismarkaði. Meðal ann­ars til að bregðast við þessu lagði ég fram frum­varp sem varð að lög­um á síðasta ári þar sem ég fól Íbúðalána­sjóði aukið hlut­verk að safna upp­lýs­ing­um um hús­næðismál og vera stjórn­völd­um inn­an hand­ar þegar kem­ur að stefnu­mót­andi ákvörðunum varðandi hús­næðismarkaðinn. Um síðust ára­mót færðist Mann­virkja­stofn­un und­ir fé­lags­málaráðuneytið. Aukið sam­starf Íbúðalána­sjóðs og Mann­virkja­stofn­un­ar mun gera stjórn­völd bet­ur í stakk búin að sam­hæfa grein­ing­ar á fram­boði og eft­ir­spurn á hús­næðismarkaði og eft­ir­liti með bygg­ing­ar­markaðinum. Þess­ar breyt­ing­ar munu nýt­ast mjög vel við að hrinda í fram­kvæmd þeim aðgerðum sem átaks­hóp­ur­inn lagði til á hús­næðis- og vinnu­markaði.

Verk­efnið fram und­an er stórt en í góðu sam­starfi við aðila vinnu­markaðar og aðra hags­munaaðila er ég sann­færður um að við get­um náð til­ætluðum ár­angri. Hús­næðistil­lög­urn­ar sem kynnt­ar voru eft­ir sam­ráð stjórn­valda og aðila vinnu­markaður eru góðar. Þær sýna okk­ur að sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri. Stjórn­völd eru til­bú­inn til sam­tals um frek­ari út­færsl­ur þess­ara til­lagna og um önn­ur mik­il­væg mál sem tengj­ast kjara­mál­um. En for­senda slíks er auðvitað alltaf sú að aðilar vinnu­markaðar nái sam­an um skyn­sam­leg­ar lausn­ir sín á milli. Ég er sann­færður um að ef all­ir leggj­ast á eitt er mögu­legt að ná hag­stæðri niður­stöðu þess­ara mála.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. janúar 2019.