Categories
Greinar

Ólafur, ertu að grínast?

Áhrif far­ald­urs­ins á af­komu bænda og afurðastöðva staf­ar af hruni í komu ferðamanna og breyt­inga á mörkuðum vegna sótt­varnaaðgerða. Þannig dróst sala á kjöti (ali­fugla-, hrossa-, svína-, naut­gripa- og lamba­kjöti) sam­an um 9,1% á tíma­bil­inu ág­úst til októ­ber. Sam­spil auk­ins inn­flutn­ings er­lendra búvara og hruns í komu ferðamanna skap­ar eitrað sam­spil á kjöt­markaði. Auk þess hef­ur komið upp ágalli í toll­fram­kvæmd.

Deila grein

06/12/2020

Ólafur, ertu að grínast?

Þótt heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru hafi í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um haft áhrif á dag­legt líf bænda stefn­ir í af­komu­brest í land­búnaði. Það mun hafa lang­tíma­áhrif á ís­lensk­an land­búnað verði ekk­ert að gert. Íslensk­ur land­búnaður er ekki bara kjöt í búð. Ein­stak­ling­ar, fjöl­skyld­ur og heilu byggðarlög­in byggja af­komu sína á land­búnaði. Öflug­ur ís­lensk­ur land­búnaður er verðmæti.

Áhrif far­ald­urs­ins á af­komu bænda og afurðastöðva staf­ar af hruni í komu ferðamanna og breyt­inga á mörkuðum vegna sótt­varnaaðgerða. Þannig dróst sala á kjöti (ali­fugla-, hrossa-, svína-, naut­gripa- og lamba­kjöti) sam­an um 9,1% á tíma­bil­inu ág­úst til októ­ber. Sam­spil auk­ins inn­flutn­ings er­lendra búvara og hruns í komu ferðamanna skap­ar eitrað sam­spil á kjöt­markaði. Auk þess hef­ur komið upp ágalli í toll­fram­kvæmd.

Vill ein­hver að ís­lensk­um land­búnaði blæði út?

Nei, ekki á okk­ar vakt. Þær al­mennu aðgerðir sem stjórn­völd hafa þegar farið í nýt­ast bænd­um og afurðastöðvum að tak­mörkuðu leyti. Enda ekki mögu­legt að leggja rekst­ur sem bygg­ist á bú­vöru­fram­leiðslu í tíma­bund­inn dvala. Stjórn­völd verða að bregðast við og þá blasa við tvær meg­in­leiðir; bæta starfs­um­hverfið eða bæta í bein­an stuðning rík­is­ins við bænd­ur.

Það eru tæki­færi til um­bóta í tolla­mál­um sem má skipta í þrennt.

1. Fyr­ir­komu­lag útboða þarf að vera skýrt en jafn­framt þurfa að vera til staðar heim­ild­ir til að bregðast við tíma­bundnu ójafn­vægi og fresta útboðum. Inn­flutn­ing­ur á sam­bæri­legu magni á mat­vöru er­lend­is frá í ár og síðasta ár leiðir ein­fald­lega til mat­ar­sóun­ar og enn verri af­komu bænda og taps á störf­um hjá afurðastöðvum.

2. Toll­skrá þarf að vera í sam­ræmi við alþjóðlega toll­skrá. Það er hag­ur jafnt inn­flytj­enda og bænda að hún sé skýr. Þannig er hægt að kom­ast bæði hjá mis­tök­um og ásök­un­um um vís­vit­andi svindl. Þetta er ekki flókið, ost og aðra mat­vöru sem flutt er til Íslands á að flokka í rétt­an toll­flokk í sam­ræmi við alþjóðlega toll­skrá. Öllu skipt­ir að toll­fram­kvæmd sé rétt þannig að raun­veru­leg toll­vernd sé til staðar í sam­ræmi við ákvæði tolla­laga og milli­ríkja­samn­inga. Þá hef­ur rétt tollaf­greiðsla áhrif á skrán­ingu hagtalna og ákveðna þætti mat­væla­eft­ir­lits.

3. End­ur­skoða þarf tolla­samn­inga við ESB í kjöl­far Brex­it. Það er satt að þegar bráðabirgðafr­íversl­un­ar­samn­ing­ur Íslands og Bret­lands tek­ur gildi munu rík­in veita hvort öðru gagn­kvæma toll­kvóta. Áfram standa samt tolla­samn­ing­ar við ESB, en helm­ing­ur alls kinda­kjöts sem flutt hef­ur verið út fór á Bret­lands­markað og toll­kvót­ar fyr­ir skyr voru fyrst og fremst hugsaðir fyr­ir Bret­land. Með til­komu Brex­it munu þeir tak­mörkuðu toll­kvót­ar sem samið var um fyr­ir ís­lensk­ar bú­vör­ur á Evr­ópu­markaði ekki nýt­ast eins og til stóð. Það er for­sendu­brest­ur.

Ná­granna­lönd­in styðja við land­búnað í far­aldr­in­um

Staða bænda í ná­granna­lönd­un­um er á marg­an hátt betri en á Íslandi, einkum í Nor­egi og aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Stjórn­völd þar hafa mun meiri heim­ild­ir til að grípa til aðgerða vegna tíma­bund­ins ójafn­væg­is á markaði, auk þess sem gripið hef­ur verið til viðamik­illa stuðningsaðgerða.

Þessi aðstöðumun­ur birt­ist með al­menn­um hætti í Nor­egi þar sem bænd­ur og afurðasölu­fyr­ir­tæki eru und­anþegin gild­is­sviði sam­keppn­islaga. Þá hef­ur verið gripið til um­fangs­mik­illa stuðningsaðgerða á meg­in­landi Evr­ópu þar sem bein­ir fjár­styrk­ir og hag­stæð lána­fyr­ir­greiðsla stend­ur bænd­um til boða. Vegna ójafn­væg­is á mörkuðum með land­búnaðar­vör­ur hef­ur verið inn­leidd tíma­bund­in und­anþága frá evr­ópsk­um sam­keppn­is­regl­um fyr­ir land­búnaðinn.

Ganga þyrfti miklu lengra hér á landi

Nú ligg­ur frum­varp land­búnaðarráðherra um tíma­bundn­ar breyt­ing­ar á lagaum­hverfi við út­hlut­un samn­ings­bund­inna toll­kvóta fyr­ir Alþingi. Það er sagt eiga að lág­marka áhrif far­ald­urs­ins á inn­lenda fram­leiðslu land­búnaðar­af­urða og draga úr því tjóni sem inn­lend­ir fram­leiðend­ur hafa nú þegar orðið fyr­ir. Það er vissu­lega skref í rétta átt og viður­kenn­ing á stöðunni en það verður að ganga lengra.

Væri ekki áhrifa­rík­ara að fresta öll­um útboðum toll­kvóta meðan þessi al­var­lega staða er uppi? Til þess þarf vissu­lega laga­breyt­ingu en það mun varla vefjast fyr­ir Alþingi. Þá er ekki eft­ir neinu að bíða með að koma á heim­ild til sam­vinnu á kjöt­markaði eins og þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ít­rekað lagt til. Eða drífa í að kanna sér­stak­lega hag­kvæmni og skil­virkni í mat­væla­fram­leiðslu eins og boðað var í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í til­efni af viðræðum um for­send­ur lífs­kjara­samn­ings­ins í haust.

Þannig væri hægt að bæta stöðuna veru­lega og auðvelda bænd­um sjálf­um að bregðast við, koma í veg fyr­ir mat­ar­sóun og fækk­un starfa í land­inu. Það gæti sparað sam­fé­lag­inu millj­arða. Ef ekki verða um­bæt­ur á starfs­um­hverf­inu þyrfti að stór­auka bein­an rík­is­stuðning til bænda. Varla ætl­umst við til að bænd­ur eigi ein­ir stétta að bera all­an skaðann sem þeir verða fyr­ir vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Ein af já­kvæðum áhrif­um ástands­ins er að versl­un í land­inu hef­ur auk­ist. Ætla Sam­tök at­vinnu­lífs­ins virki­lega að leggj­ast gegn því að brugðist verði við vanda bænda í heims­far­aldri?

Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, alþingismenn Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. desember 2020.