Categories
Greinar

Nýr alþjóðaflugvöllur vestur á Mýrum?

Deila grein

10/07/2021

Nýr alþjóðaflugvöllur vestur á Mýrum?

Nú hef­ur eld­gosið á Reykja­nesi staðið í hátt á fjórða mánuð. Það hef­ur tekið sér nokkr­ar kúnst­pás­ur upp á síðkastið en frem­ur en fyrr þá get­um við lítið sagt um hvernig það á eft­ir að haga sér. Lýk­ur því á morg­un? Stend­ur það í 50 ár? Hvar kem­ur það upp næst? Eitt er víst að allt er breytt. Eld­stöð á Reykja­nesskag­an­um hef­ur rumskað af löng­um svefni og við vit­um ekki hvert fram­haldið verður. Sam­gönguráðherra hef­ur rætt um að það þurfi að fara að huga að nýrri flótta­leið af Suður­nesj­um þar sem hraun gæti mögu­lega lokað Suður­strand­ar­vegi á næstu vik­um.

Við þurf­um fleiri flug­velli

Við þurf­um að vera meðvituð um mik­il­vægi þess að byggja upp ann­an alþjóðaflug­völl í ná­lægð við Reykja­vík. Í nóv­em­ber 2019 kom út skýrsla um flug­valla­kosti á suðvest­ur­horni lands­ins. Sú skýrsla var unn­in fjarri hug­mynd­um um jarðhrær­ing­ar eða eld­gos á Reykja­nesi. Í skýrsl­unni kem­ur fram sú meg­in­for­senda að á suðvest­ur­horni lands­ins verði tveir flug­vell­ir sem séu bæði fyr­ir milli­landa- og inn­an­lands­flug. Það er talið mik­il­vægt upp á sam­keppn­is­hæfni lands­byggðar og höfuðborg­ar. Þá seg­ir í skýrsl­unni að það styrki viðskipta­tæki­færi og þjón­ustu við lands­menn. Þá er tæpt á í skýrsl­unni að það þurfi vara­flug­völl fyr­ir Kefla­vík­ur­flug­völl, hann get­ur lokast, ým­ist vegna veðurs, nátt­úru­ham­fara eða slysa. Ak­ur­eyr­arflug­völl­ur og Eg­ilsstaðaflug­völl­ur hafa verið notaðir sem vara­flug­vell­ir og mik­il­vægi þeirra dreg­ur eng­inn í efa í þeim efn­um. Þá þarf áfram að styrkja í fram­hald­inu á þeim at­b­urðum sem hafa orðið á Reykja­nesi.

Ísland er eld­fjalla­eyja, eld­stöðin á Reykja­nesi hef­ur rumskað, hvað er þá til ráða? Það er mik­il­vægt að stjórn­völd bregðist við eins og sam­gönguráðherra hef­ur nú þegar gert með því að hugsa um nýja flótta­leið fyr­ir íbúa Reykja­ness vegna yf­ir­vof­andi at­b­urða. Nú þarf að horfa til framtíðar og við verðum að und­ir­búa okk­ur und­ir að finna nýja staðsetn­ingu á alþjóðleg­um flug­velli. Nú­ver­andi staðsetn­ing er frá­bær við þær aðstæður sem hafa verið uppi á suðvest­ur­horn­inu en það þarf að hugsa upp nýj­ar sviðsmynd­ir. Með fjölg­un ferðamanna og auknu milli­landa­flugi er ekki óraun­hæft að hafa tvo alþjóðaflug­velli á suðvest­ur­horn­inu, hvort sem er fyr­ir elds­um­brot eða ekki.

Svæðið í kring­um Borg­ar­nes er aðlaðandi

Loks er farið að hilla und­ir stór­huga fram­kvæmd við Sunda­braut sem bæt­ir teng­ingu milli höfuðborg­ar­svæðis, Vest­ur­lands og Norður­lands. Unnið er að tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar upp í Borg­ar­nes. Sunda­braut gæti verið lokið árið 2030 ef allt geng­ur eft­ir og opn­ar mögu­leika á greiðar og góðar heils­árs­sam­göng­ur, þá sér í lagi við allt Vest­ur­land. Við þess­ar sam­göngu­bæt­ur er ný staðsetn­ing­in fyr­ir alþjóðaflug­völl á Vest­ur­landi raun­hæf­ur kost­ur. Kannski er hent­ugt að setja niður nýj­an alþjóðarflug­völl vest­ur á Mýr­um? Ein­hverj­ir hrökkva kannski við vegna þess­ara skrifa. Eitt er víst, við verðum að þora að setj­ast niður og horfa til framtíðar út frá nýj­um en reynd­ar alda­göml­um staðreynd­um um nátt­úru lands­ins. Orð eru til alls fyrst.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþing­ismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í NV-kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2021.