Categories
Greinar

Tímamót fyrir íslenskt tónlistarlíf!

Deila grein

22/08/2022

Tímamót fyrir íslenskt tónlistarlíf!

Í vik­unni voru drög að fyrstu op­in­beru stefn­unni á sviði tón­list­ar á Íslandi, ásamt frum­varps­drög­um um heild­ar­lög­gjöf um tónlist, sett í opið sam­ráð. Mik­il vinna hef­ur verið lögð í að kort­leggja um­hverfi tón­list­ar í land­inu und­an­far­in miss­eri og því virki­lega ánægju­legt að geta kynnt afrakst­ur þeirr­ar vinnu.

Með nýrri lög­gjöf og stefnu verður um­gjörð tón­list­ar styrkt veru­lega. Mark­mið lag­anna verður að efla tón­list­ar­líf um land allt, bæta starfs­um­hverfi tón­listar­fólks og styðja við upp­bygg­ingu tón­list­ariðnaðar hér á landi. Með laga­setn­ing­unni verður sett­ur heildarrammi utan um aðkomu hins op­in­bera að tónlist og um­gjörð sett utan um rekst­ur og hlut­verk nýrr­ar Tón­list­armiðstöðvar, nýs Tón­list­ar­sjóðs og Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands. Í lög­un­um er einnig ákvæði um nýtt tón­list­ar­ráð.

Lög­in byggj­ast á drög­um að tón­list­ar­stefnu sem er fyrsta op­in­bera stefn­an um mál­efni tón­list­ar á Íslandi. Stefn­an inni­held­ur framtíðar­sýn og mark­mið tón­list­ar til árs­ins 2030 auk aðgerða sem mótaðar hafa verið sem liður í að ná til­sett­um mark­miðum. Aðgerðaáætl­un stefn­unn­ar verður í tveim­ur hlut­um. Fyrri hluti gild­ir fyr­ir árin 2023-2026 og síðar verður mótuð aðgerðaáætl­un fyr­ir árin 2027-2030. Sér­stök áhersla verður lögð á tón­list­ar­menn­ingu og -mennt­un, tónlist sem skap­andi at­vinnu­grein sem og út­flutn­ing á ís­lenskri tónlist.

Þá tek­ur ný Tón­list­armiðstöð við hlut­verk­um Útflutn­ings­skrif­stofu ís­lenskr­ar tón­list­ar (ÚTÓN) og Íslenskr­ar tón­verka­miðstöðvar og nýr Tón­list­ar­sjóður verður til með sam­ein­ingu nú­ver­andi Tón­list­ar­sjóðs, Hljóðrita­sjóðs og Útflutn­ings­sjóðs ís­lenskr­ar tón­list­ar. Þetta mun ein­falda sjóðafyr­ir­komu­lag tón­list­ar og auka skil­virkni og slag­kraft í stuðningi við ís­lenska tónlist.

Strax á næsta ári verða fjár­fram­lög til tón­list­ar auk­in um 150 m.kr. til að fram­fylgja nýrri stefnu og árið 2025 er stefnt að því að fram­lög til tón­list­ar verði 250 m.kr. hærri en þau eru í ár.

Of­an­greint er í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem fram kem­ur að ætl­un­in sé að tryggja und­ir­stöður ís­lensks menn­ing­ar- og list­a­lífs og skapa ný tæki­færi fyr­ir ís­lenska lista­menn. Aðgengi að menn­ingu er mik­il­væg­ur þátt­ur þess og máli skipt­ir að all­ir lands­menn geti notið lista og menn­ing­ar og tekið þátt í slíku starfi. Íslenskt tón­listar­fólk hef­ur tekið virk­an þátt í að móta dag­legt líf okk­ar með verk­um sín­um. Ég er stolt og þakk­lát fyr­ir fram­lag þeirra til ís­lenskr­ar menn­ing­ar og er sann­færð um að þau skref sem tek­in verða með nýrri stefnu og lög­um verði til þess að blása enn frek­ari vindi í segl ís­lenskr­ar tón­list­ar, stuðla að því að fleiri geti starfað við tónlist í fullu starfi og auðgað líf okk­ar enn frek­ar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 20. ágúst 2022.