Á félagsfundi Framsóknar í Fjallabyggð 13. mars var samþykktur samhljóða listi flokksins til sveitastjórnarkosninga þann 31. maí næstkomandi. Sólrún Júlíusdóttir, bæjarfulltrúi og verkefnisstjóri, verður oddviti listans, en hún var í öðru sæti listans fyrir fjórum árum.
Framboðslistann skipa:
- Sólrún Júlíusdóttir, bæjarfulltrúi og verefnisstjóri, 40 ára
- Jón Valgeir Baldursson, pípari, 40 ára
- Ólafur Guðmundur Guðbrandsson, innheimtufulltrúi, 23 ára
- Rósa Jónsdóttir, heilsunuddari, 40 ára
- Hafey Björg Pétursdóttir, þjónustufulltrúi, 23 ára
- Kolbrún Björk Bjarnadóttir, þjónustufulltrúi, 22 ára
- Haraldur Björnsson, veitingamaður, 57 ára
- Kristófer Þór Jóhannsson, nemi, 20 ára
- Katrín Freysdóttir, fulltrúi, 37 ára
- Sigrún Sigmundsdóttir, leiðbeinandi, 22 ára
- Jakob Agnarsson, húsasmiður, 50 ára
- Gauti Már Rúnarsson, vélsmiður, 41 ára
- Gunnlaugur Haraldsson, verkstjóri, 31 ára
- Sverrir Sveinsson, fyrrv. veitustjóri, 80 ára
Framsókn í Fjallabyggð mun leggja meðal annars áherslu á eftirfarandi:
- Jöfnuð í samfélaginu
- Byggingu líkamsræktarstöðvar við sundlaug í Ólafsfirði
- Fegrun umhverfis- og opinna svæða, auk endurnýjunar gatnakerfis og gerð göngustíga
-
Endurnýjun leiksvæða fyrir börn og gera unglingum mögulegt að nota sparkvelli yfir vetrarmánuðina
- Efla félagsstarf eldri borgara
- Hækkun frístundastyrks til barna og unglinga
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.