Categories
Fréttir

Nettóáhrifin munu verða til lækkunar vöruverðs

Deila grein

17/12/2014

Nettóáhrifin munu verða til lækkunar vöruverðs

Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefÞorsteinn Sæmundsson alþingismaður ræddi á Alþingi í gær breytingarnar á sköttum og vörugjöldum og áhrif þeirra til lækkunar vöruverðs á Íslandi.
„Þær munu leiða til lækkunar vegna þess að nettóáhrifin eru þannig að lækkun efra þreps virðisaukaskatts og vörugjalda mun gera meira en að vega upp á móti hækkun á neðra þrepinu.“
Þorsteinn minnti á að mikil væri ábyrgð þeirra sem sjá um vörudreifinguna, þe. ráðstöfuninni á áhrifinum afnámi vörugjalda.
„Það verður að segjast eins og er að undanfarið ár hefur sú stétt ekki staðið undir þeirri ábyrgð vegna þess að gengisstyrking krónunnar hefur ekki skilað sér í vöruverð eins og vera skyldi. Það er í raun þannig að sú inneign sem neytendur eiga hjá kaupmannastéttinni í landinu gerir meira ein og sér en að dekka hækkun lægra þreps virðisaukaskatts.“
Mikilvægt er að neytendur fylgist mjög vel með þróun vöruverðs á næstunni, það verður hlutverk allra landsmanna.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

„Heimilin verða af hundruðum milljóna króna“

Deila grein

17/12/2014

„Heimilin verða af hundruðum milljóna króna“

Karl_SRGB_fyrir_vefKarl Garðarsson alþingismaður ræddi vaxtalækkanir Seðlabankans í störfum þingsins í gær. „Það hefur ekki farið sérstaklega mikið fyrir þeirri frétt að bankarnir juku vaxtamun fyrir nokkrum dögum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Þetta þýðir að heimilin verða af hundruðum milljóna króna. Þetta er gjöf bankanna til almennings í landinu í jólamánuðinum,“ sagði Karl.
„Þetta eru kaldar kveðjur til launþega sem berjast fyrir bættum kjörum sínum. Þetta eru líka kaldar kveðjur til stjórnvalda sem hafa beitt sér fyrir skuldaleiðréttingu. Í raun eru þetta óþolandi skilaboð fyrir þá kjarasamninga sem í hönd fara,“ sagði Karl.

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Framsóknarflokkurinn er 98 ára

Deila grein

16/12/2014

Framsóknarflokkurinn er 98 ára

flokksthing2013Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Fyrstu árin starfað hann eingöngu sem þingflokkur en uppúr 1930 var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu með flokksfélög sem grunneiningar. Uppruna flokksins má rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinnar þ.e. samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust m.a. fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og gerir enn í dag.
Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið frjálslyndur umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar í gegnum tíðina bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Þessu viðhorfi var lýst þannig af Hermanni Jónassyni formanni flokksins 1944-62 að stefna flokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram. Vegna frjálslyndis síns er hann umburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra. Hann vill að allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við lausn þjóðfélagsmála fái tækifæri til að tjá sig, túlka skoðun sína og reyna að vinna henni fylgi áður en ákvarðanir eru teknar.
Sem umbótaflokkur hefur flokkurinn í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækifærum og ríkari menningu. Þjóðfélagi þar sem manngildið er metið ofar auðgildi.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

„Tækifæri til að færa Íslendingum smá jólaglaðning með lækkun á eldsneyti“

Deila grein

11/12/2014

„Tækifæri til að færa Íslendingum smá jólaglaðning með lækkun á eldsneyti“

Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefÞorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, vakti athygli á því á Alþingi í dag að markaðslögmálin eigi mögulega ekki við um „eldsneyti“ á Íslandi og þrátt fyrir að það séu fimm dreifingaraðilar á eldsneytinu.
„Ef við keyrum hér horna á milli í Reykjavík eða horna á milli á landinu getum við átt von á því að fá mismunandi verð, allt frá 10 aurum til 30 aura á lítrann.“
Og Þorsteinn bætti við, „þannig er sú samkeppni“.
Þorsteinn upplýsti að bjatari tíma sé reyndar von þar sem íslenska karlalandsliðið í handbolta verður á heimsmeistaramótinu „og hafi þeim hingað til gengið vel höfum við venjulega fengið dálítið skarpa lækkun daginn eftir,“ sagði Þorsteinn.
„Síðan í janúar í fyrra hefur heimsmarkaðsverð á dísilolíu og bensíni lækkað um 33%. Á sama tíma hefur veruleg styrking orðið á gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og maður skyldi ætla að nú gæti maður farið hlakkandi á næstu dælustöð. En verðlækkun á eldsneyti á Íslandi á þessum sama tíma nemur í kringum 10,7%,“ sagði Þorsteinn.
Samkvæmt útreikningum FÍB eru íslensku olíufélögin með um það bil 6 kr. meiri álagningu á lítra en þau voru með í janúar í fyrra. „Hver króna í eldsneytisverði á Íslandi kostar íslenskar fjölskyldur 360 millj. kr., þannig að þessar 6 kr. sem hægt væri að skila í eldsneytisverði kosta íslensk heimili í kringum 2 milljarða kr. á ári,“ sagði Þorsteinn.
„Ég held því að nú sé tækifæri á aðventunni fyrir stjórnendur olíufélaganna, sem sitja á ofurlaunum í boði lífeyrissjóðanna á Íslandi, að færa Íslendingum smá jólaglaðning með lækkun á eldsneyti,“ sagði Þorsteinn að lokum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

10/12/2014

B – hliðin

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir sýnir okkur B – hliðina. Hún segist vera hjátrúarfull, finnst gaman að ferðast innanlands og utan og finnst gott að vera með fjölskyldu og vinum.

Fullt nafn: Elsa Lára Arnardóttir.
Gælunafn: Jú, jú, ég læt það flakka. Góðar vinkonur mínar kalla mig Grimmhildi.
Aldur: 38 ára.
Hjúskaparstaða? Gift Rúnari G. Þorsteinssyni.
Börn? Þorsteinn Atli 15 ára og Þórdís Eva 11 ára.
Hvernig síma áttu? I phone 5S.
Uppáhaldssjónvarpsefni?  Miðvikudagskvöldin á Stöð 2 hitta í mark hjá mér. Hef bara sjaldan tíma til setjast fyrir framan sjónvarpið. Næ þó stundum að vinna það upp um helgar.
Uppáhalds vefsíður: Hlaup.is, Instagram, Facebook og ýmsar aðrar.
Besta bíómyndin? Notting Hill og eiginlega bara allar myndir með Hugh  Grant (eða það segir sonur minn).
Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er nánast alæta á tónlist, hlusta á allt frá rólegum lögum og upp í þungarokk. Ég höndla samt sem áður ekki óperur.
Uppáhaldsdrykkur: Ískalt vatn og kóka kóla light.
Hvað finnst þér best að borða? Hornfiski humarinn klikkar aldrei, sérstaklega ekki þegar mamma eldar hann.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sísí fríkar út.
Ertu hjátrúarfull? Já mjög svo, forðast svarta ketti og að ganga undir stiga.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Hvar á ég að byrja … get t.d. nefnt einelti. Mun heldur ekki samþykkja áfengi í matvöruverslanir.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Það hefur verið amma mín. Alltaf tilbúin til að breiða út faðminn þegar á þarf að halda, alltaf tilbúin til að veita hjálparhönd, á endalausa þolinmæði og yndisleg kona í alla staði. Amma er ein af mínum bestu vinkonum.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Amma.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi?  Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.
Hver eru helstu áhugamálin? Ferðalög innanlands og utan, samvera með fjölskyldu og vinum, fjallgöngur og hlauparúntar með frábæru félögum mínum í Skagaskokk Akranesi.
Besti vinurinn í vinnunni? Það er Silja Dögg. Við erum duglegar að gera eitthvað skemmtilegt saman. Skella okkur á tónleika, ræktina og sjósund, þannig að eitthvað sé nefnt.
Helsta afrekið hingað til?  Á maður ekki að skrifa hér; að fæða börnin mín. En fyrir utan það er helsta afrekið að skokka maraþon (42,2 km), tognuð á læri. Verkjatöflurnar komu mér þó þetta langt.
Uppáhalds manneskjan? Það eru vinir og fjölskylda. Er svo heppin að eiga stóra fjölskyldu og góða vini. Get aldrei gert upp á milli þeirra.
Besti skyndibitinn? Það er án efa Kebab.
Það sem þú borðar alls ekki? Ég get alls ekki borðað slátur.  Held ég hafi fengið æviskammtinn hjá mömmu og í skólamötuneytinu í Heiðarskóla.
Lífsmottóið? Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Þetta að lokum: Njótið dagsins 🙂
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Ríkisstjórn og ráðherrar starfa í samræmi við lagaheimild

Deila grein

09/12/2014

Ríkisstjórn og ráðherrar starfa í samræmi við lagaheimild

Sigmundur-davíðVegna rangra upplýsinga í frétt á forsíðu og á bls. 8 í Fréttablaðinu í dag vill forsætisráðuneytið taka eftirfarandi fram:
Aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar eru ráðnir samkvæmt heimild í 22. gr. laga  nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Samkvæmt henni heyra aðstoðarmenn beint undir ráðherra og er meginhlutverk þeirra að vinna að stefnumótun á málefnasviði ráðuneytis undir yfirstjórn ráðherra og í samvinnu við ráðuneytisstjóra. Þá kemur fram að aðstoðarmenn gegni störfum fyrir ráðherra svo lengi sem ráðherra ákveður, þó ekki lengur en ráðherra sjálfur.
Eftirtaldir tveir aðstoðarmenn eru starfandi í forsætisráðuneytinu sem aðstoðarmenn forsætisráðherra:

  • Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður ráðherra.
  • Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og aðstoðarmaður ráðherra. Ásmundur þiggur ekki laun fyrir störf sín í forsætisráðuneytinu.

Að auki hefur ríkisstjórn Íslands lagaheimild til að ráða þrjá aðstoðarmenn. Sú heimild hefur ekki verið að fullu nýtt en tveir aðstoðarmenn starfa á grundvelli hennar og hafa þeir aðsetur í forsætisráðuneytinu:

  • Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar
  • Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Þessu til viðbótar starfar Margrét Gísladóttir sem sérstakur ráðgjafi ráðherra í forsætisráðuneytinu í láni frá utanríkisráðuneytinu.
Aðrir starfsmenn forsætisráðuneytisins sem tilgreindir eru í Fréttablaðinu í dag eru ekki aðstoðarmenn forsætisráðherra. Þeir heyra undir ráðuneytisstjóra og starfa að tímabundnum og afmörkuðum verkefnum. Lilja Alfreðsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabankanum, var ráðin til forsætisráðuneytisins á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabankann til að sinna verkefnum er snúa m.a. að fjármagnshöftum. Hrannar Pétursson, sérfræðingur í samskipta- og upplýsingamálum, hefur það hlutverk að stýra endurskoðun á samskipta- og upplýsingamálum Stjórnarráðsins. Um er að ræða tímabundna ráðningu til tveggja mánaða.
Vegna umfjöllunar Fréttablaðsins er rétt er að benda á, að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur látið af embætti innanríkisráðherra og tilgreindir aðstoðarmenn hennar eru einnig hættir störfum. Ólöf Nordal, sem tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember, hefur ekki ráðið sér aðstoðarmenn. Þá skal bent á að Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir bæði embætti umhverfis- og auðlindaráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Honum er því heimilt samkvæmt lögum að ráða 4 aðstoðarmenn.
Heimild: stjornarrad.is
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Máli um lögmæti verðtryggingarinnar af lánum frestað fram í byrjun janúar – óvissan er mikil

Deila grein

08/12/2014

Máli um lögmæti verðtryggingarinnar af lánum frestað fram í byrjun janúar – óvissan er mikil

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir alþingismaður ræddi á Alþingi í dag álit EFTA vegna lögmæti verðtryggðra neytendalána. „EFTA-dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri sanngjarnt að miða útreikning á greiðsluáætlunum við 0% ef verðbólgustig væri ekki 0%, en skaut samt sem áður málinu til íslenskra dómstóla og taldi það þeirra hlutverk að skera úr um það.“
„Í dag, 8. desember, átti eitt af þeim málum fyrir héraðsdómi að vera tekið fyrir er varðar lögmæti verðtryggingarinnar af lánum. Því máli hefur verið frestað fram í byrjun janúar á næsta ári og það er afar slæmt,” sagði Elsa Lára og bætti við, “það er mjög slæmt að vera í þessari óvissu og að dómskerfið sé að ýta málunum lengra frá þannig að lengra verði í það að niðurstöður úr þessum mikilvægu málum fáist“.
„Óvissan er mikil. Það er mikilvægt að allir í samfélaginu fái að vita hvort þetta standist lög eða ekki. Óvissan er vond og mikilvægt að fá svör við því okkur öllum til heilla“, sagði Elsa Lára að lokum.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 
 

Categories
Fréttir

Brenna 5 milljörðum í gjaldeyri að óþörfu

Deila grein

08/12/2014

Brenna 5 milljörðum í gjaldeyri að óþörfu

frosti_SRGB_fyrir_vefFrosti Sigurjónsson alþingismaður spurði á Alþingi í dag hverju verður þjóðin bættari við að brenna 5 milljörðum í gjaldeyri að óþörfu næstu fimm árin? „Fyrir 1 milljarð á ári gætu stjórnvöld gert margt skynsamlegra en að niðurgreiða innfluttan lífdísil sem er 80% dýrari en dísilolía,“ sagði Frosti.
„Krafa ESB um 10% hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum frá og með 2020 tekur ekkert tillit til þess að hér á Íslandi er nóg af endurnýjanlegu rafmagni enda er megnið af rafmagni í ESB búið til með útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Fyrir Ísland væri skynsamlegt að niðurgreiða kaup á rafmagnsbílum, miklu skynsamlegra en að eyða milljörðum úr ríkissjóði til að niðurgreiða rándýran lífdísil sem ræktaður er á dýrmætu akurlandi sem fremur ætti að nýta til framleiðslu á fæðu,“ sagði Frosti.
„Vissulega hafa hundruð milljóna tapast nú þegar en það er ekki of seint að bjarga 5 milljörðum til viðbótar sem annars munu brenna upp að óþörfu fram til ársins 2020. Ég mundi fagna því sérstaklega ef hv. atvinnuveganefnd sem sýndi það frumkvæði í fyrra að fresta gildistöku laga um íblöndun til 1. október mundi stíga skrefið til fulls og fresta gildistöku íblöndunarákvæðisins til ársins 2020,“ sagði Frosti að lokum.
Ræða Frosta Sigurjónssonar í heild sinni:

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Okkar sameiginlega sköpunarverk

Deila grein

08/12/2014

Okkar sameiginlega sköpunarverk

Silja-Dogg-mynd01-vefAtvinnumálin á Suðurnesjum hafa verið í brennidepli í mörg ár. Árið 2006 hurfu mörghundruð störf vegna brotthvarfs bandaríska hersins og tveimur árum síðar hrundi íslenska bankakerfið. Helguvíkurverkefnið hefur ekki gengið sem skyldi og nú glímir Reykjanesbær við gríðarlega erfiða fjárhagslega stöðu. Hvað er til ráða og hver á að gera hvað? Er einhverra breytinga að vænta? Svarið er já og öll gegnum við mikilvægu hlutverki í umbreytingunni sem framundan er.

Sérkennileg þróun
Á sama tíma og störf hurfu af svæðinu þá fjölgaði íbúum Reykjanesbæjar um mörg prósent. Reynslan sýnir hins vegar að þegar störfum fækkar þá fækki íbúum jafnframt, þ.e. íbúar leita venjulega til staða þar sem störf er að finna. Hér var því öfugt farið. Afleiðingar þessarar öfugþróunar þekkjum við of vel; atvinnuleysi og stóraukinn kostnaður félagsþjónustunnar. En þrátt fyrir að hér sé enn mesta atvinnuleysi á landsvísu þá tala atvinnurekendur um að erfitt sé að fá fólk til vinnu. Þeir sem sækja um mæta jafnvel ekki eða seint og illa þegar til kemur. Slæmt er ef rétt reynist.

Lausn í sjónmáli
Helguvíkin er enn ekki farin að skila því sem væntingar stóðu til. Staðreyndin er sú að bæjaryfirvöld fóru í kostnaðarsamar framkvæmdir án þess að hafa vilyrði stjórnvalda fyrir ríkisstyrk. ESA reglur um opinberan stuðning setja ríkisvaldinu þröngar skorður um með hvaða hætti slíkur stuðningur má vera til að teljast lögmætur. Núverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín, hefur markvisst að málinu síðan hún tók við ráðuneytinu og vonandi finnst viðunandi lausn innan tíðar.

Störf á næsta leyti
Hið opinbera býr ekki til störf. Alþingi og ríkistjórn móta rammann en það er fólkið, heimamenn sem búa til atvinnutækifærin. Þar reynir á sköpunargáfuna, dugnað og úthald. Frá því að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við vorið 2013 hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra gert þrjá fjárfestingasamninga um verkefni á Suðurnesjum, m.a. við örþörungaverksmiðjuna Algalíf á Ásbrú, United Silicon kísilverksmiðju í Helguvík og Thorsil. Þessi fyrirtæki munu skapa hundruð starfa í framtíðinni. Til viðbótar við einstök verkefni má nefna að frumvarp iðnaðarráðherra um ívilnanir vegna nýfjárfestinga mun styðja við atvinnuuppbyggingu um allt land, ekki síst á Suðurnesjum. Eitt af fyrstu verkum ráðherra var tryggja lönd á Vatnsleysuströnd fyrir lagningu Suðvesturlínu og tryggja þar með orkuflutning sem er nauðsynleg undirstaða áframhaldandi uppbyggingar atvinnulífsins.

En við getum öll gert betur. Öll gegnum við mikilvægu hlutverki og berum ábyrgð, því samfélagið er við sjálf.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist á vf.is 6. desember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Tekjurnar aukast og hallalaus ríkisrekstur

Deila grein

04/12/2014

Tekjurnar aukast og hallalaus ríkisrekstur

Vigdís HauksdóttirÖnnur umræða fjárlaga hófst á Alþingi í gær og verið framhaldið í dag. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar og fór yfir áform meirihlutans.
Fjárlaganefnd hefur haft frumvarpið til umfjöllunar eftir að málið gekk til hennar þann 12. september. Fjölmargir gestir hafa verið kallaðir fund nefndarinnar, þar má nefna fulltrúa 43 sveitarfélaga, fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga, fulltrúa allra ráðuneyta, Hagstofunnar, Ríkisendurskoðunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Seðlabanka Íslands auk annarra gesta.

  • Nefndarálit um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015. Frá meirihluta fjárlaganefndar.
  • Breytingartillaga við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015. Frá meirihluta fjárlaganefndar.

Fór Vigdís yfir í ræðu sinna að forgangsraðað hefur verið í þágu grunnþátta samfélagsins, heilbrigðismála, menntamálin, samgöngumál, þ.e. aukið fé í flugvelli, vegi og ljósleiðaravæðingu landsins.
Á næstu missirum verður kynnt losun hafta og samninga við kröfuhafa þannig að þá skapast svigrúm til þess að ríkið geti grynnkað á skuldum sínum. Vaxtakostnaðurinn nemur í dag hærri fjárhæð en öll framlög ríkisins til reksturs Landspítalans og Sjúkratrygginga Íslands. „Miklar skuldir ríkissjóðs eru ávísun á að börn okkar og barnabörn muni að öllu óbreyttu ekki njóta sömu lífsgæða og núverandi kynslóðir,“ sagði Vígdís.
„Mikið vantar upp á að skilningur sé í stjórnkerfinu á mikilvægi hagræðingar og forgangsröðunar innan ríkiskerfisins. Meiri hluti fjárlaganefndar vekur sérstaklega athygli á verkefnum um útboð og innkaup ríkisstofnana. Aðföng í rekstri ríkisstofnana nema um 130 milljörðum kr. á ári. Ljóst er að endurbætur á innkaupaferlum geta skilað umtalsverðri hagræðingu fyrir ríkissjóð og ríkisstofnanir. Innkaup eru á hendi fjölmargra aðila og því er mikilvægt að leggja innkaupaaðilum í hendur markvisst verklag og skilvirk verkfæri til þess að árangur verði sem mestur. Almenn útboð á vöru eða þjónustu og rammasamningsútboð eru slík verkfæri,“ sagði Vígdís.
„Fyrir réttu ári skilaði hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar tillögum sínum. Meiri hluti fjárlaganefndar telur að of hægt gangi að koma þeim til framkvæmda. Af 95 tillögum sem voru á ábyrgðarsviði einstakra ráðherra hefur nú 14 tillögum verið hrundið í framkvæmd, 53 tillögur eru í vinnslu og 17 eru í forathugun. 11 tillögur eru ekki hafnar eða verða ekki framkvæmdar. Meiri hlutinn leggur ofuráherslu á að framkvæmdarvaldið komi þessum tillögum í framkvæmd sem fyrst til að ná fram enn frekari sparnaði í ríkisrekstrinum,“ sagði Vígdís ennfremur.
Framlög til Íbúðalánasjóðs hafa numið 53,5 milljörðum kr. frá árinu 2009 og að öllu óbreyttu verða framlögin 5,7 milljarðar kr. á árinu 2015. Að þeim meðtöldum hafa framlögin frá árinu 2009 numið svipaðri fjárhæð og nemur byggingarkostnaði nýs Landspítala.
Ríkisútvarpið fær aukið 181,9 millj. kr. skilyrt framlag til rekstrar í þessum tillögum. Sú tímabundna fjárheimild er háð þeim skilyrðum að fram fari vinna á fjárhagslegri endurskipulagningu Ríkisútvarpsins. Þá verði útborgun fjárheimildarinnar enn fremur háð því að haldbærar rekstraráætlanir séu lagðar fram þar sem fram komi hvernig starfsemi stofnunarinnar verði komið á réttan kjöl og hún verði sjálfbær til frambúðar.
Að meirihluta áliti fjárlaganefndar standa auk Vigdísar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ásmundur Einar Daðason, Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson og Valgerður Gunnarsdóttir.
Framsaga Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.