Categories
Greinar

Bregðumst við loftslagsvánni

Deila grein

04/04/2014

Bregðumst við loftslagsvánni

Sigurður Ingi JóhannssonVísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birtir nú í áföngum fimmtu úttekt sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Kaflar um líkleg áhrif loftslagsbreytinga hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Það er ekki nýtt að IPCC dragi upp dökka mynd, en vísindin styrkjast með hverri úttekt og vægi niðurstöðunnar vex.

Ekki síst valda áhyggjum spár um fæðuöryggi. Til lengri tíma getur hlýnun lofthjúpsins leitt til minni uppskeru nytjajurta á borð við hveiti, maís og hrísgrjón. Áhrif á fiskistofna eru einnig illfyrirsjáanleg, þar sem þeir færa sig eftir breyttu hitastigi og straumum. Þetta er slæm tíðindi á sama tíma og mannkyn vex um tvo milljarða munna eða meira á næstu áratugum.

Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins. Röskun á náttúrufari og lífsskilyrðum á heimsvísu hefur einnig óbein áhrif á Ísland, vegna aukinnar hættu á upplausn, ófriði og flóttamannavanda.

Til skemmri tíma geta einstakir þættir orðið Íslendingum og öðrum norðlægum ríkjum hagfelldir. Þannig telja vísindamenn líklegt að hlýnun muni bæta ræktunarskilyrði á Íslandi. Þetta er staðreynd, sem breytir engu um að loftslagsvandinn er hnattræn vá, sem Ísland berst gegn ásamt öðrum. Það er líka rétt að benda á að í öllum vanda felst von um lausn. Hún felst að miklu leyti í loftslagsvænni tækni, sem dregur úr losun og bætir lífsgæði. Mörg íslensk fyrirtæki skara fram úr í slíkri tækni og á sviði endurnýjanlegrar orku. Ég fagna því ef nýsköpun á þessu sviði blómstrar og fyrirtækjum með loftslagslausnir gengur vel.

Skýrsla IPCC er ákall til ríkja heims að gera betur. Ísland stendur sig að mörgu leyti vel í loftslagsmálum. Auðvitað getum við þó gert enn betur. Það má efla hlut rafbíla. Það má nýta loftslagsvænar tæknilausnir íslenskra hugvitsfyrirtækja í skipum. Það má efla kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. Tökum loftslagsspánum af alvöru og vinnum að lausnum með bjartsýni að vopni.

Sigurður Ingi Jóhannsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 4. apríl 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

Deila grein

03/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

MazziFramsóknarfélag Ísafjarðarbæjar samþykkti á fjölmennum félagsfundi á Ísafirði í fyrrakvöld einróma tillögu uppstillingarnefndar að lista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Marzellíus Sveinbjörnsson, varabæjarfulltrúi, leiðir listann, í 2. sæti er Helga Dóra Kristjánsdóttir, Flateyri og í 3. sæti er Sólveig Sigríður Guðnadóttir, Ísafirði.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Marzellíus Sveinbjörnsson, Sundstræti 30, Ísafirði
  2. Helga Dóra Kristjánsdóttir, Tröð, Flateyri
  3. Sólveig Sigríður Guðnadóttir, Fagraholt 4, Ísafirði
  4. Gísli Jón Kristjánsson, Fagraholti 3, Ísafirði
  5. Barði Önundarson, Hafrafelli, Ísafirði
  6. Elísabet Samúelsdóttir, Brautarholti 11, Ísafirði
  7. Jón Reynir Sigurðsson, Fjarðargata 60, Þingeyri
  8. Rósa Helga Ingólfsdóttir, Urðarveg 30, Ísafirði
  9. Gauti Geirsson, Móholt 11, Ísafirði
  10. Martha Sigríður Örnólfsdóttir, Ytri-Hjarðardalur 2, Flateyri
  11. Sigfús Þorgeir Fossdal, Kjarrholt 1, Ísafirði
  12. Violetta María Duda, Hjallavegur 7, Suðureyri
  13. Jón Sigmundsson, Aðalstræti 11, Ísafirði
  14. Svanlaug Guðnadóttir, Hafnarstræti 19, Ísafirði
  15. Steinþór Auðunn Ólafsson, Hjarðardalur, Þingeyri
  16. Þorleifur K. Sigurvinsson, Sætún 9, Suðureyri
  17. Konráð G. Eggertsson, Urðarvegur 37, Ísafirði
  18. Sigurjón Hallgrímsson, Hlíf I, Ísafirði

Listann skipa 11 karlar og 7 konur. Í efstu fjórtán sætum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Listi Framsóknar í Norðurþingi samþykktur

Deila grein

03/04/2014

Listi Framsóknar í Norðurþingi samþykktur

Fjölmennur félagsfundur í Framsóknarfélag Þingeyinga á Húsavík samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi.
Nordurthing_frambjodendur_B-listans
Gunnlaugur Stefánsson forseti bæjarstjórnar leiðir listann en bæjarfulltrúarnir Soffía Helgadóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason skipa 2. og 3. sætið og ný á listanum í næstu 5 sætum eru Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur, Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður, Anný Peta Sigmundsdóttir, sálfræðingur, Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri og Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari. Jón Grímsson, núverandi bæjarfulltrúi skipar heiðurssæti listans.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri, Húsavík
  2. Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi og hagfræðingur, Húsavík
  3. Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi og kennari, Húsavík
  4. Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur, Húsavík
  5. Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður, Raufarhöfn
  6. Anný Peta Sigmundsdóttir, sálfræðingur, Húsavík
  7. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri, Kópasker
  8. Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari, Húsavík
  9. Aðalsteinn Júlíusson, lögreglumaður, Húsavík
  10. Sigríður Benediktsdóttir, bankaritari, Kópasker
  11. Anna Björg Lindberg Pálsdóttir, tómstundafulltrúi, Húsavík
  12. Hjörvar Gunnarsson, nemi, Húsavík
  13. Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur, Húsavík
  14. María Guðrún Jónsdóttir, verkakona, Húsavík
  15. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, formaður FEBH, Húsavík
  16. Birna Björnsdóttir, varabæjarfulltrúi og kennari, Raufarhöfn
  17. Jónína Á. Hallgrímsdóttir, fyrrv. sérkennari, Húsavík
  18. Jón Grímsson, bæjarfulltrúi, Kópasker

Listann skipa átta karlar og tíu konur. Í efstu fjórtán sætum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn er með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Vegna upphlaups um loftslagsmál og matvælaframleiðslu

Deila grein

02/04/2014

Vegna upphlaups um loftslagsmál og matvælaframleiðslu

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, var í viðtali við RÚV í gær vegna niðurstaðna skýrslu IPCC, Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kemur út 31. mars. Þetta er í fimmta sinn sem IPCC gefur út viðlíka skýrslu og í fyrsta sinn síðan árið 2007.
Sigmundur Davíð fór yfir að þó svo að fregnir af loftslagsbreytingu séu alvarlegar skapi breytingarnar tækifæri fyrir Íslendinga. Hér verði hægt að auka til muna matvælaframleiðslu og flytja úr landi.
Forsætisráðherra segir að niðurstöður skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna séu afdráttarlausar. „Því miður í samræmi við dekkri spár sem menn hafa verið að skoða á undanförnum árum og áratugum. Augljóslega er þetta á heildina litið neikvætt en í því felast þó tækifæri til að bregðast við þróuninni og bregðast sem best við henni og það eru ekki hvað síst tækifæri sem Ísland hefur.“
Sigmundur Davíð vitnar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem því er spáð að árið 2050 glími ríki nærri miðbaugi jarðar við ýmiss konar vandamál en hagsæld verði í átta löndum á norðurslóðum. „Og Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu.“
Gert ráð fyrir að matvælaverð fari hækkandi

Mannkyni fjölgi um þá 300 þúsund manns á dag. Þá sé að verða viðsnúningur í þróun verðs á mat. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast. Þannig að í þessu liggja tvímælalaust mikil tækifæri fyrir Ísland. Við erum að kortleggja þetta,“ segir hann.
Ber ekki Ísland einhverja ábyrgð á losun koltvísýring og gróðurhúsalofttegunda með öðrum þjóðum heims og þurfum við ekki að gera eitthvað í því? „Það er alveg rétt við gerum það en á margan hátt er Ísland auðvitað til fyrirmyndar líka í umhverfismálum,“ svarar Sigmundur Davíð.
Orkuframleiðsla hér sé líklega sú umhverfisvænasta í heimi. „Og það má kannski segja að okkur beri skylda til að framleiða enn meira af umhverfisvænni orku,“ sagði Sigmundur Davíð.
Þá þurfi að gera betur í því að knýja bíla og skip með endurnýjanlegum innlendum orkugjöfum.
Framsókn áður vakið athygli á aukinni þörf á matvælaframleiðslu

Framsókn hefur síðustu ár marg oft bent á þörfina á aukinni matvælaframleiðslu, ekki síst í samhengi við loftslagsvandann, þ.e. að á næstu árum muni hlýnun valda því að erfiðara verði að rækta matvæli á landsvæðum nær miðbaug, en auðveldara á norðurslóðum. Í því felist að Ísland þurfi að taka aukinn þátt í matvælaframleiðslu heimsins. Hér á landi eru miklar vatnsbirgðir sem muni koma heiminum til góða á sama tíma og vatn þverr á öðrum svæðum.

Þingmenn Framsóknar lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi árið 2011 og aftur árið 2012 um aukna matvælaframleiðslu á þessum grundvelli, sjá hér. Þar segir m.a. í greinargerð:
„Tillagan gerir ráð fyrir því að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa starfshóp sem móti tillögur um aðgerðir til að auka matvælaframleiðslu á landinu á næstu árum. Gert er ráð fyrir því að starfshópurinn fari yfir lagaumgjörð er varðar landbúnað, matvælaframleiðslu og nýtingu lands. Mótaðar verði tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum sem ráðast þurfi í til að ná markmiði þingsályktunarinnar. Nýsköpun, markaðs- og sölumál verði einnig skoðuð sérstaklega og lagðar fram tillögur um aðgerðir.
Landbúnaður og önnur matvælaframleiðsla er og hefur verið mikilvæg atvinnugrein á heimsvísu. Miklir möguleikar felast í að stórauka framleiðslu í íslenskum landbúnaði í ljósi núverandi þróunar matvælaverðs í heiminum, sem drifin er áfram af vaxandi eftirspurn eftir matvælum, loftslagsbreytingum og takmörkuðum aðgangi að lykilauðlindum matvælaframleiðslu heimsins.
Á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknarflokksins var m.a. mótuð stefna í landbúnaðarmálum. Framsóknarflokkurinn vill að staðinn verði vörður um matvælaframleiðslu þjóðarinnar, hvatt verði til nýsköpunar í landbúnaði og leitað leiða til að nýta þau fjölmörgu sóknarfæri sem felast í aukinni matvælaframleiðslu hér á landi. Í ljósi þessarar stefnu leggur þingflokkur Framsóknarflokksins fram tillögu um aukna matvælaframleiðslu á Íslandi.“
Í ræðu formanns Framsóknar á haustfundi Framsóknar á Húsavík 2010 var fjallað um þessar áskoranir framtíðarinnar:
sigmundur-david-sdg-Framsokn-Husavik-2010„Hver verður staða Íslands í þessum breytta heimi? Það er erfitt að spá fyrir um hvaða hlutir haldi gildi sínu og hverjir ekki, sumar nauðsynjavörur verða óþarfar og hlutir sem við getum ekki ímyndað okkur núna verða ómissandi. Mörg smáfyrirtæki samtímans verða að stórveldum og mörg stórfyrirtæki sem nú er verslað með í kauphöllunum einskis virði. Sum rík lönd gætu fljótt orðið fátæk og sum fátæk lönd rík. Flestir sem skoða framtíðarþróun heimsins eru þó sammála um að þrennt muni halda gildi sínu. Við munum alltaf þurfa mat, hreint vatn og orku.
Það vill svo til að nákvæmlega þessir þrír hlutir eru helstu auðlyndir Íslendinga. Ekki aðeins framleiðum við matvæli heldur besta form næringar, prótín. Það er víðast nóg til af kolvetnum en prótín er af skornum skammti. Fiskstofnar standa óvíða jafnvel að vígi og á Íslandsmiðum og nú er jarðnæði fyrir búfénað að verða af skornum skammti í heiminum.
Nýleg rannsókn sýnir að á Íslandi er til jafnmikið af hreinu nýtanlegu vatni og í stærstu og fjölmennustu löndum Evrópu. Ársbirgðirnar nema 170 rúmkílómetrum eða 170 billjón lítrum af hreinu vatni. Það er álíkamikið magn og í Þýskalandi og Frakklandi og töluvert meira en í vatnalandinu Finnlandi.
Svo lengi sem lögmál eðlisfræðinnar halda verður orka ekki til úr engu en af henni eigum við mikið, ekki í formi kola sem eyðast og menga andrúmsloftið, heldur hreinni endurnýjanlegri orku. Hver Íslendingur framleiðir 54 megavattstundir af raforku. Rúmlega tvöfalt meira en þeir sem koma næst á eftir, norðmenn, fjórfalt meira en Bandaríkjamenn, sexfalt meira en Japanar og áttfalt meira en Bretar.
Ál er orka í föstu formi, bundin í léttan, sterkan umhverfisvænan málm. Jafnvel þótt léttari og sterkari gerviefni kunni hugsanlega að leysa álið af eftir einhverja áratugi munum við enn eiga orkuna og hennar verður þörf, ekki síður en nú.
Auðlindir okkar eru því vörur sem skortur er á í heiminum og sá skortur mun aðeins aukast. Framtíð okkar er undir því komin að okkur takist að verja þessar auðlyndir og leggja rækt við þær.
Fyrir nokkrum vikum kom út bók í bandaríkjunum sem vakti mikla athygli í þarlendum fjölmiðlum. Bókin er eftir þekktan prófessor í Kaliforníuháskóla Laurance C. Smith og heitir heimurinn árið 2050. Í bókinni rekur höfundurinn hvernig líklegt er að heimurinn þróist á næstu áratugum, ekki hvað síst hvernig verðmæti og vald munu færast til. Þau lönd sem njóta munu mest ávinnings af þeim breytingum, samkvæmt bókinni, eru Kanada, Norðurlönd og ekki hvað síst Ísland. Megin niðurstaða bókarinnar er sú að bæði auður og áhrif muni í auknum mæli færast á norðurslóðir.
Með fyrirsjáanlegri hlýnun jarðar spillist jarðnæði sunnar á hnettinum á meðan norðurslóðir verða kjörlendi landbúnaðar. Fólk og fyrirtæki mun sækja norður á bóginn. Aukinn samfélagslegur órói, þverrandi auðlyndir og óstöðugt veðurfar í ríkjum sunnar á jarðkringlunni gerir lífið á norðurslóðum enn eftirsóknarverðara … í Kanada, á Norðurlöndum og ekki hvað síst á Íslandi.
Gríðarmiklar ósnertar auðlindir á landi og í sjó, sem áður voru óaðgengilegar, verða nýtanlegar.
Siglingarleiðin yfir norðurskautið opnast og gerir Ísland að miðpunkti í flutningaleiðum heimsins. Það gefur landinu einstakt tækifæri sem umskipunarmiðstöð.
Því fylgja þjónusta, verksmiðjur og samsetningariðnaður þar sem hráefni er flutt frá öllum heimshornum, unnið og raðað saman og flutt í allar áttir. Þetta er reyndar ekki í fjarlægri framtíð. Þetta er þróun sem þegar er að hefjast og við verðum að passa okkur að missa ekki af.
Skortur á vatni og landbúnaðarvörum mun enn bæta samkeppnisstöðu norðurslóða. 70% af því vatni sem nýtt er í heiminum rennur ekki til borga, það er ekki drukkið, það fer ekki í baðkör eða í verksmiðjur heldur til landbúnaðarframleiðslu.
Sunnar á jörðinni þarf að vökva akra linnulaust. Það þarf 1000 tonn af vatni til að rækta eitt tonn af korni. Mörg lönd geta ekki lengur með góðu móti séð af vatni í slíka ræktun.“
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð samþykktur

Deila grein

01/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð samþykktur

fjardabyggd-efstu-fimmFramsóknarfélag Fjarðabyggðar samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að lista Frjálsra og Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Fjarðabyggð, á fjölmennum fundi í Þórðarbúð á Reyðarfirði mánudagskvöldið 31. mars.
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar leiðir listan en Eiður Ragnarsson viðskiptafulltrúi, Pálína Margeirsdóttir verslunarmaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir skólaliði og Svanhvít Yngvadóttir kennari skipa næstu fjögur sæti. Guðmundur Þorgrímsson núverandi bæjarfulltrúi og verktaki skipar heiðurssæti listans.
Framboðslistinn er skipaður eftirtöldum:

  1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Norðfirði
  2. Eiður Ragnarsson, viðskiptafullrúi, Reyðarfirði
  3. Pálína Margeirsdóttir, verslunarmaður, Reyðarfirði
  4. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, skólaliði, Fáskrúðsfirði
  5. Svanhvít Yngvadóttir, kennari, Eskifirði
  6. Guðjón Björn Guðbjartsson, nemi, Norðfirði
  7. Tinna Hrönn Smáradóttir, iðjuþjálfi, Fáskrúðsfirði
  8. Þuríður Lilly Sigurðardóttir, nemi, Reyðarfirði
  9. Einar Björnsson, forstjóri, Eskifirði
  10. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður, Reyðarfirði
  11. Anton Helgason, framkvæmdastjóri, Stöðvarfirði
  12. Anna Sigríður Karlsdóttir, þroskaþjálfi, Reyðarfirði
  13. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi, Mjóafirði
  14. Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjáfi, Norðfirði
  15. Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Eskifirði
  16. Krzysztof Zbigniew Sakaluk, ráðsmaður, Norðfirði
  17. Þorbergur N. Hauksson, varaslökkvistjóri, Eskifirði
  18. Guðmundur Þorgrímsson, verktaki, Fáskrúðsfirði

Á framboðslistanum eru 8 konur og 10 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn tvo sveitarstjórnarfulltrúa.
fjardabyggd-listinn
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Rangárþingi eystra samþykktur

Deila grein

31/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Rangárþingi eystra samþykktur

isolfur-gylfiFramðboðslisti Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra, vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefur verið samþykktur. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, verður oddviti listans líkt og fyrir fjórum árum.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

  1. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Stóragerði 2a, Hvolsvelli
  2. Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Króktúni 5, Hvolsvelli
  3. Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, bóndi, Stóru-Mörk,Vestur-Eyjafjöllum
  4. Benedikt Benediktsson, verkstjóri, Norðurgarði 22, Hvolsvelli
  5. Þórir Már Ólafsson, bóndi, Bollakoti, Fljótshlíð
  6. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi, Stíflu, Vestur-Landeyjum
  7. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, Litlagerði 1a, Hvolsvelli
  8. Katarzyna Krupinska, starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, Gilsbakka 10a Hvolsvelli
  9. Bjarki Oddsson, nemi, Miðkrika Hvolhreppi
  10. Helga Guðrún Lárusdóttir, starfsm.Landsb.Ísl. og nemi, Norðurgarði 19 Hvolsvelli
  11. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, bóndi, Guðnastöðum, Austur-Landeyjum
  12. Ágúst Jensson, bóndi, Butru, Fljótshlíð
  13. Ingibjörg Marmundsdóttir, félagsliði, Norðurgarði 8, Hvolsvelli
  14. Bergur Pálsson, sölumaður, Gilsbakka 25, Hvolsvelli

Á framboðslistanum eru 8 konur og 6 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn 4 sveitarstjórnarfulltrúa.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Dalvíkurbyggð samþykktur

Deila grein

31/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Dalvíkurbyggð samþykktur

IÁ fundi sem haldinn var í Framsóknarfélagi Dalvíkurbyggðar var samþykktur framboðslisti Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 31. maí n.k. Efsta sæti listans skipar Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, í öðru sæti er Kristján Guðmundsson, fyrirlesari, og í því þriðja Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur
  2. Kristján Guðmundsson, fyrirlesari
  3. Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri
  4. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
  5. Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
  6. Íris Hauksdóttir, viðskiptalögfræðingur
  7. Sölvi Hjaltason, bóndi
  8. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
  9. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
  10. Linda Geirdal, skólaliði
  11. Jóhannes Tryggvi Jónsson, bakari
  12. Anna Danuta Jablonska, fiskverkakona
  13. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
  14. Valdimar Bragason, framkvæmdastjóri

Á framboðslistanum eru 7 konur og 7 karlar.
Framsóknarmenn fenur tvo menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2010 í Dalvíkurbyggð.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

»Þetta reddast«

Deila grein

30/03/2014

»Þetta reddast«

Jóhanna maría_SRGB_fyrir_vefÞegar talað er um fjármálalæsi er verið að tala um getuna til að fjalla um peninga og meðferð þeirra án vandræða, skilja helstu atriði eigin fjármála og hvernig er hægt að hafa áhrif á þau.

Reglulega kemur upp umræðan um það hve Íslendingar séu illa að sér í fjármálalæsi.

Mikið var unnið í þessum málum á árunum 2008-2009 en þá var meðal annars stofnuð nefnd af viðskiptaráðherra Íslands til að kanna stöðuna. Þá kom í ljós að aðeins um helmingur almennings væri almennilega fjármálalæs og að því væri sérstaklega ábótavant hjá tekjulægstu hópunum og þeim sem hafa litla menntun.

Niðurstaða nefndarinnar var að lokum sú, að orðatiltækið »þetta reddast« væri ríkjandi í hugsun Íslendinga. Því um leið og minnihluti sagðist ekki hafa áhyggjur af fjármálum sínum, þá var meirihlutinn á því að geta ekki greitt skuldir sínar á réttum tíma næsta hálfa árið.

Vandinn í kennslu fjármálalæsis liggur ekki í því að hana vanti inn í námsskrár, heldur er það frekar vilji og kunnátta kennara sem ákvarðar hvort þetta sé tekið fyrir. Námsefnið er til og kunnáttan er til staðar, það vantar bara nokkur verkfæri til að miðla henni.

Þegar við tölum um fjármálalæsi meinum við m.a. að einstaklingur eigi að hafa vit á helstu hugtökum sem koma fyrir á launaseðli hans og hvernig þeir liðir eru reiknaðir. Hvernig og hvers vegna skuli borga skatt, grunnur í gerð heimilisbókhalds, hvað kostar að borga með korti og hvernig er best að ávaxta laun eða lífeyrirssparnað eftir því hvernig kerfi eru í gangi hverju sinni.

Fjárhagsleg framtíð
Svona kennsla mun styrkja vitund þeirra einstaklinga sem neytenda og auka siðferði í fjármálum.

Íslendingar eru það heppnir að eiga Stofnun um fjármálalæsi, forstöðumaður hennar, Breki Karlsson, hefur verið duglegur að vekja athygli á vankunnáttu í fjármálalæsi og um leið mikilvægi þess.

»Með bættu fjármálalæsi hefur fólk tækifæri til að móta fjárhagslega framtíð sína út frá því efnahagsumhverfi sem það býr við. Það stuðlar einnig að gagnrýninni og upplýstri umræðu og ýtir undir fyrirhyggju í fjármálum. Þannig er ekki aðeins lagður grunnur að meiri lífsgæðum, heldur einnig stuðlað að ábyrgara og heilbrigðara samfélagi,« segja samtökin um eiginleika fjármálalæsis.

En um leið og við eigum þessa stofnun sem vinnur að þjóðarátaki í fjármálalæsi, gerum kannanir og skýrslur þá erum við ekki að taka almennilega á vandanum. Stýrihópur um eflingu fjármálalæsis í grunn- og framhaldsskólum var settur á laggirnar 2011 og á að ljúka vinnu í árslok 2014.

Við höfum þurft að taka á ýmsum kvillum þess að fjármálalæsi fólks er ekki meira en raun ber vitni og þar má til að mynda nefna SMS-lánin. Vonandi koma aðgerðir út úr vinnu stýrihópsins, hnitmiðuð niðurstaða þar sem Íslendingar eru teknir í fjármálakennslu á mannamáli áður en það verður að vandamáli hjá einstaklingum sem þurfa að treysta á að »þetta reddist«.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. mars 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Baráttan skilar sér

Deila grein

30/03/2014

Baráttan skilar sér

elsaNú eru frumvörp ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skuldaleiðréttingar fyrir heimilin, komin inn í þingið. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að undanfarin fimm ár hafa þingmenn Framsóknarflokksins barist fyrir því að komið yrði til móts við skuldsett heimili og loksins mun baráttan skila árangri. Vissulega hefði verið betra fyrir alla ef forsendubresturinn hefði verið leiðréttur strax árið 2009 en framsóknarmenn náðu ekki eyrum þáverandi stjórnarflokka í þeim efnum.

Nauðsynlegt er að þetta stóra og mikilvæga verkefni komist hratt í gegnum þingið. Á því eru miklar líkur þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið duglegir að kalla eftir frumvörpunum undanfarnar vikur, fjallað um mikilvægi þess að stjórnarflokkarnir standi við stóru orðin.

Ríkisstjórnin stendur við orð sín. Verið er að framkvæma leiðréttinguna sem boðuð var í lok nóvember.

Forsendubrestur leiðréttur
Í kynningunni í nóvember var gert ráð fyrir að verðtryggð húsnæðislán yrðu færð niður um fjárhæð sem samsvaraði  verðbótum umfram verðbólgu á tímabilinu desember 2007 – 2010. Við útreikning kom hins vegar í ljós að forsendubresturinn hafði eingöngu áhrif á lán á árunum 2008 og 2009 og því liggur staða verðtryggra lána yfir það tímabil til grundvallar leiðréttingunni.

Umfang skuldaleiðréttingarinnar
Skuldafrumvörpin sem nú eru komin fram eru almenn aðgerð í þágu heimilanna,  en ekki sértæk. Heildarumfang leiðréttingarinnar eru áætlað um 150 milljarðar króna og mun hún ná til um 100 þúsund heimila.

Einfalt
Framkvæmdin verður einföld fyrir almenning þó um stórt og flókið verkefni sé að ræða. Einstaklingar sækja um leiðréttingarnar rafrænt á vef ríkisskattstjóra og verður umsóknartímabilið frá 15. maí – 1. september 2014. Ástæða þess að miðað er við 15. maí er sú að þá á vorþingi að vera lokið og skuldamálin að fullu afgreidd í gegnum þingið.

Ferlið mun ganga hratt fyrir sig og í lang flestum tilvikum ætti að vera hægt að sjá áhrif aðgerðarinnar strax að loknu umsóknarferli í haust.

Höfuðstólslækkun og séreignasparnaður
Frumvörp ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna eru tvö, annars vegar frumvarp um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána og hins vegar frumvarp um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

Umsóknarferlinu lýkur 1. september 2014. Eftir að ríkisskattstjóri hefur afgreitt umsóknirnar fara umsækjendur strax að sjá áhrifin. Niðurfelling lánsins í heild mun birtast í heimabanka og á greiðsluseðli þar sem fasteignaláni verður skipt niður í frumlán og leiðréttingarlán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlán verður greitt af ríkissjóði, með bankaskattinum, næstu árin.

Hægt verður að byrja að nýta séreignasparnaðinn í júlí og tryggja sér um leið skattaafslátt ríkisstjórnarinnar. Ekki er um að ræða uppsafnaða inneign því stór hluti fólks nýtti hann eftir hrunið. Heldur er um að ræða séreignarsparnað næstu þriggja ára.

Hér er jafnframt um að ræða nýja hugsun í húsnæðismálum. Þeir sem eru ekki með fasteignalán geta nýtt sér séreignarsparnaðarúrræði til að spara fyrir kaup á íbúðarhúsnæði.

Að lokum
Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég ánægð að um sé að ræða almenna aðgerð en ekki sértæka. Ég er ánægð að hún nái til um 100 þúsund heimila sem eru um 80 % heimila í landinu. Hins vegar fer ég ekki í felur með að ég hefði gjarnan viljað sjá þakið hærra til að koma betur til móts við þá sem eru í erfiðri stöðu. Jafnframt horfi ég til þess að þessi aðgerð er eingöngu einn liður af tíu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna.

Nú þegar er unnið að verðtryggingarmálum inni í ráðuneytum, þar sem horft er bæði til meirihlutaálits og sérálitis. Mikilvægt er að þau mál komi til umræðu í þinginu sem allra fyrst. Að mínu mati er nauðsynlegt að verðtryggingin verði afnumin um leið og aðgerðir í skuldamálum ná fram að ganga.

Það er óhætt að halda því fram að ríkisstjórnin vinni að bættum hag heimila í landinu. Á næstu dögum mun verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skila af sér vinnu þar sem tekið er á mörgum mikilvægum málum, eins og t.d. lyklafrumvarpinu og úrræðum á almennum og félagslegum leigumarkaði.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist á visir.is 28. mars 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaviðhorfið á tveimur mínútum

Deila grein

28/03/2014

Stjórnmálaviðhorfið á tveimur mínútum

Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna, hélt merka ræðu, og kom víða við, á Alþingi í störfum þingsins á miðvikudaginn. Skuldaleiðréttingin; sóun á orku; mikilvægi orku; Sundabraut; Flugvöllurinn og „fjarvera“ Samfylkingarinnar í sex ár voru umfjöllunarefni ræðunnar.
Hér að neðan er ræðan í heild sinni og eins má horfa á upptöku af henni. Ræðan er 2 mínútur í heild sinni, geri aðrir betur.
„Virðulegi forseti. Þetta er stór dagur þegar ríkisstjórnin kemur fram með loforðin sem við lofuðum fyrir ári og sönnun á þeim.
Mig langar að ræða hér um þá sóun á orku sem fram fer í þessum þingsal og hefur verið hér að undanförnu. Við erum að sóa orku sem miklu betra væri að beisla til framdráttar þjóðinni í heild. Það var blaðagrein í Morgunblaðinu í gær og þar kom líka fram að það er sóun á orku til dæmis að keyra ekki Blönduvirkjun á fullu vegna þess að orka hennar er ekki nýtt heimahögunum til framdráttar. Það þarf ekki nýjar línur þar til að flytja orkuna burt. Héraðið þarf að fá atvinnutækifæri og nýta orkuna á staðnum.
Við hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir höfum aðeins verið að karpa um Sundabraut. Hún hefur spurt og ég hef svarað en aftur í gær var endurtekið sama stefið.
Ég vil segja hér: Loforð eiga að standa. Erum við ekki öll sammála um það? (Gripið fram í: Jú.) (Gripið fram í: Jú, jú.) Reykjavíkurlistinn lofaði á sínum tíma Sundabraut þegar við sameinuðumst við Kjalarnes og ég vil berjast fyrir því að það loforð verði efnt. Samgöngur eru mikilvægar og góðar samgöngur geta skipt sköpum. Ég vil halda flugvellinum þar sem hann er og ekki eyða fé í að færa hann. Ég vil frekar leggja Sundabraut.
Það er með eindæmum hversu margir hv. þingmenn Samfylkingarinnar reyna að fela að þeir voru við völd í sex ár, sama tíma og frá fæðingu barns og fram að skólagöngu. Þingmenn Samfylkingarinnar vísa alltaf öllum vandamálum til einhvers sem gerðist áður en barnið fæddist, áður en þau fengu völdin. Samfylkingin hafði völd í sex ár og bjó til sína fyrstu fjárhagsáætlun haustið 2007, ef ég kann að reikna. (Forseti hringir.) Mér telst til að þá hafi líka verið góðæri. Hvers vegna þrifu þau þá ekki upp slímuga slikju af ríkisstofnunum á þessum sex árum?“
 

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.