Categories
Sveitarstjórnarfólk

Norðurþing

Deila grein

13/05/2020

Norðurþing

FRAMSÓKN OG FÉLAGSHYGGJUFÓLK Í NORÐURÞINGI

* * *

Súpufundur með formanni Framsóknar

* * *

Konur í Framsókn – vertu velkomin

* * *

Stefnumálin – nokkur meginatriði

Vöfflukaffi á Húsavík

Íbúafundur í Reykjahverfi

Frambjóðendur boðuðu til opins fundar í Heiðarbæ, félagsheimilinu í Reykjahverfi í kvöld. Fundurinn var afar gagnlegu. Íbúar komu skoðunum sínum á framfæri, ræddu um hagsmuni alls samfélagsins og það sem stendur þeim næst. Sömuleiðis kynnti framboðið hugmyndir sínar, leiðir og lausnir.

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

Norðurþing

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi hefur verið samþykktur. Fysta sætið skipar Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri, annað sætið Hrund Ásgeirsdóttir, bóndi og kennari, og það þriðja Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi.

Í heiðurssæti listans skipar Gunnlaugur Stefánsson, bæjarfulltrúi. Gunnlaugur hefur skipað sæti á framboðslista flokksins frá árinu 1994 og átt sæti í sveitarstjórn frá árinu 1998.

Norðurþing

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks i Norðurþingi:

 1. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri
 2. Hrund Ásgeirsdóttir, bóndi og kennari
 3. Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi
 4. Bylgja Steingrímsdóttir
 5. Heiðar Hrafn Halldórsson
 6. Eiður Pétursson
 7. Lilja Skarphéðinsdóttir
 8. Aðalgeir Bjarnason
 9. Hróðný Lund
 10. Sigursveinn Hreinsson
 11. Gísli Þór Briem
 12. Jana Björg Róbertsdóttir
 13. Unnsteinn Ingi Júlíusson
 14. Eva Matthildur Benediktsdóttir
 15. Sigríður Benediktsdóttir
 16. Jónas Þór Viðarsson
 17.  Áslaug Guðmundsdóttir
 18. Gunnlaugur Stefánsson, bæjarfulltrúi
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Dalvíkurbyggð

Deila grein

13/05/2020

Dalvíkurbyggð

FRAMSÓKNARMENN OG FÉLAGSHYGGJUFÓLK Í DALVÍKURBYGGÐ

Frá B-lista. Áfram veginn!

Ef þú, kjósandi góður, mundir staldra við uppi á Hámundarstaðarhálsi, horfa til allra átta og ímynda þér að hér væri engin byggð. Engar blómlegar jarðir með lömb í haga, engir bleikir akrar eða slegin tún. Engar víkur með húsaþyrpingum og bátum í höfn. Eftir sem áður stæði landið fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar. En ekkert skvaldur, engin hlátrasköll eða börn að leik, ekkert fólk.

Það sem gerir byggðarlagið okkar að samfélagi eru íbúarnir. Hér er iðandi mannlíf til sjávar og sveita. Hér er blómstrandi atvinnu-og menningarlíf. Í Dalvíkurbyggð er aftur að fjölga fólki og nýjar byggingar rísa. Hér ríkir bjartsýni og jákvæðni.

Okkar stærsta auðlind í Dalvíkurbyggð er fólkið. Hér gengur hver maður undir annars hönd til að láta vélina ganga smurt. Allir eru mikilvægir hlekkir í keðjunni. Já, mannauðurinn í Dalvíkurbyggð gerir okkur svo sannarlega rík.

Á fjögurra ára fresti göngum við til kosninga til sveitarstjórnar. Við kjósum fólk til að vinna að framfaramálum byggðarlagsins, móta stefnur til framtíðar og framfylgja samþykktum sveitarstjórnar. Við kjósum fólk til ábyrgðar fyrir sveitarfélagið, fyrir okkur.

Davíkurbyggð

Við á B-lista Framsóknar-og félagshyggjufólks höfum fundað víða og kynnt stefnumál okkar bæði í ræðu og riti. Við þökkum kærlega fyrir góðar undirtektir við okkar málflutningi. Við þökkum fyrir nytsamlegar ábendingar og líflegar umræður. Við viljum að samfélagið okkar blómstri og þróist sífellt til betri vegar okkur öllum til heilla. Við viljum hlusta á íbúana, unga sem aldna. Við viljum vinna fyrir ykkur.

Við óskum eftir víðtækum stuðningi í kosningunum laugardaginn 26.maí. Með því að setja við B eru auknar líkur á því að B-listinn verði leiðandi afl eftir kosningar. Við teljum það afar brýnt og heitum því að vinna af heilindum og metnaði fyrir byggðarlaginu og íbúum þess. Setjum X við B á kjördag. Áfram veginn – XB

Katrín Sigurjónsdóttiroddviti B-lista Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð.

* * *

Ágætu sveitungar!

Nú líður að kosningum og þá er farið yfir öll mál sveitarfélagsins því nýtt fólk mun koma í sveitastjórn. Það er gaman að hitta fólk, fara yfir áherslur á málum, finna mismunandi skoðanir fólks og einnig hversu stutt er á milli afstöðu fólks þegar öll rök eru lögð á borðið.

Hér ætla ég aðeins að koma inn á íþrótta- og æskulýðsmálin. Í dag er fjárhagsstaða sveitarfélagsins nokkuð góð og hægt að fara í framkvæmdir. Því ætlum við að hefja undirbúning að gervigrasvelli og til að ljúka við hann þarf að vinna þetta á tiltölulega stuttum tíma, eðli málsins samkvæmt. Áætlað er að ljúka framkvæmdum við hann næsta sumar.

Í Dalvíkurbyggð er mjög fjölbreytt svið íþrótta- og útivistarafþreyingar: fótbolti, skíði, golf og hestaíþróttir, sem hafa þó nokkra veltu fjárhagslega og mörg smærri, svo sem blak, sund, fimleikar, starfsemi ungmennafélagana á Árskógsströnd og Svarfaðardal, ferðafélög og Björgunarsveitina. Nokkrar greinar eru til viðbótar minna stundaðar núna og alltaf einhverjar nýjar í farvatninu. Blakarar eru að koma upp strandblaksvelli við Íþróttamiðstöðina og svo er komin fjölnota hjólabraut við skólann. Síðan er hugmynd að koma upp mótorkrossbraut. Einnig hefur átakið Heilsueflandi Dalvíkurbyggð stuðlað að hreyfingu meðal almennings án endurgjalds. Af þessari upptalningu sést að margir njóta stuðnings frá Dalvíkurbyggð.

Davíkurbyggð

Ég hef verið þrjú kjörtímabil í Íþrótta- og æskulýðsráði og hefur verið gaman að fylgjast með hve margir eru að leggja mikið á sig í sjálfboðavinnu fyrir félögin. Þegar styrkbeiðnir koma á borð okkar, þar sem mikil sjáfboðavinna fylgir, er miklu jákvæðara að samþykkja þær en hinar þar sem allt á að þiggja en lítið að láta á móti.

Við getum verið stolt af öflugu starfi og viljum vera það áfram.  Gaman væri að íbúarnir tækju meiri þátt í fleiru eins og þeir gera í kosningu á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar ár hvert.

Þegar allt kemur til alls viljum við sanngjarna skiptingu gæða milli allra og að nýting á fjármagni sé sem best.  Stórar og miklar yfirlýsingar og loforð duga skammt ef illa árar.  Ég ólst upp við notkun á einfaldri setningu: „Eyddu minna en þú aflar“.  Þetta hef ég til hliðsjónar í mínu starfi og einnig í okkar sveitarfélagi.

Jón Ingi Sveinsson

Höfundur situr í 2. sæti B-lista í Dalvíkurbyggð.

* * *

Tóta skrifar um fræðslumál leik- Tóta skrifar um fræðslumál leik- og grunnskóla

B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks vill að börn og ungmenni í Dalvíkurbyggð fái menntun við hæfi því nám er undirstaða framtíðarinnar og mikilvægt að börnunum okkar líði vel í skóla og þau njóti sín í námi. Markmið grunnskólanna er að byggja upp góða grunnþekkingu og námsáhuga á sem flestum sviðum. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu og menntun í skólastofnunum okkar og vera stolt af því. Við erum heppin með að búa vel að góðum og fjölbreyttum mannauði í menntastofnunum okkar, það eru ekki allir grunnskólar með starfandi þroskaþjálfa, iðjuþjálfa og náms- og starfsráðgjafa við sínar stofnannir og er það eitt af því sem við megum vera hreykin af. Við viljum að nám barnanna okkar sé í sífelldri mótun og að skólarnir nýti þá tækni og þróun sem býðst í skólastarfi hverju sinni. Teymisvinna innan grunnskólanna hefur reynst vel og er mikilvægt að styðja við hana. Eins hefur teymisvinna utan um einstaklinga og fjölskyldur í samvinnu við félagsþjónustu og skólahjúkrunarfræðing skilað góðum árangri síðastliðinn tvö ár og er í sífelldri þróun sem er afar jákvætt og mikilvægt að halda þeirri vinnu áfram. Við viljum efla stoðþjónustu með því að tryggja leik- og grunnskólum aðgang að fjölskylduráðgjafa og/eða sálfræðingi. Það myndi auka þekkingu og styrkja og styðja við börnin okkar og fjölskyldur þeirra til framtíðar.

Davíkurbyggð

Það er þannig í öllu að alltaf er hægt að gera betur og ýmis sóknarfærin. T.d. væri flott ef skólarnir mættu vinna að því að kenna fjármálalæsi markvisst, efla nám á milli Dalbæjar, Félags eldri borgara og grunnskólanemenda svo sem með því að grunnskólanemendur færu og myndu aðstoða og kenna þeim eldri á Ipad/spjaldtölvur eða tölvur. Í því fellst mikið nám og góður ávinningurinn fyrir alla.

Leikskólarnir búa yfir mikilli reynslu og þekkingu sem alltaf má hlúa betur að og vinna markvissara með. Góður mannauður er í leikskólunum okkar og þarf að skoða leiðir til að efla áhuga, draga úr álagi og skoða starfsumhverfi í leikskólunum til að laða að leikskólakennara, aðra starfsmenn og auka nýliðun í stéttinni. Okkur ber að gæta þess að nám á fyrstu æviskeiðum barnanna okkar séu sem best og skilyrði til þess að þroskast og dafna séu framúrskarandi.

Þórhalla Franklín Karlsdóttir

Höfundur skipar 3. sæti B-lista í Dalvíkurbyggð.

* * *

Um fjármál og atvinnumál Dalvíkurbyggðar

Nú líður að því að gengið verði til kosninga til sveitarstjórnar. Því ákváðum við undirritaðir að festa á blað hugrenningar okkar um fjármál og atvinnumál þessa góða sveitarfélags.

Við getum verið stolt af rekstri sveitarfélagsins. Nýlega var ársreikningur fyrir árið 2017 lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn og staðfestir hann sterka stöðu. Samkvæmt ársreikningi 2017 má sjá að veltufé frá rekstri, A og B hluta er mjög gott, eða um 343 milljónir kr. Þess má geta til fróðleiks að veltufé frá rekstri er það fé sem sveitarfélagið hefur til framkvæmda og afborgunar lána. Þá má nefna að skuldahlutfall sveitarfélagsins, það er heildarskuldir á móti tekjum hefur lækkað úr um 97% árið 2012 niður í um 50% árið 2017, sem er með því lægsta meðal íslenskra sveitarfélaga (sjá mynd sem sýnir þróunina 2012-2016). Þá er sú ánægjulega þróun að eiga sér stað að okkur er að fjölga aftur eftir nokkur ár fækkunar. Þannig fjölgaði íbúum byggðalagsins úr 1.831 þann 1. janúar 2017, í 1.880 þann 1. janúar 2018 eða um 2,7%.

Davíkurbyggð
Davíkurbyggð

Mynd. Þróun skuldahlutfalls Dalvíkurbyggðar 2012-2016. Tekið af vef sambands íslenskra sveitarfélaga.

Staðan í dag gefur því svigrúm til að efla gott samfélag. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 , með áorðnum viðaukum, eru áætlaðar framkvæmdir sveitarfélagsins um 290 milljónir króna og samkvæmt þriggja ára áætlun, um 270 milljónir króna árið 2019. Það er því ljóst að mikið er verið að framkvæma á vegum sveitarfélagsins og því þarf að varast að fara ekki fram úr okkur því að eins og við vitum þá gengur efnahagslífið okkar í hæðum og lægðum ef litið er til sögunnar. Nú erum við á toppi hagsveiflunnar og gæta þarf þess að auka ekki á þensluna. Forgangsraða þarf þegar kemur að framkvæmdum og sinna þarf nauðsynlegu viðhaldi á eignum sveitarfélagsins. Ef til niðursveiflu kemur er gott að eiga borð fyrir báru til að geta viðhaldið því háa þjónustustigi sem hér er og getunni til að halda áfram uppbyggingu í sveitarfélaginu.

Tilefni er til bjartsýni um framtíð sveitarfélagsins og vel hefur gengið í rekstri  á líðandi kjörtímabili.. Við búum yfir miklum og góðum mannauði, ferðaþjónustan er á uppleið og öflug fyrirtæki í mörgum greinum atvinnulífsins til sjávar og sveita. Við höfum alla burði til að laða að okkur fyrirtæki og því þurfum við að auglýsa okkur vel sem fýsilegan kost. Við erum í samkeppni um fólk og fyrirtæki við önnur sveitarfélög og verðum við því að leggja áherslu á ágæti okkar sem sveitarfélags. Liður í því væri t.d. öflug markaðssetning byggðalagsins til þeirra er hyggja á atvinnurekstur og sem vænlegs búsetukosts, sem og stuðla að nýsköpun.

Vinna þarf nýtt aðalskipulag og deiliskipulegga bæði íbúðar og fyrirtækjalóðir þar sem markmið fulltrúa B lista er að efla byggðalagið með fjölgun íbúa og starfa á svæðinu. Búið er að sækja um mikið af byggingalóðum til íbúðabygginga og því þörf á að skipuleggja ný svæði.

Eins og áður hefur komið fram þá eru miklar framkvæmdir á árinu og á því næsta og boginn því vel spenntur á útgjaldahliðinni. Styrkleikar byggðalagsins, lág skuldastaða og góð afkoma gerir okkur kleift að standa undir mikilvægum framkvæmdum og háu þjónustustigi. Það er ósk frambjóðenda B lista, fáum við til þess umboð kjósenda, að halda áfram á sömu braut og undanfarið kjörtímabil. Við viljum halda áfram uppbyggingu sveitarfélagsins eins og verið hefur en jafnframt gæta aðhalds, varkárni og ráðdeildar í rekstri. Aðeins þannig getum við haldið áfram uppbyggingu og viðhaldið háu þjónustustigi til lengri tíma.

SumarkveðjurFelix Rafn Felixssonsæti B-lista og Kristinn Bogi Antonsson8. sæti B-lista 2018.

* * *

Opnun kosningaskrifstofu í Dalvíkurbyggð

* * *

B-lista Framsóknarkonur skrifa

Nú dregur að kosningum, Heiða er að hætta sem forseti sveitarstjórnar að loknum fjórum árum og Kata leiðir B-lista Framsóknar-og félagshyggjufólks næstu 4 árin. Okkur stöllurnar langar til að líta saman yfir sveitarfélagið okkar á þessum tímamótum.

Það er búið að vera mjög gaman að fylgjast með vexti Dalvíkurbyggðar síðustu árin og einmitt núna er mikil framsýni og áræðni í íbúum, frumkvöðlum og fyrirtækjum. Ný atvinnutækifæri hafa orðið til á Árskógssandi, Hauganesi og Dalvík. Bændurnir í sveitunum hafa hlúð að sínum fyrirtækjum og uppfært þau til nútímans svo eftir er tekið um land allt. Ferðaþjónusta blómstrar um allt sveitarfélagið í höndum drífandi einstaklinga. Búið er að úthluta lóðum til nýbygginga í iðnaði og þá hafa risið og eru að rísa ný íbúðarhús eftir langa bið.

Davíkurbyggð

Sveitarfélagið hefur undanfarin ár staðið í framkvæmdum og m.a. endurbótum við tónlistarskóla, leikskóla, leikhús og sundlaug, ljósleiðaravæðingu og stækkun á þjónustusvæði hitaveitu. Ráðist var í nauðsynlega uppbyggingu við Dalvíkurhöfn í kjölfar ákvörðunar Samherja um að byggja hér upp hátæknifrystihús, ákvörðun sem skiptir sköpum fyrir Dalvíkurbyggð. Nú er nýbúið að leggja fram ársreikning fyrir 2017 sem sýnir mjög góða afkomu og búið er að gera samning um uppbyggingu á íþróttasvæði við íþróttamiðstöðina.

Hinn jákvæði ríkjandi andi er ómetanlegur fyrir byggðarlagið okkar og smitar út frá sér út í þjóðfélagið. Fólk lítur á Dalvíkurbyggð sem vænlegan búsetuvalkost og eignir sem koma á sölu seljast oftast strax. Íbúum er farið að fjölga aftur eftir fækkun síðustu ára og það er afar jákvætt.

Dalvíkurbyggð er skemmtilega fjölbreytt sveitarfélag með ólíka búsetukosti og fjölbreytt atvinnulíf. Hér er mikill mannauður, drifkraftur og dugur. Að þessu öllu ber að hlúa. Takk fyrir góð ár og það er einlæg tilhlökkun að fylgja sveitarfélaginu okkar áfram til næstu framtíðar.

Gleðilegt sumar,
Katrín Sigurjónsdóttir1. sæti B-listans 2018 og
Heiða Hilmardóttirfráfarandi sveitarstjórnarfulltrúi B-listans.

* * *

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð 2018 var lagður fram og samþykktur einróma í fulltrúaráði þann 15. mars. B-listann skipa einstaklingar alls staðar að úr Dalvíkurbyggð með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og er kynjahlutfall jafnt á listanum, 7 konur og 7 karlar.

Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. skipar efsta sæti listans en hún sat í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-listann. Í öðru sæti er Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri og í því þriðja er Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi. Í heiðurssæti listans er Atli Friðbjörnsson á Hóli, bóndi og fyrrv. oddviti.

Málefnavinna er farin í gang. Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir mikilli og góðri uppbyggingu sveitarfélagsins og gera gott byggðarlag enn betra.

Davíkurbyggð

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð:

 1. Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
 2. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
 3. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
 4. Felix Rafn Felixson, viðskiptafræðingur
 5. Jóhannes Tryggvi Jónsson, sjúkraflutningamaður og bakari
 6. Lilja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
 7. Tryggvi Kristjánsson, verslunarstjóri
 8. Kristinn Bogi Antonsson, viðskiptastjóri
 9. Monika Margrét Stefánsdóttir, MA í heimskautarétti
 10. Sigvaldi Gunnlaugsson, vélvirki
 11. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
 12. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
 13. Eydís Arna Hilmarsdóttir, sjúkraliði
 14. Atli Friðbjörnsson, bóndi og fv.oddviti

Helstu áherslumál B-listans í Dalvíkurbyggð 2018

Ágætu íbúar Dalvíkurbyggðar!

Þann 26.maí n.k. verður gengið til kosninga til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar til næstu fjögurra ára. B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks býður fram kröftugan hóp fólks til starfa fyrir byggðarlagið. B-listann skipa einstaklingar alls staðar að úr sveitarfélaginu með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og kynjahlutfall er jafnt á listanum. Hérna kynnum við helstu áherslur B-listans í málefnum Dalvíkurbyggðar og viðburði sem framundan eru í maí. Við viljum taka það fram að þó þetta séu okkar helstu áherslumál þá erum við auðvitað opin fyrir góðum hugmyndum og alltaf til viðræðna um málefni sveitarfélagsins.

Við óskum eftir stuðningi ykkar til þess að B-listinn fái góða kosningu, því með góðri niðurstöðu tryggjum við áframhaldandi ráðdeild og hagsýni í rekstri sveitarfélagsins. Með öflugu fylgi getum við fylgt eftir mikilli og góðri uppbyggingu sveitarfélagsins og gert gott byggðarlag enn betra samfélaginu okkar til heilla.

Frambjóðendur B-listans.

Fjármál og stjórnsýsla

Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er góð, tekjur hafa aukist og tekist hefur að greiða niður skuldir á undanförnum árum. Að baki liggur mikil vinna, ráðdeild og hagsýni starfsfólks sveitarfélagsins og í því býr okkar stærsti auður. Nauðsynlegt er að halda vel á spöðunum og fara vel með fjármuni sveitarfélagsins, halda áfram niðurgreiðslu skulda og leita leiða til tekjuaukninga, t.d. af húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Allar fjárfestingar þarf að ígrunda vel og leita jafnan hagkvæmustu leiða í framkvæmdum. Við viljum viðhalda háu þjónustustigi en forðast að auka það með þeim hætti að það feli í sér hækkun rekstrargjalda til lengri tíma nema á móti komi auknar útsvarstekjur með fjölgun íbúa. Við viljum virkt íbúalýðræði og að kosið verði um stærri mál sem taka þarf afstöðu til.

Smávirkjanir

Eins og staðan er í dag þá er ekki möguleiki á auknu rafmagni á okkar svæði, það getur verið slæmt bæði fyrir fyrirtæki og heimili. Að frumkvæði B-listans var á síðasta kjörtímabili unnin skýrsla um smávirkjanir í Dalvíkurbyggð. Sú skýrsla vakti athygli og skapaði miklar umræður um þá möguleika sem eru fólgnir í orkuöflun með smávirkjunum t.d. hér í Eyjafirði. Halda þarf áfram með athugun á virkjunarkostum og kanna áhuga á virkjunarframkvæmdum í sveitarfélaginu. Við viljum að Dalvíkurbyggð verði leiðandi í að aðstoða bændur og aðra landeigendur í Dalvíkurbyggð sem hafa áhuga á að koma á fót smávirkjun og lágmarka þannig þörf á varaafli frá 10 MW díselrafstöð, sem samkvæmt fréttum, á að koma upp í Höfðanum.

Félagsþjónusta

Dalvíkurbyggð veitir góða félagsþjónustu en hlutverk félagsþjónustunnar er meðal annars að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð á grundvelli samfélagshjálpar þannig að allir geti notið sín sem best í samfélaginu. Félagsþjónustan vinnur að forvörnum, mannréttindum og jafnréttismálum sveitarfélagsins. Málefni fatlaðra eru í góðum farvegi og boðið er uppá góða þjónustu í þeim efnum. Á teikniborðinu eru tvö raðhús við Lokastíg sem fara í byggingu á árinu, fyrir fatlaða einstaklinga. Þjónusta í félagsþjónustu er opin öllum íbúum sveitarfélagsins. B-listinn vill halda áfram góðu samstarfi við félagsþjónustuna í Fjallabyggð.

Stoðþjónusta þarf að vera þannig upp byggð að aldraðir og öryrkjar geti sem lengst búið við eðlilegt heimilislíf og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Því viljum við að sá afsláttur af fasteignaskatti sem er ákveðinn árlega til elli- og örorkulífeyrisþega nýtist þeim sem rétt eiga til hans að fullu. B listinn vill að við skipulagsvinnu verði tryggt svæði við Dalbæ fyrir litlar íbúðir fyrir 60 ára og eldri þar sem íbúar gætu búið í eigin húsnæði og notið þjónustu sem er í boði á Dalbæ. Samráðsvettvangur Byggðaráðs og Félags eldri borgara verði áfram virkur og lífsreynsla og þekking hinna eldri nýtt öllum til auðgunar.

Fræðslu- og menningarmál

Við eigum framúrskarandi leik- og grunnskólaeiningar hér í Dalvíkurbyggð. Við viljum styðja vel við það góða og metnaðarfulla starf sem þar er unnið því börnin okkar eru framtíðin. Áfram verði unnið eftir stefnu um skóla án aðgreiningar og uppbyggingarstefnu. Stoðþjónusta verði efld með því að tryggja aðgang að sálfræði- og fjölskylduráðgjöf. B-listinn vill leita allra leiða til að leikskólar geti verið fyrir börn frá 9 mánaða aldri. B-listinn telur að Árskógarskóli sé mikilvægur til að laða að ungt fólk til búsetu á Árskógsströnd og vill að hann sé auglýstur sem valkostur fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.

Tónlistarskóli Dalvíkur var sameinaður við Tónlistarskóla Fjallabyggðar á kjörtímabilinu undir nafni Tónlistarskólans á Tröllaskaga. B-listinn vill lýsa yfir ánægju sinni með skólann og vill stuðla áfram að góðri tónlistarkennslu í sveitarfélögunum.

Í sveitarfélaginu er gróskumikið og gott félags- og menningarstarf sem við viljum halda áfram að styðja vel við þar sem öflugt menningarlíf er mjög mikilvægur og auðgandi þáttur í hverju samfélagi.

Íþrótta- og æskulýðsmál

Mikilvægt er að sveitafélagið eigi gott samstarf við íþróttafélögin um uppbyggingu, endurbætur og rekstur íþróttamannvirkja og íþróttasvæða. B-listinn ætlar að fylgja því eftir að nýr knattspyrnuvöllur rísi eins og fram kemur í þriggja ára fjárhagsáætlun. Áfram verið unnið að heilsueflandi Dalvíkurbyggð og lýðheilsu og forvörnum sinnt áfram af krafti.

Félagsmiðstöðvar skapa stóran sess í lífi barna og ungmenna í öðrum aðstæðum en innan veggja skólanna og hjálpar þeim að þroskast í leik og starfi til framtíðar. Því vill B-listinn efla starf félagsmiðstöðvar Dalvíkurbyggðar í samráði við starfsfólk fræðslu og menningarsviðs. Ungmennaráð verði áfram virkt til að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um æskulýðsstefnu og málefni ungs fólks í byggðarlaginu.

Umhverfis- og skipulagsmál

Dalvíkurbyggð er snyrtilegt byggðarlag og hefur átakið „allt í lag fyrir Fiskidag“ stuðlað að betri umhverfisvitund og miklum metnaði fyrir fallegu og aðlaðandi umhverfi. Þjóðvegurinn í gegnum Dalvík þarfnast verulegs viðhalds og endurgerðar og sama má segja um vegina fram Skíðadal og Svarfaðardal, brýnt er að þrýsta á Vegagerð ríkisins til úrbóta.

Komið er að endurskoðun á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. B-listinn vill að í upphafi þeirrar vinnu verði haldið íbúaþing til að fá fram álit og áherslur íbúa byggðarlagsins. Hefja skal vinnu við deiliskipulag fyrir frekari íbúabyggð í þéttbýliskjörnum til að tryggja nægt framboð íbúða- og iðnaðarlóða. Gerð verði áætlun um átak í gerð göngustíga í Dalvíkurbyggð.

Veitur og hafnir

Hafnirnar eru lífæðar þéttbýliskjarnanna og við viljum sjá þar iðandi mannlíf og áframhaldandi uppbyggingu til eflingar atvinnulífs. B-listinn vill að haldið verði áfram uppbyggingu í kringum verbúðirnar og lagfært umhverfið frá ferjubryggju og að norðurgarði. Einnig vill B-listinn að áfram verði unnið að endurbótum við hafnirnar á Árskógsströnd og svæðin í kringum þær gert aðgengilegra fyrir útivist. Má þar nefna viðgerð á gömlu bryggjunni á Hauganesi. Þrýsta þarf á Vegagerðina að koma upp viðeigandi aðstöðu sem þjónar ferðamönnum sem eru á leið til Grímseyjar. Á kjörtímabilinu verði komið upp 1. stigs hreinsistöð við öll útræsi fráveitu í Dalvíkurbyggð.

Atvinnumál

Dalvíkurbyggð er líflegt landbúnaðarsvæði og við erum stolt af bændum byggðarlagsins, metnaði þeirra til uppbyggingar og dugnaði við að rækta og bæta sínar jarðir. Ferðaþjónustan og frumkvöðlastarf blómstrar um allt sveitarfélagið í höndum dugandi og drífandi einstaklinga. Íbúum sveitarfélagsins er tekið að fjölga aftur og við viljum stuðla áfram að þeirri jákvæðu þróun.

Tryggja þarf að vetrarþjónusta Vegagerðarinnar taki tillit til þeirra miklu uppbyggingar sem hefur orðið í Dalvíkurbyggð, sérstaklega með aukinni atvinnu í dreifbýlinu. Við fögnum fyrirhugaðri uppbyggingu Samherja á hátæknifrystihúsi og hlúa þarf vel að þeim sjávarútvegs- og iðnfyrirtækjum sem fyrir eru.

B-listinn vill leggja aukna áherslu á markaðssetningu sveitarfélagins Dalvíkurbyggð. Nú þegar er hafin vinna hjá sveitarfélaginu við gerð kynningarefnis og viljum við styðja við þá vinnu og halda því verkefni lifandi. Með markaðssetningu sveitarfélagsins viljum við annars vegar kynna byggðalagið sem einstakan búsetukost, með öllum þeim lífsgæðum sem hér eru til staðar, sem og þá kosti sem hér eru fyrir þá aðila sem hyggjast koma upp atvinnurekstri. Með ljósleiðaravæðingu, betri hafnaraðstöðu og aðgangi að 3ja fasa rafmagni um allt sveitarfélagið er svæðið mun betur í stakk búið til að laða að ný atvinnutækifæri og fjölbreyttari störf.

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Akureyrarbær

Deila grein

13/05/2020

Akureyrarbær


FRAMSÓKN Á AKUREYRABÆ

AKUREYRI TIL FRAMTÍÐAR – tryggjum Ingibjörgu Isaksen sæti í bæjarstjórn

* * *

Metaðsókn í sundlaug Akureyrar

Metaðsókn var að Sundlaug Akureyrar á síðasta ári. Straumhvörf urðu þegar rennibrautirnar vinsælu voru teknar í notkun í júlí en frá þeim tíma og til ársloka fjölgaði heimsóknum í laugina um 40.000 gesti miðað við sama tíma árið áður. Heildarfjöldi gesta á árinu var um 389 þúsund, töluvert umfram eldra aðsóknarmet.

Akureyri

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur aukningin haldið áfram á þessu ári og ef fram heldur sem horfir má gera ráð fyrir því að heimsóknir í laugina verði yfir 400 þúsund nú í ár.

Framkvæmdirnar við sundlaugina eru sannarlega að skila sér, ekki eingöngu í ánægju bæjarbúa og ferðafólks, heldur einnig með auknum tekjum sundlaugarinnar en á síðasta ári voru tekjur laugarinnar 21,5 milljónir umfram áætlun sem er sannarlega ánægjulegur ávinningur.

Heitur pottur og vaðlaug

Í dag voru vaðlaug og heitur pottur tekin í notkun við sundlaugina. Potturinn er með nuddstútum og er góð viðbót við potta laugarinnar. Í vaðlauginni er bæði hægt að busla og leika sér, auk þess sem þaðan er gott að fylgjast með börnunum bæði í rennibrautunum og lendingarlauginni.

Framkvæmdirnar við laugina hafa verið umfangmiklar. Nýtt og mikið notað kalt kar hefur leyst fiskikarið af hólmi. Nýtt yfirborðsefni var sett á barnavaðlaugina og nýjum leiktækjum komið þar fyrir auk þess sem steypt var ný lendingarlaug við rennibrautirnar.  Ráðist var í löngu tímabært viðhald á sundlaugarsvæðinu, skipt var um yfirborðsefni á bökkum laugarinnar auk annarra viðhaldaverkefna.

Gott aðgengi

Mikil áhersla var lögð á bætt aðgengi á sundlaugarsvæðinu. Nýr fjölnotaklefi var tekinn í notkun en þá aðstöðu hefur skort. Sérstaklega var hugað að góðu aðgengi fyrir fatlaða í nýja pottinum og vaðlauginni þannig að mun fleiri geta nú  nýtt sér aðstöðuna og notið þess sem laugin hefur upp á að bjóða.

Senn sér fyrir endann á þessum viðamiklu framkvæmdum við laugina en gert er ráð fyrir að  framkvæmdum við sundlaugalóðina ljúki í júní en þar verður útbúin sólbaðsaðstaða og leiksvæði fyrir börn.

Eins og heimsóknafjöldinn í sundlaugina gefur til kynna er hún afar vinsæl meðal bæjarbúa og hefur að auki heilmikið aðdráttarafl fyrir gesti okkar, jafnt sumar sem vetur. Laugin, pottarnir, rennibrautirnar og svæðið sem heild gegnir mikilvægu hlutverki sem vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna og er einn vinsælasti áningarstaður innlendra sem erlendra gesta okkar milli þess sem þeir njóta alls þess sem Akureyri hefur upp á að bjóða í afþreyingu, listum og skemmtun.

Ingibjörg Ólöf Isaksen

Höfundur er framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins á Akureyri.

Greinin birtist fyrst á vikudagur.is 22. maí 2018.

* * *

Heilsueflandi bær

Á líðandi kjörtímabili gerðist Akureyri Heilsueflandi samfélag, við hækkuðum upphæð frístundaávísana úr 10.000 kr. í 30.000 auk þess sem við hækkuðum aldur notenda úr 6-12 ára upp í 6-18 ára.

Margt hefur verið gert á sviði í heilsueflingar hér í bænum, Akureyri á iði er verkefni sem komst á koppinn þegar ég var formaður íþróttaráðs en verkefnið er hugsað fyrir alla íbúa bæjarins til að kynna þá fjölbreyttu flóru sem í boði er til hreyfingar fyrir unga jafnt sem aldna. Bæði hafa íþróttafélög, fyrirtæki og aðrir íbúar bæjarins lagt sitt að mörkum.

Að auki var töluvert unnið við íþróttamannvirki okkar, við kláruðum m.a. íþróttahús Naustaskóla, settum nýja plötu á skautasvellið, skiptum um gervigras í Boganum þar sem gúmmíkurlinu var skipt út auk þess sem nú liggur fyrir að skipta um gervigras á öllum sparkvöllum bæjarins.

Akureyri

Mikil uppbygging er í Hlíðarfjalli, ný lyfta er væntanleg en þar koma Vinir Hlíðarfjalls öflugir að verkefninu ásamt Akureyrarbæ. Þetta og margt annað gott hefur gerst í íþróttamálum í bænum síðastliðin fjögur ár.

Við hjá Framsókn höfum mikinn áhuga á lýðheilsu, fræðslu henni tengdri og forvörnum eins og endurspeglast í stefnuskrá okkar.

Við viljum gera enn betur og hækka frístundaávísanir í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu. Auka þátttöku fólks á öllum aldri í íþrótta- og tómstundastarfi og efla ráðgjöf og heilsueflingu til eldri borgara. Við viljum leggja áherslu á aukna hreyfingu og lýðheilsuhugsun í leik- og grunnskólum og fylgja eftir nýsamþykktri íþróttastefnu bæjarins.

Við viljum auka forvarnir gegn vímuefnum og setja á fót áfangaheimili fyrir ungt fólk sem er að koma úr áfengis- og fíkniefnameðferð. Bæta þarf sálfræði- og aðra sérfræðiþjónustu í skólum og stytta ferli frá ósk um aðstoð til aðgerða. Auk þess teljum við rétt að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kvíða og þunglyndi hjá börnum.

Ég vil einnig nefna uppbyggingu hjóla- og göngustíga sem raunhæfan samgönguvalkost.Með því er hvatt til aukinnar hreyfingar og spornað við ofþyngd og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum.

Margt hefur verið gert á sviði í heilsueflingar hér í bænum, Akureyri á iði er verkefni sem komst á koppinn þegar ég var formaður

Þetta ásamt öðru leggjum við áherslu á í komandi kosningum en umfram allt leggjum við fram áherslur sem við ætlum að standa við!

Ingibjörg Isaksen

Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins á Akureyri

Greinin birtist fyrst á kaffid.is 18. maí 2018.

* * *

Matvælabærinn Akureyri

Í stefnuskrá okkar framsóknarfólks á Akureyri leggjum við áherslu á fjölbreytt atvinnutækifæri því við viljum að Akureyri verði ákjósanlegur valkostur fyrir alla. Þar er meðal annarst tiltekið að við viljum gera Akureyri að miðstöð þróunar í matvælaiðnaði með sterkri tengingu við frumframleiðslugreinar og efla Háskólann á Akureyri í því skyni með tengingu hans við atvinnulíf á svæðinu. Jafnframt viljum við styðja við frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun.

Akureyri

AF HVERJU VILJUM VIÐ ÞETTA?
Á Eyjafjarðarsvæðinu hefur matvælaframleiðsla lengi verið ein af mikilvægustu atvinnugreinunum. Akureyri er stór þéttbýlisstaður í miðju matvælaframleiðsluhéraði með langa hefð fyrir úrvinnslu og annari virðisaukandi starfsemi tengdri landbúnaði og sjávarútvegi. Nefna má að árið 2016 var verðmæti afla sem landað var á Akureyri um 4,2 miljarðar króna. Kúabú við Eyjafjörð framleiða um fimmtung af allri mjólkurframleiðslu á Íslandi og þar að auki kemur mjólk úr Þingeyjarsýslum, Húnavatnssýslum og jafnvel frá Suðurlandi inn til vinnslu hjá MS á Akureyri. Kjötvinnsla hér er meiri en víðast hvar annarsstaðar. Störfin sem um ræðir skipta hundruðum.

Í atvinnustefnu Akureyrarbæjar má lesa eftirfarandi: „_Fyrirtæki á Akureyri verði í fararbroddi í þróun og framleiðslu matvæla á landsvísu. Bærinn verði þekktur sem miðstöð rannsókna og þróunar í íslenskum matvælaiðnaði og skapi þannig fjölda nýrra starfa bæði á sviði hátækni og framleiðslu í greininni_ “ Þessari stefnu viljum við fylgja eftir, efla og útvíkka þennan mikilvæga hluta af atvinnustarfsemi á Akureyri.

HVERNIG GETUM VIÐ GERT ÞETTA?
Í Háskólanum á Akureyri er öflug auðlindadeild sem þar sem boðið er upp á raunvísinda og viðskiptatengt nám í sjávarútvegsfræði, líftækni og náttúru- og auðlindafræði. Einnig rekur Matís starfsstöð í samstarfi við HA þar sem áhersla er á rannsóknir þróun og nýsköpun. Hér er því góður grunnur til staðar sem við þurfum að sameinast um að styðja og efla. Til dæmis með því að skapa aðstæður sem hvetja til samvinnu þessara aðila og atvinnurekanda á svæðinu með áherslu á nýsköpun, þróunarverkefni og rannsóknir á virðisaukandi þróun á matvælum og aukaafurðum sem til falla.

Fjölbreytt atvinnutækifæri eru forsenda öflugs atvinnulífs og þar með þess að bærinn okkar sé eftirsóttur búsetukostur fyrir alla sem þar vilja búa. Akureyri er leiðandi sveitarfélag á landsbyggðinni, aukin tækifæri til menntunar, atvinnu og nýsköpunar hér koma því ekki bara íbúum Akureyrar til góða heldur verða einnig til þess að styðja við og styrkja landsbyggðina í heild sinni. Það á ekki síst við þegar kemur að verðmætasköpun í matvælaiðnaði.

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttirbúfjárerfðafræðingur, skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins á Akureyri.

Tryggvi Már IngvarssonMSc í landmælingaverkfræði, skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins á Akureyri.

Greinin birtist fyrst á kaffid.is 17. maí 2018.

* * *

Traust staða og lækkun skulda

Ágæti lesandi.

Gjarnan er rætt um stöðu sveitarfélaga í aðdraganda kosninga og því full ástæða til að varpa ljósi á stöðuna hjá okkur hér á Akureyri. Strax í upphafi kjörtímabilsins var stefnan hjá núverandi meirihluta sett á að ná stöðugleika í rekstri, byggja upp traustan grunn til framtíðar, bæta upplýsingagjöf og gera stjórnsýsluna markvissari.

Langtímaskuldir lækkað um ríflega milljarð

Lykillinn af því að búa í haginn fyrir framtíðina er traustur fjárhagur. Við höfum á þessu kjörtímabili séð skuldahlutfall sveitarfélagsins lækka úr 112% í 95% í árslok 2017 og þegar horft er til A-hluta hefur skuldahlutfallið lækkað úr 100% í 82% í lok árs 2017. En skuldahlutfall segir ekki alla söguna því langtímaskuldir hafa lækkað um ríflega 1 milljarð króna hjá A-hluta sveitarfélagsins á síðustu fjórum árum.

Akureyri

Skynsemi í fjárfestingum
Það sem helst skýrir þennan viðsnúning má rekja til skynsemi í fjárfestingum. Þannig höfum við á þessu kjörtímabili fjárfest fyrir ríflega 3,4 milljarða hjá A-hluta, sem er mun minna en kjörtímabilin þar á undan eins og sjá má á mynd hér að neðan.

Betri upplýsingagjöf
Við höfum ennfremur unnið markvisst að því að bæta upplýsingagjöf til bæjarbúa. Nú eru mánaðarlega lagðar fram tölur um rekstur og fjölda stöðugilda, tekin voru upp hálfsárs uppgjör, bókhald sveitarfélagsins var gert aðgengilegt á heimasíðu bæjarins þar sem einnig má finna vandaða greinargerð um fjárhagsáætlun. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist og við erum að skila sveitarfélaginu í mun betri stöðu og erum tilbúin að takast á við verkefni framtíðarinnar.

Er tilbúinn til verka

Lesandi góður.
Ég hef sem formaður bæjarráðs leitt vinnu við fjármál sveitarfélagsins á yfirstandandi kjörtímabili og hef lagt mig allan fram um að skila góðum og vönduðum vinnubrögðum. Ég er tilbúinn til áframhaldandi verka. Settu X-við B á kjördag.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri

Greinin birtist fyrst á kaffid.is 17. maí 2018.

* * *

Hestamennska fyrir alla

Að stunda hestamennsku getur verið allt í senn, íþrótt, atvinna, áhugamál og lífstíll þar sem umgengni við náttúru og dýr er í aðalhlutverki.

Í starfi mínu hef ég fengið einstakt tækifæri til að kynnast starfsemi á vettvangi hestamennsku og hrossaræktar bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hrossaræktin og hestamennska sem áhugamál og íþrótt eru nátengd og styður þar hvort annað en áskoranir á þessum vettvangi eru margar og samkeppnin um tíma og áhuga fólks er mikil.

Eitt af stóru umræðumálunum á vettvangi hestamennskunnar er nýliðun í greininni, annað stórt mál eru öryggismál hestamanna. Það er mikilvægt fyrir framtíð hestamenskunnar og þar með okkur hestamenn að það sé raunhæfur valkostur fyrir nýtt fólk að koma inn í greinina. Eitt af þeim atriðum sem skipta miklu máli hvað það varðar er að hægt sé að skapa umhverfi þar sem allir upplifa sig örugga og geta notið sín. Þar bera báðir aðilar ábyrgð, annars vegar sveitarfélög að stuðla að uppbyggingu innviða sem gera slíkt mögulegt og hins vegar við hestamenn sjálfir með því að sýna hvort öðru tillitsemi og styðja við bakið á þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref og taka tillit til þeirra sem kjósa að stunda sína hestamennsku á öðrum forsendum en við kannski veljum sjálf. Munum að það besta við hestamennskuna er fjölbreytileikinn og okkar styrkur er að í hestamennsku ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Akureyri

Að stunda hestamennsku innan bæjarmarka á stórum þéttbýlisstað getur verið áskorun fyrir okkur sem höfum alist upp við það að geta þvælst á hesti út um allar koppagrundir án þess að spyrja kóng eða prest, helst með fleiri en einn til reiðar og hund með í för. Við hestamenn þurfum að sýna gott fordæmi og ganga um umhverfi okkar með hliðsjón af því að við erum í návist við þéttbýli og í sambýli við annað útivistarfólk. Við þurfum jafnframt að vera dugleg að fræða þá sem ekki þekkja til okkar íþróttar um okkur og okkar þarfir þannig að sambýlið við aðra geti gengið sem best fyrir sig.

Akureyri hefur alla möguleika á að efla hestamennsku sem hluta af íþróttalífi, afþreyingu og ferðaþjónustu í bænum og að hér verði öflugur miðpunktur hestamennsku og starfsemi í kringum hana. Ég er tilbúin að vinna með  hestamönnum að því verkefni.

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir.

Höfundur er fagstjóri búfjárræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins, hestaeigandi, útivistarmanneskja og skipar 3. sæti lista Framsóknarflokksins á Akureyri.

* * *

Framtíðarsýn í fræðslu- og dagvistarmálum á Akureyri

Framsóknarmenn á Akureyri leggja sérstaka áherslu á fræðslu- og dagvistarmál í sinni stefnu og mikilvægi þess að huga jöfnum höndum að velferð barna og frábæru starfsfólki skólanna. Margt hefur áunnist en það er alltaf hægt að gera betur. Við viljum skoða sérstaklega starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara, innleiða snemmbæra íhlutun sem fyrirbyggjandi forvörn við vaxandi kvíða og þunglyndi barna, verða leiðandi í fjölbreyttu skólastarfi og tryggja öllum börnum á Akureyri vistunarpláss. Frambjóðendur funduðu með hópi grunn- og leikskólakennara og vonumst við til þess að það endurspegli stefnu okkar í þessum málaflokki.

Akureyri
Akureyri

Aukum veg og virðingu leik- og grunnskólakennara
Af öðrum starfsmönnum Akureyrarbæjar ólöstuðum þá gegna leik- og grunnskólakennarar mikilvægu hlutverki í að byggja upp Akureyri til framtíðar. Framsóknarmenn vilja vinna að því að gera skólana að eftirsóknarverðum vinnustað fyrir góða og áhugasama kennara, sem því miður leita nú meira en oft áður í önnur störf. Aðgerða er þörf og í samstarfi við menntamálaráðherra okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sjáum við vonandi fram á bjartari tíma.

Það þarf að samræma tækjakost allra skóla og íþróttamannvirkja, skoða hvort ekki megi finna samlegðaráhrif milli skóla svo tími kennara nýtist betur en um leið styrkja þá skóla sem vilja auka vald sitt og sjálfstæði. Það þarf að tryggja viðeigandi ráðgjöf til handa kennurum eftir þörfum þeirra og minnka álag á þeim með því að ráða sálfræðinga, fleiri sérkennara og annað fagmenntað fólk inn í skólana. Leggjum niður viðbótarskráningu á vinnustund og stefnum að sveigjanlegum og fjölskylduvænum vinnutíma.

Við leggjum einnig áherslu á að bæta starfsaðstæður barna og starfsmanna í leikskólum og fækka börnum inn á deildum. Auka þarf stuðningskennslu og stytta greiningarferli hjá börnum í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla.

Að lokum viljum við skoða kosti þess að taka upp í tilraunaskyni svipað fyrirkomulag og notast er við í leikskólanum Hólmasól við góðan orðstír. Þar býðst stafsmönnum að vinna styttri vinnudag þar sem faglegt starf fer að mestu fram milli 10:00 og 14:00.

Snemmbær íhlutun
Rannsóknir sína að kvíði og þunglyndi barna hefur aukist og neysla er vaxandi vandamál. Ráðherra Framsóknarmanna, Ásmundur Einar Daðason, hefur talað fyrir því að aðgerða sé þörf og horfir sérstaklega til snemmbærar íhlutunar, það þarf að bregðast fyrr við en áður og ná til yngri barna.

Áreitið í nútímasamfélagi er gífurlegt og sú veröld sem börnin okkar búa við í tækniheiminum er oft á tíðum óhugnanleg og markaðsáreitið varasamt börnum. Það þarf að fræða börnin um kosti og galla þessarar tækni, um muninn á net- og raunsjálfi, kenna þeim að þekkja duldar auglýsingar, þjálfa þau í félagslegum samskiptum og vinna með styrkleika þeirra. Til þess þurfum við að ráða sérmenntað fagfólk inn í skólanna sem sinnir þessari fræðslu í samstarfi við kennara.

Það þarf að bæta sálfræði- og aðra sérfræðiþjónustu í skólum, vinna að forvörnum í víðu samhengi og stytta ferli frá ósk um aðstoð til aðgerða. Setjum börnin okkar í forgang.

Spennandi tímar framundan
4. iðnbyltingin býður upp á heilmörg tækifæri fyrir börnin okkar, tækifæri sem við gerum okkur ekki í hugarlund í dag. Við þurfum að búa okkur undir að mörg þeirra starfa sem við vinnum í dag verða ekki til í náinni framtíð. Við verðum að haga menntun barnanna okkar eftir því. Skapandi störfum og störfum tengd tækni og nýsköpun mun fjölga og þess vegna er mikilvægt að sinna þeim þáttum vel í skólastarfinu og auka samvinnu enn frekar við framhaldsskóla og atvinnulíf með sérstakri áherslu á verk- og tækninám. Það er á okkar stefnuskrá að Akureyrarbær verði leiðandi í innleiðingu á tækni í skólastarfi og bjóði upp á fjölbreytt og spennandi nám þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Umbætur í dagvistarmálum
Til að auðvelda foreldrum þátttöku í atvinnulífinu þarf að tryggja úrræði eftir að fæðingaorlofi lýkur og leikskólaganga hefst. Við viljum leikskóla frá 12 mánaða aldri í samræmi við fyrirhugaða lengingu fæðingarorlofs og jafna kostnað við dagsvistun barna á leikskólaaldri til að mismuna ekki foreldrum eftir því hvenær á árinu barnið er fætt. Það þarf að móta framtíðarsýn fyrir uppbyggingu leikskólamannvirkja í tengslum við ungbarnadeildir og fækkun barna inni á deildum. Þetta teljum við raunhæfan kost þegar nýr leikskóli við Glerárskóla er risinn. Einnig viljum við halda þeim möguleika opnum að halda áfram starfsemi í Pálmholti í einhverri mynd eftir að nýr leikskóli opnar árið 2020. Í vetur kom upp erfið, en jafnframt ánægjuleg, staða þegar 40 börn fluttu óvænt í bæinn og verkefni sem þurfi að leysa. Nú eru öll börn fædd í jan., feb., og mars á síðasta ári komin með pláss á leikskóla í haust sem ber að fagna.

XB Akureyri til framtíðar

Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari 5. sæti og Jóhannes Gunnar Bjarnason grunnskólakennari 6. sæti.

Greinin birtist fyrst á kaffid.is 5. maí 2018.

* * *

Mannauðurinn hjá Akureyrarbæ

Í stefnuskrá okkar Framsóknarfólks, sem kynnt verður formlega á næstu dögum, leggum við m.a. áherslu á mannauðsmál. Akureyrarbær er stór vinnuveitandi og því er mikilvægt að þau framboð sem bjóða fram til kosninga hér í bæ hafi mótaða stefnu í málum er snúa að starfsaðstæðum og vinnufyrirkomulagi ríflega 1.500 starfsmanna Akureyrarbæjar.

Í undirbúningi við gerð stefnuskrár okkar höfum við átt samræður við starfsfólk bæjarins og ljóst er að víða er staðan orðin erfið. Kröfur samfélagsins til starfsmanna og þjónustu af þeirra hálfu eru sífellt að aukast og mikið álag hefur orsakað aukin veikindi og ekki síst langtímaveikindi og við því þarf að bregðast

Akureyri

Margt hefur áunnist í starfsmannamálum bæjarins á liðnum árum og á síðasta ári var m.a. samþykkt metnaðarfull mannauðsstefna fyrir Akureyrarbæ.  Við Framsóknarfólk teljum mikilvægt að stefnunni  verði fylgt eftir.  Leggja þarf áherslu á gott starfsumhverfi, heilsueflingu, starfsanda, aðbúnað og öryggi starfsfólks.  Við teljum mikilvægt að skoða sérstaklega vinnufyrirkomulag og starfsaðstæður m.a. í velferðarþjónustu og hjá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.  Álag í leik- og grunnskólum er orðið þannig að flótti starfsfólks er staðreynd og við því þarf að bregðast.  Bæta þarf aðstöðu barna og starfsmanna í leikskólum og við teljum rétt að skoða möguleika á breyttri útfærslu á skráningu í vinnustund hjá grunnskólakennurum.

Ljóst er að gott samfélag byggist upp á góðri þjónustu af hendi sveitarfélagsins.  Sú þjónusta verður ekki veitt nema með hæfu og góðu starfsfólki sem starfar við ákjósanlegar starfsaðstæður og aðbúnað.  Við höfum gert margt gott en það er hægt að gera betur.  Það ætlum við Framsóknarfólk að gera.

Akureyri til framtíðar.  X-B

Ingibjörg Ólöf Isaksenbæjarfulltrúi og Guðmundur Baldvin Guðmundssonbæjarfulltrúi.

* * *

Horft um öxl

Nú þegar rúmlega sex vikur eru til bæjarstjórnakosninga er fróðlegt að horfa um öxl og rýna í það sem gert hefur verið hér á Akureyri á yfirstandandi kjörtímabili.

Meirihluti Framsóknar, L-lista og Samfylkingar ákvað strax í upphafi að leggja upp með samstarfssamning um þau mál sem mikilvægt þótti að vinna á yfirstandandi kjörtímabili. Óhætt er að segja að afar vel hafi tekist til við að framfylgja samstarfssamningnum og flest þau málefni sem lagt var upp með hafa ýmist verið framkvæmd eða komin í vinnslu.

Akureyri

Við bæjarfulltrúar Framsóknar og nefndarfólk okkar höfum staðið í ströngu á kjörtímabilinu og höfum leitt vinnu við mörg mikilvæg mál.

Þannig hefur umbreytingum á fjármálum og stjórnsýslu verið stýrt af formanni bæjarráðs, Guðmundi Baldvin. Ráðist var í stjórnsýslubreytingar, bókhald bæjarins var opnað, skýrslugjöf til bæjarfulltrúa var stóraukin og stöðugleiki í rekstri hefur aukist svo fátt eitt sé nefnt af því sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins.

Í skipulagsmálum hefur mikið mætt á formanni skipulagsráðs Tryggva Má. Nú nýverið samþykkti bæjarstjórnin samhljóða aðalskipulag 2018-2030 og í máli allra bæjarfulltrúa kom fram , mikil ánægja með störf skipulagsráðs og verkstjórn formannsins en mikil samvinna einkenndi alla hans vinnu.

Á vettvangi Umhverfis- og mannvirkjasviðs hefur verið ráðist í viðamiklar framkvæmdir og hefur Ingibjörg Ólöf, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs, staðið í brúnni og fylgt þeim eftir. Umhverfismálin hafa einnig verið á hennar könnu en Akureyrarbær stendur framarlega í umhverfismálum þannig að eftir er tekið.

Já, sá meirihluti sem stofnaður var í upphafi kjörtímabilsins var skipaður sex bæjarfulltrúum sem höfðu það að markmiði að gera góðan bæ betri. Það er skoðun okkar að vel hafi tekist til og við tvö sem eftir stöndum af þeim bæjarfulltrúum sem mynduðu meirihlutann erum sannanleg tilbúin að taka áfram slaginn með öflugum frambjóðendum Framsóknar og halda á þeirri vegferð að gera góða bæ enn betri.

Guðmundur Baldvin Guðmundssonbæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og Ingibjörg Ólöf Isaksenframkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.

Greinin birtist á vikudagur.is 13. apríl 2018.

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi var samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi félagsins laugardaginn 3. mars.

Fulltrúaráðið stillti upp listanum þar sem Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, skipar efsta sæti, Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri er í öðru sæti, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur í því þriðja, Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur skipar fjórða sæti listans, Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari er í fimmta sæti og Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, skipar sjötta sæti listans. Á myndinn eru frá vinstri: Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jóhannes Gunnar Bjarnason, Ingibjörg Isaksen, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Tryggvi Már Ingvarsson.

Akureyri

Við uppstillingu listans var meðal annars áhersla lögð á fjölbreytta menntun og reynslu frambjóðenda, ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumikla frambjóðendur og jafnt hlutfall kynjanna. „Ég fer bjartsýnn inn í kosningabaráttuna og vongóður um góða niðurstöðu enda framboðslistinn einhuga og vel skipaður hópur,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti listans.

„Ég hlakka til að vinna með þessum öfluga hópi frambjóðenda Framsóknarflokksins sem gengur samstíga inn í komandi kosningabaráttu,“ segir Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi.
Á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnakosningarnar eru 22 frambjóðendur, 11 konur og 11 karlar.

Framsóknarmenn fengu tvo bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 2014, Guðmund Baldvin Guðmundsson og Ingibjörgu Isaksen.

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri:

 1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs
 2. Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
 3. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur
 4. Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur
 5. Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari
 6. Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi
 7. Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður
 8. Sverre Andreas Jakobsson, fyrirtækjaráðgjafi og handboltaþjálfari
 9. Óskar Ingi Sigurðsson, rafmagnsiðnfræðingur og kennari
 10. Anna Rakel Pétursdóttir, nemi og knattspyrnukona
 11. Grétar Ásgeirsson, flokksstjóri og vélamaður
 12. Katrín Ásgrímsdóttir, garðyrkjufræðingur
 13. Gunnar Þórólfsson, verkamaður
 14. Ólöf Rún Pétursdóttir, nemi
 15. Siguróli M. Sigurðsson, sagnfræðingur
 16. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður
 17. Árni Gísli Magnússon, sölumaður
 18. Petrea Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
 19. Guðrún Rúnardóttir, bókari
 20. Ólafur Ásgeirsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn
 21. María Ingadóttir, launafulltrúi
 22. Páll H. Jónsson, eldri borgari
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Kópavogsbær

Deila grein

13/05/2020

Kópavogsbær

 

FRAMSÓKN Í KÓPAVOGI

Lækkum kostnað við íþróttaiðkun barna

Áhrifarík leið til að veita jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð efnahag er að halda kostnaði í skefjum. Víða erlendis þurfa ungir íþróttaiðkendur ekki að standa skil á nema broti af þeim kostnaði sem hér tíðkast og oft fylgir fatnaður eða einhverskonar fríðindi með í æfingagjöldum.

Tálsýn meirihlutans í Kópavogi Hverjar eru efndir Kópavogsbæjar á loforði um jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð efnahag? Er vilji til þess að halda niðri kostnaði í þágu iðkenda í Kópavogi?

Óþarft er að leggja í ítarlega rannsókn á pólitískri stefnumörkun meirihlutans í íþróttamálum til að komast að raun um að svo er ekki, þvert á móti hefur markaðsöflunum verið gefinn laus taumur í vösum foreldra með börn í íþrótta og tómstundastarfi.

Meirihlutinn hefur ekkert aðhafst á kjörtímabilinu til að sporna við hækkandi kostnaði. Þess í stað hefur hann hleypt markaðsöflunum enn dýpra í vasa iðkenda, meðal annars í gegnum sölu á æfinga- og keppnisfatnaði.

kopavogur

Samskipti bæjaryfirvalda við íþróttafélögin einkennast af skorti á samtali og skilningi gagnvart þörfum íþróttafélaganna og ekki síður foreldrum iðkenda. Því er þörf á virkri stefnumörkun af hálfu bæjaryfirvalda hvernig standa skuli að fjárstuðningi við íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga.

Nýjar lausnir

Í þessum anda geri ég að tillögu minni að Kópavogsbær vinni með íþróttafélögunum að lækkun kostnaðar við íþróttaiðkun barna, t.d. með lækkun kostnaðar við innkaup á íþróttafatnaði og öðrum búnaði. Bæjarfélagið gæti til að mynda veitt auka framlag til íþróttafélaganna með hverjum iðkanda, gegn því að keppnisfatnaður sé innifalinn eða til annarra kostnaðar lækkunar. Þannig myndi bæjarfélagið öðlast betri yfirsýn yfir raunkostnað iðkenda.

Þessi hugmyndafræði er ekki ólík þeirri aðgerð sem hefur þegar verið framkvæmd varðandi ókeypis skólagögn. Í krafti stærðar ættu íþróttafélögin að geta fengið mun hagstæðari kjör á fatnaði heldur enn einstakir iðkendur.

Með þessu yrði kostnaði raunverulega haldið niðri og skref tekið í þá átt að efna loforð um jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar, óháð efnahag foreldra.

Sverrir Kári Karlsson.

Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí 2018.

Jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag

Íbúar Kópa­vogs fara ekki var­hluta af því fjöl­breytta íþrótta­lífi sem ein­kennir íþrótta­bæj­ar­fé­lagið Kópa­vog. Nán­ast er hægt að full­yrða að hver ein­asta fjöl­skylda í bænum teng­ist eða eigi barn í ein­hvers­konar íþrótta­starfi.

Hreyf­ing og fræðsla er nauð­syn­legur hluti af upp­eldi barna og það starf sem á sér stað innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar er að mörgu leyti mjög gott, aðstaðan til fyr­ir­myndar og starf félag­anna öfl­ugt.

Allt þetta starf kostar hins vegar umtals­verða fjár­muni sem að stórum hluta leggst á for­eldra iðk­enda. Kostn­að­ar­hlut­deild iðk­enda er því miður orðin slík að ekki aðeins launa­lægri fjöl­skyldur veigra sér við kostn­að­in­um, heldur eiga milli­tekju­fjöl­skyldur einnig í vand­ræðum með að standa skil á hon­um. Mögu­leikar barna til að stunda fleiri en eina íþrótt eða tóm­stund eru nán­ast úti­lok­að­ir.

Þá má velta því upp hvort æfinga­á­lag barna sé of mik­ið, enda hefur verið sýnt fram á að fylgni fjölda æfinga­stunda í skipu­lögðu starfi barna undir 12 ára aldri og lang­tíma árang­urs er hverf­andi. Sam­spil æfinga og leiks er talið vega mun þyngra á mót­un­ar­árum ein­stak­lings.

kopavogur

Hér­lendis byrjum við fyrr á skipu­lögðu starfi, æfum oftar og við borgum marg­falt meira fyrir starfið mið­aða við nágranna­lönd­in. Að auki er sjaldn­ast neitt inni­falið í grunnæf­inga­gjöld­um, og því er raun­kostn­aður við iðkun oft­ast tölu­vert hærri en þau segja til um.

Af þessu leiðir að kostn­aður barna­fjöl­skyldna við íþrótta­starf hefur aldrei verið hærri þrátt fyrir að bæj­ar­fé­lagið leggi til frí­stund­ar­styrk sem hefur hækkað með hverju árinu. Það hefur hins vegar sýnt sig að þær hækk­anir frí­stund­ar­styrks­ins duga skammt á móti þeim hækk­unum sem lagst hafa beint á fjöl­skyldur iðk­enda.

Þessi þróun getur ekki haldið áfram og nýrra leiða þarf að leita til að koma til móts við fjöl­skyldur með börn í íþrótta­starfi, bæði hvað varðar hóf­semd í kostn­að­ar­þátt­töku og hóf­semd í æfinga­á­lagi. Brýn þörf er á sterk­ari stefnu­mörkun um hvernig opin­berum fjár­munum skuli varið þegar kemur að íþrótta og tóm­stunda­starfi. Hver séu mark­mið bæj­ar­fé­lags­ins með stuðn­ingi við íþrótta­starf og aðrar tóm­stundir barna? Á grunni slíkrar stefnu­mörk­unar yrði öll eft­ir­fylgni með því hvort fjár­út­lát bæj­ar­fé­lags­ins skili árangri mark­viss­ari í fram­hald­inu.

Með fram­boði mínu til bæj­ar­stjórnar í Kópa­vogi mun ég leggja áherslu á að berj­ast fyrir lækkun kostn­aðar við íþrótta og tóm­stund­ar­starf í sveita­fé­lag­inu og að Kópa­vogur verði leið­andi í stefnu­mótun starfs sem býður upp á meiri sveigj­an­leika sem mun henta öll­um, ekki aðeins þeim efna­meiri. Þá fyrst verður lof­orð Kópa­vogs um jöfnuð til íþrótta­iðk­unar óháð íþrótt og efna­hag ekki aðeins orðin tóm.

Sverrir Kári Karlsson er verk­fræð­ingur og þriggja barna faðir sem skipar 5. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 18. apríl 2018.

Hello Rehkjavic!

Við sem búum í Kópa­vogi höfum flest heyrt sög­una af því hvernig bær­inn byggð­ist. Fólkið sem ekki hafði fjár­hags­lega burði eða sam­bönd til að fá lóð í Reykja­vík fékk tæki­færi í bænum okk­ar. Sjálf sagan ber það með sér að Kópa­vogur sé minni og ódýr­ari útgáfa af höf­uð­borg­inn­i.

Úthverfið Kópa­vogur
Á mínum yngri árum heyrði ég oft frá utan­bæj­ar­fólki að ég væri Reyk­vík­ing­ur. Þegar ég leið­rétti það af barns­legu stolti komst ég fljótt að því að mörgum fannst þetta allt sama tóbak­ið. Kópa­vogur væri eins og hvert annað úthverfi. Á þessum árum fannst mér erfitt að koma orðum að því hvernig við skærum okkur frá stóra nágrann­an­um. Þess má geta að ég ólst upp á myrkum tímum í sögu Kópa­vogs – pönkið liðið undir lok, búið að loka eina bíói bæj­ar­ins og brand­ar­inn um hvað væri grænt og félli á haustin var enn vin­sæll.

Hug­myndir um Kópa­vog sem úthverfi heyr­ast enn. Stutt er síðan einn af rit­stjórum Kjarn­ans lagði í leið­ara til að Alþingi myndi ein­fald­lega setja lög um sam­ein­ingu Kópa­vogs og nágranna­bæj­ar­fé­laga við Reykja­vík. Þar að auki hefur Kópa­vogur í gegnum tíð­ina ekki þótt mjög „smart“, sem kom svo ynd­is­lega skýrt fram þegar Gísli Mart­einn Bald­urs­son bað á sínum tíma: „…til Guðs að ein­hver túristi lendi ekki í því að vera á ein­hverju glöt­uðu hót­eli í Kópa­vog­i“.

kopavogur

Kópa­vogur er ekki, og verður lík­leg­ast aldrei, sama lif­andi hring­iða menn­ingar og afþrey­ingar sem Reykja­vík er, þrátt fyrir gott menn­ing­ar­líf í bænum og þá stað­reynd að við erum aftur komin með bíó og Sleggj­una í kaup­bæti. Kópa­vogur hefur hins vegar aðra ótví­ræða kosti.

Fjöl­skyldu­bær­inn Kópa­vogur
Það er engin til­viljun að frasinn: „Það er gott að búa í Kópa­vogi“ lifir enn góðu lífi. Þessi ein­falda setn­ing orðar helsta kost bæj­ar­fé­lags­ins. Sam­fé­lagið hér er fjöl­breytt, en boð­leiðir stutt­ar. Hér er þægi­legt að búa. Hér eru góðir skól­ar, tón­list­ar­skólar og mynd­list­ar­skóli. Fjöl­breytt tóm­stunda­starf er fyrir eldri borg­ara og fram­úr­skar­andi íþrótta­starf hjá okkar öfl­ugu íþrótta­fé­lög­um. Þetta vitum við sem hér búum.

Margt má vit­an­lega færa til betri veg­ar, en í Kópa­vogi á öll stór­fjöl­skyldan að geta haft það gott. Þetta er það bæj­ar­fé­lag sem Fram­sókn tók þátt í að móta og við viljum standa vörð um.

Við getum því verið stolt og ánægð með bæinn okk­ar, þótt aðrir missi af sjarm­an­um. Og þótt Ju­stin­arn­ir ­sem halda risatón­leika hér í bæ kalli af lífs- og sál­ar­kröft­um: „Hell­o Rehkja­vic“ þá vitum við að Kór­inn er okk­ar.

Helga Hauksdóttir er lög­maður og í öðru sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 6. maí 2018.

Ákvað að taka baráttusætið

„Ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram fyrir eldri borgara“, segir Baldur Þór Baldvinsson sem skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í þessum sveitarstjórnarkosningum. Hann segir að eldra fólki fari fjölgandi og menn séu að gera sér betur grein fyrir því. Uppstillinganefnd Framsóknarflokksins hafi boðið sér þriðja sætið og formaður nefndarinnar hafi sagt sér, að flokkurinn hefði ákveðið að eldri borgari yrði ofarlega á listanum. Hann segir að það hafi hins vegar verið algegnt að eldra fólki væri boðið að skipa uppfyllingasæti á listum flokkanna í kosningum. Aðspurður hvort eldra fólk sé ekki tregara að gefa kost á sér, segist hann ekki hafa orðið var við það. „Ég þekki engan sem hefur verið boðið sæti á lista sem eitthvað kveður að. Við höfum verið sniðgengin þó eldra fólki hafi í gegnum árin verið boðið að vera „til skrauts“ á framboðslistum flokkanna.

Er í baráttusætinu

kopavogur

Framsóknarflokkurinn í Kópavogi hefur nú einn bæjarfulltrúa og Baldur segist vera í baráttusætinu. „Við erum með gott lið“, segir hann og getur þess til gamans að fulltrúarnir í sætunum tveimur fyrir ofan hann, séu samanlagt jafngamlir honum, en Baldur verður 77 ára í júní. „Og stúlkan í fjórða sætinu, Kristín Hermannsdóttir, á milli okkar eru 56 ár“, segir hann og hlær. „Ég kem þarna og ætla að vinna fyrir eldri borgara. Þó ég komist ekki í bæjarstórn, fer ég í nefndir og get starfað betur fyrir eldra fólkið en ég geri í dag. Það eru óskaplega mörg mál í sveitarstjórnum sem varða eldri borgara.

Vildi kjörna fulltrúa í öldungaráðið

Baldur sem er formaður Félags eldri borgara í bænum, hefur lítið skipt sér af flokkspólitík og telur að annað gildi þegar menn eru að velja bæjarfulltrúa, en alþingismenn. Þá skipti flokkspólitíkin ekki jafn miklu máli. „Ég hef bara einu sinni á ævinni kosið sama flokkinn til Alþingis og sveitarstjórnar, annars hefur þetta verið sitt á hvað“, segir hann. Hann gekk á sínum tíma í Sjálfstæðislokkinn til að kjósa vin sinn Gunnar Birgisson, en var ekki alveg dús við framgöngu flokksins þegar velja átti fólk í nýtt öldungaráð bæjarins. Hann var þeirrar skoðunar að fulltrúar bæjarfélagsins í öldungaráðinu ættu að vera kjörnir fulltrúar, ekki embættismenn. Það gekk hægt að fá því framgengt. Málið leystist þegar fulltrúar minnihlutans tóku það uppá sína arma og að lokum var öldungaráðið skipað þremur bæjarfulltrúum og þremur fulltrúum frá Félagi eldri borgara. Þá skildu leiðir með Baldri og Sjálfstæðisflokknum.

Aldrei fullgert

Baldur segir gott fyrir eldri borgara að búa í Kópavogi. Þar eru til dæmis þrjár mjög öflugar félagsmiðstöðvar fyrir eldra fólk. „Það er margt mjög gott hér, en það er alveg á hreinu að það er aldrei fullgert. Við erum þannig með lægri afslátt af fasteignagjöldum en nágrannar okkar í Hafnarfirði og þar er í boði frístundastyrkur fyrir eldra fólk, en ekki hér“. Hann telur að reynsla eldri borgara sé ekki mjög mikils metin í samfélaginu. Það verði að breytast og þessi hópur verði að eiga fulltrúa alls staðar, þar sem fjallað sé um hans mál“.

Greinin birtist fyrst á lifdununa.is 25. apríl 2018.

Höggvum á hnútinn

Þann 19. september árið 2016 var haldin mikil sýning í Kópavogi þar sem bæjarstjóri og formaður bæjarráðs undirrituðu samkomulag við heilbrigðisráðherra um uppbyggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Stefnt var að því að taka heimilið í notkun seinni hluta árs 2018.

Ekkert bólar hins vegar á upphafi framkvæmdanna og er nú málið komið fyrir dómstóla og ekki sér fyrir endann á þessum vandræðagangi. Hönnun og framkvæmdir munu ekki fara af stað fyrr en eftir einhver ár ef ekkert verður aðhafst. Það hefur vantað pólitíska forystu hjá núverandi meirihluta í Kópavogi til að knýja málið áfram og algjörlega óviðunandi að tugir einstaklinga fái ekki inn á hjúkrunarheimilið við Boðaþing vegna þessa seinagangs.

kopavogur
kopavogur

Kópavogsbær á að höggva á hnútinn í þessu máli og taka yfir hönnun og framkvæmdir við hjúkrunarheimilið. Reykjavíkurborg fór slíka leið í samvinnu við Hrafnistu vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg í Reykjavík. Eftir sem áður mun ríkið greiða sinn hluta af framkvæmdunum. Það er óásættanlegt að horfa upp á núverandi stöðu mála og við framsóknarmenn munum taka af skarið fáum við umboð til þess frá íbúum í Kópavogi.

Birkir Jón Jónssonskipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi

Baldur Þór Baldvinssonskipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listanna. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur og í því þriðja Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara.

Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Á myndinni eru frá vinstri: Baldur Þór Baldvinsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Helga Hauksdóttir, Sverrir Kári Karlsson, Birkir Jón Jónsson, Kristín Hermannsdóttir, Björg Baldursdóttir og Helga María Hallgrímsdóttir.

kopavogur

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi:

 1. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
 2. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
 3. Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara
 4. Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona
 5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
 6. Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari
 7. Gunnar Sær Ragnarsson, háskólanemi
 8. Björg Baldursdóttir, skólastjóri
 9. Hjörtur Sveinsson, rafvirki
 10. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari
 11. Sigurður H. Svavarsson, rekstrarstjóri
 12. Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
 13. Jónas Þór, sagnfræðingur og fararstjóri
 14. Guðrún Viggósdóttir, fv.deildarstjóri
 15. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
 16. Dóra Georgsdóttir, eldri borgari
 17. Páll Marís Pálsson, háskólanemi
 18. Valdís Björk Guðmundsdóttir, háskólanemi
 19. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólastjóri
 20. Kristinn Dagur Gissuarson, viðskiptafræðingur
 21. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður
 22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listanna. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur og í því þriðja Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara.

Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Á myndinni eru frá vinstri: Baldur Þór Baldvinsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Helga Hauksdóttir, Sverrir Kári Karlsson, Birkir Jón Jónsson, Kristín Hermannsdóttir, Björg Baldursdóttir og Helga María Hallgrímsdóttir.

kopavogur

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi:

 1. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
 2. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
 3. Baldur Þór Baldvinsson, form. Félags eldri borgara
 4. Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona
 5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
 6. Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari
 7. Gunnar Sær Ragnarsson, háskólanemi
 8. Björg Baldursdóttir, skólastjóri
 9. Hjörtur Sveinsson, rafvirki
 10. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari
 11. Sigurður H. Svavarsson, rekstrarstjóri
 12. Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
 13. Jónas Þór, sagnfræðingur og fararstjóri
 14. Guðrún Viggósdóttir, fv.deildarstjóri
 15. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
 16. Dóra Georgsdóttir, eldri borgari
 17. Páll Marís Pálsson, háskólanemi
 18. Valdís Björk Guðmundsdóttir, háskólanemi
 19. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólastjóri
 20. Kristinn Dagur Gissuarson, viðskiptafræðingur
 21. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður
 22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Hunaþing Vestra

Deila grein

13/05/2020

Hunaþing Vestra

FRAMSÓKN OG AÐRIR FRAMFARASINNAR Í HÚNAÞINGI VESTRA

Framboðslisti Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra

Framboðslisti B-lista Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra hefur verið samþykktur.

Þorleifur Karl Eggertsso, símsmiður, er oddvitaefni listans, annað sætið skipar Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi, og það þriðja Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi.

Framboðslistann skipa 8 konur og 6 karlar. Á myndinni eru frá vinstri: Friðrik Már Sigurðsson, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Þorleifur Karl Eggertsson.

Húnaþing vestra

Framboðslist Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra:

 1. Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður
 2. Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi
 3. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi
 4. Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur
 5. Ingimar Sigurðsson, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi
 6. Valdimar H. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
 7. Sigríður Elva Ársælsdóttir, deildarstjóri
 8. Elín Lilja Gunnarsdóttir, bóndi
 9. Erla Ebba Gunnarsdóttir, bóndi
 10. Sigurður Kjartansson, bóndi
 11. Gerður Rósa Sigurðardóttir, bankastarfsmaður
 12. Eydís Bára Jóhannsdóttir, sérkennari
 13. Guðmundur Ísfeld, handverksbóndi
 14. Elín R. Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Sveitafelagið Skagafjorður

Deila grein

13/05/2020

Sveitafelagið Skagafjorður

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN Í SVEITARFÉLAGINU SKAGAFIRÐI

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur verið samþykktur. Flokkurinn er með 5 sveitarstjórnarmenn í sveitarstjórn Skagafjarðar og hreinan meirihluta.

Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðaráðs leiðir listann en hinir fjórir fulltrúar flokksins gefa ekki kost á sér í efstu sætin. Ingibjörg Huld Þórðardóttir situr í öðru sætinu, Laufey Kristín Skúladóttir í því þriðja og Axel Kárason verður í því fjórða. Þórdís Friðbjörnsdóttir, Viggó Jónsson og Bjarki Tryggvason sem öll eru í framvarðasveit núverandi sveitarstjórnarlista eru í heiðurssætum nú eða þeim þremur síðustu.

Á framboðslistanum eru átta konur og tíu karlar og er jafnt kynjahlutfall í 16 efstu sætunum.

Skagafjörður

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði:

 1. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og sveitarstjórnarfulltrúi
 2. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
 3. Laufey Kristín Skúladóttir, markaðs- og sölustjóri
 4. Axel Kárason, dýralæknir
 5. Einar Einarsson, bóndi
 6. Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi
 7. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
 8. Atli Már Traustason, bóndi
 9. Eyrún Sævarsdóttir, verkefnastjóri
 10. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og doktor í lífvísindum
 11. Björn Ingi Ólafsson, starfsmaður í mjólkursamlagi
 12. Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ráðunautur
 13. Sigurður Bjarni Rafnsson, framleiðslustjóri
 14. Guðrún Kristófersdóttir, atvinnurekandi
 15. Snorri Snorrason, skipstjóri
 16. Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
 17. Viggó Jónsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
 18. Bjarki Tryggvason, skristofustjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Ísafjarðarbær

Deila grein

13/05/2020

Ísafjarðarbær

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN Í ÍSAFJARÐARBÆ

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur í gær á fjölmennum félagsfundi. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi fólks sem kemur allsstaðar af úr víðfemu sveitarfélaginu. Áhersla var lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumeiri frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Listann skipa 8 konur og 10 karlar en jafnt kynjahlutfall er í efstu 16 sætunum.

Oddviti verður áfram Marzellíus Sveinbjörnsson umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar en hann hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknar undanfarin fjögur ár og varabæjarfulltrúi þar á undan. Í öðru sæti er Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir leiðbeinandi og í þriðja sæti er Kristján Þór Kristjánsson svæðisstjóri CCEP. Elísabet Samúelsdóttir þjónustustjóri hjá Landsbankanum er í fjórða sætinu og Anton Helgi Guðjónsson sjávarútvegsfræðingur skipar fimmta sætið.

Ísafjarðarbær

Mikil ánægja var á fundinum með listann og var strax byrjað að leggja línur fyrir þau málefni sem verða sett á oddinn fyrir næsta kjörtímabil. „Ég er gífurlega ánægður með þennan fjölbreytta og vel skipaða lista. Nú munum við bretta upp hendur við að móta áherslur fyrir næstu fjögur ár. Ég fer bjartsýnn inní baráttuna og vongóður um góða niðurstöðu“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson oddvit Framsóknar í Ísafjarðarbæ.

Framsókn fékk 15,56% atkvæða í síðustu kosningum og einn fulltrúa kjörin en einungis vantaði 41 atkvæði í næsta mann inn.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ:

 1. Marzellíus Sveinbjörnsson, umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar. Ísafirði.
 2. Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, leiðbeinandi. Ísafirði.
 3. Kristján Þór Kristjánsson, svæðisstjóri CCEP á Vestfjörðum. Ísafirði.
 4. Elísabet Samúelsdóttir, þjónustustjóri Landsbankans á Ísafirði. Ísafirði.
 5. Anton Helgi Guðjónsson, sjávarútvegsfræðingur. Ísafirði.
 6. Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og bóndi. Tröð í Önundarfirði.
 7. Hákon Ernir Hrafnsson, nemi. Ísafirði.
 8. Elísabet Margrét Jónasdóttir, skrifstofu og fjármálastjóri Íslandssögu. Bæ í Súgandafirði.
 9. Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður. Ísafirði.
 10. Violetta Maria Duda, skólaliði. Suðureyri.
 11. Barði Önundarson, verktaki. Hafrafelli.
 12. Sólveig S. Guðnadóttir, sjúkraliði. Ísafirði.
 13. Steinþór A. Ólafsson, bóndi og verktaki. Fremri Hjarðardal í Dýrafirði.
 14. Rósa Ingólfsdóttir, starfsstöðvarstjóri hjá Ríkisskattstjóra. Ísafirði.
 15. Friðfinnur S. Sigurðsson, bifreiðastjóri. Þingeyri.
 16. Guðríður Sigurðardóttir, kennari. Ísafirði.
 17. Konráð Eggertsson, æðarbóndi. Ísafirði.
 18. Ásvaldur Guðmundsson, fv. staðarhaldari. Núpi í Dýrafirði.
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Árborg

Deila grein

12/05/2020

Árborg

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN OG ÓHÁÐIR Í ÁRBORG

Meðhöndlun fráveituvatns í Sveitarfélaginu Árborg – tillögur og kostnaður

Í samantekt segir m.a.:

Eftir nokkuð ítarlega skoðun á kostum og göllum þeirra aðferða sem fjallað er um í þessari skýrslu, er niðurstaðan sú að sameiginleg skólphreinsistöð fyrir Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka sé hagkvæmasta lausnin, bæði kostnaðarlega og umhverfislega. Framkvæmdakostnaður þessarar lausnar er mestur, en rekstrarkostnaðurinn töluvert minni en fyrir aðrar lausnir, sem ráðgjafinn telur raunhæfar. Til langs tíma litið er þessi lausn talin hagkvæmust þeirra, sem skoðaðar voru í verkefninu.sveitarstjórnarmaður og það þriðja Rafn Bergsson, bóndi.

Sameiginleg skólphreinsistöð býður einnig upp á mestan sveigjanleika og hagræði varðandi hugsanlegar breytingar á reglum um skólphreinsun í framtíðinni þar sem breytingar mun einungis þurfa að gera á einni hreinsistöð.

Kostnaðarmatið byggir á því að um vandaðar lausnir sé að ræða í hverju tilviki. Með vandaðri lausn er átt við mannvirki sem tryggja eins og kostur er hreinlega og örugga vinnuaðstöðu starfsmanna. Með því móti er áreiðanleiki í rekstri stöðvanna einnig mestur. Miðað er við að gæði stöðvanna séu sambærileg við gæði skólphreinsistöðva Orkuveitu Reykjavíkur.

Árborg

Sjá skýrslu Mannvits, verkfræðistofu.

Umhverfismál í forgang í Árborg

Framboð Framsóknar og óháðra í Árborg leggja ríka áherslu á umhverfismál og telur tímabært að setja skýra stefnu í þessum málaflokki í samvinnu við íbúa. Lögbundið er að hvert sveitarfélag leggi fram aðalskipulag þar sem fram kemur stefna þess um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Sveitarfélög geta jafnframt sýnt frumkvæði og lagt í stefnumörkun umfram það sem lögbundið er.

Í stefnumörkun felst að greina stöðuna og setja markmið. Við leggjum til að í greiningavinnunni verði kolefnisspor sveitarfélagsins kortlagt og þættir eins og plastnotkun og matarsóun skoðaðir í því samhengi, til viðbótar við hin hefðbundnu sorphirðu- og fráveitumál. Í kjölfarið verði sett markmið um hvernig við getum bætt okkur sem samfélag.

Árborg

Ganga þarf lengra í flokkun á sorpi og gefa möguleika á m.a. því að taka á móti lífrænum úrgangi, en þannig má draga úr urðun og skapa í leiðinni verðmæti. Stórbæta þarf fræðslu og kynningu á ferlinu, ekki bara á flokkuninni sjálfri heldur líka hvað verður um úrganginn. Auka þarf hvata fyrir flokkun og skoða kosti þess að koma upp grenndarstöðvum til að mæta þörfum íbúanna. Sorphirðugjald vegna urðunar á sorpi hefur hækkað verulega og eru engar líkur að sú þróun snúist við. Við viljum með þessu sporna á móti þessum hækkunum og um leið auka sjálfbærni.

Löngu er tímabært að sveitarfélagið standist kröfur í fráveitumálum, en reglugerð um fráveitur og skólp tók gildi árið 1999. X-B leggur áherslu á heildarlausn í fráveitumálum sem þjónar öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Útfærsla með sjó sem viðtaka er ein af fjórum leiðum sem lagðar eru til í mati á umhverfisáhrifum á hreinsun skólps, sem nú er í lögbundnu ferli. Að okkar mati virðist þetta hagkvæm heildarlausn, lífríki Ölfusár, fjörunnar, og okkur íbúum til góða.

Setjum X við B í komandi sveitarstjórnarkosningum og stígum saman inn í 21. öldina í umhverfismálum.

Guðbjörg Jónsóttirframbjóðandi í 3. sæti Framsóknar og óháðra í Árborg.

* * *

Öflugur valkostur í Árborg – XB

Það eru ákaflega frambærilegir einstaklingar sem spanna mjög vítt svið er skipa lista Framsóknar og óháðra í Árborg. Hver og einn er tilbúinn að leggja sitt að mörkum til að bæta samfélagið okkar með meginhlutverk kjörinna fulltrúa í huga sem er að fara að lögum og gæta jafnræðis meðal íbúa. Við erum reiðubúin að axla ábyrgðina og teljum tímabært að fá ferska vinda inní ráðhús Árborgar.

Á næstunni mun framboðið kynna sínar áherslur þar sem forgangsröðun verkefna verða kynnt. Mörg krefjandi verkefni eru framundan í ört stækkandi sveitarfélagi við uppbyggingu og viðhaldi innviða. Við munum setja umhverfis- og skipulagsmál á dagskrá en auk þess verða málefni fjölskyldunnar sett í öndvegi. Í grunninn snýst val kjósenda um forgangsröðun á verkefnum og traust á þeim aðilum sem bjóða sig til þeirra verka sem framundan eru.

Árborg

Ég vil skoða að sveitarfélagið fari leið sem mörg fyrirtæki, sem náð hafa árangri, hafa tileinkað sér og innleiða gildi samfélagslegrar ábyrgðar með sjálfbærni í huga. Á það bæði við í starfsemi bæjarins og eins meðal bæjarbúa sjálfra. Þetta felur í grunninn í sér að í sameiningu náum við betur settum markmiðum og aukum þannig verðmætasköpun bæði í veraldlegum og óveraldlegum gildum. Til að marka stefnuna er nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að móta framtíðarsýn til lengri tíma.

Guðbjörg Jónsdóttir3. sæti á lista Framsóknar og óháðra í Árborg.

Greinin birtist á dfs.is 22. apríl 2018.

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Árborg

Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri og bæjarfulltrúi, leiðir framboð Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Í öðru sæti er Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur, í þriðja sæti er Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri, og Gunnar Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari, skipar fjórða sæti listans.

Framboðslistinn var samþykktur á fjölmennum fundi sem fram fór í Framsóknarhúsinu á Selfossi í gær, 10. apríl.

Málefnavinna er í fullum gangi og á næstu dögum verða auglýstir opnir málefnafundir þar sem íbúum Árborgar gefst kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar að framtíðarsýn sveitarfélagsins.

Árborg

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018:

 1. Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri Eimskips á Suðurlandi og bæjarfulltrúi.
 2. Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur hjá Rainrace ehf.
 3. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands.
 4. Gunnar Rafn Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari.
 5. Inga Jara Jónsdóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands.
 6. Gísli Gíslason, húsasmíðameistari.
 7. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður á Héraðsskjalasafni Árnesinga.
 8. Guðmundur Guðmundsson, fv. sviðsstjóri.
 9. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
 10. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM.
 11. Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og meistaranemi.
 12. Páll Sigurðsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi.
 13. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.
 14. Þórir Haraldsson, lögfræðingur.
 15. Gunnar Einarsson, rafvirkjameistari.
 16. María Hauksdóttir, ferðaþjónustu- og kúabóndi.
 17. Hjörtur Þórarinsson, kennari og fv. framkvæmdastjóri.
 18. Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur og varabæjarfulltrúi.
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Borgarbyggð

Deila grein

12/05/2020

Borgarbyggð

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN Í BORGARBYGGÐ

Íþróttir eru forvarnir

Það þarf ekki að fara mörgum orðum yfir mikilvægi þess að hafa virkt íþrótta og tómstundastarf í sveitafélaginu. Það hefur ekki aðeins forvarnalegt gildi fyrir börnin okkar heldur litar það líka menningu og lífstíl allra íbúa sveitafélagsins. Við viljum leiða börnin okkar áfram af reglu- og heilsusömu líferni til að styrkja þau og móta til framtíðar. Brottfall unglinga úr íþróttum er mikið áhyggjuefni, sérstaklega á meðal stúlkna. Það er okkur í Framsókn mikið kappsmál að breyta þessari þróun og styðja við uppbyggingu á nýju fjölnota íþróttahúsi til að bæta aðbúnað við íþrótta og tómstundarstarf í Borgarbyggð.

Höldum unga fólkinu í Borgarbyggð

Á mínum yngri árum fékk ég tækifæri til að stunda mína íþrótt í Borgarbyggð enda mikill áhugi og umgjörð í kringum körfuboltann á þeim tíma en því miður var þó minni áhugi á meðal kvenkyns iðkenda. Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla valdi ég skóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem ég þurfti að flytja mig úr bæjarfélaginu til að halda áfram að sinna mínum áhugamálum. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að spila aftur með uppeldisfélagi mínu í Borgarnesi þegar liðið komst uppí úrvaldseild kvenna haustið 2016. Það eitt að spila með félaginu aftur eftir langa bið var frábær tilfinning.

Borgarbyggð

En það sem vakti þó enn meiri áhuga og ástríðu var sú umfjöllun og umgjörð utanum liðið sem vakti áhuga hjá yngri iðkendum sem líta upp til leikmanna liðsins sem fyrirmyndir. Af því sögðu sé ég hversu mikilvægt það er að hafa öfluga innviði til að styðja við íþrótta- og tómstundastörf sem laða að sér góðar fyrirmyndir og vekur upp eldmóð og áhuga barna og unglinga. Það er auðvelt að heltast úr lestinni eða þurfa að flytja úr sveitafélaginu til að halda áfram að stunda sína íþrótt ef stuðningurinn er ekki til staðar. Það verða ekki allir atvinnumenn en skemmtun og forvarnargildi er það sem skiptir höfuð máli, allir eiga að geta stundað sitt áhugamál og haft ánægju af.

Uppbygging á íþróttamannvirkjum

Okkar trú er að öflug menntun, menning, tómstundir og íþróttir sé lykill að farsælu samfélagi. Til þess vill Framsókn að komið sé upp íþróttaakademíu á mennta- og háskólastigi sem mun laða að öflugt íþróttafólk, bæði úr sveitarfélaginu okkar og nágrannasveitarfélögum. Slík uppbygging mun skila öflugu íþrótta- og menningastarfi sem er hvatning til barna og unglinga og mun móta skemmtilega félagsmenningu sem sameinar sveitarfélagið í blíðu og stríðu. Því vill Framsókn standa fyrir byggingu á nýju fjölnota íþróttahúsi, íþróttaakademíu og betra aðgengi allra íbúa sveitafélagsins með bættum samgöngum og styrkjum til íþrótta iðkunar með það markmið að auka forvarnir og minnka brottfall og brottflutnings ungs fólks úr sveitafélaginu.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

Höfundur skipar 4 sæti á lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.

* * *

Framsækni í skólamálum

Það er ekki sjálfgefið að vera valinn til þess að vera fulltrúi flokks til sveitastjórnarkosninga, ég þurfti að hugsa mig lengi um áður en ég ákvað að láta slag standa. Þegar málefnavinna flokksins hófst og boltinn fór að rúlla áttaði ég mig á því hversu skemmtilegt og gefandi þetta getur verið. Það að fá að taka þátt í að móta framtíðarsýn og hugmyndir sem ætlunin er að vinna eftir er mikill ábyrgðarhluti en við vonumst til þess að þær hugmyndir sem við höfum falli jafn vel í kramið hjá íbúum sveitarfélagsins og þær gera hjá okkur.

Við framsóknarfólk ætlum að sækja fram í skólamálum bæði á leikskóla og grunnskólastigi.

Nú er búið að samþykkja að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla á Kleppjárnsreykjum auk þess að gera löngu tímabærar endurbætur og stækkun við grunnskólann í Borgarnesi þessu ber að fagna og munum við sjá til þess að framkvæmdirnar fari af stað.

Borgarbyggð

Við ætlum ekki að staldra of lengi við heldur gera framsæknar áætlanir um aukningu á leikskólaplássi í Borgarnesi samhliða áætlunum um stórsókn í íbúðaframboði án þess þó að skerða það góða þjónustustig sem við höfum í leikskólum sveitarfélagsins, en það er ekki sjálfgefið í dag að geta boðið upp á leikskólapláss frá 12 mánaða aldri.

Við ætlum að tryggja nýliðun kennara með bættum kjörum og góðu starfsumhverfi, einnig viljum við stórefla sérfræðiþjónustu til þess að koma til móts við ólíkan hóp nemenda með fjölbreyttar þarfir. Framsókn vill stuðla að menntun leiðbeinenda í leik og grunnskólum og koma til móts við þá með því að laun verði ekki dregin af starfsmönnum í námslotum.

Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að vera framsýnn og tryggja verður að skólarnir séu þannig tækjum og tæknibúnaði búnir að þeir geti skilað af sér virkum þáttakendum inn í nútímasamfélag.

Við viljum nota kjörtímabilið í að vinna framtíðarstefnu í grunnskólamálum í samráði við íbúa sveitarfélagsins með það að markmiði að uppfylla ofangreind atriði.

Getum við ekki öll verið sammála um það að þjónustustig í skólamálum bæði á leik og grunnskólastigi er fyrir flesta grunnforsenda þegar valið er framtíðarheimili.

Davíð Sigurðsson.

Höfundur skipar annað sæti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.

* * *

Heima

Á meðan skólagöngu minni í Danmörku stóð var ég sífellt spurður af heimamönnum þarlendis afhverju ég ætlaði að flytja heim. „Líkar þér ekki Danmörk?“ var ég spurður. Eina svarið sem ég gat gefið var að mig langaði bara… heim. Heim þangað sem ég ólst upp og sæki í að vera hverja einustu stund. Heim í Borgarbyggð. Af skólabekknum hef ég fylgst með ungu fólki, mörgum af mínum bestu vinum, flytja heim og koma sér fyrir með sínar fjölskyldur. Mig langaði bara heim líka!

Fyrir fólk sem vill koma sér fyrir í okkar fallegu byggð er mikilvægt að sveitarstjórn sýni vilja til þess að fá það heim með því að styðja við bakið á því með einhverju móti. Framsóknarfólk í Borgarbyggð vill beita sér fyrir því að sá stuðningur komi í formi lækkaðra gatnagerðagjalda. Það er okkar von að slíkur fjárhagslegur hvati komi til með að styrkja íbúa með beinum hætti og skapi betri möguleika fyrir fólk sem vill flytja á nýtt heimili. Gatnagerðagjöldin munu ekki einungis skila sér til íbúa í íbúðarhugleiðingum, heldur einnig stórauka möguleika nýrra fyrirtækja til að koma sér upp atvinnustarfsemi í okkar héraði og ekki síður gamalgróinna fyrirtækja að stækka við sig.

Borgarbyggð

Varðandi skipulagsmál í Borgarbyggð vildi ég óska þess að ég gæti hér komið fram með töfralausn. Leysa ráðgátuna með einu bragði og öðlast með því hylli kjósenda! En það er því miður ekki svo, hér vantar ekki eina lausn. Heldur eru það margir litlir hlutir sem þarf að sinna með elju og þolinmæði. Í Borgarbyggð þarf að fara í stórátak til að styrkja skipulagssviðið með skilvirkni að leiðarljósi. Fara þarf vel yfir alla þá verkferla sem eiga sér stað allt frá því að umsókn berst til stjórnsýslunnar til afgreiðslu. Mynda þarf góða yfirsýn yfir öll þau litlu vandamál í ferlinu sem eiga sér stað.  En það er ekki nóg að benda bara á vandamálin, heldur þarf að vinna að og skila úrlausn á þeim vandamálum!  Framsóknarfólk í Borgarbyggð vill aðskilja skipulagsnefnd frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Með því teljum við að nefndirnar báðar geti skilað af sér skilvirkara starfi og skilað til okkar, íbúum Borgarbyggðar, betra starfi!

Með fjárhagslegum ívilnunum sem og bættu skipulagi er vonin sú að það verði auðveldara fyrir íbúa sem og fyrirtæki að koma sér fyrir í Borgarbyggð. Koma heim.

Að lokum vildi ég óska þess að framsóknarfólk í Borgarbyggð gæti tryggt þér lesandi góður betra veðri! En ef við hefðum nokkuð um það að segja værum  við löngu búin að því!

Orri Jónsson

Höfundur skipar 5. sæti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.

Greinin birtist á skessuhorn.is 9. maí 2018.

* * *

Ábyrg, róttæk og framsækin stefnumótun til framtíðar

Sogkraftur þéttbýliskjarna og höfuðborga er þekktur um allan heim. Okkar verkefni á landsbyggðinni miða að því að sporna við fólksflótta til höfuðborgarinnar með því að tryggja rekstrarumhverfi hefðbundinna greina til framtíðar og auk þess að skapa aðstæður sem miða að því að auka aðdráttarafl landsbyggðarinnar sem góðum valkost fyrir einstaklinga og fyrirtæki að setjast að. Aukin fjöldi fjölskyldufólks metur Borgarbyggð sem góðan búsetukost, stundar vinnu á höfuðborgarsvæðinu og keyrir daglega á milli. Borgarbyggð er orðinn hluti af atvinnusvæði höfuðborgarinnar og nauðsynlegt að við nýtum tækifærin sem því fylgja.

Borgarbyggð

 Í ársreikningum síðust ár kemur fram að framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er hundruðum milljóna meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir sem er merki um aukin hagvöxt og góðan bata í efnahagsmálum. Skuldir ríkisjóðs hafa lækkað og efnahagsleg skilyrði hafa verið hagfelld.  Á landsvísu sjáum við að undirstöðu atvinnugreinum er að fjölga með meiri fjölbreytileika í atvinnulífinu. Tækifærin í matvælaframleiðslu hér á landi til framtíðar eru mikil með okkar sérstöðu.  Og það má gera þær væntingar til ferðaþjónustunnar að hún tryggi búsetu á ársgrunni og eigi þátt í að fjölga íbúum. Vöxtur í ferðaþjónustu hefur verið mikill síðustu ár og talið er að um 50% af hagvaxtaraukningu sé hægt að rekja til ferðaþjónustunnar og ávinningurinn er ýmiskonar en því tengjast líka áskoranir.  Forsendur fyrir því að við getum nýtt okkur þessi tækifæri eru gott samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Það er okkur í hag að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur skilning, þekkingu og áhuga á atvinnugreinum landsbyggðarinnar. Það er samstarfsverkefni þessara aðila að gera gangskör í tryggja lífæðar atvinnulífsins það eru samgöngur og fjarskipti. Forgangsverk í byggðastefnu samtímans verður að vera skilvirkari uppbygging 3ja fasa rafmagns og viðhald og vöxtur vegsamgangna á landsbyggðinni. Það er undirstöðu atriði til að styðja við vöxt og viðgang atvinnu og búsetu.

Verkefni okkar sem sveitarfélags er að festast ekki í fortíðinni og hræðast breytingar og áskoranir sem fylgja framtíðinni. Við þurfum metnaðarfulla skólastefnu frá leikskóla upp í framhaldsskóla sem tekur mið af þeirri þróun sem á sér stað með áherslum á að virkja hugvit og sköpun og efla tækni- og raungreinar. Við þurfum að meta hvað hefur tekist vel og hvar má gera betur.  Verum ábyrg með skýra sín og óhrædd við það að vera róttæk.

Með framsækinni stefnumótun getum við sem sveitarfélag verið í fremstu röð.

Guðveig Anna Eyglóardóttir

Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar.

Fjölnota íþróttahús til heilsueflingar fyrir alla aldurshópa

Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að aðstaða fyrir alla aldurhópa til heilsueflingar og félagsstarfs sé eins góð og kostur er. Því teljum við tímabært að hafist verði handa við það að hanna og skipuleggja stækkun og endurbætur á íþróttahúsinu okkar í Borgarnesi.

Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga umfram aðra aldurshópa. Við þessu verðum við að vera undirbúin. Aldraðir verða að hafa kost á því að hátta lífi sínu eftir heilsu og getu á þeim stað sem þeir kjósa. Fólk þarf að geta búið sem lengst á sínum heimilum með öflugum stuðningi heimaþjónustu og heimahjúkrunar, í samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Stór hluti fólks á sjötugs- og áttræðisaldir er við góða heilsu og virkir lykilþátttakendur í samfélaginu. Það hefur blasað við lengi að staða öldrunar- og hjúkrunarheimila í landinu er ekki ásættanleg. Viðvarandi og vaxandi skortur er um land allt á rýmum. Eitt af brýnustu verkefnum okkar sveitarstjórnarfulltrúa er að tryggja í samstarfi við ríkið framtíðar uppbyggingu og rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila í landinu. Framsóknarflokkurinn hefur þegar lýst yfir áhyggjum af sérstækum húsnæðisskorti á landsbyggðinni og vonir bundnar við áform félags- og jafnréttismálaráðherra um áætlanir til að bregðast við því með uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða á þeim svæðum þar sem þörfin er brýn.

Borgarbyggð

Nauðsynlegt er að áherslan varðandi málefni aldraðra snúi ekki aðeins að því að veita fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, þessum hópi verður að standa til boða viðeigandi félags-, tómstunda- og íþróttatengd þjónusta sem bætir lífgæði.  Í janúar s.l. tók til starfa stýrihópur á vegum sveitarfélagsins sem hafði það að markmiði að endurskoða stefnumótun í þjónustu við þennan hóp. Fulltrúar frá eldriborgararáði og báðum félögum eldriborgara í Borgarbyggð hafa starfað í þessum hóp. Niðurstaða þessarar vinnu er mikilvægt gagn fyrir  okkur sem störfum í sveitarstjórn að vinna með og hafa að leiðarljósi.

Góð aðstaða til heilsueflingar félags- og tómstunda fyrir alla aldurshópa mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins.

Guðveig Anna Eyglóardóttir

Höfundur er oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar.

Greinin birtist á skessuhorn.is 28. mars 2018.

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð var samþykktur á félagsfundi fyrir helgi. Guðveig Anna Eyglóardóttir hótelstjóri skipar efsta sætið. Guðveig Anna leiddi einnig lista flokksins í kosningunum fyrir fjórum árum. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi, er í öðru sæti listans og Finnbogi Leifsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, það þriðja. Framsóknarflokkurinn er með þrjá fulltrúa í sveitarstjórn í Borgarbyggð.

Á myndinni eru frá vinstri: Davíð Sigurðsson, Guðveig Anna Eyglóardóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Finnbogi Leifsson.

Borgarbyggð

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð:

 1. Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og hótelstjóri
 2. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi
 3. Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi
 4. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, héraðslögreglumaður og körfuboltakona
 5. Orri Jónsson, tæknifræðingur
 6. Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
 7. Einar Guðmann Örnólfsson, bóndi
 8. Kristín Erla Guðmundsdóttir, húsmóðir og húsvörður
 9. Sigrún Ásta Brynjarsdóttir, nemi
 10. Hjalti Rósinkrans Benediktsson, umsjónarmaður kennslukerfa
 11. Pavle Estrajher, náttúrufræðingur
 12. Sigurbjörg Kristmundsdóttir, viðskiptafræðingur
 13. Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrv. alþingismaður
 14. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, nemi
 15. Þorbjörg Þórðardóttir, eldri borgari
 16. Höskuldur Kolbeinsson, húsasmiður og bóndi
 17. Sveinn Hallgrímsson, eldri borgari
 18. Jón G. Guðbjörnsson, bóndi
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Akraneskaupstaður

Deila grein

12/05/2020

Akraneskaupstaður

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN OG FRJÁLSIR Á AKRANESI

Styttri vinnuvika hjá Akraneskaupsstað?

Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi ,,Frjálsra með Framsókn“ lagði fram tillögu um styttri vinnuviku og/eða sveigjanlegan vinnutíma. Tillöguna lagði hún fram á bæjarstjórnarfundi, þann 13. mars síðastliðinn. Tillagan fjallar um að fela sviðsstjórum Akraneskaupsstaðar að leita leiða og koma með tillögur til að stytta fjölda vinnustunda starfsmanna Akraneskaupsstaðar og/eða auka möguleikann á sveigjanlegri vinnutíma. Á fundinum var ákveðið að vísa tillögu Ingibjargar til bæjarráðs.

Tillagan var tekin fyrir í bæjarráði, þann 15. mars s.l. og þar var ákveðið að bæjarstjóri myndi afla upplýsinga um fyrirliggjandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg. Tilraunaverkefnið er unnið í samvinnu við heildarsamtök launþega. Það verkefni er sambærilegt því sem tillaga Ingibjargar fjallar um.

Markmið tillögunnar er að auka starfsánægju, bæta lífsgæði og fækka veikindadögum. Þekkt er að mikið og stöðugt álag veikir almennt ónæmiskerfi líkamans og mótstöðu gegn líkamlegum sem andlegum veikindum.

Akraneskaupstaður

Margar rannsóknir sýna að þar sem vinnutími er styttur, án þess að til launaskerðingar komi, bæti líðan starfsmanna og um leið frammistöðu. Það má því segja að hagur beggja, bæði atvinnurekanda og starfsmanna, sé augljós.

Í þessu samhengi má nefna að leikskólinn Hof í Reykjavík hefur tekið þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Á málþingi sem haldið var fyrir stuttu síðan kom fram að starfsfólk leikskólans var mjög ánægt með verkefnið og veikindadögum starfsfólks fækkaði úr 7,6% niður í 4,3%. Auk þessa var starfsánægjan meiri og starfsfólk átti fleiri gæðastundir með fjölskyldu sinni. Á sama málþingi fjallaði stjórnarformaður Hugsmiðjunnar um verkefni fyrirtækisins um styttri vinnudag. Niðurstöðurnar eru þær að framleiðni starfsmanna hefur aukist um 23%, veikindadögum hefur fækkað um 44% og starfsánægja allra starfsmanna hefur aukist.

Ég fagna því að bæjarfulltrúar Akraneskaupsstaðar hafi tekið vel í tillögu Ingibjargar og falið bæjarstjóra að afla upplýsinga um tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar. Ef að niðurstaða þeirrar skoðunar leiðir til sömu niðurstöðu og raktar eru í þessari grein þá er mikilvægt að bregðast við. Það væri einn liður í því að gera Skagann okkar að enn öflugri fjölskyldubæ.

Elsa Lára Arnardóttir 

Höfundur er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.

Greinin birtist á skessuhorn.is 27. mars 2018.

Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri, leiðir lista Fram­sókn­ar og frjálsra í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um á Akra­nesi í vor. Ragn­ar Bald­vin Sæ­munds­son versl­un­ar­maður er í 2. sæti og Liv Åse Skar­stad hús­móðir í 3. sæti. Næstu þrjú sæti þar á eft­ir skipa þau Ka­ritas Jóns­dótt­ir verk­efna­stjóri, Ole Jakob Vold­en húsa­smiður og Helga Krist­ín Björgólfs­dótt­ir grunn­skóla­kenn­ari.

Framboðslistann skipan 10 konur og 8 karlar.

Ingi­björg Pálma­dótt­ir sem hef­ur verið odd­viti Fram­sókn­ar í bæj­ar­stjórn und­an­farið kjör­tíma­bil, skip­ar nú 18. sæti list­ans.

Akraneskaupstaður

Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi:

 1. Elsa Lára Arnardóttir, skrifstofustjóri
 2. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður
 3. Liv Åse Skarstad, húsmóðir
 4. Karitas Jónsdóttir, verkefnastjóri
 5. Ole Jakob Volden, húsasmiður
 6. Helga Kristín Björgólfsdóttir, grunnskólakennari
 7. Alma Dögg Sigurvinsdóttir, BA í stjórnmálafræði
 8. Ellert Jón Björnsson, viðskiptastjóri
 9. Hilmar Sigvaldason, ferðamálafrömuður
 10. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 11. Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, nemi
 12. Þröstur Karlsson, sjómaður
 13. Sigurður Oddsson, vélvirkjanemi
 14. Maren Rós Steinþórsdóttir, verslunarmaður
 15. Axel Guðni Sigurðsson, rafvirki
 16. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
 17. Björk Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
 18. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi ráðherra