Categories
Sveitarstjórnarfólk

Hveragerðisbær

Deila grein

08/06/2020

Hveragerðisbær

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRJÁLSIR MEÐ FRAMSÓKN Í HVERAGERÐI

Fjölskyldan í fyrirrúmi

Frjáls með Framsókn leggja áherslu á málefni fjölskyldunnar í komandi kosningum. Það er okkur mikilvægt að skapa hér enn betra samfélag fyrir fjölskylduna með áherslum á umhverfismál, öryggi, íþrótta- og tómstundastarf.

Hveragerðisbær
Hveragerðisbær

Umhverfið

 • Við eigum falleg græn svæði eins og t.d Lystigarðinn og aðstöðuna undir Hamrinum. Þessi svæði eiga mikið inni og getum við nýtt þau enn betur með lagfæringum og nýjum tækifærum til leikja og útiveru. Við viljum einnig leita leiða til að útbúa varanlega salernisaðstöðu á þessum svæðum.
 • Við teljum mikilvægt að ljúka við frágang á aðkomu og bílastæði við Hamarshöllina sem og að finna varanlega lausn á búningaaðstöðu en hún er óviðunandi.
 • Hveragerðisbær er eitt af fáum sveitarfélögum landsins sem flokkar í þriggja tunnu kerfi og þar á meðal lífrænt. Við viljum áfram vera leiðandi á þessu sviði og efla flokkun og endurvinnslu úrgangs og stuðla að plastpokalausu Hveragerði.
 • Við viljum útvíkka starf umhverfisnefndar yfir í umhverfis- og ferðamálanefnd sem hefur það markmið að fá ferðamanninn til að dvelja lengur í bænum.

Öryggi

 • Við viljum taka umferðaröryggismál í bænum til endurskoðunar með öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í huga. Einnig viljum við fjölga speglum þar sem skyggni er lítið fyrir ökumenn vélknúinna ökutækja.
 • Þrátt fyrir að gervigrasið á sparkvellinum við grunnskólann sé tiltölulega nýtt er það iðkendum varasamt. Við teljum nauðsynlegt að laga gervigrasið til að tryggja öryggi iðkenda.

Íþrótta- og tómstundastarf

 • Til að styðja enn betur við fjölskyldur og íþróttaiðkun barna í Hveragerði viljum við hækka frístundastyrkinn í a.m.k. 40.000 kr.  á kjörtímabilinu.
 • Við teljum nauðsynlegt að keyra yngstu iðkendurna á æfingar í Hamarshöllinni eins og verið hefur.  Við viljum útfæra aktsturinn enn frekar, bæði með fjölgun ferða og að aka stuttan hring um bæinn með ákveðnum stoppistöðvum.
 • Við styðjum að komið verði á fót íþróttaskóla í samstarfi við Hamar fyrir yngstu börnin, svo þau fái tækifæri til að kynnast sem flestum íþróttagreinum.

Byggjum upp enn fjölskylduvænna samfélag í Hveragerði!

Við hvetjum þig til að setja X við B í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn!

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skipar 2. sæti á framboðslista Frjálsra með Framsókn í Hveragerði.

Snorri Þorvaldssonskipar 3. sæti á framboðslista Frjálsra með Framsókn í Hveragerði

* * *

Aukin lífsgæði – heilsueflandi styrkur

Það er margsannað að hreyfing skiptir miklu máli þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Í 5. Kafla starfsmannastefnu Hveragerðisbæjar segir: „Andleg og líkamleg vellíðan starfsmanna er mikilvæg forsenda góðrar vinnu …“.

Frjáls með Framsókn vilja á næsta kjörtímabili koma á heilsueflandi styrk fyrir starfsfólk Hveragerðisbæjar. Til að byrja með fælist styrkurinn í því að starfsmenn Hveragerðisbæjar fái frítt í sund í Sundlauginna Laugaskarð.

Það er hverju fyrirtæki gríðarlega mikilvægt að hafa góðan mannauð og forsenda þess að halda uppi faglegu og metnaðarfullu starfi. Til að hafa góðan mannauð er mikilvægt að starfsfólki líði vel í vinnunni. Í 3. kafla starfsmannastefnu Hveragerðisbæjar segir: “Hveragerðisbær vill að starfsmenn fái notið hæfileika sinna í starfi.”

Hveragerðisbær

Við viljum einnig gera þá tilraun að stytta vinnuviku starfsfólks Hveragerðisbæjar um 3-4 klst. en það hefur reynst vel hjá Reykjavíkurborg. Það eykur starfsmannaánægju, bætt andleg og líkamleg líðan starfsmanna og veikindadögum. Þrátt fyrir styttri vinnutíma nær starfsfólkið að sinna verkefnum sínum til fulls. Þjónustan skerðist ekki við notendur.

Starfsmannastefna Hveragerðisbæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í október 2012 í henni kemur fram að hana eigi að endurskoða á 4 ára fresti. Frjáls með Framsókn leggja til að á næsta kjörtímabili verði farið í endurskoðun á starfsmannastefnunni með velferð starfsmannsins í huga. Hveragerðisbær er stærsti vinnuveitandi bæjarins sýnum því gott fordæmi og leggjum áherslu á að skapa hér sérstaklega fjölskylduvænt starfsumhverfi.

Hlúum vel að starfsfólkinu okkar, sköpum hér góðan vettvang þar sem fólki líkar vel að vinna, sé metnaðarfullt í starfi og hafi svigrúm til að huga vel að heilsunni. Þannig tryggjum við góða þjónustu til íbúa.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
greinarhöfundur er æskulýðsfulltrúi og skipar
2. sæti listans Frjáls með Framsókn í Hveragerði.

* * *

Látum rödd ungmenna heyrast

Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti 2010 að stofna unmennaráð í bænum. Í framhaldinu voru sjö fulltrúar skipaðir í ráðið, fjórir þeirra komu úr nemendaráði Grunnskólans og þrír valdir af menningar-, íþrótta- og frístundanefnd. Því miður hefur ungmennaráðið aldrei náð flugi og í samræðum mínum við bæjarbúa hefur komið í ljós að fæstir vita að ungmennaráð sé starfandi í bænum. Þessu þarf að breyta.

Í æskulýðslögum nr. 70/2007 er kveðið á um að sveitarfélög stofni ungmennaráð og eru þau hugsuð til að vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að ungt fólk hafi tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélagi sínu. Með þessu er m.a. komið til móts við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Hveragerðisbær

Ekki er gott að segja til um ástæður þess að ungmennráð Hveragerðisbæjar hafi ekki náð því flugi sem vonast var eftir. Ekki er nóg að stofnsetja ungmennaráð, fleira þarf að koma til. Getur verið að bæjarstjórn hafi ekki staðið sig nógu vel í að virkja ráðið og leita til þess með málefni sem snerta ungt fólk? Frjáls með Framsókn í Hveragerði telja svo vera og vilja virkja ungmennaráðið mun betur, til að ungmenni hafi þau áhrif sem þau eiga að hafa.

Frjáls með Framsókn í Hveragerði telja grundvöll ungmennaráðsins sé að ungt fólk hafi tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélagi sínu og fái tækifæri til að koma að ákvörðunum sem snerta líf þeirra. Til að svo megi verða viljum við halda t.d. árlega ungmennaþing, þar sem ungmenni bæjarins geti rætt og ályktað um þau mál sem helst brenna á þeim hverju sinni. Auk þess vilja Frjáls með Framsókn opna stjórnsýslu bæjarins á þann hátt að ungmennaráðið eigi áheyrnafulltrúa í flestum nefndum bæjarins, með málfrelsi og tillögurétti. Hver sá sem uppfyllir kröfur um setu í ungmennaráðinu getur boðið sig fram sem áheyrnafulltrúi og kosið með lýðræðislegum hætti á milli áhugasamra á ungmennaþinginu. Öflugt starf ungmennaráðsins eykur bæði ungmennalýðræði og íbúalýðræði, en til að svo verði er nauðsynlegt að bæjarstjórnin styðji vel við bakið á ungmennaráðinu og taki mark á því. Við teljum að ef virkni og áhrif ungmennaráðsins aukist, þá aukist áhugi ungmenna á starfinu og um leið verða áhrif þeirra meiri.

Garðar R. Árnason

Höfundur skipar 1. sæti Frjáls með Framsókn í Hveragerði.

Greinin birtist fyrst dfs.is 17. maí 2018.

* * *

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði var samþykktur á félagsfundi sem fram fór á Hótel Örk á sumardaginn fyrsta 19. apríl.

Listann skipar öflugt fólk sem býr að fjölbreyttri menntun og reynslu úr atvinnulífinu, sem og breytt aldursbil.

Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi leiðir lista Frjálsra með Framsókn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, guðfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Snorri Þorvaldsson, lögreglunemi, fjórða sætið skipar Sæbjörg Lára Másdóttir, hjúkrunarfræðingur og fimmta sætið skipar Nína Kjartansdóttir, þroskaþjálfi.

Hveragerðisbær

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði:

 1. Garðar R. Árnason, 63 ára grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
 2. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, 39 ára æskulýðsfulltrúi og fyrrv. bæjarfulltrúi
 3. Snorri Þorvaldsson, 28 ára lögreglunemi
 4. Sæbjörg Lára Másdóttir, 27 ára hjúkrunarfræðingur
 5. Nína Kjartansdóttir, 34 ára þroskaþjálfi
 6. Örlygur Atli Guðmundsson, 55 ára tónlistamaður, kennari og kórstjóri
 7. Vilborg Eva Björnsdóttir, 43 ára stuðningsfulltrúi
 8. Sigmar Egill Baldursson, 23 ára sölumaður
 9. Steinar Rafn Garðarsson, 35 ára sjúkraflutningamaður
 10. Daði Steinn Arnarsson, 46 ára grunnskólakennari
 11. Adda María Óttarsdóttir, 24 ára hjúkrunarfræðinemi
 12. Herdís Þórðardóttir, 59 ára innkaupastjóri
 13. Guðmundur Guðmundsson, 67 ára bifvélavirki
 14. Garðar Hannesson, 83 ára eldri borgari
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Hafnarfjarðarkaupstaður

Deila grein

13/05/2020

Hafnarfjarðarkaupstaður

FRAMSÓKN OG ÓHÁÐIR Í HAFNARFIRÐI

Mynd frá opnun kosningaskrifstofunnar. Við erum staðsett á Strandgötu 75 í Hafnarfirði

Greinar og viðtöl má finna hér fyrir neðan. Hér fyrir ofan má finna tengla á facebooksíðu framboðsins, ítarlega framtíðarsýn okkar/málefnaáherslur og framboðslista.

Sterkari saman

* Við viljum betri Hafnarfjörð þar sem áherslan er á lífsgæði íbúa.

* Hlúa þarf betur að ungum fjölskyldum og gera Hafnarfjörð að barnvænna samfélagi.

* Eldri Hafnfirðingar þurfa aukinn stuðning til að njóta uppskerunnar eftir að hafa gefið samfélaginu krafta sína.

* Treysta þarf undirstöður skólastarfs og efla menntun, félagslíf og vellíðan hafnfirskra barna.

* Bæta þarf umgjörð íþróttafólks og styðja betur við öflugt íþróttastarf.

* Fjölga þarf byggingarlóðum og endurskoða, einfalda og lækka gjöld.

Greinar og viðtöl

Látum góða hluti gerast / Höfundur: Ágúst Bjarni Garðarsson, 1. sæti (4. apríl)
Við nýir Hafnfirðingar / Höfundur: Anna Karen Svövudóttir 8. sæti (6. apríl)
Skólasamfélag í fremstu röð / Höfundur: Valdimar Víðisson, 2. sæti (12. apríl)
Fríar skólamáltíðir / Höfundur: Ágúst Bjarni Garðarsson, 1 sæti (18. apríl)
Gleðilegt sumar Hafnfirðingar / Höfundur: Tryggvi Rafnsson, kosningastjóri (18. apríl)
Gera eitthvað nýtt í hverjum mánuði / Viðtal við hjónin Valdimar Víðisson og Sigurborgu Geirdal (21. apríl)
Fjölskyldan í fyrirrúmi / Höfundar: Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, 3. sæti og Margrét Vala Marteinsdóttir, 4. sæti (26. apríl)
Byggjum í Hafnarfirði / Höfundur: Ágúst Bjarni Garðarsson, 1. sæti (28. apríl)
Framsýn menningarmál / Höfundur: Einar Baldvin Brimar, 5. sæti (4. maí)
Endurgjöfin er eldsneyti mitt / Viðtal við Guðmund Fylkisson, 13. sæti (4. maí)
Sterkari saman / Höfundur: Valdimar Víðisson, 2. sæti (5. maí)
Saman munum við sækja fram / Höfundur: Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra (9. maí)
Það þarf svo lítið til að breyta miklu / Höfundur: Anna Karen Svövudóttir, 8. sæti (8. maí)
Hugum vel að eldri bæjarbúum / Höfundur: Magna Ólafsdóttir, 6. sæti (12. maí)
Það er gott að eldast í Hafnarfirði en það gæti líka verið betra / Höfundur: Guðmundur Fylkisson, 13. sæti (17. maí)
Framsókn og óháðir / Höfundur: Valdimar Víðisson, 2. sæti (17. maí)
Vellíðan nemenda og starfsmanna / Höfundur: Valdimar Víðisson, 2. sæti (17. maí)
Íþróttir og forgangsröðun / Höfundur: Brynjar Gestsson, 7. sæti (18. maí)

 Framboðslisti

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Framsóknarflokkurinn býður fram lista með óháðum í Hafnarfirði og er Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti listans. Í öðru sæti er Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og í því þriðja er Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi. Listan skipa 11 konur og 11 karlar.

Í fréttatilkynningu segir að flokkurinn sé tilbúinn að vinna með öllum stjórnmálaflokkum í bænum.

Meðal loforða framboðsins er að börn komist inn á leikskóla við 12 mánaða aldur, fríar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn, lækka lóðaverð og bæta akstursþjónustu fyrir eldri borgara.

hafnarfjordur

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði:

 1. Ágúst Bjarni Garðarsson, 30 ára, aðstoðarmaður ráðherra
 2. Valdimar Víðisson, 39 ára, skólastjóri Öldutúnsskóla
 3. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, 40 ára, félagsráðgjafi
 4. Margrét Vala Marteinsdóttir, 32 ára, forstöðumaður Reykjadals
 5. Einar Baldvin Brimar, 20 ári, nemi við Flensborgarskólann
 6. Magna Björk Ólafsdóttir, 38 ára, bráðahjúkrunarfræðingur
 7. Brynjar Þór Gestsson, 44 ára, knattspyrnuþjálfari
 8. Anna Karen Svövudóttir, 41 ára, þýðandi og túlkur
 9. Þórður Ingi Bjarnason, 45 ára, ferðamálafræðingur
 10. Jóhanna Margrét Fleckenstein, 41 ára, forstöðumaður
 11. Árni Rúnar Árnason, 45 ára, forstöðumaður íþróttamannvirkja
 12. Njóla Elísdóttir, 59 ára, hjúkrunarfræðingur
 13. Guðmundur Fylkisson, 52 ára, lögreglumaður
 14. Selma Dögg Ragnarsdóttir, 34 ára, byggingaiðnfræðingur
 15. Ingvar Kristinsson, 55 ára, verkfræðingur
 16. Linda Hrönn Þórisdóttir, 43 ára, uppeldis- og menntunarfræðingur
 17. Ólafur Hjálmarsson, 67 ára, vélfræðingur
 18. Elísabet Hrönn Gísladóttir, 43 ára, hársnyrtir
 19. Guðlaugur Siggi Hannesson, 29 ára, laganemi
 20. Þórey Anna Matthíasdóttir, 60 ára, atvinnubílstjóri og leiðsögumaður
 21. Sigurður Eyþórsson, 47 ára, framkvæmdarstjóri
 22. Elín Ingigerður Karlsdóttir, 79 ára, matráðskona

 

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Rangárþing Eystra

Deila grein

13/05/2020

Rangárþing Eystra

FRAMSÓKNMENN OG AÐRIR FRAMFARASINNAR Í RANGÁRÞINGI EYSTRAFramboðslisti Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra

Framboðslisti B-lista Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinum Hvoli 17. mars 2018.

Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er oddvitaefni listans, annað sætið skipar Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri og sveitarstjórnarmaður og það þriðja Rafn Bergsson, bóndi.

Það er afstaða framboðsins að auglýst verði eftir sveitarstjóra að loknum kosningum. Fráfarandi sveitarstjóri, Ísólfur Gylfi Pálmason, hættir eftir átta farsæl ár.

Rangárþing eystra

Framboðslist Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra:

 1. Lilja Einarsdóttir, oddviti og hjúkrunafræðingur
 2. Benedikt Benediktsson, sveitarstjórnarmaður og framleiðsustjóri
 3. Rafn Bergsson, bóndi
 4. Guri Hilstad Ólason, kennari
 5. Bjarki Oddsson, lögreglumaður
 6. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrtifræðingur
 7. Þórir Már Ólafsson, sveitarstjórnarmaður og bóndi
 8. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
 9. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar
 10. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
 11. Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi
 12. Ágúst Jensson, bóndi
 13. Heiðar þór Sigurjónsson, bóndi og smiður
 14. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Sveitarfélagið Árborg

Deila grein

13/05/2020

Sveitarfélagið Árborg

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Sveitarfélagið Hornafjörður

Deila grein

13/05/2020

Sveitarfélagið Hornafjörður

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKNARMENN OG STUÐNINGSMENN ÞEIRRA Í SVEITARFÉLAGINU HORNAFIRÐI

Góð heilsa gulli betri

Íþróttir eru mikilvægar fyrir samfélagið okkar, þær bæta ekki einungis lýðheilsu íbúanna sem þær stunda heldur eru þær einnig mikilvæg forvörn fyrir börnin okkar og unglinga. Því er nauðsynlegt að gera íþróttum og tómstundum hátt undir höfði og tryggja að flestum standi til boða íþrótta- og tómstundarstarf. En rekstur faglegrar íþróttastarfsemi er almennt kostnaðarsamur fyrir íþróttafélögin sjálf og deildir þeirra og þ.a.l. iðkendur og forráðamenn þeirra. Bæði er kostnaður við starfið sjálft mikill og einnig eru mannvirki og búnaður, sem þarf til að stunda hinar ýmsu íþróttir, kostnaðarsamur. Þar þarf sveitarfélagið að hjálpa til eins og frekast er unnt. Tómstundarstyrkur sveitarfélagsins hefur komið til móts við kostnað barna í íþróttum og forráðamanna þeirra sem er af hinu góða. En tómstundarstyrkurinn þarf síðan að fylgja eðlilegri verðlagsþróun tengdri íþróttastarfseminni. Einnig er nauðsynlegt að koma til móts við aukinn kostnað foreldra í dreifbýli vegna aksturs í íþrótta- og tómstundarstarf. Það er í sambandi við mannvirkin sem sveitarfélagið þarf e.t.v. að grípa ennþá sterkar inn í. Þó eru ekki öll börn og unglingar sem finna sig í íþróttum og það er nauðsynlegt að hlúa einnig að þeim. Í því sambandi er rekstur félagsmiðstöðvarinnar nauðsynlegur nú sem áður. Félagsmiðstöðin fékk á dögunum nýtt og endurbætt húsnæði sem er vel. Það góða innra starf sem þar er unnið þarf sveitarfélagið e.t.v. að styrkja enn betur með lengri og auknum opnunartíma.

Hornafjörður

Staðan

Íþróttastarfið er í ágætum blóma hér í Hornafirði og er framboð ólíkra íþróttagreina ótrúlega fjölbreytt að mínu mati miðað við fjölda íbúa. Körfuknattleikurinn er í miklum uppgangi þessi misserin og blakið er jafnframt vaxandi. Þá er fimleikastarfið öflugt og knattspyrnan er alltaf vinsæl meðal iðkenda. En alltaf má gera betur og það þarf að vanda til verka nú sem áður. Undirrituðum hefur alltaf þótt heillandi að hafa bæði húsnæði Grunnskólans, mest notuðu íþróttamannvirkin og miðsvæði til útivistar og afþreyingar á sama svæðinu. Svæði þar sem börn þurfa ekki að fara yfir umferðargötu til að komast á milli skólabygginga og allra helstu íþróttamannvirkjanna. Síðan er Vöruhúsið, miðja skapandi greina, ásamt félagsmiðstöðinni ekki langt undan. Það eru mikil forréttindi að geta haft þetta svona og taka þarf mið af því til framtíðar.

Nýtt íþróttamannvirki

Oft hefur verið rætt um að næsti áfangi í tengslum við uppbyggingu íþróttamannvirkja ætti að vera millibygging milli sundlaugar og Heppuskóla. En upp á síðkastið hafa ýmsar fleiri framkvæmdir verið nefndar sem menn telja þarft að ráðast í. Meðal þeirra er t.d. nýtt íþróttahús, framtíðarhúsnæði fyrir líkamsræktarstöð, stærra húsnæði fyrir fimleika, vallarhús fyrir knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllinn og nýja áhorfendastúku fyrir knattspyrnuvöllinn. Er jafnvel hægt að leysa flestar þessar framkvæmdir með einni nýrri byggingu? Þá losnar líka um gamla íþróttahúsið sem gæti nýst fyrir t.d. líkamsrækt, bardagaíþróttir, danskennslu, klifur auk annars. Með byggingu á nýju íþróttahúsi gætum við skapað iðkendum í þessum íþróttagreinum, ásamt greinum sem áður hafa verið nefndar, miklu betri aðstæður til æfinga og leikja. Listi Framsóknar og stuðningsmanna þeirra vilja setja uppbyggingu íþróttamannvirkja á dagskrá. Við getum samt ekki ráðist í þær framkvæmdir og forgangsraðað hugsanlegum áföngum nema að undangengnu víðtæku samráði við íþróttahreyfinguna og skólasamfélagið. Við viljum byrja á samtali við þau áður en ákvarðanir verða teknar, en ekki ráðast blint í einhverjar framkvæmdir sem e.t.v. leysa vandann bara tímabundið. Það þarf að hugsa lengra en til fjögurra ára í þessum efnum, áætlanir þurfa að taka mið af þörf og notkun næstu 20-30 ára.

Björgvin Óskar Sigurjónsson, 4. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra á Hornafirði.

Greinin birtist fyrst á eystrahorn.is 9. maí 2018.

* * *

Byggjum upp

Jökulsárlón er lykilstaður fyrir ferðaþjónustu í okkar sveitarfélagi og eitt helsta aðdráttarafl þess. Það er nú komið undir mörk Vatnajökulsþjóðgarðs sem þýðir ekki að við eigum að skila auðu um skipulagsmálin þar. Þvert á móti gerir stjórnfyrirkomulag garðsins okkur kleift að forsvarsmenn sveitarfélagsins taki frumkvæðið. Ferlið verður hins vegar að vera opið sem fer víðsfjarri hjá þeim sem nú koma að þessum málum. Fyrsta sem hafa ber í huga við gerð skipulagsins er hvert markmið þess á að vera.

Við viljum að uppbygging við lónið miði að því að nokkur lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa sterk tengsl við nærsamfélagið fái að koma þar upp aðstöðu, hvort sem um er að ræða afþreyingarfyrirtæki eða veitingafólk. Sanngjörn leiga þarf að sjálfsögðu að koma fyrir aðstöðuna en það má hins vegar ekki gerast að vegna ásóknar fjársterkra aðila að vaxtarsprotum í ferðaþjónustu á svæðinu verði ýtt úr vegi.

Hornafjörður

Skipulagsmál á Höfn

Fyrir liggur þörf í uppbyggingu íbúða í bæði dreifbýli og þéttbýli. Fjölbreytt framboð á lóðum innan Hafnar er mikilvægt sem aldrei fyrr og að hugað vel að uppbyggingu grænna svæða. Við gerð skipulags er framtíðarsýn mikilvæg og fólk verður að hafa hugmynd um hvernig samfélagið á að þróast en dansa ekki eftir geðþótta ákvörðunum á hverjum tíma. Á Höfn þarf að halda áfram uppbyggingu strandstígs og grænna svæða.

Skipulagsmál til sveita

Það er ánægjulegt að núverandi meirihluta hefur tekist á fjórum árum, að ljúka því sem var nánast komið í höfn fyrir fimm árum – að klára skipulög í kringum félagsheimilin í sveitunum. Félagsheimilunum okkar þarf að sýna meiri sóma með bættu viðhaldi og snyrtilegri aðkomu. Nú hljóta menn að laga planið við Mánagarð í vor! Í dreifbýlinu er mikilvægt að íbúar og gestir upplifi ekki þrengsli. Sú sérstaða sem Ísland hefur, víðerni og andrými, verður að viðhalda.

Skipulagsmál og lýðræði

Íbúalýðræði hefur ekkert verið að flækjast fyrir okkur síðustu árin. Það er því mikilvægt að kjósendur vegi og meti hvort þeir vilji að vinnubrögð breytist við stjórn sveitarfélagsins. Leiðarljós okkar Framsóknarmanna í þeim efnum er betra upplýsingaflæði, meira samráð og gott viðmót í samskiptum sveitarfélags og íbúa þess.

Verkefnin eru mörg og sum brýn og krefjandi en ekkert þeirra óleysanlegt. Við Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra bjóðum ykkur starfskrafta okkar næstu fjögur árin til þess að gera samfélag okkar allra enn sterkara.

Ásgrímur Ingólfsson, 2. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra á Hornafirði.

Greinin birtist í Eystrahorni.

* * *

Sterkara samfélag

Þann 26. maí er boltinn hjá okkur íbúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins í sveitarstjórnarkosningum.

Framsóknarmenn og stuðnings­menn þeirra völdu sinn framboðslista á fjölmennum aðalfundi þann 26. febrúar sl. og hafa síðan unnið að undirbúningi kosninganna. Undirrituð er stolt af því að leiða lista öflugra einstaklinga sem vilja vinna af krafti samfélaginu til heilla næstu fjögur árin. Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra vilja vera valkostur fyrir íbúa sem vilja enn sterkara samfélag. Þess vegna höfum við rætt við fjölmarga íbúa, bæði á opnum fundum og á öðrum vettvangi. Við munum kynna stefnumál okkar á næstu vikum en þetta er meðal annars það sem við viljum gera.

Öflug stjórnsýsla

Auglýsa eftir bæjarstjóra. Við leggjum áherslu á að bæjarstjórinn ásamt öðru forystufólki sveitarfélagsins láti að sér kveða í samfélaginu og tali máli þess þannig að eftir sé tekið á landsvísu.

Hornafjörður

Kröftugt atvinnulíf
Tökumst á við nýjar áskoranir sem hafa komið upp á yfirborðið með auknum straumi ferðamanna. Fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar eiga mjög mikið undir ferðaþjónustunni komið. Gott samstarf sveitarfélags og ferðaþjónustufyrirtækja er öllum mikilvægt, ekki síst þeim fjölmörgu einyrkjum og fyrirtækjum sem þjónusta þessa atvinnugrein. Við viljum standa vörð um þessi staðbundnu fyrirtæki og þjónustuaðila. Auk þess þarf að byggja áfram upp innviði fyrir sjávarútveginn og leggja alla áherslu á að rannsaka Grynnslin og sjá hvað raunhæft er að gera til að bæta innsiglinguna. Sveitarfélagið stendur frammi fyrir mikilli áskorun um hvernig hægt sé að styrkja landbúnað í sessi og þarf að taka virkan þátt í því að leita leiða til að treysta afkomu bænda.

Félags- og heilbrigðismál í fyrirrúmi
Sveitarfélagið Hornafjörður er góður staður til að búa á en við getum gert betur. Við vitum að aðgengi að heilbrigðisþjónustu, ekki síst á sviði geðheilbrigði, þarf að bæta og við ætlum að tryggja að svo verði. Tryggja þarf uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis sem allra fyrst svo bæta megi aðbúnað og vinnuaðstöðu íbúa og starfsfólks. Við viljum efla heimaþjónustu til eldri Hornfirðinga og annarra þeirra sem á þurfa að halda.

Skólarnir hjarta samfélagsins
Eftir mikla fjárfestingu í húsnæði í grunn- og leikskóla er mikilvægt að hlúa nú að starfinu innan veggja skólanna. Ekki að því sé ábótavant heldur þarf sveitarfélagið að halda áfram áherslu á aðbúnað starfsfólks og nemenda, auka aðgengi að stuðningsþjónustu og fleiri atriðum sem gerir skólana okkar að enn betri vettvangi fyrir börn okkar og unglinga.
X-B fyrir sterkara samfélag.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir1. sæti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði

Greinin birtist á eystrahorni.is 26. apríl 2018.

* * *

Framboðslisti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði

Framboðslisti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí n.k. var einróma samþykktur á aðalfundi Framsóknarfélags Austur-Skaftafellinga þann 26. febrúar 2018. Listann leiðir Ásgerður K. Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri, Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri, skipar annað sætið og Erla Þórhallsdóttir, leiðsögumaður, skipar það þriðja. Listann skipa 7 konur og 7 karlar.

Hornafjörður

Framboðslisti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði:

 1. Ásgerður K. Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri
 2. Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri
 3. Erla Þórhallsdóttir, leiðsögumaður
 4. Björgvin Óskar Sigurjónsson, verkfræðingur
 5. Kristján S. Guðnason, matreiðslumaður
 6. Íris Heiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
 7. Finnur Smári Torfason, forritari
 8. Nejra Mesetovic, verkefnastjóri
 9. Steinþór Jóhannsson, framkvæmdastóri
 10. Arna Ósk Harðardóttir, skrifstofumaður
 11. Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri
 12. Erla Rún Guðmundsdóttir, bóndi
 13. Kolbrún Reynisdóttir, þroskaþjálfi
 14. Reynir Arnarson, framkvæmdastjóri

Ljóst er með þennan öfluga hóp af frambærilegu fólki ganga Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra fullir eldmóðs til kosninga.

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Suðurnesjabyggð

Deila grein

13/05/2020

Suðurnesjabyggð

FRAMSÓKN OG ÓHÁÐIR Í SUÐURNESJABÆ

Það þarf þorp til að ala upp barn

Mikilvægt er fyrir æsku þessa lands að fá að stunda tómstundir eftir skóla sem tekur mið af áhugasviði hvers og eins. Við viljum að öll börn geti stundað tómstundir óháð fjárhag foreldra. Við höfum skilning á því að áhugasvið barna og ungmenna eru ólík og vitum að margir sækja tómstundir utan sveitarfélagsins.

Hvatastyrkur hefur verið í boði fyrir börn í Sandgerði og Garði í þó nokkurn tíma og hefur það reynst vel fyrir ákveðin hóp barna. Betur má ef duga skal því sú upphæð sem hvert barn fær til ráðstöfunar nægir ekki fyrir þeim tómstundum sem eru í boði. Nauðsynlegt er að hækka þessa upphæð umtalsvert þar sem ekki eru öll börn með sömu áhugamál og er mjög misjafnt hversu mikinn kostnað foreldrar þurfa að leggja út til að borga fyrir æfingar og kennslu. Ekki á að skipta máli hvar barnið kýs að stunda sínar tómstundir heldur á lögheimili barnsins að veita því rétt á endurgreiðslu.

Við hjá B-listanum viljum hækka hvatastyrkinn allverulega þannig að hann sé í takti við þau gjöld sem tekin eru fyrir viðkomandi tómstundanám eða þjálfun. Bæjarfélagið þarf að hlúa að æskunni og vera raunverulegur stuðningur á meðan börn og unglingar hafa áhuga á að efla andlegan og líkamlegan þroska.

Suðurnesjabyggð

Í æskunni er framtíð landsins fólgin. Okkar er ábyrgðin að sú framtíð verði björt.

Álfhildur Sigurjónsdóttir
Höfundur situr í 2. sæti B-lista Framsóknar og óháðra í Sandgerði og Garði.

Gott má gera betra

Með sameiningu sveitarfélaga aukum við getu þeirra til að bæta þjónustu við íbúa. Samstarf á milli skólanna verður til þess að við lærum hvert af öðru og getum tileinkað okkur það sem vel er gert hjá hinum.

B-listinn leggur áherslu á að bæta umgjörð grunnskóla- og leikskóla enda teljum við alltaf vera rými til þess, því það má alltaf gera gott betra. Við viljum að skólarnir standi jafnfætis á öllum sviðum og munum beita okkur fyrir því að bæta skólastarf og tryggja nemendum bestu mögulegu menntun.

Í dag eru bæði Garður og Sandgerði að kaupa sér þjónustu frá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og greiða fyrir það háar upphæðir. Við viljum opna okkar eigin skrifstofu til þess að þjónusta íbúa okkar betur en gert er í dag. Öllum ætti að vera ljóst að þennan málaflokk þarf að bæta

Í dag getur tekið allt að tveimur árum að fá greiningu fyrir barn. Það er bið sem við teljum óásættanlega. Með eigin fræðsluskrifstofu getum við bætt þjónustuna og stytt biðina.

Suðurnesjabyggð

Við hjá B-listanum viljum veita nemendum okkar þjónustu við hæfi og góðan grunn í menntun. Þeir þurfa að vera í stakk búnir að halda áfram í framhaldsnám við útskrift hvort sem það er verklegt eða bóklegt og tryggja þannig velferð sína til framtíðar.

Erla Jóhannsdóttir
Höfundur situr í 4. sæti B-lista Framsóknar og óháðra í Sandgerði og Garði.

Nýtt upphaf

Þann 11.nóvember síðastliðinn urðu kaflaskipti í lífi Garðbúa og Sandgerðinga. Við tókum þá ákvörðun um að sameinast í eitt öflugt sveitarfélag. Þennan laugardag varð strax ljóst að breytinga væri að vænta. Breytingum fylgja sóknarfæri og við B-lista fólk viljum fá að vera í fararbroddi í þeirri sókn. Við erum með skýra framtíðarsýn á verkefnin framundan og höfum samvinnu að leiðarljósi.

Samvinna við mótun nýs sveitarfélags

Íbúar í okkar nýja sveitarfélagi eiga það skilið að tilvonandi sveitastjórnarfólk vinni þétt saman að mikilvægum málum, eins og fræðslu- og öldrunarmálum, dagvistun, skipulags- og menningarmálum, svo eitthvað sé nefnt. Að mati okkar hjá B-listanum er ótímabært að langir loforðalistar detti inn um bréfalúgu íbúa þar sem öllu fögru er lofað. Við setjum okkur markmið og leggjum fram ákveðan framtíðarsýn. Líklega hefur enginn af tilvonandi sveitastjórnarfólki áður tekið þátt í að sameina sveitarfélög. Það verkefni er afar spennandi áskorun og tækifæri til að bæta þjónustu við íbúa og þróa okkar góða samfélag til framtíðar.

Suðurnesjabyggð

Aðkoma íbúa að ákvörðunum

Tölurnar sýna að hið nýja sveitarfélag verði með um 250.000 milljónir króna til umráða til nýframkvæmda fyrir árið 2019. Að mati okkar hjá B-listanum er mikilvægt að íbúar komi að ákvarðanatöku um hvernig verkefnum verði forgangsraðað og fjármunum til þeirra úthlutað. Það gerum við með íbúakosningum.

Aukum lífsgæði eldri borgara

Við vitum öll að sveitarfélögin hafa ekki gert nóg í málefnum aldraða. Nú er tækifæri að gera betur í þeim efnum. Við hjá B-listanum viljum auka heimaþjónustu við aldraða, bjóða uppá fjölbreyttara félagsstarf, bæta akstursþjónustu og margt fleira sem eykur lífsgæði eldri borgara. En heilsugæsla í heimabyggð er líka eitt af þeim verkefnum sem við B-lista fólk ætlum að beita okkur sérstaklega fyrir.

Nýtt upphaf er á næsta leyti. Framsókn og óháðir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag ennþá betra fyrir okkur öll. Við biðjum um þinn stuðning til þess.

Daði Bergþórssonoddviti B-lista Framsóknar og óháðra í Sandgerði og Garði.

Blessað barnalán eða ?

Hjón ein komast að því að fjölgunar sé að vænta í fjölskyldunni. Mikil gleði ríkir og lífið brosir við þeim. Bæði eru þau í góðri vinnu og allt er eins og best verður á kosið. Þegar líður á meðgönguna koma upp áleitnar spurningar. Hvað á að gera við barnið þegar móðirin þarf að fara í vinnu eftir fæðingarorlof? B-listinn vill stofna ungbarnaleikskóla til að mæta þessari þörf.

Það er sorglegt í okkar samfélagi að foreldrar geti ekki verið saman á þessum tíma þegar nýr erfingi kemur í heiminn. Mikil óvissa er um hvert sé hægt að leita þegar móðirin þarf að snúa aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Mikill tími fer í að skipuleggja fæðingarorlof beggja foreldra svo hægt verði að brúa bilið þar til krílið kemst á leikskóla. Oftar en ekki frestar faðirinn sínu fæðingarorlofi og jafnvel sumarfríi svo hægt sé að brúa þetta bil.

Nokkur dæmi eru um að mæður hafi þurft að segja upp vinnu sinni þar sem fá úrræði eru í boði. Hér í sameiginlegu sveitarfélagi er ein dagmamma sem vitað er um og er hún augljóslega mjög umsetin. Það er löngu orðið tímabært að komið sé til móts við þennan hóp fólks og að stofnaður verði ungbarnaleikskóli fyrir börn frá 9 mánaða aldri til 2 ára.

Suðurnesjabyggð

Við sem stöndum að B-listanum höfum brennandi áhuga á þessum málaflokki og stöndum heilshugar saman í þeim vilja að gera ungbarnaleikskóla í nýju bæjarfélagi að veruleika.

Álfhildur Sigurjónsdóttir2. sæti B-lista Framsóknar og óháðra í Sandgerði og Garði

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Garði og Sandgerði

B-listi Framsóknar og óháðra í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hefur verið samþykktur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí næstkomandi. Á listanum eru 10 konur og 8 karlar, þar af eru 3 konur í efstu 4 sætum listans segir í fréttatilkynningu, en núverandi bæjarfulltrúi B-listans í Sandgerði, Daði Bergþórsson, leiðir listann.

Í öðru sæti er Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari, og í því þriðja er Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndlistarkennari. Í heiðurssæti listans er Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi, en hann hefur leitt B-listann í Sandgerði frá árinu 2010.

Suðurnesjabyggð

„Ég er gífurlega ánægður með þennan fjölbreytta og vel skipaðan framboðslista. Málefnavinna er að fara í gang og hvetjum við alla áhugasama bæjarbúa að taka þátt í því með okkur“, segir Daði Bergþórsson oddviti B-lista Framsóknar og óháðra.

„Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis með mikilli og góðri uppbyggingu og gera gott samfélag enn betra. Ég fer bjartsýnn inní baráttuna og vongóður um góða niðurstöðu.“

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Garði og Sandgerði:

 1. Daði Bergþórsson, bæjarfulltrúi og deildarstjóri
 2. Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari
 3. Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndmenntakennari
 4. Erla Jóhannsdóttir, grunnskólakennari
 5. Eyjólfur Ólafsson, varabæjarfulltrúi og rafeindavirkameistari
 6. Úrsúla María Guðjónsdóttir, laganemi
 7. Guðrún Pétursdóttir, flugverndarstarfsmaður
 8. Unnar Már Pétursson, vaktstjóri
 9. Jóna María Viktorsdóttir, þjónustufulltrúi
 10. Jónas Eydal Ármannsson, framhaldsskólakennari
 11. Aldís Vala Hafsteinsdóttir, viðskiptafræðinemi
 12. Sigurjón Elíasson, tækjastjóri
 13. Berglind Mjöll Tómasdóttir, varabæjarfulltrúi og vaktstjóri
 14. Bjarki Dagsson, kerfisstjóri
 15. Hulda Ósk Jónsdóttir, verkstjóri
 16. Jón Sigurðsson, bóndi
 17. Ólöf Hallsdóttir, húsmóðir
 18. Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi og aðstoðarvarðstjóri
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Reykjanesbær

Deila grein

13/05/2020

Reykjanesbær

Reykjanesbær

Þú finnur allt um frambjóðendur og framtíðarsýn xB í Reykjanesbæ á vefsíðunni vidgetum.is

Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ

Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ var samþykktur á félagsfundi fimmtudaginn 22. febrúar. Listann leiðir Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur, annað sætir skipar Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar og það þriðja Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi. Framboðslistann skipa 11 konur og 11 karlar.

Reykjanesbær

Listi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ:

 1.  Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur
 2.  Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
 3. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi
 4. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur
 5. Bjarni Páll Tryggvason, flugumferðarstjóri
 6. Eva Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur
 7. Sigurður Guðjónsson, löggiltur bifreiðasali
 8. Halldór Ármannsson, útgerðarmaður
 9. Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari
 10. Jóhanna María Kristinsdóttir, söngkona
 11. Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur
 12. Aðalheiður Halldórsdóttir, grunnskólakennari
 13. Guðmundur Stefán Gunnarsson, ráðgjafi á velferðarsviði og júdókappi
 14. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrv. forseti bæjarstjórnar
 15. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
 16. Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari
 17. Hólmfríður Guðmundsdóttir, hússtjórnarkennari​
 18. Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari
 19. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, tollvörður
 20. Oddný Mattadóttir, húsmóðir
 21. Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
 22. Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur

Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ

Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ

Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ var samþykktur á félagsfundi fimmtudaginn 22. febrúar. Listann leiðir Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur, annað sætir skipar Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar og það þriðja Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi. Framboðslistann skipa 11 konur og 11 karlar.

Reykjanesbær

Listi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ:

 1.  Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur
 2.  Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
 3. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi
 4. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur
 5. Bjarni Páll Tryggvason, flugumferðarstjóri
 6. Eva Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur
 7. Sigurður Guðjónsson, löggiltur bifreiðasali
 8. Halldór Ármannsson, útgerðarmaður
 9. Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari
 10. Jóhanna María Kristinsdóttir, söngkona
 11. Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur
 12. Aðalheiður Halldórsdóttir, grunnskólakennari
 13. Guðmundur Stefán Gunnarsson, ráðgjafi á velferðarsviði og júdókappi
 14. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrv. forseti bæjarstjórnar
 15. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
 16. Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari
 17. Hólmfríður Guðmundsdóttir, hússtjórnarkennari​
 18. Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari
 19. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, tollvörður
 20. Oddný Mattadóttir, húsmóðir
 21. Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
 22. Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Nýtt sveitarfélag á Austurlandi

Deila grein

13/05/2020

Nýtt sveitarfélag á Austurlandi

FRAMSÓKN Í SAMEINUÐU SVEITARFÉLAGI Á AUSTURLANDI

FacbooksíðaMyndasíðaDagbókin framundanMyndbönd

***

Með öflugu fólki í öflugum flokki – traustur fjárhagur er lykillinn að farsælli sameiningu. Við höfum til að bera þá reynslu og þekkingu sem þarf til að stýra fjármálum sveitarfélagsins af ábyrgð. Með því að sýna skynsemi í rekstri munum við geta fjárfest í uppbyggingu skóla og leikskóla því góð aðstaða fyrir börn og ungmenni gerir sveitarfélagið aðlaðandi fyrir fjölskyldur að setjast hér að.

Þannig blómstrar fjárhagur sveitarfélagsins. En þetta gerist ekki af sjálfu sér.

Stefnuskrá og listakynning Framsóknarflokks í nýju sveitarfélagi á Austurlandi.
***

Framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, var samþykktur á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Múlaþings sem fram fór í gær. Kosið verður til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags 19. september næstkomandi.

Framboðslisti Framsóknar hefur tekið lítils háttar breytingum frá listanum sem búið var að samþykkja vegna áður boðaðra kosninga í vor.

Vilhjálmur Jónssonbæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, færist úr þriðja sæti upp í annað sæti. Jónína Brynjólfsdóttirverkefnastjóri hjá Austurbrú, færist úr fimmta sæti upp í það þriðja og Helga Erla Erlendsdóttirfyrrverandi skólastjóri á Borgarfirði, fer að eigin ósk úr öðru sæti í það fimmta.

Stefán Bogi Sveinssonforseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, leiðir framboðslistann og Eiður Ragnarssonferðaþjónustubóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, skipar fjórða sæti framboðslistans.

Framboðslisti Framsóknar var samþykktur samhljóða og mikill hugur er í Framsóknarfólki fyrir komandi kosningar. Sérstakur gestur fundarins var Líneik Anna Sævarsdóttiralþingismaður, sem færði fundinum og frambjóðendum kveðjur frá þingflokki Framsóknarmanna.

B-lista Framsóknarflokks fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, 19. september næstkomandi skipa:

***

11/09/2020

Kanntu brauð að baka?

Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi verður til víðfeðmt sveitarfélag með fjóra ólíka byggðakjarna. Þessi samfélög munu halda í sína sérstöðu en framundan er að samþætta og samræma margt sem enn liggur ekki fyrir hvernig á að framkvæma, það er í höndum næstu sveitarstjórnar. Stefnumótun og framtíðarsýn er eitt það mikilvægasta sem kjörnir fulltrúar þurfa að horfa til á næsta kjörtímabili. Við bökum nefnilega yfirleitt kökur eftir uppskriftum.

Fjármál á tímum COVID

Ábyrg fjármálastefna skiptir öllu máli fyrir nýja sveitarfélagið. Staðreyndin er sú að það verður hægara sagt en gert að ná utan um heildarfjármál þess þar sem sameiningin á sér stað á tímum Covid-19. Það er stærsti óvissuþátturinn þegar kemur að næsta vetri.

Auðlegð í starfsfólkinu

Það sem er mikilvægast er að sameiningin sjálf heppnist vel, að kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins vinni vel þá gríðarlega miklu og mikilvægu vinnu að sameina sveitarfélögin. Kjörnir fulltrúar þurfa því að taka margar stefnumótandi ákvarðanir um stóra sem smáa þætti er varða framtíðina.

Það þarf að tryggja að stjórnsýslan fái það svigrúm og stuðning sem hún þarf til að vinna verkin sem framundan eru, undir styrkri leiðsögn þeirra sem hafa til þess lýðræðislegt umboð. Til að taka góðar stefnumótandi ákvarðanir þarf samtal, samtal við kjósendur og starfsfólk sveitarfélagsins. Við vitum það nefnilega að nýja sveitarfélagið hefur á að skipa öflugu starfsfólki með mikla reynslu. Það að skapa góðan vinnuanda og gott starfsumhverfi fyrir þau er grundvallaratriði .

Frambjóðendur á lista Framsóknarfélags Múlaþings hafa gríðarlega mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, þekkja vel sveitarfélögin fjögur sem eru að sameinast og einsetja sér það markmið að klára sameininguna með farsælum hætti. Við vitum að verkefnið er ærið, umsvifamikið og krefjandi – þess vegna bjóðum við okkur fram. Framsóknarflokkurinn er framkvæmdaflokkur, við hikum ekki við að horfa til framtíðar, móta okkur stefnu – og halda okkur við hana.

Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Bifröst og skipar hún skipar 3. sæti lista Framsóknarfélags Múlaþings til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 10. september 2020.

***

10/09/2020

Áfram veginn – Til framtíðar

Það eru áhugaverðir tímar framundan á Austurlandi. Nýtt sveitarfélag að verða að veruleika með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sveitarstjórnarkosningar þann 19. september. Fyrsta verkefni nýrrar sveitarstjórnar verður að ljúka sameiningarferlinu, ákveða nafn nýja sveitarfélagsins og virkja nýtt stjórnskipulag.

Framtíðarsýn og skipulag

Eitt af verkefnum sveitarstjórnar í nýja sveitarfélaginu verður, í samráði við íbúa, að móta þá framtíðarsýn sem lá til grundvallar kosningu um sameiningu sveitarfélaganna. Hana þarf að móta í samráði við íbúana. Vinna þarf nýtt aðalskipulag sem tekur til nýja sveitarfélagsins í heild. Það er mikilvægt að í því verði tekið á nýtingu, náttúruvernd og varðveislu. Áhersla verði lögð á sjálfbærni, samfélagsábyrgð og bætt búsetuskilyrði. Setja þarf aukinn kraft í gerð skipulagsáætlana með það að markmiði að atvinnulíf og íbúabyggð geti þróast við öruggar hentugar aðstæður sem tryggi lífsgæði og velferð íbúanna. Í því sambandi þarf að horfa sérstaklega til áskorana í samgöngumálum með tilliti til atvinnu-, menningar- og mannlífs, með öðrum orðum almennra búsetuskilyrða. Mikilvægur hluti af þeirri framtíðarsýn verður strandskipulag eða nýtingaráætlun sem jafnframt tekur mið af og styður við uppbyggingu og þróun hafna sveitarfélagsins.

Göngin verða að veruleika

Bættar samgöngur hafa verið forgangsverkefni framsóknarmanna á Austurlandi, ekki síst á Seyðisfirði. Áratuga barátta Seyðfirðinga fyrir bættum samgöngum með jarðgöngum, góð samvinna við nágrannasveitarfélög og skýr sýn um leiðina til þess, er að skila okkur Fjarðarheiðargöngum.

Samkvæmt gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2022 en nú er unnið að undirbúningi framkvæmdanna. Á þeim tíma sem ég, ásamt öðrum kjörnum fulltrúum, hef unnið að málinu hafa verið setnir óteljandi fundir með vegamálastjóra og starfsmönnum Vegagerðarinnar, alþingismönnum, embættismönnum og ráðherrum, bæði fyrr og síðar. Oft þótti þokast lítið og stundum afturábak, en nú er málið að verða komið á framkvæmdastig. Það er mjög ánægjulegt. Alltaf var okkur vel tekið þó að við þættum sjálfsagt stundum nokkuð fylgin okkur.

Framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng verða unnar á grundvelli metnaðarfullrar samgönguáætlunar fyrir árin 2020 til 2034 sem núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og formaður Framsóknarflokksins, lagði fyrir Alþingi. Svo metnaðarfull er hún hvað Austurland varðar að auk ganganna um Fjarðarheiði liggur leiðin áfram með göngum frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Norðfjarðar og eru þá önnur verkefni á svæðinu ótalin. Hliðstæða finnst vart. Tenging byggðanna á Austurlandi með þessum jarðgöngum verður bylting í öllu tilliti. Nokkuð sem ég og samstarfsfólk í bæjarstjórn og áhugafólk sáum sem heldur fjarlægt markmið á eftir Fjarðarheiðargöngum en er nú þegar komið á áætlun.

Meiri samgöngubætur

Markmiðið með Fjarðarheiðargöngum hefur alltaf verið skýrt, að rjúfa vetrareinangrun, og auka þar með öryggi íbúa, að auka umferðaröryggi og að samgöngur á landi væru greiðar allt árið. Það verður hlutverk nýrra sveitarstjórnar að fylgja málinu eftir í samvinnu við ríkisvaldið, svo og uppbyggingu annarra samgönguinnviða sem eru í áætluninni, heilsársvegar um Öxi, Borgarfjarðarvegar, og nýrrar brúar yfir Lagarfljót. Þessar samgönguframkvæmdir eru nauðsynlegar til að vel takist til með sameininguna og því þarf að fylgja þeim eftir af festu. Jafnframt þarf að vinna að uppbyggingu og aukinni vegþjónustu um víðfeðmt sveitarfélag og á leiðum að og frá.

Sérstaklega þarf að setja aukinn þunga í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar sem millilandaflugvallar og tryggja fjármagn til hennar. En einnig að jafna aðstöðumun við Keflavíkurflugvöll að því marki sem er í valdi stjórnvalda.

Brýnt er að stjórnvöld taki af vafa um að Reykjavíkurflugvöllur verði staðsettur til frambúðar í Vatnsmýrinni með hliðsjón af því að margvísleg nauðsynleg þjónusta á vegum ríkisins er byggð upp eða hefur verið flutt til höfuðborgarinnar sem hefur það í för með sér að landsmenn utan höfuðborgarsvæðisins þurfa að sækja hana með flugsamgöngum. Þar vegur þyngst fyrir almenning, heilbrigðisþjónustuna.

Ríkulegur ávinningur

Ávinningurinn af uppbyggingu samgönguinnviða verður sterkara atvinnusvæði með aukinni nýsköpun og fleiri áhugaverðum atvinnutækifærum, öflugra menningar- og listalífi svo og íþrótta- og félagsstarfi og bættu aðgengi að þjónustu. Það er mikilvægt að áform stjórnvalda séu tímasett og skýr þannig að vinna við frekari mótun framtíðarsýnar og skipulagsáætlanir geti tekið mið af þeim.

Forsendur þess að sameiningin skili tilætluðum árangri er að staðfest loforð og samþykktir stjórnvalda um varanlega samgöngutengingu allra fjögurra byggðarlaganna verði að veruleika, það er nýbygging Axarvegar, Borgarfjarðarvegar og lagning jarðganga undir Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Að því þarf að vinna í samfellu og sleitulaust.

Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 10. september 2020.

***

07/09/2020

Rödd sveitarfélagsins

Eitt af meginhlutverkum þeirra sem skipa forystusveit kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum er að vera málsvari sveitarfélagsins út á við. Það er oft mikil þörf á því gagnvart opinberum stofnunum, fjölmiðlum og fyrirtækjum en allra helst reynir þó á þetta hlutverk þegar kemur að samskiptum við Alþingi og ríkisstjórn.

Það er erfitt að kasta tölu á þann fjölda funda og símtala sem ég hef í gegnum árin átt til að tala um málefni sveitarfélagsins. Þessi vinna er sjaldnast mjög sýnileg. Ekki það að nokkur hafi neitt að fela, ekki er um neitt baktjaldamakk að ræða. En það er óendanlega mikilvægt að rödd sveitarfélagsins heyrist víða og ekki bara á opinberum vettvangi, heldur einmitt á smærri fundum og í samtölum innan ráðuneyta og þingflokka, svo einhver dæmi séu tekin.

Gleði og gremja

Þetta hlutverk kjörins fulltrúa er eitt hið ánægjulegasta við starfið, en getur jafnframt verið einn erfiðasti hluti þess. Ég hef lagt mig fram um að tala fyrir hagsmunum sveitarfélagsins með gildum rökum og af skynsemi. Oft næst fram skilningur á stöðu sveitarfélagsins og góður árangur í hagsmunabaráttunni. Þá er ég glaður.

Í önnur skipti finnst manni eins og verið sé að tala við grjót, alveg sama hvernig er reynt. Það er gremjulegt og á þeim stundum getur sú hugsun lagst þungt á hvort tíma manns og orku er vel varið.

Á þessum árum hef ég lært það að gefast ekki upp. Þar sem maður kemur að lokuðum dyrum í eitt skipti getur rofað til og allt staðið upp á gátt næst þegar reynt er. Ef maður hefur trú á málstaðnum þýðir ekki að leggja árar í bát heldur þarf að reyna aftur, og aftur, og aftur. Stundum vinnast hálfir sigrar, þá er mikilvægt að kunna að gleðjast yfir litlu, og stundum stórsigrar.

Blessunarlega horfum við í nýju sameinuðu sveitarfélagi nú fram á byltingu í samgöngumálum með Fjarðarheiðargöngum, nýjum Axarvegi og klæðningu á Borgarfjarðarveg. Allt eru þetta mál sem hefur þurft að tala fyrir árum saman en eru nú í augsýn þökk sé þrotlausri vinnu margra aðila.

Áfram veginn

En það er líka margt framundan sem þarf að tala fyrir og Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi í þessari baráttu. Við viljum sjá frekari uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli. Við viljum sjá staðbundið háskólanám verða að veruleika í fjórðungnum og fjölbreyttari fjarnámskosti fyrir íbúa hér. Við þurfum bætta hafnaraðstöðu víða í sveitarfélaginu og fleira og fleira. Nýtt sveitarfélag mun þurfa sterka rödd til að tala sínu máli. Ég gef kost á mér til að vera þessi rödd og bið um þinn stuðning til þess.

Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og skipar fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins við komandi sveitarstjórnarkosningar.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 7. september 2020.

***

Á ljósmyndinni eru frá vinstri, Eiður Ragnarsson, Vilhjálmur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Jónína Brynjólfsdóttir.  
21/08/2020

Framsóknarfélag Múlaþings samþykkir framboðslista

Framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, var samþykktur á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Múlaþings sem fram fór í gær. Kosið verður til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags 19. september næstkomandi.

Framboðslisti Framsóknar hefur tekið lítils háttar breytingum frá listanum sem búið var að samþykkja vegna áður boðaðra kosninga í vor.

Vilhjálmur Jónssonbæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, færist úr þriðja sæti upp í annað sæti. Jónína Brynjólfsdóttirverkefnastjóri hjá Austurbrú, færist úr fimmta sæti upp í það þriðja og Helga Erla Erlendsdóttirfyrrverandi skólastjóri á Borgarfirði, fer að eigin ósk úr öðru sæti í það fimmta.

Stefán Bogi Sveinssonforseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, leiðir framboðslistann og Eiður Ragnarssonferðaþjónustubóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, skipar fjórða sæti framboðslistans.

Framboðslisti Framsóknar var samþykktur samhljóða og mikill hugur er í Framsóknarfólki fyrir komandi kosningar. Sérstakur gestur fundarins var Líneik Anna Sævarsdóttiralþingismaður, sem færði fundinum og frambjóðendum kveðjur frá þingflokki Framsóknarmanna.

B-lista Framsóknarflokks fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, 19. september næstkomandi skipa:

 1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar
 2. Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi og fv. bæjarstjóri
 3. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur
 4. Eiður Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi og fv. bæjarfulltrúi
 5. Helga Erla Erlendsdóttir, fv. skólastjóri
 6. Helga Rós Magnúsdóttir, háskólanemi og starfsmaður
 7. Benedikt Hlíðar Stefánsson. véltæknifræðingur
 8. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur
 9. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, málarameistari
 10. Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi og verktaki
 11. Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir, eldri borgari
 12. Kári Snær Valtingojer, rafvirki
 13. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, leikskólakennari
 14. Þorsteinn Kristjánsson, bóndi
 15. Valgeir Sveinn Eyþórsson, starfsmaður
 16. Óla Björg Magnúsdóttir, eldri borgari
 17. Eiður Gísli Guðmundsson, bóndi og hreindýraleiðsögumaður
 18. Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og ráðunautur
 19. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðastjóri
 20. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
 21. Þorvaldur Jóhannsson, fv. bæjarstjóri
 22. Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Vopnafjarðahreppur

Deila grein

13/05/2020

Vopnafjarðahreppur

FRAMSÓKN OG ÓHÁÐIR Á VOPNAFIRÐI

Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði

Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí hefur verið lagður fram. Sigríður Bragadóttir, fyrrv. bóndi, leiðir listann. Í öðru sæti er Bárður Jónasson, tæknistjóri og sveitarstjórnarmaður og í því þriðja er Axel Örn Sveinbjörnsson, vélstjóri.

Vopnafjarðahreppur

Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði:

 1. Sigríður Bragadóttir, fyrrv. bóndi
 2. Báður Jónasson, tæknistjóri og sveitarstjórnarmaður
 3. Axel Örn Sveinbjörnsson, vélstjóri
 4. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur
 5. Sigurjón H. Hauksson, vaktformaður
 6. Fanney Björk Friðriksdóttir, vaktformaður
 7. Hreiða Geirsson, afgreiðslumaður
 8. Linda Björk Stefánsdóttir, ræstitæknir
 9. Ólafur Ásbjörnsson, bóndi
 10. Heiðbjörg Marín Óskarsdóttir, afgreiðslukona
 11. Thorberg Einarsson, sjómaður
 12. Elíasa Joensen Creed, fiskverkunarkona
 13. Sigurþóra Hauksdóttir, bóndi
 14. Árni Hynur Magnússon, rafverktaki
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Fjarðabyggð

Deila grein

13/05/2020

Fjarðabyggð

FRAMSÓKN OG ÓHÁÐIR Í FJARÐABYGGÐ

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð

Félagsfundur í Framsóknarfélagi Fjarðabyggðar, sem haldinn var 12.apríl, samþykkti einróma framboðslista Framsóknar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26.maí næstkomandi. Mun Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, leiða listann og eru bæjarfulltrúarnir Pálína Margeirsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir í öðru og þriðja sæti.

Kosið verður í sameinaðri Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem sameining milli Breiðdals og Fjarðabyggðar var samþykkt í íbúakosningu í sveitarfélögunum þann 24. mars síðastliðinn.

Fjarðabyggð

Jón Björn Hákonarson, oddviti listans, segist vera afar þakklátur og stoltur af því að fá að leiða listann til kosninga í sameinuðu sveitarfélagi. „Mér er efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér er sýnt að fá að leiða lista frambjóðenda Framsóknar og óháðra í komandi sveitarstjórnarkosningum í okkar góða sveitarfélagi. Styrkleikar Fjarðabyggðar eru fjölbreytileiki sveitarfélagsins á öllum sviðum, sterkt atvinnulíf og fjölskylduvænt samfélag sem við þurfum að hlúa að og efla ennfrekar. Þá er ég mjög ánægður með að á listanum sitja frambjóðendur úr öllum sjö byggðarkjörnum Fjarðabyggðar með fjölbreytta reynslu sem vilja leggja hönd á plóg og vinna að því að gera gott samfélag enn betra.“

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð:

 1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar
 2. Pálína Margeirsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari
 3. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari
 4. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður
 5. Ívar Dan Arnarson, vélstjóri
 6. Ingólfur Finnsson, bifvélavirki
 7. Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, húsmóðir
 8. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri
 9. Elva Bára Indriðadóttir, leiðbeinandi
 10. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi
 11. Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, forstöðumaður
 12. Bjarki Ingason, framleiðslustarfsmaður og nemi
 13. Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi
 14. Elsa Guðjónsdóttir, sundlaugarvörður
 15. Þórhallur Árnason, varðstjóri
 16. Svanhvít Aradóttir, þroskaþjálfi
 17. Sævar Arngrímsson, skipuleggjandi viðhalds
 18. B. Guðmundur Bjarnson, verkstjóri