Categories
Forsíðuborði Fréttir

Lilja Dögg og Lárus leiða í Reykjavík

Deila grein

06/10/2017

Lilja Dögg og Lárus leiða í Reykjavík

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, alþingismaður og frv. ráðherra og Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. Þetta var samþykkt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins nú í kvöld.
,,Ég er mjög ánægð með þessa sterku lista sem við munum tefla fram í komandi kosningum og tel þá sýna þann mikla félagsauð sem Framsóknarflokkurinn býr yfir. Við erum að fá inn nýja liðsmenn sem hafa ekki starfað í flokknum og er það ánægjulegt. Næstu dagar fara svo í að kynna okkur og fyrir hvað við stöndum. Við erum framsýnt og lausnamiðað fólk. Mín tilfinning er sú að almenningur sé að kalla eftir stöðugleika, trausti og reynslu í íslensk stjórnmál og það er svo sannarlega eitthvað sem við búum yfir og höfum sýnt í verki.” sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir að loknum fundi nú kvöld.
Lilja Dögg mun leiða í Reykjavík suður og Lárus Sigurður í Reykjavík norður. Alex Björn og Birgir Örn skipa annað og þriðja sæti listans í Reykjavík suður og Kjartan Þór og Tanja Rún í Reykjavík norður.
Reykjavík norður:
1. Lárus Sigurður Lárusson, héraðsdómslögmaður
2. Kjartan Þór Ragnarsson, framhaldsskólakennari
3. Tanja Rún Kristmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
4. Ágúst Jóhannsson, markaðsstjóri og handboltaþjálfari
5. Ingveldur Sæmundsdóttir, viðskiptafræðingur
6. Jón Finnbogason, vörustjóri
7. Snædís Karlsdóttir, laganemi
8. Ásrún Kristjánsdóttir, hönnuður
9. Ásgeir Harðarson, ráðgjafi
10. Kristrún Hermannsdóttir, framhaldsskólanemi
11. Guðrún Sigríður Briem, húsmóðir
12. Kristinn Snævar Jónsson, rekstrarhagfræðingur
13. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
14. Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur
15. Snjólfur F Kristbergsson, vélstjóri
16. Agnes Guðnadóttir, starfsmaður
17. Frímann Haukdal Jónsson, rafvirkjanemi
18. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, hárskeri
19. Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur
20. Griselia Gíslason, skólaliði
21. Andri Kristjánsson, bakari
22. Frosti Sigurjónsson, fyrrv. alþingismaður
Reykjavík Suður:
1. Lilja D. Alfreðsdóttir, alþingismaður
2. Alex B. Stefánsson, háskólanemi
3. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður
4. Björn Ívar Björnsson, háskólanemi
5. Jóna Björg Sætran, varaborgarfulltrúi
6. Bergþór Smári Pálmason Sighvats, þakdúkari
7. Helga Rún Viktorsdóttir, heimsspekingur
8. Guðlaugur Siggi Hannesson, laganemi
9. Magnús Arnar Sigurðarson, ljósamaður
10. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdarstjóri
11. Kristjana Louise Friðbjarnardóttir, háskólanemi
12. Trausti Harðarson, framkvæmdastjóri
13. Gerður Hauksdóttir, ráðgjafi
14. Hallgrímur Smári Skarphéðinsson, vaktstjóri
15. Bragi Ingólfsson, efnaverkfræðingur
16. Jóhann Halldór Sigurðsson, háskólanemi
17. Sandra Óskarsdóttir, kennaranemi
18. Elías Mar Caripis Hrefnuson, vaktstjóri
19. Lára Hallveig Lárusdóttir, útgerðamaður
20. Björgvin Víglundsson, verkfræðingur
21. Sigrún Sturludóttir, húsmóðir
22. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrv. alþingismaður

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Willum Þór Þórsson leiðir í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

05/10/2017

Willum Þór Þórsson leiðir í Suðvesturkjördæmi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, sem fram fara þann 28. október næstkomandi, var samþykktur á fjölmennu aukakjördæmisþingi.
Fram­boðslisti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suðvesturkjördæmi:

  1. Will­um Þór Þórs­son, rekstrarhagfræðingur og þjálf­ari
  2. Krist­björg Þóris­dótt­ir, sál­fræðing­ur
  3. Linda Hrönn Þóris­dótt­ir, leik- og grunn­skóla­kenn­ari
  4. Páll Marís Páls­son, há­skóla­nemi
  5. María Júlía Rún­ars­dótt­ir, lögmaður
  6. Þor­gerður Sæv­ars­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari
  7. Ágúst Bjarni Garðars­son, stjórnmálafr. MPM og skrif­stofu­stjóri
  8. Mar­grét Sig­munds­dótt­ir, flug­freyja
  9. Guðmund­ur Há­kon Her­manns­son, nemi
  10. Anna Aur­ora Waage Óskars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
  11. Bjarni Dag­ur Þórðar­son, há­skóla­nemi
  12. Elín Jó­hanns­dótt­ir, há­skóla­nemi og leik­skóla­leiðbein­andi
  13. Há­kon Ju­hlin Þor­steins­son, tækni­skóla­nemi
  14. Njóla Elís­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur
  15. Ingi Már Aðal­steins­son, fjár­mála­stjóri
  16. Helga María Hall­gríms­dótt­ir, sér­kenn­ari
  17. Ein­ar Gunn­ar Bolla­son, öku­kenn­ari
  18. Birna Bjarna­dótt­ir, sér­fræðing­ur
  19. Birk­ir Jón Jóns­son, bæj­ar­full­trúi
  20. Ingi­björg Björg­vins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur
  21. Kári Walter Mar­grét­ar­son, lög­reglumaður
  22. Dóra Sig­urðardótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðingur
  23. Eyþór Rafn Þór­halls­son, verk­fræðing­ur og dós­ent
  24. Ólaf­ur Hjálm­ars­son, vél­fræðing­ur
  25. Óskar Guðmunds­son, full­trúi í flutn­inga­stjórn­un
  26. Eygló Harðardótt­ir, alþing­ismaður og frv. ráðherra
Categories
Forsíðuborði Fréttir

Sjö bjóða sig fram í Norðvestur

Deila grein

01/10/2017

Sjö bjóða sig fram í Norðvestur

Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldið sunnudaginn 8. október 2017 á Bifröst Borgarbyggð.
Þingið hefst kl. 11:00, en skráning þingfulltrúa hefst kl. 10:00.
Til þingsins er boðað til að velja í 5 efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins til alþingiskosninga þann 28. október nk..
Sjö bjóða sig fram en þau eru:
Ásmundur Einar Daðason, fyrrv. alþingism. Borgarnesi, í 1. sæti,
Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri, Bolungarvík, í 2. sæti,
Björn Ingi Ólafsson, starfsm. mjólkurs. KS, Skagafirði, í 2.-3. sæti,
Lilja Sigurðardóttir, sjávarútvegsfræðingur, Patreksfirði, í 2.-3. sæti,
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, Sauðárkróki, í 3. sæti,
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, háskólanemi, Bakkakoti Borgarbyggð, í 3.-4. sæti,
Guðveig Anna Eyglóardóttir, hótelstjóri, Borgarnesi, í 3.-5. sæti.
 

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Hlakkar til baráttunnar

Deila grein

29/09/2017

Hlakkar til baráttunnar

Stjórnarslitin komu mér ekki á óvart. Ósamstaðan og vantraustið innan ríkisstjórnar blasti við. Hins vegar kom mér verulega á óvart hversu snemma stjórnarslitin urðu. Þremur dögum eftir þingsetningu er auðvitað hlægilega sorglegt.
Ég mun gefa kost á mér á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og mun nú sem endranær leggja áherslu á að þjóna mínum umbjóðendum eins vel og ég get. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að halda áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs og minnka þar með vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Við teljum hins vegar að svigrúm til uppbyggingar innviða sé til staðar. Á uppgangstímum er  hægt að auka fjárframlög til aðkallandi verkefna eins og heilbrigðisþjónustu, nefni ég þá sérstaklega heilsugæsluna, sjúkraflutninga sem og til vegaframkvæmda og menntamála. Vissulega þarf að fara varlega svo hagkerfið ofhitni ekki. Þess vegna þarf að taka til greina ólíka stöðu landshluta þegar verkefni eru valin. Þenslan er auðvitað mest á höfuðborgarsvæðinu, en töluvert minni annars staðar og vitna ég þá í skýrslu Byggðastofnunar sem kom út nú í sumar. En í stuttu máli sagt þá mun Framsóknarflokkurinn leggja áherslu á stöðugleika, velferð og samvinnu.
Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvernig valið verður á lista hjá Framsóknarflokknum en hvert kjördæmi ákveður það fyrir sig. Ég geri ráð fyrir að kosningabaráttan verði hefðbundin þó að skammur tími sé til stefnu. Ég hlakka til þeirrar baráttu og er í góðri æfingu þar sem þetta er þriðja kosningabaráttan mín á á fjórum árum. Sem er auðvitað stórfurðulegt ef út í það er farið. Maður veltir fyrir sér, miðað við hraðann í samfélaginu og stemminguna almennt, hvort þetta verði það sem við megum eiga von á næstu árin, kosningar á 1-3 ára fresti? Ég óttast að stöðugleikinn fari þá fyrir lítið og mikilvæg verkefni falli á milli skips og bryggju.
Í ljósi stöðunnar er ómögulegt að spá fyrir um hvað kemur upp úr kjörkössunum. Á Norðurlöndum eru orðin hefð fyrir fjölflokka og minnihlutastjórnum jafnvel. Margt bendir til þess að við séum að feta sömu leið. Við Framsóknarfólk erum samvinnufólk og eigum því að geta unnið með öllum flokkum, hvort sem þeir flokkast til hægri eða vinstri.
Framsóknarflokkurinn hefur farið í mikla sjálfsskoðun sl. áratug og síðasta árið var flokknum mjög erfitt fyrir margra hluta sakir. Ég tel að flokkurinn hafi nú alla burði til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi á nýjan leik og vona auðvitað að það verði niðurstaðan.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður
Greinin birtist í Víkurfréttum 28. september 2017.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Auglýsing vegna framboða í Suðurkjördæmi

Deila grein

26/09/2017

Auglýsing vegna framboða í Suðurkjördæmi

Ágætu félagar!
 
Á aukakjördæmisþingi okkar, sem haldið var ​á Selfossi, 25. september, var ákveðið að farin yrði uppstillingaleiðin við val á framboðslista flokksins  til​ ​alþingiskosninganna þann 28. október n.k.. 17. Kjördæmisþing KSFS laugardaginn 7. október myndi samþykkja framboðslistann í heild sinni.
 
Þeir félagsmenn, sem vilja gefa kost á sér á listann eru beðnir að setja sig í samband við  einhvern neðangreindan kjörstjórnarmann. Eins geta félagar, sem vilja koma með ábendingar um fólk til að taka sæti á listanum haft samband við neðangreinda.
 
Uppstillingarnefnd mun ljúka störfum miðvikudaginn 4. október, 3 dögum fyrir 17. Kjördæmisþing KSFS.
 
Í 5 efstu sætum framboðslistans skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40%, þó skulu ekki vera fleiri en 3 af sama kyni í fyrstu 4 sætunum.
 
Formaður uppstillingarnefndar er Björn Harðarson, í síma 8618651 og er netfangið: holt@emax.is.
 
Uppstillinganefnd skipa:
Björn Harðarson, formaður, 8618651, holt@emax.is, Framsóknarfélagi Árborgar
Karl Pálmason , Framsóknarfélagi Vestur-Skaftafellssýslu
Reynir Arnarson , Framsóknarfélagi Austur-Skaftafellssýslu
Sigrún Þórarinsdóttir, Framsóknarfélagi Rangæinga
Magnea Herborg Björnsdóttir, Framsóknarfélagi Reykjanesbæjar
Einar G Harðarson, Framsóknarfélagi Árnessýslu
 
F.h. uppstillingarnefndar KSFS
Björn Harðarson, formaður​
Categories
Forsíðuborði Fréttir

Bréf frá formanni

Deila grein

25/09/2017

Bréf frá formanni

Kæru flokksfélagar,
atburðarrás síðustu daga hefur valdið umróti í flokknum sem hefur orðið til þess að gott fólk hefur valið að yfirgefa okkar trausta og gamalgróna flokk. Ég vil þakka þeim fyrir störf í þágu flokksins og óska þeim alls hins besta.
Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í þá atburði sem urðu til þess að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins ákvað að segja skilið við flokkinn. Þá atburði þekkjum við vel og höfum eðlilega á þeim mismunandi skoðanir. Það er nauðsynlegt að við núverandi aðstæður að taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins verði best náð til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það gerum við með samstöðu og samvinnu alls þess góða fólks sem í flokknum starfar og stuðningsmanna hans.
Framsóknarflokkurinn á yfir 100 ára farsæla sögu. Vissulega hafa komið upp tilvik þar sem við erum ekki sammála, þar sem tekist er á um málefni en síðan komist að niðurstöðu með lýðræðislegum hætti. Við greiðum atkvæði og hlítum niðurstöðunni. Við ætlumst til þess að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð í samfélaginu sem og í flokknum okkar.
Framsóknarfólk hefur á undanförnum árum unnið saman að brýnum hagsmunamálum þjóðarinnar og náð árangri með sannfæringu, krafti og samstöðu að leiðarljósi. Í þingflokkum eru öflugir einstaklingar og þeir sem hafa verið tilbúnir til að vinna saman hafa gert það mjög vel. Þingflokkurinn hefur áunnið sér traust og er eftirsóknarverður samstarfsflokkur.
Ég hvet þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram og gefa kost á sér á lista Framsóknarflokksins. Góður árangur og samvinna byggist á því að fólkið í flokknum taki þátt í flokksstarfi og móti stefnu til framtíðar. Þannig erum við sterkust og þannig náum við árangi sem heild.
Staða Framsóknarflokksins er sterk og mikilvægt að við göngum sameinuð til kosninga. Við höfum skyldum að gegna. Of mörg mál hafa legið í láginni hjá síðustu ríkisstjórn sem þola enga bið. Það er okkar að hlúa að þeim sem minna eiga og byggja upp nauðsynlega innviði í velferðarkerfinu.
Kjósendur vilja trausta stjórnmálamenn og flokka sem sýna ábyrgð í störfum sínum. Kosningarnar 28. október munu öðru fremur snúast um traust og stöðugleika. Á þann hátt nýtist efnahagsbatinn sem best í þágu allra.
Málefnalega stöndum við sterkt. Við þurfum:

  1. Traust og stöðugleika –kjósendur vilja trausta stjórnmálamenn og flokka sem sýna ábyrgð í störfum sínum.
  2. Öfluga uppbyggingu í heilbrigðis- og skólamálum –með markvissri stefnu um land allt til að tryggja almenningi, ekki síst öldruðum og ungum viðunandi lífskjör, óháð búsetu.
  3. Stórbætt samgöngukerfi.
  4. Fjölmörg önnur mál t.d. sjálfbær ferðaþjónusta í sátt við náttúrna og þjóðina.

Ég vil starfa með flokkum sem vilja öflugt heilbrigðis- og menntakerfi og samgöngur. Bæta kjör þeirra sem lakast standa m.a. aldraðra, öryrkja og barna. Endurbæta skattkerfið til að létta skattbyrði hjá fólki með milli- og lægri tekjur en hækka á hátekjur.
Kæru vinir,
göngum óhikað til góðra verka, horfum fram á við og stöndum saman. Í öllum þeim störfum sem flokksmenn hafa falið mér hefur mér fundist bæði gaman og gefandi að starfa fyrir Framsóknarflokkinn. Ég hef leitast við að gera mitt besta og mun gera það áfram. Ykkar framlag er mikilvægt, án ykkar væri ekkert starf og enginn Framsóknarflokkur. Í komandi kosningum er þörf fyrir öflugan Framsóknarflokk. Við erum sterkust þegar við stöndum saman. Höldum því áfram.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Categories
Fréttir

Auglýsing vegna framboða í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

24/09/2017

Auglýsing vegna framboða í Norðvesturkjördæmi

Kjörstjórn Norðvesturkjördæmis auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 28. október 2017.
Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar skulu senda kjörstjórn skriflega kynningu þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum auk þess að tilgreina hvaða sætum á lista sóst er eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd. Með framboðstilkynningu skal fylgja meðmælendalisti með að lágmarki 10 og eða hámarki með 20 flokksbundnum framsóknarmönnum.
Framboðsfrestur er til kl. 12.00 á hádegi sunnudaginn 1. október n.k..
Framboðum skal skilað á netfangið: gudmundur.p.jonsson@gmail.com
Tvöfalt kjördæmisþing Norðvesturkjördæmis verður haldið á Bifröst í Borgarbyggð sunnudaginn 8. október 2017 kl. 11:00.
Kjörstjórnina skipa:
Formaður, Guðmundur Páll Jónsson, gudmundur.p.jonsson@gmail.com, sími: 894 6057, Framsóknarfélagi Akranes
Valgarður Hilmarsson, sími 893 2059, Framsóknarfélagi Austur-Húnavatnssýslu
Marzellíus Sveinbjörnsson, sími 860 2122, Framsóknarfélagi Ísafjarðarbæjar
Jóhannes Björn Þorleifsson, sími 867 7442, Framsóknarfélagi Skagafjarðar
Heiðrún Sandra Grettisdóttir, sími 772 0860, Framsóknarfélagi Dala og Reykhóla
Kjörstjórn Norðvesturkjördæmis

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Af framboðsmálum hjá Framsókn

Deila grein

23/09/2017

Af framboðsmálum hjá Framsókn

Aðferð við val á framboðslistum Framsóknar er ljós í öllum kjördæmum. Uppstilling verður viðhöfð í Reykjavík og tvöfalt kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi verður viðhöfð uppstilling og eins í Suðurkjördæmi. Suðvesturkjördæmi hefur og ákveðið að viðhafa uppstillingu.
Dagbókin framundan:
Miðvikudagur 4. október – Uppstilling í Suðvesturkjördæmi
Fimmtudaginn 5. október – Uppstilling í Reykjavík (aukakjördæmisþing)
Laugardaginn 7. október – Uppstillingi í Norðausturkjördæmi
Laugardaginn 7. október – Uppstilling í Suðurkjördæmi
Sunnudaginn 8. október – Tvöfalt kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi
Föstudaginn 13. október – Framboðsfrestur vegna alþingiskosninganna
Laugardaginn 28. október – Kjördagur!
 
 

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Að gefnu tilefni

Deila grein

21/09/2017

Að gefnu tilefni

Á fundi landsstjórnar Framsóknar sl. þriðjudag var samþykkt að beina eftirfarandi til kjördæmastjórna:
„​Við þær aðstæður sem eru uppi vegna þess að nú eru 24 dagar til að ljúka vinnu við framboðslista áréttar landsstjórn að hvert kjördæmisþing hefur það á valdi sínu að ákveða framboðsleiðir þ.m.t. fresti til framboðs og fresti frá framboði til kjördæmisþinga þannig að hægt sé að stilla upp framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar. Jafnframt beinir landsstjórn því til kjördæmastjórna að taka til umræðu á kjördæmaþingum málefni sem flokkurinn muni bera fram í næstu kosningum.​“​
​Á landsstjórnarfundinum var einnig rætt að vegna umræðu um boðun flokksþings Framsóknarmanna sé rétt að taka fram:
Að skv. lögum Framsóknar boðar haustfundur miðstjórnar til flokksþings. Þann fund þarf að boða með 30 daga fyrirvara. Er sá fundur tekur ákvörðun um dagsetningu flokksþings þarf að hafa í huga frest félaga til að skila inn kjörbréfum til skrifstofu sem eru sjö dagar. Eins þarf að gefa flokksfélögunum svigrúm til að geta boðað til funda við val fulltrúa sinna, en áskilið er að það fari fram á félags- eða aðalfundum félaga. Það þurfa að líða a.m.k. sjö dagar vegna aðalfundarboðs. Einnig er skylt að ef þrjú kjördæmisþing krefjast flokksþings skuli framkvæmdastjórn boða til þess.
Landstjórn var einnig sammála um að stefna beri að halda aukafund miðstjórnar um miðjan október í þeim tilgangi að fjalla um kosningaáherslur flokksins. Þegar ákvarðanir aukakjördæmisþinga flokksins liggja fyrir um dagsetningar kjördæmaþinga vegna frambjóðendavals verður hægt að boða til þess fundar.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

,,Virðisaukaskatt á bækur á að afnema."

Deila grein

14/09/2017

,,Virðisaukaskatt á bækur á að afnema."

,,Virðulegi forseti. Góðir landsmenn. Fram kom í stefnuræðu forsætisráðherra að landsmenn yrðu að hafa þolinmæði til að byggja innviði upp í samræmi við efni og aðstæður hverju sinni. Það er skiljanlegt að ríkisstjórn aðgerðarleysis kalli eftir þolinmæði. Það er nefnilega þannig að þolinmæði getur vissulega verið dyggð. Margt getur áunnist með henni. Hins vegar er það svo að uppi eru mörg brýn samfélagsverkefni sem þola enga bið.
Ef ekki verður tekið á þessum málum í dag verður kostnaðurinn mun meiri í framtíðinni.
Ágætu landsmenn. Það er samfélagsleg sátt og eining um að bæta heilbrigðisþjónustu á Ísland. Við í Framsóknarflokknum lögðum fram þingsályktunartillögu um gerð heilbrigðisáætlunar fyrir Ísland sem samþykkt var á síðasta þingi. Við leggjum mikla áherslu á geðheilbrigðismálin, ekki síst nærþjónustu er það varða.
Í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga var haldinn fræðslufundur sem fjallaði um árangursríkar forvarnir og stuðning við fjölskyldur eftir sjálfsvíg. Margt átakanlegt kom þar fram en meginskilaboðin voru að ef unnið er markvisst að forvörnum er hægt að ná umtalsverðum árangri og bjarga mannslífum.
Ég veit að fagfólk okkar í heilbrigðisstétt skilur þetta mætavel. En stjórnvöld þurfa að veita miklu meiri stuðning en nú er gert. Það er engin sérstök þolinmæði gagnvart frekari töfum á fjárfestingu í þessum málaflokki. Við verðum að gera betur.
Góðir landsmenn. Síðasta ríkisstjórn jók greiðslur til eldri borgara um 24 milljarða frá árinu 2016–2017. Hins vegar var ákveðinn hópur eldri borgara fyrir verulegum skerðingum þegar frítekjumarkið var lækkað, sem þýddi í mörgum tilfellum umtalsverða lækkun á ráðstöfunartekjum. Þetta er einmitt fólkið sem er enn á vinnumarkaðnum og langar að vinna áfram. Þessi hópur upplifir ekki aðeins verri kjör heldur að búið sé að setja ákveðnar skorður á hann, að skilaboð samfélagsins séu að eldri borgarar eigi að yfirgefa vinnumarkaðinn.
Þetta tel ég kolröng skilaboð. Því lífaldur þjóðarinnar fer ört hækkandi. Ég segi: Það þarf að hækka frítekjumarkið aftur. Það þarf að gera það mun hraðar en nú er gert ráð fyrir.
Eldri borgarar eiga inni hjá okkur að við bregðumst hratt og örugglega við. Við í Framsóknarflokknum erum svo sannarlega tilbúin til að vinna að leiðum svo að það geti orðið að veruleika. Það vill nú þannig til, og beini ég þessu til ríkisstjórnarinnar, að þessi hópur eldri borgara hefur enga þolinmæði til að bíða eftir frekari aðgerðum.
Góðir landsmenn. Virðisaukaskatt á bækur á að afnema. Við Íslendingar erum bókaþjóð. Bækur gegna lykilhlutverki í menntakerfinu og miðla sögu og menningu okkar til komandi kynslóða. Nú er svo komið að bóksala hefur dregist saman um 31% frá árinu 2008 og sölutölur fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins sýna mikinn samdrátt. Ýmsar ástæður eru líklega fyrir þessum samdrætti, til dæmis aukin notkun samskiptamiðla og önnur afþreying. Hins vegar er mikilvægt að bregðast við þessari þróun. Noregur, Færeyjar, Bretland og Írland hafa öll afnumið virðisaukaskatt á bækur. Í kjölfarið hefur sala aukist verulega.
Ljóst er að íslensk bókaútgáfa mun minnka verulega ef ekki verður tekið á þessari þróun. Fyrir því er engin þolinmæði. Þess vegna munu þingmenn Framsóknarflokksins leggja fram frumvarp á næstu dögum um breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem felur í sér afnám skatts á bækur. Ég hvet aðra þingmenn til þess að koma á þetta mál með okkur.
Góðir landsmenn. Ég tel að hægt sé að hagræða frekar í ríkisrekstri, til að mynda með sameiningu stofnana og frekari ábyrgð er varðar rekstur ríkissjóðs. Við þurfum að lækka áfram skuldir til að lækka vaxtakostnað sem eykur svigrúmið sem við höfum til fjármögnunar velferðarmála. Það er brýnt að forgangsraða í þágu velferðarmála ásamt því að grunnatvinnuvegir okkar fái að blómstra í stöðugu umhverfi. Farsæl framtíð liggur í því að stjórnvöld skilji hvenær á að fara í brýn framfaramál og hvenær þau þola enga bið.
Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi þingvetri og hlakka til samstarfsins hér á þingi og samtalsins við kjósendur.”
Lilja Dögg Alfreðsdóttir í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, 13. september 2017.