Categories
Fréttir

Launaákvarðanir og hagstjórn, vaxtagjöld ríkisins, Reykjavíkurflugvöllur og dagur ljóðsins

Deila grein

06/11/2014

Launaákvarðanir og hagstjórn, vaxtagjöld ríkisins, Reykjavíkurflugvöllur og dagur ljóðsins

Þingmenn Framsóknar hreyfðu við ýmsum málum í stöfum þingsins í gær, miðvikudag.
 
Karl GarðarssonVerðum að vera á varðbergi varðandi launaákvarðanir og hagstjórn
Karl Garðarsson fór yfir í störfum þingsins um mikilvægi þess að semja af skynsemi um kjör lækna, ekki sé hægt lengur að horfa upp á ástandið á Landspítalanum. „Við megum einfaldlega ekki við því að missa fleiri lækna úr landi,“ sagði Karl. Ennfremur sagði Karl: „það þarf að hækka laun þeirra lægst launuðu sem hafa dregist aftur úr.“

Elsa-Lara-mynd01-vefur
 
Hver eru vaxtagjöld ríkisins í samanburði við skuldaleiðréttinguna?
Elsa Lára Arnardóttir taldi mikilvægt að vita hver vaxtagjöld ríkisins séu frá hruni vegna lána sem tekin voru til að bjarga fjármálakerfinu. Það er áhugavert að vita hversu há þessi upphæð er því að sumir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa haft uppi stór orð og talað um að þeim 80 milljörðum sem fara eigi til heimilanna sé illa varið. „Af hverju er í góðu lagi að greiða tugi milljarða til fjármálastofnana? Þegar kemur að heimilum landsins láta nokkrir þingmenn svona orð falla: Arfavitlaus skuldaniðurfelling.“

Páll Jóhann Pálsson
 
Höfuðborgin berst fyrir því að fá að eyðileggja sinn flugvöll
Páli Jóhanni Pálssyni fannst „svolítið skondið að á meðan sveitarfélög um allt land berjast fyrir því að halda uppi samgöngum við höfuðborgina, halda uppi flugvöllum, halda flugbrautum við úti á landi, skuli eitt sveitarfélag, höfuðborgin, berjast fyrir því að fá að eyðileggja sinn flugvöll.“ Páll Jóhann sagði „er fólk ekki alveg með á nótunum? Reykjavíkurflugvöllur er í 80% tilfella í öllu utanlandsflugi notaður sem varavöllur sem þýðir — hvað? Að ef Reykjavíkurflugvöllur er ekki fyrir hendi og við þurfum að nota völlinn á Akureyri eða á Egilsstöðum sem varavöll fyrir utanlandsflug þá þurfa vélarnar að bera upp undir 5 tonn af aukaeldsneyti. Ætli það kosti ekki um 500 kíló? Hvar eru umhverfissinnar? Hvaða mengun er það fyrir flugið, fyrir utan kostnaðinn, að þurfa að bera fleiri tonn af eldsneyti á milli? Í mörgum tilfellum þarf utanlandsflug að nota Glasgow sem varavöll í norðanáttum þannig að þá fyrst fer þetta að telja.“

 
Þorsteinn SæmundssonFæðingardagur Einars Benediktssonar sem dagur ljóðsins
Þorsteinn Sæmundsson vakti athygli á 150 ár væru liðin frá því að Einar Benediktsson skáld fæddist. „Ég vil byrja á að lýsa ánægju minni með þá ákvörðun menntamálaráðherra að útnefna fæðingardag skáldsins sem dag ljóðsins.“ Þorsteinn óskaði eftir leyfi forseta til að fara með smábrot úr kvæðinu „Móðir mín“:

Við spor hvert um Bifröst, að Heljar hyl,
til himins vor tunga hjó vörðu.
Þú last — þetta mál með unað og yl
yngdan af stofnunum hörðu.
— Ég skildi, að orð er á Íslandi til
um allt sem er hugsað á jörðu.
Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör,
voru sjóir með hrynjandi trafi.
Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör
og merki þér ljóðastafi.
Til þess tók ég fari, til þess flaut minn knör.
Til þess er ég kominn af hafi.


Höskuldur Þór Þórhallsson
 
Fordæmir þá ákvörðun sem meiri hluti borgaryfirvalda tók
Höskuldur Þórhallsson vildi „hnykkja á máli sem tveir hv. þingmenn hafa vakið máls á og það er ákvörðun meiri hluta umhverfis- og skipulagsráðs sem var tekin rétt áðan. Þar var samþykkt að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins þannig að byggingarmagn yrði aukið úr 360 íbúðum í 600.“ Höskuldur sagði ennfremur „við í Framsóknarflokknum höfum verið samhljóma um að við viljum að öll þjóðin fái að taka ákvörðun um þetta mikilvæga málefni og við munum leggja fram frumvarp þess efnis væntanlega á morgun.“

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

05/11/2014

B – hliðin

vigdishauksdottirFormaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir alþingismaður í Reykjavík sýnir B – hliðina að þessu sinni.
Fullt nafn: Vigdís Hauksdóttir.
Gælunafn: Vigga.
Aldur: 49.
Hjúskaparstaða? Einhleyp.
Börn? Hlynur 21 árs og Sólveig 16 ára.
Hvernig síma áttu? Iphone 3S.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fræðsluþættir.
Uppáhalds vefsíður: Fréttasíður.
Besta bíómyndin? Titanic.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Það sem er í útvarpinu hverju sinni.
Uppáhaldsdrykkur: G&T = gin og tonic.
Hvað finnst þér best að borða? Nautakjöt og humar.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? I will survive.
Ertu hjátrúarfull? Já.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Að ganga í Evrópusambandið.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Faðir minn.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Faðir minn.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Silja Dögg og Óttar Proppé.
Hver eru helstu áhugamálin? Garðrækt og pólitík.
Besti vinurinn í vinnunni? Á marga.
Helsta afrekið hingað til? Að hafa hlotið kjör í tvígang sem alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, Íslandsmeistaratitill í blómaskreytingum og sigur í fjöltefli við Íslands – og Færeyjameistara í skák.
Uppáhalds manneskjan? Börnin mín tvö.
Besti skyndibitinn? Subway.

Það sem þú borðar alls ekki? Hvalkjöt.
Lífsmottóið? Horfa aldrei um öxl því fortíðinni breytum við ekki, lifa í nútíðinni og hafa uppbyggileg áhrif á framtíðina – gera betur í dag en í gær.
Þetta að lokum: Taka ákvörðun um að vera sólarmegin í lífinu og sjá spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Þegar ein hurð lokast þá opnast tuttugu gluggar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Höskuldur Þórhallsson nýr forseti Norðurlandaráðs

Deila grein

31/10/2014

Höskuldur Þórhallsson nýr forseti Norðurlandaráðs

Höskuldur Þór ÞórhallssonHöskuldur Þórhallsson, alþingismaður, er nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs. Í ræðu nýkjörins forseta kom fram að í áætluninni er horft til framtíðar, byggt á fyrri formennskuáætlunum og stuðlað að stöðugleika og lýðræðisþróun á nærsvæðum Norðurlanda til framtíðar.
Höskuldur hefur setið á Alþingi Íslendinga frá árinu 2007 og átt sæti í menntamálanefnd, umhverfisnefnd, viðskiptanefnd, fjárlaganefnd og saksóknarnefnd. Hann situr í dag í kjörbréfanefnd, þingskapanefnd og er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Höskuldur hefur verið formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs frá 2013 og átt sæti i forsætisnefnd ráðsins. Höskuldur er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands.
Yfirskrift formennskuáætlunar Íslands er „Framtíð Norðurlanda“ og hefur áætlunin þrjú áherslusvið: Alþjóðlegt samfélag, velferðarsamfélag og borgaralegt samfélag. Áherslusviðin eru öll miklvæg fyrir norræn samfélög og stöðu Norðurlandanna í samfélagi þjóðanna.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

29/10/2014

B – hliðin

Silja-Dogg-mynd01-vefÞað er Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingmaður í Suðurkjördæmi sem sýnir okkur áhugaverða B-hlið í þessari viku.
Fullt nafn: Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Gælunafn: Hef ekki fundið neitt sniðugt, Silja verður að duga.
Aldur: 40 ára.
Hjúskaparstaða? Sérlega vel gift.
Börn? Þrjú stykki.
Hvernig síma áttu? Iphone. Mjög praktísk græja, annars hef ég engan áhuga á tækjum. Reyni að forðast þau nema þessi allra nauðsynlegustu. Öll þessi tæki eru frekar truflandi fyrirbæri.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Breskir sakamálaþættir eins og Lewis, Scott og Baily, Barnaby og DCI Banks. Amerísku þættirinir True Detectives með Woody Harrelson og Matthew McConaughey voru líka algert listaverk; leikararnir, sagan, tónlistin og myndmálið. Er með meiriháttar óþol fyrir amerískum grínþáttum; sérstaklega svona fjölskyldugríni.
Uppáhalds vefsíður: Að sjálfsögðu www.framsokn.is og www.siljadogg.is
Besta bíómyndin? Tvímælalaust Dirty Dancing. Fæ alltaf gæsahúð þegar ég horfi á hana. Frábær tónlist. En svona af alvarlegri myndum þá myndi ég segja þríleikurinn; Rauður, Hvítur og Blár og Breaking the Waves. Sannkölluð meistaraverk.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Allt mögulegt en fer eftir veðri og vindum hverju sinni. Fíla t.d. Mugison og Dranga. Geggjaðir live! Fíla flott fönk, t.d. Jagúar og almennilega rokkara eins og Quarashi…Já, íslenskt er best!
Uppáhaldsdrykkur: Vatn, kaffi og rauðvín – í þessari röð.
Hvað finnst þér best að borða? Segi það sama á við og um tónlistina, fer eftir aðstæðum og mjög mikið eftir veðri. Kjötsúpa er alltaf góð en hún bragðast til dæmis einstaklega vel á köldum dögum. Nætursöltuð ýsa með soðnum rófum og hamsatólg og plokkfiskur með rúgbrauði og smjöri, eru réttir sem koma sterkir inn á virkum dögum. Grillaður humar með hvítlauk og smjöri á ljúfum sumardögum. Í útlöndum vil ég fá eitthvað spennandi þá myndi ég segja að arabískur og ítalskur matur sé í uppáhaldi. En allra best þykir mér þegar mér er komið á óvart. Gott hráefni og ástríðufull eldamennska eru almennt lykilatriði þegar maturinn á að verða góður.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Þessa dagana; titillagið úr kvikmyndinni París Norðursins; ömurleg mynd en lagið mjög töff. Annars kemur lagið Baseline og Stick´em up, með hljómsveitinni Quarashi mér alltaf í brjálað stuð og flest lögin með Skunk Anansie.
Ertu hjátrúarfull? Ég er sannfærð um að það séu til fleiri víddir en við nemum. Ég útiloka ekki að til séu álfar. Búálfarnir geta t.d. verið skæðir þegar þeir taka uppá því að fela hluti fyrir manni.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Lögleiðingu fíkniefna og sölu áfengis í matvöruverslunum.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Verð að nefna ömmurnar mínar sem ég kynntist á lífi; amma Lóa, Sigga og Gústa. Sterkar, heilsteyptar, gáfaðar, skemmtilegar og frábærar mæður og ömmur.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Ömmurnar og tengdamamma heitin. Hugsa oft til þeirra og fæ styrk og leiðsögn hjá þeim.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Steingrímur J. og Vigdís Hauksdóttir.
Hver eru helstu áhugamálin? Ríf reglulegaí lóðin eins og enginn sé morgundagurinn. Líka mjög hressandi og orkugefandi að fara í sjósund. Mín helsta nautn er þó bóklestur, þá les ég helst skáldsögur og ævisögur. Tækifærin sem ég fæ til lesturs nú til dags eru á ferðalögum og á næturna á sumrin. Þá er ljúft að liggja uppi á háalofti í sumarbústaðnum þegar aðrir sofa, njóta næturbirtunnar og lesa. Í æsku dreymdi mig um að lokast inni á bókasafni og dvelja þar næturlangt, alein, í félagsskap bóka. Ég hugleiddi oft að fela mig þegar safninu lokaði, en lét þó ekki verða af því. Ég er víst ekki nógu mikill villingur.
Besti vinurinn í vinnunni? Elsa Lára og Sigurður Ingi. Þórunn og Eygló koma einnig sterkar inn. Ási verður kannski móðgaður þegar hann sér þetta…”Ási, þú ert fínn gaur!”
Helsta afrekið hingað til? Að fara í sjósund með Elsu Láru.
Uppáhalds manneskjan? Get ekki gert upp á milli barnanna minna. Þau eru tvímælalaust uppáhaldsfólkið mitt (nú verður Ási aftur sár: “Ási, þú ert í alvöru fínn gaur”).
Besti skyndibitinn? Arabísk vefja (shawarma) í sjoppunni Mandi, við Ingólfstorg. Soldið skotin í arabískum mat.
Það sem þú borðar alls ekki? Borða nú flest nema það sem er illa eldað og bragðlaust. Nenni ekki að borða svoleiðis mat.
Lífsmottóið? Lífið er ekki áfangastaður heldur ferðalag. Ég ætla mér að halda áfram að njóta ferðalagsins og þakka fyrir hvern einasta dag sem ég fæ og öll tækifærin sem mér bjóðast.
Þetta að lokum: Það sem þið vissuð sennilega ekki um mig era ð ég var orðin altalandi 14 mánaða. Þótti æði bráðger og kerlingaleg með eindæmum. Mér skilst að ég hafi þó ekki verið sérlega skemmtilegt barn, hafði a.m.k. ekki mikinn húmor fyrir öðrum. Ein af mínum uppáhaldssetningum lengi vel var: “Þetta er ekkert fyndið”. Sagði þetta gjarnan með miklum þunga þegar galgopaháttur fjölskyldumeðlima gekk algjörlega fram af mér.
Ég get líka upplýst hér með að ég var fjögurra ára þegar ég lærði að reima. Tók því að mér að reima skóna á félagana í leikskólanum og síðan á bekkjarfélagana í sex ára bekk þar sem kennarinn komst ekki yfir að reima á allan skarann tímanlega fyrir frímínútur (þetta var fyrir tíma stuðningsfulltrúa).
Ég tók einnig að mér (óbeðin) að raða bekkjarfélögunum í raðir, eftir stærð. Ég vildi sjá ákveðna samfellu í röðinni, lágvaxnir fremst og hávaxnir afast. Menn voru mis ánægðir með það frumkvæði mitt þar sem aðal málið hjá flestum var að komast fremst röðina. Menn lögðu jafnvel á sig að mæta eldsnemma í skólann til að komast fremst í röðina eða fórnuðu hluta af leiktíma í frímínútum og stylltu sér ábúðarfullir upp fremst eða framarlega í röðinni. Það dugði þó ekki til þegar ég mætti og hóf að raða öllum upp á nýtt. Ég lenti aldrei í slagsmálum út af þessari áráttu minni, sem ég tel stórmerkilegt. Ég hlýt að hafa verið mjög sannfærandi.
Þegar ég fer nú í þessa naflaskoðun (þökk sé þér Kolla) og hugsa til baka, þá finnst mér ótrúlegt að ég skuli hafa átt vini í grunnskóla. Þetta gat náttúrulega ekki endað nema á einn veg;-)
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framlag til jafnréttis kynjanna heima og heiman

Deila grein

28/10/2014

Framlag til jafnréttis kynjanna heima og heiman

photo 1 (1)Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti ávarp á kvennafrídeginum og degi Sameinuðu þjóðanna, við árlegt málþing Jafnréttissjóðs. Afhenti af því tilefni fjóra styrki til rannsóknarverkefna á sviði jafnréttismála samtals að upphæð kr. 8.600.000.
Sigmundur Davíð sagði í ávarpi sínu að við stofnun Jafnréttissjóðs, á þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins 2005, hafi sjóðurinn verið kynntur sem gjöf til jafnréttis- og kvennahreyfingarinnar í landinu og þakklætisvottur fyrir það afl, frumkvæði og nýsköpun sem í henni hefur falist til framfara, mannréttinda og almennrar velsældar í samfélagi okkar.
„Í fimm ár í röð hefur Ísland skipað efsta sætið á lista Alþjóða efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttis kynjanna í heiminum, en það mat byggir á sextán mælikvörðum á sviði vinnumarkaðar, menntunar, heilbrigðismála og stjórnmálaþátttöku.
Um margra ára skeið hafa erlendir blaðamenn, fræðimenn og áhugafólk líka, leitað hingað og spurt: Hvernig getur það verið að hér á landi er atvinnuþátttaka kvenna mest miðað við OECD löndin, vinnutíminn einna lengstur, fæðingartíðnin hæst og konur hafa náð svo langt sem raun ber vitni í forystusætum?“
photo 2 (1)Forsætisráðherra vék m.a. einnig að fyrirhugaðri karlaráðstefnu sem Ísland og Surinam hyggjast standa fyrir í New York á næsta ári og kvað hann tíðindin sem felast í þeirri ráðstefnu fyrst og fremst vera þau að þar verða karlar kallaðir til umræðu um kynbundið ofbeldi.
Styrkina til rannsóknarverkefna á sviði jafnréttismála samtals að upphæð kr. 8.600.000 hlutu:

  • Björg Hjartardóttir, doktorsnemi við University of British Columbia í Kanada til rannsóknar á Vestur-íslenska kvenréttindablaðinu Freyja, 
  • Guðný Björk Eydal prófessor og Ingólfur V. Gíslason dósent við Háskóla Íslands til rannsóknarinnar Jafn réttur til fæðingarorlofs: Hvernig haga pólskir og íslenskir foreldrar atvinnuþátttöku og umönnun barna sinna?
  • Guðný Gústafsdóttir doktorsnemi við Háskóla Íslands til rannsóknar á mótsögnum kvenleikans, kyngervi og þegnrétti á Íslandi,
  • Marta Einarsdóttir sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri til rannsóknar á íslensku ofurfjölskyldunni – samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. 

Í mörgum tilvikum vinna nemar og aðrir samstarfsmenn að rannsóknum með styrkþegum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Staða barnaverndar í landinu

Deila grein

28/10/2014

Staða barnaverndar í landinu

Í síðustu viku fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu barnaverndar í landinu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður, var málshefjandi en Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra var til andsvara.
Jóhanna maría_SRGB_fyrir_vefJóhanna María Sigmundsdóttir fór yfir að í ársskýrslu Barnaverndarstofu fyrir árin 2012–2013 komi fram að fyrir árin 2009–2013 var töluverð aukning í beiðnum um fósturheimili fyrir börn. „Algengast er að barnaverndarnefndir ráðstafi 15 ára börnum í tímabundið fóstur, 16 ára börnum í varanlegt fóstur og 15 ára börnum í styrkt fóstur.“
En einnig kemur fram í skýrslunni að umsóknum um „meðferð á meðferðarheimili fyrir börn á aldrinum 12–18 ára hefur fækkað töluvert í heildina á milli áranna 2009 og 2013 þótt fjöldi barna sem eru í meðferð á þessum árum endurspegli ekki þá fækkun. Hjá þeim sem hafa lagt inn umsókn um meðferð er algengasta fjölskyldugerðin einstæð móðir og reyndar áberandi hærri en hjá öðrum fjölskyldugerðum.“
„Eitt frábært framtak Barnaverndarstofu er Barnahús. Það er hannað sérstaklega til að mæta þörfum barna. Mjög góð aðstaða er í húsinu, bæði fyrir börn og þá sem þeim fylgja. Í húsinu er sérútbúið viðtalsherbergi til að framkvæma rannsóknarviðtöl og skýrslutökur. Þar er einnig hægt að taka könnunarviðtöl og gera læknisskoðanir.
Fjöldi barna sem kom í rannsóknarviðtöl í Barnahúsi jókst á milli áranna 2012 og 2013 um meira en 40 tilfelli. Þá hefur aukist að börn segi frá kynferðislegu ofbeldi í rannsóknarviðtölum á milli áranna úr 37,8% í 51,8%. Er þessi aukning samferða þeirri vitundarvakningu sem orðið hefur í þjóðfélaginu um þessi mál.“
Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði „óumdeilt að velferð barna á fyrstu æviárunum leggur grunn að allri þeirra framtíð. Þar kemur til umhyggja foreldra og almenn þjónusta, svo sem öflug mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit, góðir leikskólar og grunnskólar sem tryggja flestum börnum farsæla æsku og uppvaxtarár, en einstaka barn þarf meiri aðstoð.“
Eygló telur Íslendinga verða að bæta sig „verulega til að tryggja að þau þjónustukerfi sem við höfum í velferðarsamfélagi okkar vinni mun betur saman. Þá er ég að tala um heilbrigðiskerfið, skólakerfið, félagsþjónustuna og barnaverndina, að ógleymdu að sjálfsögðu samstarfi við foreldrana og börnin sjálf. Við erum ekki að mínu mati með nægilega heildstætt þjónustuferli.“
„Úrræði barnaverndarnefnda eru margþætt, þar með talin leiðsögn til foreldra, að stuðla að því í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir að börn njóti þjónustu samkvæmt öðrum lögum, útvega barni viðeigandi stuðning eða meðferð eða útvega barni eða fjölskyldu persónulegan ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu. Einnig geta barnaverndarnefndir beitt úrræðum utan heimilis, svo sem fóstri, styrktu fóstri eða vistun á meðferðarheimili.
Á vegum Barnaverndarstofu eru sem sagt rekin úrræði sem barnaverndarnefndir geta nýtt sér, meðferðarheimili og einnig MST-fjölkerfameðferðin, sem felur í sér aðstoð utan stofnana fyrir börn og fjölskyldur þeirra vegna alvarlegs hegðunar- og fíkniefnavanda. Markmiðið er að efla og styðja fjölskylduna til að takast á við vandann og bregðast við bakslögum. Það er unnið þétt í umhverfi barnsins og eru samstarfsaðilar meðal annarra skólakerfið, Barna- og unglingageðdeild, Fjölsmiðjan og lögreglan.
Í dag er þessi þjónusta, MST-þjónustan, aðeins í boði í 100 km radíus frá Reykjavík. Ég er núna að leita leiða til að tryggja að við getum tryggt börnum alls staðar á landinu MST eða sambærilega þjónustu.“
„Varðandi tilkynningarnar hjá okkur tel ég jákvætt að við sjáum að tikynningum hefur fjölgað jafnt og þétt vegna þess að fólk lætur vita. Það er það sem vitundarvakningin gekk út á, að hafa í huga að félagsþjónustan og barnaverndin eru þarna til að hjálpa fólki.“
Hægt er að kynna sér umræðuna í heild sinni hér.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Flokksmálaályktun framsóknarfélaganna í Norðausturkjördæmi (KFNA)

Deila grein

26/10/2014

Flokksmálaályktun framsóknarfélaganna í Norðausturkjördæmi (KFNA)

logo-framsokn-gluggi14. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Norðausturkjördæmi (KFNA) haldið á Hallormsstað 18. október 2014 ályktar um flokksmál.

Flokksmálaályktun

Framsóknarfélögin
Kjördæmisþingið fagnar þeim fjölda fólks er bauð sig fram á listum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar s.l. vor og þeim góða árangri sem þar náðist. Framsóknarfélögin gegndu lykilhlutverki í þessum árangri.
Þingið leggur áherslu á að starf félaganna um land allt eflist enn frekar þar sem þau sinna mikilvægu hlutverki í að gera stjórnmál áhugaverð og standa fyrir öflugri þjóðfélagsumræðu. Kjördæmisþingið hvetur félögin til aukinnar sameiningar/samstarfs til eflingar starfsins. Mikilvægt er að þingflokkur og þingmenn kjördæmisins taki þátt í starfi félaganna með ábyrgum hætti og sýni þannig gott fordæmi ef vel á til að takast í þessum efnum.
Ásýnd og ímynd
Kjördæmisþingið minnir á að flokkurinn hefur í starfi sínu unnið markvisst að því að efla ásýnd og ímynd í stjórnmálum almennt. Framsóknarflokkurinn innleiddi fyrstur flokka siðareglur fyrir sitt innra starf. Kjördæmisþingið leggur áherslu á að þetta góða starf haldi áfram og flokkurinn verði leiðandi afl í að endurheimta traust þjóðarinnar á Alþingi. Framsóknarflokkurinn var fyrstur flokka til að setja fram samræmdar framboðsreglur fyrir Alþingis- og sveitarstjórnarkosningar.
Kjördæmisþingið leggur á það áherslu að kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins hafi stefnuskrá og siðareglur flokksins ætíð að leiðarljósi í starfi sínu.
Fyrirkomulag kjördæmisþinga KFNA
Kjördæmisþing skal haldið til skiptis á Akureyri og Fljótsdalshéraði, þó skal í aðdraganda kosninga til Alþingis halda kjördæmisþing í Mývatnssveit. Stjórn kjördæmissambandsins ber ábyrgð á að ályktunum þingsins verði fylgt eftir til flokksþings og birtar á heimasíðu flokksins.
Fjáröflun
Þingið felur stjórn kjördæmissambandsins og skrifstofu flokksins að vinna að samræmdri fjáröflun kjördæmasambanda Framsóknarflokksins.

*****

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun framsóknarfélaganna í Norðausturkjördæmi (KFNA)

Deila grein

26/10/2014

Stjórnmálaályktun framsóknarfélaganna í Norðausturkjördæmi (KFNA)

logo-framsokn-gluggiKjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Norðausturkjördæmi haldið á Hallormsstað 18. október 2014 fagnar þeim árangri sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð í ríkisrekstri frá því að stjórn hans tók við. Mælikvarðar sem stuðst er við, til að vega og meta hagsæld þjóða, stefna upp á við. Það er ekki tilviljun. Þeirri stöðu hefur verið náð undir forystu Framsóknarflokksins sem hefur haldið fast í gildi sín sem frjálslyndur félagshyggjuflokkur.

  • Þingið leggur áherslu á að við afgreiðslu fjárlaga verði þess gætt að fyrirhugaðar skattabreytingar auki kaupmátt, lækki almennt verðlag og bæti sérstaklega stöðu lág- og millitekjuhópa.
  • Þingið leggur áherslu á að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins í byggðamálum.
  • Þingið mótmælir öllum hugmyndum um tilflutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni. Núverandi staðsetning hans er eitt stærsta byggðamál samtímans og er grundvallarforsenda þess að Reykjavík sé höfuðborg landsins alls.
  • Tryggja verður fjármuni í viðhald smærri flugvalla.
  • Þingið styður flutning aðalstöðva Fiskistofu til Akureyrar. Þingið hvetur ríkisstjórnina til að flytja fleiri störf á vegum hins opinbera í landsbyggðirnar.
  • Þingið leggur áherslu á að góðar samgöngur eru grunnur að allri samfélagsþróun í kjördæminu og hvetur til aukinna framkvæmda á því sviði. Ástand fjarskiptamála er víða í algjörum ólestri. Þingið leggur áherslu á að sú vinna sem nú stendur yfir á vegum ríkisstjórnarinnar skili úrbótum sem allra fyrst.
  • Trygg raforka og aðgangur að öruggu háhraða netsambandi eru mikilvægar forsendur á þessu sviði. Mikilvægt er að litið verði á innanlandsflug sem einn lið í almenningssamgöngum og brýnt að tryggja rekstraröryggi þess til framtíðar. Jafnframt þarf að halda áfram að þróa almenningssamgöngur á landi.
  • Það er verulegt áhyggjuefni hve litlu fjármagni hefur verið varið til viðhalds á vegakerfinu til fjölda ára. Viðhald og endurbætur malarvega í kjördæminu er sérlega brýnt, ásamt áframhaldandi uppbyggingu vegakerfisins. Þær stórframkvæmdir sem nú standa yfir við Norðfjarðar- og Vaðlaheiðargöng eru fagnaðarefni. Nauðsynlegt er að halda áfram undirbúningsrannsóknum fyrir göng undir Fjarðarheiði annars vegar og endurbótum á Ólafsfjarðargöngum hins vegar.
  • Mikilvægt er að opna Ísland betur fyrir ferðamönnum og skapa aukinn grundvöll fyrir vöxt í ferðaþjónustu. Liður í því er að opna fleiri gáttir inn í landið s.s. með eflingu Akureyrar- og Egilsstaðaflugvalla.
  • Þingið leggur árherslu á trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Standa þarf vörð um starfsemi sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana í kjördæminu með áherslu á heilsugæslu- og heimaþjónustu.
  • Mikilvægt er að unnið verði markvisst að áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og þróun öldrunarþjónustu sem taki mið af aðstæðum á hverjum stað.
  • Þingið leggur áherslu á að Háskólinn á Akureyri haldi sjálfstæði sínu og fjárhagslegum styrk til að þjóna hlutverki sínu. Samhliða flutningi aðalstöðva Fiskistofu til Akureyrar gefst kostur á eflingu sjávarútvegsdeildar Háskólans. Jafnframt verði hugað að því að hefja kennslu í dreifbýlislækningum við Háskólann sem lið í eflingu heilbrigðisdeildar.
  • Þingið leggur áherslu á mikilvægi framhaldsskóla fyrir þróun samfélagsins. Jafnframt er bent á nauðsyn öflugrar iðn- og verkmenntunar í ljósi vaxandi umsvifa í kjördæminu og á Norðurslóðum. Þingið lýsir yfir miklum áhyggjum, komi til aldurstakmarkana í framhaldsskólum og leggur þunga áherslu á sérstöðu og sjálfstæði smærri framhaldsskóla í kjördæminu sem lið í jafnrétti til búsetu.
  • Þingið undirstrikar stefnu flokksins um mikilvægt hlutverk LÍN til að tryggja jafna möguleika til náms óháð efnahag og búsetu.
  • Þingið undirstrikar mikilvægi öflugrar atvinnuþróunar og nýsköpunar. Mikilvægt er að fjármunir sem ætlaðir eru til þessara verkefna nýtist sem best.

*****

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

„Baunabyssur“, viðskiptasaga, rjúpnaveiðitímabilið, leiðréttingin og einangrunnarsinnnar á Alþingi

Deila grein

23/10/2014

„Baunabyssur“, viðskiptasaga, rjúpnaveiðitímabilið, leiðréttingin og einangrunnarsinnnar á Alþingi

Í störfum þingsins í vikunni voru þingmenn Framsóknarflokksins áberandi.
Karl GarðarssonKarl Garðarsson ræddi „baunabyssurnar“ og sagði lögregluna hafa í „haft yfir að ráða skotvopnum í tugi ára“. Þó flestum þingmönnum og jafnvel fyrrverandi ráðherrum hafi yfirsést það. „Við lifum nefnilega ekki í neinu Disneylandi þó að stjórnarandstaðan haldi svo. Hlutverk lögreglu felst ekki bara í því að mæla umferðarhraða eða hjálpa gömlu fólki yfir götu. Við lifum ekki í heimi barnaævintýra þar sem allir eru innst inni vinir þó að einstaka sinnum slettist upp á vinskapinn.“ Karl bætti við að hans mati hafi „bullkvóti ársins hafi verið fylltur í umræðu um þessi mál á þingi í gær“.

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir fór yfir svör við skriflegri fyrirspurn sinni „varðaði skráningu viðskiptasögu einstaklinga hjá fjármálastofnunum“. Viðskiptasaga einstaklinga eru mjög persónulegar upplýsingar sem geta verið viðkvæmar, upplýsingar sem eiga ekki að fara neitt án samþykkis þess er þær varða. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að bankar hafi „aðgang að gagnasöfnum upplýsingastofa og í því samhengi má benda á skuldastöðukerfi og vanskilaskrá Creditinfo hf“. Eins fóru öll gagnasöfn með upplýsingum um viðskiptasögu einstaklinga frá gömlu bönkunum yfir í nýju bankana.
„Í þessu samhengi hef ég velt fyrir mér nokkrum þáttum. Hvað varð um stöðu neytandans í þessu máli? Hvað varð um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga?
Gerum okkur grein fyrir að margir íslenskir neytendur á íslenskum heimilum fóru jafnframt illa út úr því sem gerðist hér haustið 2008, m.a. vegna ýmissa þátta innan fjármálakerfisins. Það veit Framsóknarflokkurinn og hann hefur ítrekað bent á þá staðreynd hve erfið staða heimilanna er. Þessa dagana berjast samt sem áður aðilar er samþykktu neyðarlögin, hv. þingmenn er samþykktu neyðarlögin, á móti því að heimilin fái eitthvað að gert í sínum málum og að komið verði á móts við skuldastöðu þeirra. Mér finnst það til skammar.“

Þórunn EgilsdóttirÞórunn Egilsdóttir ræddi rjúpnaveiðitímabilið, er stendur yfir í 12 daga, þar sem má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð, síðasti veiðidagur er 16. nóvember. „Það er ekki víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi. Ég hvet alla sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi. Menn þurfa að þekkja vopnin sín, vita hvað þeir eru með í höndunum, hvernig á að fara með það og gæta varúðar í öllu. Það er mjög mikilvægt að menn kanni landslagið, þekki til staðhátta og láti vita af sér. Áður en farið er af stað er mjög mikilvægt að vera í vatnsheldum skóm með grófum sóla því að maður veit aldrei í hverju maður lendir. Ef maður villist af leið er mjög gott að hafa áttavita, kort og fjarskiptatæki til að láta vita af sér. Þannig er það með mörg verkefni sem við förum í því að það er árviss viðburður að björgunarsveitir eru ræstar út til að bjarga rjúpnaskyttum í vanda. Veiðimönnum ber skylda til að gera sitt ýtrasta til að fyrirbyggja slíkt. Því er undirbúningurinn það sem öllu máli skiptir og ég hvet okkur til að gæta vel að honum.“

Silja-Dogg-mynd01-vefSilja Dögg Gunnarsdóttir fór yfir leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum. „Á sumarþingi 2013 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Það sem ég vil draga fram í dag er að samþykkt tillaga er í tíu liðum. Leiðréttingin sjálf er aðeins einn liður af þessum tíu.
Ég verð að segja að mér finnst dálítið einkennilegt að heyra suma hv. þingmenn sem kenna sig við jöfnuð og réttlæti tala þessa aðgerð niður, gera hana jafnvel tortryggilega. Það er eiginlega bara sorglegt. Þetta gera jafnvel sömu þingmenn og vildu fara í slíkar aðgerðir á síðasta kjörtímabili en án árangurs. Hvað hefur breyst? Eru menn heiðarlegir í málflutningi sínum eða ástunda þeir lélega pólitík? Spyr sá sem ekki veit.“
„Ég er mjög stolt af því að tilheyra þeim hópi þingmanna sem hefur barist fyrir heimilin í landinu. Rökin fyrir leiðréttingunni eru bæði sanngirnisrök og efnahagsleg rök. Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 var ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja voru færðar að því sem greiðslugeta þeirra sagði til um og gengistryggð lán voru endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þá hafa fjármagnseigendur verið í sterkri stöðu þar sem skuldarar bera verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Þeir sátu eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir.“

Þorsteinn SæmundssonÞorsteinn Sæmundsson vék athygli á hverjir væru hinu einu sönnu einangrunarsinnar á Alþingi. „Árið 1982 var sett á sérsveit á Keflavíkurflugvelli sem hafði yfir að ráða hríðskotavopnum. Af hverju? Vegna þess að hér er alþjóðaflugvöllur. Það kemur kannski úr óvæntri átt en flokkurinn sem ég tilheyri hefur verið sakaður um einangrunartilburði. En hvað mundi það þýða ef við stæðumst ekki kröfur sem alþjóðaflugvellir þurfa að búa yfir? Þá væri hér ekkert millilandaflug. Hverjir eru einangrunarsinnar hér?
Annað er það að hér hafa hreiðrað um sig glæpasamtök sem hafa alþjóðlegar tengingar. Ætlum við að senda lögreglumennina okkar, þetta fólk sem fórnar fjölskyldulífi sínu og öðru, berhenta á vettvang? Er það svo? Höfum við meiri áhyggjur í þessum sal af góðkunningjum lögreglunnar en lögreglunni sjálfri? Á sú stétt sem stóð vörð um þessa stofnun hér þegar hart var í ári það skilið að verið sé að sá fræjum tortryggni í hennar garð í þessu húsi? Ég held ekki, þingmenn góðir.“

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

22/10/2014

B – hliðin

sigrunmagnusdottir-vefmyndVið eigum marga góða þingmenn og það er Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna, sem sýnir okkur B – hliðina í þetta sinn.
Fullt nafn:  Sigrún Magnúsdóttir.
Gælunafn:  Didda (nánast allir hættir að nota það, en gekk undir því í æsku minni).
Aldur:  70 ára.
Hjúskaparstaða?  Gift.
Börn?  2 dætur, svo fékk ég 3 með Páli mínum = 5.
Hvernig síma áttu?  Samsung.
Uppáhaldssjónvarpsefni?  Landinn.
Uppáhalds vefsíður:  Á enga. Sinni því lítið að vafra.
Besta bíómyndin?  Á hverfanda hveli.
Hvernig tónlist hlustar þú á?  Hlusta lítið nema í bílnum. Þjóðlagatónlist.
Uppáhaldsdrykkur:  Kaffi.
Hvað finnst þér best að borða?  Skötuna á Þorláksmessu.
Hvaða lag kemur þér í gírinn?  Frjáls eins og fuglinn.
Ertu hjátrúarfull?  Já… trúi á tölur og tákn.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við?  Einelti.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum?  Pabbi.
Hver er fyrirmyndin þín í dag?  Pabbi.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi?  Ásmundur Einar Daðason (hef bara einn).
Hver eru helstu áhugamálin?  Fjölskyldan. Stjórnmál. Handavinna. Þjóðfræði.
Besti vinurinn í vinnunni?  Vigdís og Þórunn.
Helsta afrekið hingað til?  Koma á laggirnar Sjóminjasafni í Reykjavík.
Uppáhalds manneskjan?  Barnabörnin 17.
Besti skyndibitinn?  Harðfiskur með smjöri.
Það sem þú borðar alls ekki?  Ég sniðgeng innflutt hormónakjöt. (Hinsvegar borða ég bæði roð og bein, kæst og sigið ha ha).
Lífsmottóið?  Seigla. Aldrei gefast upp.
Þetta að lokum:
Stolt af flokknum mínum. Ánægð með víðsýni félagana að velja bæði yngstu og elstu konuna sem inn á Alþingi hafa sest vorið 2013. Nánast hálf öld skilur þær að í aldri. Hamingjusöm að hafa fengið þetta tækifæri – að fá að taka þátt í endurreisn landsins. Allt að dafna á ný.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.