Categories
Fréttir

Mikilvægt að hreyfa við málum

Deila grein

17/01/2014

Mikilvægt að hreyfa við málum

Þingmenn Framsóknar voru duglegir í ræðustól Alþingis sl. miðvikudag og tóku upp hin ýmsu mál til umfjöllunar líkt og sjá má hér að neðan.
„Ég kveð mér hljóðs til að ræða störf þingsins í orðsins fyllstu merkingu.“ – Sigrún Magnúsdóttir

„Um sérkennslu í skólum landsins.“ – Elsa Lára Arnardóttir

„Rétt fyrir jól voru undirritaðir nýir kjarasamningar sem ber að fagna sérstaklega, þeir eru hófsamir.“ – Þorsteinn Sæmundsson

„Síðustu daga hefur matvælaframleiðsla Íslands verið mikið til umræðu.“ – Jóhanna María Sigmundsdóttir

„Aðgerðaráætlun um lausn skuldavanda heimila á Íslandi.“– Willum Þór Þórsson

„ Nokkur bifreiðaumboð eru farin að auglýsa vaxtalaus lán.“– Frosti Sigurjónsson

 

Categories
Fréttir

39. Sambandsþing SUF

Deila grein

17/01/2014

39. Sambandsþing SUF

logo-SUF-2011Boðað er til 39. Sambandsþings Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) á Hótel Selfossi dagana 1.-2. febrúar 2013. Allir ungir framsóknarmenn hafa rétt til setu á þinginu.
Samkvæmt grein 4.5 í lögum SUF skal framboðum til formanns skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en viku fyrir setningu sambandsþings eða fyrir laugardaginn 25. janúar. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn SUF er bent á netfangið suf@suf.is.
SUF-arar hvattir til þess að skila inn tillögum að ályktunum sem fyrst á netfangið suf@suf.is. Þær tillögur sem liggja fyrir laugardaginn 25. janúar verða prentaðar með öðrum þinggögnum. Tillögurnar verða ræddar í þeim sex málefnahópum sem starfandi eru á þinginu.
Samkvæmt grein 6.4 í lögum SUF skal tillögum að lagabreytingum skilað eigi síðar en 14 dögum fyrir setningu þings sambandsins eða fyrir laugardaginn 18. janúar. Tillögum skal skilað á netfangið suf@suf.is.

Drög að dagskrá:

Laugardagur 1. febrúar
12.30 – Þingsetning
– Kosning þingforseta (2)
– Kosning þingritara (2)
– Kosning starfsnefndar (3)
12.40 – Skýrsla stjórnar og reikningar
13.00 – Málefnahópar kynntir
13.10 – Málefnahópar taka til starfa
– Hópur 1 – Stjórnskipun, mannréttindi, lýðræði og utanríkismál
– Hópur 2 – Efnahagsmál
– Hópur 3 – Atvinna, samgöngur og umhverfi
– Hópur 4 – Menntun, menning og íþróttir
– Hópur 5 – Velferð
– Hópur 6 – Lagabreytingar og aðrar tillögur
20.00 – Hátíðarkvöldverður og skemmtun fram eftir kvöldi
Sunnudagur 2. febrúar
10.00 – Afgreiðsla mála
12.30 – Hádegismatur
13.15 – Kosningar:
– Formaður
– Stjórn (12)
– Varastjórn (12)
– Skoðunarmenn reikninga (2)
– Varaskoðunarmenn reikninga (2)
16.00 – Þingslit
Gagnlegar upplýsingar:
– Þinggjöld
Þinggjald er 2.000 kr. innifalið í þinggjaldi er kaffi á laugardegi og sunnudegi, auk þinggagna. Tekið verður á móti greiðslu þinggjalda til kl. 10.30 á sunnudag 2. febrúar.
– Fundarstaður
Formleg þingstörf fara fram á Hótel Selfossi
– Gisting á Hótel Selfossi
Gisting eins manns herbergi með morgunverð per nótt kr. 8.500,-
Gisting tveggja manna herbergi með morgunverð per nótt kr. 9.900,-
– Hátíðarkvöldverður
Þriggja rétta hátíðarkvöldverður á laugardegi kostar kr. 4.900 kr.-
– Seturéttur á þinginu
Allir ungir framsóknarmenn hafa rétt til setu á þinginu. Þeir sem skráðir eru í Framsóknarflokkinn fyrir laugardaginn 3. janúar 2014 á aldrinum 16 til 35 ára og hafa greitt þinggjöld hafa atkvæðarétt á þinginu.
– Framboðsfrestur
Samkvæmt grein 4.5 í lögum SUF skal framboðum til formanns skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en viku fyrir setningu sambandsþings eða fyrir laugardaginn 25. janúar. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn SUF er bent á netfangið suf@suf.is.
– Lagabreytingatillögur
Samkvæmt grein 6.4 í lögum SUF skal tillögum að lagabreytingum skilað eigi síðar en 14 dögum fyrir setningu þings sambandsins eða fyrir laugardaginn 18. janúar. Tillögum skal skilað á netfangið suf@suf.is.
– Málefnastarf
SUF-arar hvattir til þess að skila inn tillögum að ályktunum sem fyrst á netfangið suf@suf.is. Þær tillögur sem liggja fyrir laugardaginn 25. janúar verða prentaðar með öðrum þinggögnum. Tillögurnar verða ræddar í þeim sex málefnahópum sem starfandi eru á þinginu.
Birt með fyrirvara um breytingar.
 
STJÓRN SUF

Categories
Fréttir

Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera

Deila grein

15/01/2014

Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera

Sigurður Ingi Jóhannsson
Stefnt er að mikilli stækkun friðlands í Þjórsárverum. Núverandi friðland er 358 km² en tillagan gerir ráð fyrir að friðlandssvæðið verði 1558 km². Náttúruverndarlögin kveða á um að Umhverfisstofnun annast undirbúning friðlýsingar og gerð draga að friðlýsingarskilmálum og leggur fyrir landeigendur, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Tillaga um þessi nýju mörk friðlandsins, sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði, var send í desember 2013 til Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps.
Ferill málsins
Árið 2007 náðist sameiginleg niðurstaða sveitarfélagana um talsvert minna friðland en síðari útfærslur sem komu fram í náttúruverndaráætlun 2009-2013. Til að rekja málið áfram þá samþykkti fyrrverandi ríkisstjórn í ágúst 2009 að hefja undirbúning að stækkun friðlandsins í samræmi við ákvæði laga um náttúruvernd.
Endanleg tillaga náttúruverndaráætlunar 2009-2013 var samþykkt í nóvember 2009 og var lagt til að friðlandsmörkin nái nokkuð sunnar en sameiginlega niðurstaðan með fulltrúum sveitarfélaga og Umhverfisstofnunnar kvað á um frá 2007.
Eftir að niðurstaða rammaáætlunar lá fyrir í janúar 2013 var ákveðið að mörkin skuli ná suður fyrir fyrirhugað Norðlingaölduveitulón. Ljóst var þá að ekki næðist sameiginleg niðurstaða hjá viðkomandi sveitarfélögum, að mörk til suðurs yrðu ekki samþykkt nema sérstakt rekstrarfé fylgdi með. Fallist var á stækkun til suðurs nokkrum dögum fyrir kosningar sl. vor og þáverandi umhverfisráðherra lýsti yfir vilja að leggja fram 28 m.kr. til uppbyggingar fyrir utan friðlandið. Auk þess hafði verið ákveðið áður að setja 40 m.kr. í rekstur og uppbyggingu á friðlandssvæðinu.
Umhverfisstofnun, að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið, sendi breytta friðlýsingartillögu til áðurnefnda sveitarfélaga til skoðunar í desember 2013.  Ástæðan var sú að í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang um afmörkun svæðisins var gegnið lengra en næmi Norðlingaöldukosti sem settur var í verndarflokki í 2. áfanga. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan friðlandið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Hins vegar er ekki gengið lengra en svo samkvæmt lögum um vernd og orkunýtingu að virkjunaraðili getur skilgreint nýjan orkukost utan friðlýsta svæðisins til mats í rammaáætlun í framtíðinni. Til hvers það mat mun leiða mun framtíðin leiða í ljós.
Sveitarfélögin hafa tekið málið fyrir og er ákvarðanatöku í öðru sveitarfélaginu frestað þar til fyrir liggur nákvæm afmörkun Norðlingaölduveitu 566-567,5 m.y.s. sem er í verndarflokki og í hinu var hún samþykkt með fyrirvörum um að  með fylgi rekstrarfé.
Næstu skref
Til að komast hjá því að mál af þessu tagi komi upp þá hefði verið hentugra ef nákvæm afmörkun hvers virkjunarkosts í verndarflokki kæmi fram í þingsályktun um áætlun um vernd- og orkunýtingu landsvæða. Gera má umbætur sem má skýra með reglugerð og munu vonandi verða til þess að styrkja rammaáætlun svo sátt megi nást um hana til þess að takast á við þessi máli til framtíðar. Það getur verið umdeilanlegt en þannig er það. Jafnframt þarf að skoða hvort heppilegt sé, líkt og unnið hefur verið með stækkað friðland, að blanda saman ákvörðunum á grundvelli náttúruverndaráætlunar og rammaáætlunar.
Friðlýsing á grundvelli náttúruverndaráætlunar kallar á miklu fleiri og víðtækari sjónarmið og samráð til að friðlýsing nái fram að ganga meðan heimild til rammaáætlunar snýst um vernd gegn orkunýtingu. Þetta hef ég áhuga á að láta skoða og er að skoða innan umhverfisráðuneytisins.
Ég vona að um þessa friðlýsingu geti náðst góð sátt við sveitarstjórnina á svæðinu svo að hægt verði að ganga frá þessari miklu stækkun á friðlandi Þjórsárvera og stofnun þessa glæsilega friðlands.
 
***
Kort af Þjórsárverum.

Categories
Fréttir

Desemberuppbót atvinnuleitenda tryggð

Deila grein

18/12/2013

Desemberuppbót atvinnuleitenda tryggð

Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, undirritaði í dag reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert uppbót nemur 51.783 krónum.
Rétt til desemberuppbótar eiga atvinnuleitendur sem eru tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa staðfest atvinnuleit einhvern tíma á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2013. Greiðslur verða í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á þessu ári. Hafi fólk verið hluta ársins á vinnumarkaði á það rétt á hlutfallslegri greiðslu desemberuppbótar frá atvinnurekanda samkvæmt kjarasamningi. Óskert desemberuppbót nemur 51.783 kr. sem eru 30% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum. Hjá þeim sem eiga hlutfallslegan rétt verður greiðslan ekki lægri en 12.946 kr.
Eygló Harðardóttir segir gleðilegt að tekist hafi að tryggja fjármuni til að greiða uppbótina sem skiptir atvinnuleitendur miklu máli: „Þetta tókst að lokum með góðu samstarfi þar sem margir lögðu hönd á plóg og fyrir það er ég þakklát.“

Categories
Fréttir

Umfang aðgerðanna hóflegt

Deila grein

17/12/2013

Umfang aðgerðanna hóflegt

Willum Þór ÞórssonWillum Þór Þórsson, alþingismaður, vék athygli á áliti Moody’s á skuldaleiðréttingartillögunum ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag er varðar lánshæfismat á Íbúðalánasjóði. Sagði hann m.a.: „Hér mitt í fjárlagaumræðunni er um afar jákvæð skilaboð að ræða og ekki síður mikilvæg í því ljósi að það hafa verið vangaveltur uppi, og það með réttu, um að lánshæfi ríkissjóðs mundi lækka. Þetta álit Moody’s á skuldaleiðréttingartillögunum er í takti við álit annars lánshæfismatsfyrirtækis, Fitch, sem á dögunum staðfesti lánshæfi ríkissjóðs og mat horfur stöðugar. Þá má spyrja hvaða þýðingu þetta hafi raunverulega. Hér er verið að segja að umfang aðgerðanna sé hóflegt en Moody’s metur engu að síður að þær hafi jákvæð áhrif á hagkerfið.“
„Þetta er í samræmi við niðurstöður sérfræðingahópsins og formaður hópsins, Sigurður Hannesson, ítrekar að aðgerðirnar hafi verið hannaðar þannig að neikvæð áhrif væru lágmörkuð en sem allra mest gert úr jákvæðum áhrifum og hvötum.“
Ríkisstjórnin kynnti 30. nóvember s.l. aðgerðaáætlun með það að markmiði að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu. Annars vegar er um að ræða lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattaívilnun vegna séreignarlífeyrissparnaðar sem fellur til eftir að aðgerðin er komin til framkvæmda. Unnt verður að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls og býðst sú leið öllum þeim sem skulda húsnæðislán óháð lánsformi.
Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Þetta samsvarar um 13% leiðréttingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Hámarksfjárhæð niðurfærslu á heimili verður 4 m.kr. Um 90% heimila sem rétt eiga til leiðréttingar verða ekki fyrir skerðingu vegna hámarksins, þ.e. lán sem stóðu í allt að 30 m.kr. í lok árs 2010.
Frá umræðunni á Alþingi í dag:

Categories
Fréttir

Framsókn 97 ára

Deila grein

16/12/2013

Framsókn 97 ára

logo-framsokn-256x300Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Fyrstu árin starfað hann eingöngu sem þingflokkur en uppúr 1930 var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu með flokksfélög sem grunneiningar. Framsóknarflokkurinn var stofnaður til að virkja framfaraaflið í þjóðinni og íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum. Framfarasaga Íslands og sú hugmyndafræði sem Framsóknarflokkurinn byggir á, frjálslyndi, framsækni, samvinna og rökhyggja tengjast órjúfanlegum böndum.
Uppruna flokksins má rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinnar þ.e. samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust m.a. fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og gerir enn í dag.
Stefnan
Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum og lausn sameiginlegra viðfangsefna í þjóðfélaginu. Við byggjum á frjálslyndri hugmyndafræði í anda hófsemi og heiðarleika og teljum farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu fulltrúa ólíkra afla og hagsmuna. Við viljum áfram byggja upp íslenskt þjóðfélag á grunngildum lýðræðis, persónufrelsis, jafnræðis og samfélagslegrar ábyrgðar. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi. Við berjumst fyrir mannréttindum og munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs.
Sömu tækifæri fyrir alla
Við setjum manngildi ofar auðgildi og viljum tryggja öllum einstaklingum sömu tækifæri til menntast og þroska hæfileika sína í leik og starfi. Við höfnum allri mismunun sem byggist á uppruna fólks eða ólíkum skoðunum. Við stefnum að samfélagi umburðarlyndis og víðsýni þar sem margbreytileikinn fær að njóta sín. Við viljum jafna búsetuskilyrði með því að standa vörð um uppbyggingu samgangna og fjarskipta, fjölbreytts menntakerfis og vandaðrar heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Árborg samþykktur

Deila grein

13/12/2013

Framboðslisti Framsóknar í Árborg samþykktur

helgisigFramboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg 2014 var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Framsóknarhúsinu á Selfossi í kvöld. Það var mikill einhugur á fundinum og stefnan sett hátt fyrir næsta vor. Uppstillingarnefnd sem skipuð var í byrjun október lagði fram tillögu sína sem var samþykkt samhljóða. Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti listans og Íris Böðvarsdóttir er í öðru sæti. Ragnar Geir Brynjólfsson situr í þriðja sæti og Karen H. Karlsdóttir Svendsen er í fjórða sæti. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn einn bæjarfulltrúa kjörinn í bæjarstjórn.
Listinn í heild sinni:

  1. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi og svæðisstjóri, Selfossi
  2. Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi og sálfræðingur, Óseyri
  3. Ragnar Geir Brynjólfsson, kerfisstjóri og framhaldsskólakennari, Selfossi
  4. Karen Karlsdóttir Svendsen, leiðbeinandi og háskólanemi, Selfossi
  5. Guðrún Þóranna Jónsdóttir, sérkennari, Selfossi
  6. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Selfossi
  7. Gissur Kolbeinsson, fulltrúi hjá BHM, Selfossi
  8. Björgvin Óli Ingvarsson, trésmiður og sjúkraflutningamaður, Geirakoti
  9. Renuka Perera, veitingakona, Tjarnarbyggð
  10. Björn Harðarson, bóndi, Holti
  11. Guðbjörg S. Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, Selfossi
  12. Arnar Elí Ágústsson, sölustjóri, Tjarnarbyggð
  13. Sylwia Konieczna, matráður, Selfossi
  14. Þórir Haraldsson, lögfræðingur, Selfossi
  15. Jón Ólafur Vilhjálmsson, stöðvarstjóri, Selfossi
  16. Sigrún Jónsdóttir, þjónustufulltrúi, Selfossi
  17. Ármann Ingi Sigurðsson, tæknimaður, Selfossi
  18. Margrét Katrín Erlingsdóttir, löggiltur bókari, Stóra-Aðalbóli

Málefnavinna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefst strax eftir áramót en öllum íbúum sveitarfélagsins verður boðið að koma að þeirri vinnu með einum eða öðrum hætti.

Categories
Fréttir

Mikilvægt er að raddir kvenna heyrist

Deila grein

11/12/2013

Mikilvægt er að raddir kvenna heyrist

Eygló Harðardóttir„Ég vonast til að Ísland geti lagt af mörkum í samstarfi þjóðanna og tekið virkan þátt í því mikilvæga sameiginlega verkefni að bæta stöðu kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna, hvar sem er í heiminum“ sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, þegar hún veitti viðtöku jafnréttisverðlaunum fyrir Íslands hönd á þingi Alþjóðasamtaka þingkvenna (Women in Parliaments) í síðustu viku í Brussel á vegum Evrópuþingsins.

Konur á Nýja Sjálandi fyrstar kvenna með kosningarétt
Verðlaunaafhendingin fór fram í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá því að konur á Nýja Sjálandi fengu kosningarétt, fyrstar kvenna. Þátttakendur komu víðs vegar að úr heiminum og í hópi þeirra voru margir vel þekktir stjórnmálamenn, Nóbelsverðlaunahafar, aðgerðasinnar og áhrifavaldar á sviði jafnréttismála sem ræddu hvernig konur í leiðtogastöðum geta stuðlað að mikilvægum breytingum í stjórnmálum og samfélaginu almennt.
Í nýlegri úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) á stöðu jafnréttismála sem tekur til 136 landa varð Ísland í fyrsta sæti þriðja árið í röð. Matið byggist á þáttum eins og stjórnmálaþátttöku, þátttöku í atvinnulífinu og efnahagslegum jöfnuði og tækifærum til þess að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu.
Viðurkenningunni fylgir ábyrgð
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tóku við viðurkenningum fyrir Íslands hönd fyrir þann framúrskarandi árangur sem náðst hefur í því að brúa bilið milli kynja líkt og fram kemur í úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins. Í ávarpi sem Eygló flutti við þetta tækifæri sagði hún meðal annars:
eyglo-hardardottir-Fra-WIP-verdlaunaafhendingunni„Það er mér mikill heiður að standa í þessum sporum og veita viðtöku fyrir hönd Íslands þeirri viðurkenningu sem hér er veitt.
Réttindi kvenna eru mannréttindi og engin þjóð getur staðið undir nafni sem heil og sameinuð þjóð ef konur og karlar fá ekki notið til jafns allra réttinda og tækifæra sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Eins og við vitum er staða kvenna í heiminum afar ólík eftir löndum og heimshlutum. Ástæðurnar fyrir kynbundnu misrétti eru margvíslegar – og ræturnar geta legið djúpt og því reynst erfitt að uppræta þær. Þetta vitum við öll en við vitum líka að með þrotlausri vinnu, sterkum vilja og trú á málstaðinn getum við flutt fjöll og rutt öllum hindrunum úr vegi.
Jafnrétti kynja er mikilvæg forsenda fyrir hagsæld og velferð þjóða. Rannsóknir sýna að valdefling kvenna og kynjajafnrétti stuðlar að aukinni framleiðni, eflir stofnanir samfélagsins og leggur grunn að betri framtíð komandi kynslóða.
Sú þjóð sem tryggir ekki rétt kvenna til menntunar, atvinnuþátttöku, stjórnmálaþátttöku og efnahagslegra gæða til jafns við karla – sú þjóð sem heldur konum niðri með því að neita þeim um sjálfstæði og sjálfræði og fulla þátttöku og áhrif í samfélaginu – sú þjóð grefur undan sjálfri sér og möguleikum sínum til að blómstra og dafna í framtíðinni.“
Eygló lagði áherslu á að viðurkenningin feli ekki í sér að verkefninu sé lokið, hún sé miklu fremur hvatning til þess að gera enn betur í því að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, styrkja áhrif kvenna í atvinnulífinu og stjórnmálalífinu og útrýma kynbundnum launamun. „Það er ánægjulegt og mikils virði fyrir okkur Íslendinga að hafa öðlast þennan sess í samfélagi þjóðanna – að vera þjóð sem litið er upp til fyrir að tryggja konum mannréttindi sem ættu að vera sjálfsögð – en eru það því miður ekki svo víða um heim. Ég lít svo á að verðlaunin sem hér eru afhent feli ekki aðeins í sér viðurkenningu heldur fylgi henni einnig ábyrgð. Ég vonast til að Ísland geti lagt af mörkum í samstarfi þjóðanna og tekið virkan þátt í því mikilvæga sameiginlega verkefni að bæta stöðu kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna, hvar sem er í heiminum.“
Strengthening women’s political participation

LIBIERAL_Minister_Eyglo_03Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var svo frummælandi á sameiginlegum fundi Liberal International og National Democratic Institute við sama tækifæri er bar yfirskriftina “strengthening women’s political participation” til heiðurs Madeleine Albright en hún hefur verið í forsvari fyrir samtökin í um 10 ár.

Umræður á ráðstefnunni tengdist, m.a. því hvernig ná má fram breytingum í stjórnmálum svo að þau laði að fleiri konur og í því sambandi voru viðraðar hugmyndir um hvernig konur geta búið sér til samskiptanet jafnvel þvert á lönd og landamæri til þess að efla böndin sín á milli. Einnig spunnust umræður um hvort og hvernig núverandi kosningakerfi hvetur eða letur konur til stjórnmálastarfa.
Eygló Harðardóttir sagði m.a. í erindi sínu að það ætti ekki aðeins að einblína á það að konur eru í minnihluta í stjórnmálum heldur verður að greiða götu þeirra svo að Líneik Anna Sævarsdóttirraddir þeirra heyrist. Konur gegna mikilvægu sjálfboðaliðastarfi innan stjórnmála og það verður að hlúa að hugmyndum þeirra. Einnig að það væri sameiginlegt verkefni að bæta stöðu kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna, hvar sem er í heiminum. Það er því ljóst að kvenkyns leiðtogar standa frammi fyrir ögrunum sem sem kallar á aukinn stuðning allra þeirra er málið varðar.
Á ráðstefnunni voru fulltrúar er komu víðsvegar að úr heiminum og tengjast þeir allir jafnréttismálum með einum eða öðrum hætti. Frummælendur sátu fyrir svörum og spunnust afar áhugaverðar umræður, m.a. talaði Fuziah Binti Salleh frá People´s Justice Party (PKR, Malasia) um reynslu sína og benti á mikilvægi þess að brjóta upp hefðbundnar staðalímyndir. Hún sagði einnig frá því að hennar flokkur væri eini aðilinn í Asíu sem hefur nú kynnt kynjakvóta og útskýrði í framhaldi mikilvægi þess að stuðla að hvatningu og þjálfun fyrir kvenkyns leiðtoga framtíðarinnar í stjórnmálum ásamt því að styðja við karla til að svo geti orðið.
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður var einnig fulltrúi Íslands á þessum fundum.

Categories
Fréttir

Leiðtogar frjálslyndra flokka minna á alþjóðadag mannréttinda

Deila grein

10/12/2013

Leiðtogar frjálslyndra flokka minna á alþjóðadag mannréttinda

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, tók þátt í að minna á alþjóðadag mannréttinda (International Human Rights Day) ásamt Nick Clegg, Shirin Ebadi og fleiri forystumönnum frjálslyndra flokka á vef Liberal International í dag. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu til Alþjóðadags mannréttinda árið 1950 til að vekja athygli á Mannréttindayfirlýsingunni og efla baráttu fyrir mannréttindum í heiminum.
Sigmundur Davíð minnti á að í dag heiðrar fólk um allan heim minningu Nelson Mandela, sem í lifanda lífi varð eitt af helstu táknum baráttunnar fyrir mannréttindum í heiminum, og hvatti til þess að minning hans yrði þeim sem eftir lifa hvatning til að gefast aldrei upp í baráttunni fyrir því að allir jarðarbúar fái notið mannréttinda, frelsis og réttlætis.
Lesa má hvatningu Sigmundar Davíðs og ummæli annarra á vef Liberal International.

Categories
Fréttir

Jólafundur kvennadeildar Framsóknarfélags Reykjavíkur

Deila grein

04/12/2013

Jólafundur kvennadeildar Framsóknarfélags Reykjavíkur

jolafundurKvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur heldur jólafundinn sinn fimmtudaginn 5. desember í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33, kl. 20:00.
Fundurinn verður  með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár – rjúkandi súkkulaði með rjóma, piparkökur, stollen með smjöri og ostar. Málsháttasiðurinn verður í heiðri hafður og biðjum við fólk að muna eftir að taka pakka með sér til fundarins.
Dagskrá:

  1. Guðni Ágústsson les upp úr ný útkominni bók sinni
  2. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar 2. sæti lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga les jólasögu
  3. Valgerður Sveinsdóttir, sem skipar 3. sæti lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga les ljóð
  4. Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður stýrir málsháttaatriði
  5. Óvæntar uppákomur

Hlökkum til að sjá ykkur öll í aðventu – og jólaskapi
 
Kvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur