Categories
Fréttir

„Ísland ljóstengt – landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“

Deila grein

12/03/2015

„Ísland ljóstengt – landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“

Sigmundur-davíð„Það er megintillaga starfshópsins að skilgreina aðgang að háhraðanettengingu sem grunnþjónustu sem standa skal öllum landsmönnum til boða, óháð búsetu,“ segir í inngangi skýrslu starfshóps er var ætlað að finna útfærslu á markmiðum í stefnuyfirlysingu ríkisstjórnarinnar er varða byggðamál. Í skýrslunni, „Ísland ljóstengt – landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“ er einnig vikið að sjónarmiðum um öryggi og áreiðanleika fjarskiptatenginga.
Settar eru fram tillögur um leiðir til átaks og eru megin tillögur starfshópsins eftirfarandi:

  1.  Aðgangur að háhraða fjarskiptatengingu verði grunnþjónusta sem standa skal öllum landsmönnum til boða óháð búsetu.
  2. Alþjónustumarkmið eða markmið í anda alþjónustu verði sett sem 100 Mb/s frá árinu 2020, ásamt tilheyrandi gæðaviðmiðum.
  3. Skilgreint verði átaksverkefni á landsvísu til sex ára (2015–2020) um uppbyggingu ljósleiðaraaðgangsneta á svæðum þar sem markaðsbrestur er til staðar.
  4. Fjarskiptasjóður aðstoði þá staði með sértækum aðgerðum sem fjarskiptafyrirtækin geta ekki veitt netþjónustu.

Útbreiðsla góðra nettenginga er því ein af meginforsendum ákvörðunar um búsetu og úrslitaatriði um þróun byggðar. Góðar nettengingar eru fyrirtækjum ekki síður mikilvægar. Samkeppnishæfni svæða og íbúabyggða má því, ásamt öðrum grunnþáttum mæla út frá ástandi fjarskipta.
Eitt af áhersluatriðum í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er að ráðast í átak í fjarskiptamálum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur bæði í hátíðarræðu 17. júní 2014 og í ávarpi á gamlársdag 2014 áréttað þau áform ríkisstjórnar sinnar.
„Til að leggja undirstöður að þessu markmiði er nauðsynlegt að ráðast í átak í öllum landshlutum. Starfshópurinn gerir þá tillögu að á næstu árum megi, með samstarfi við sveitarfélög og virkum útboðum á almennum markaði, vinna að settu markmiði,“ segir í inngangi skýrslunnar.
Hér má nálgast skýrsluna.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Gunnar Bragi: Afleiðingar loftslagsbreytinga á norðurslóðum kalla á aukna alþjóðlega samvinnu

Deila grein

11/03/2015

Gunnar Bragi: Afleiðingar loftslagsbreytinga á norðurslóðum kalla á aukna alþjóðlega samvinnu

GBSGunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á stefnumótun í norðurslóðamálum sem sameinaði verndun náttúruauðlinda og nýtingu þeirra til að tryggja sjálfbæra þróun, í ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um verndun norðurslóða, sem haldin var í Brussel þann 4. mars. Lagði ráðherra áherslu á alþjóðlega samvinnu þegar kæmi að því að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, ekki síst á norðurslóðum.
„Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa mikilvægu hlutverki að gegna, þegar litið er til alþjóðavægis sambandsins. Sum úrlausnarefnin sem blasa við okkur eru mikilvæg fyrir allan heiminn, til dæmis hvernig draga má úr losun gróðurhúsalofttegunda. Slíkar áskoranir verður aðeins tekist á við með samhentu alþjóðlegu átaki.“
Gunnar Bragi lýsti m.a. hvernig Íslendingum hefði tekist að gera fiskveiðar sínar og orkuframleiðslu sjálfbæra. Hann sagði Íslendinga, eins og aðrar þjóðir á norðurhveli, finna fyrir miklum áhrifum vegna loftslagsbreytinga. Miklar breytingar hefðu orðið á fiskistofnum í íslenskri lögsögu á síðustu árum; einkum loðnu, makríl og síld.
„Við höfum á undanförnum árum orðið vitni að breytingum á hefðbundinni hegðun fiskistofna í og í kring um íslensku efnahagslögsöguna,“ sagði Gunnar Bragi. „Þetta eru mikilvægar breytingar sem tengjast loftslags- og umhverfisbreytingum og kalla á aukna vísindasamvinnu á norðurslóðum.“
Gunnar Bragi kallaði því eftir ábyrgri auðlindastjórnun, án ríkisstyrkja, og samvinnu vísindamanna á norðurslóðum til að tryggja að sjávarútvegur yrði áfram sú sjálfbæra auðlind sem hún hefði reynst Íslendingum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Jöfnum raforkukostnað að fullu

Deila grein

11/03/2015

Jöfnum raforkukostnað að fullu

PállLög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku voru samþykkt á Alþingi þann 3. mars. Markmið laganna er að jafna raforkukostnað dreifbýlis og þéttbýlis og er mikilvægt skref í þá átt að jafna aðstæður til búsetu á landinu öllu. Samkvæmt lögunum verður lagt sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem dreifiveitur taka á móti frá flutningskerfi Landsnets.
Í ræðu sinni við 2. umræðu um frumvarpið á Alþingi fagnaði Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins því að málið væri nú loks komið til afgreiðslu þó hann hefði viljað að það næði fram að ganga fyrir áramót. Páll Jóhann benti á að kostnaður við dreifingu raforku er mun meiri í dreifbýli en í þéttbýli og að dreifbýlisgjaldskrár veitna séu því talsvert hærri en gjaldskrár sem gilda fyrir dreifingu raforku í þéttbýli.
Að óbreyttu liggi því fyrir að hækka þyrfti frekar taxta í dreifbýli þar sem færri geti staðið undir kostnaðinum við það kerfi. Á meðan fjölgi hins vegar notendum í þéttbýli og þar með aukist hagkvæmni þess kerfis.
Nauðsynlegt er að bregðast við þessari þróun og á því er tekið í frumvarpinu með því að tekið verði upp í áföngum sérstakt jöfnunargjald á raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna til að standa undir fullum jöfnuði kostnaðar við dreifingu raforku.
Páll Jóhann vísaði til þess að vilji hefði komið fram hjá ríkisstjórinni til lengri tíma stefnumótunar um að niðurgreiða að fullu kostnað við flutning og dreifingu raforku til húshitunar frá og með árinu 2016.
„Ég held að það sé fullur vilji hjá öllum til þessa,“ sagði Páll Jóhann, „þannig að ég get ekki annað en fagnað þessu skrefi, en við erum ekki hætt. Við ætlum okkur að jafna kostnaðinn algerlega og ég vona að fólk verði sammála og samstiga í því.“
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Viðbrögð við afbrotum barna – sáttamiðlun

Deila grein

07/03/2015

Viðbrögð við afbrotum barna – sáttamiðlun

líneikLíneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi viðbrögð við afbrotum barna og þá sérstaklega sáttamiðlun í störfum þingsins í vikunni. En umboðsmaður barna sendi innanríkisráðherra nýlega bréf um viðbrögð við afbrotum barna. Þar er komið inn á sáttamiðlun og mikilvægi hennar sem úrræði fyrir börn sem hafa brotið af sér. Er ráðherra spurður m.a. um notkun á þessu úrræði á síðustu árum. Jafnframt er spurst fyrir um framtíðarsýn ráðherra varðandi úrræði.
„Tilraunaverkefni í sáttamiðlun hófst hér á landi árið 2006. Sáttamiðlun byggist á hugmyndafræði uppbyggilegrar réttvísi og felur í sér að leitast er við að ná sáttum milli þess sem brýtur af sér og brotaþola. Úrlausn minni háttar mála er færð til einstaklinganna sjálfra sem gefur möguleika á skjótvirkari meðferð mála. Á sama tíma er ákveðinn þungi tekinn af ákæruvaldinu. Sáttamiðlun er talin henta sérstaklega vel fyrir börn og ungmenni þar sem þau þurfa að horfast í augu við afleiðingar háttsemi sinnar og bæta fyrir brot sitt,“ sagði Líneik Anna.
Og hún bætti við: „Slíkt er almennt talið mun betur til þess fallið að hafa uppbyggileg og þroskandi áhrif en hefðbundnar refsingar. Er því ljóst að sáttamiðlun er það úrræði sem er best í samræmi við hagsmuni og réttindi barna og hefur barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sérstaklega hvatt aðildarríki til að beita úrræðum sem byggja á uppbyggilegri réttvísi.“
„Mér finnst fullt tilefni til að allsherjar- og menntamálanefnd kynni sér svar hæstv. ráðherra þegar þar að kemur og leiti frekari upplýsinga ef tilefni verður til,“ sagði Líneik Anna að lokum.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Er þá ekki kominn tími til að gefa orðum sjómanna gaum?

Deila grein

07/03/2015

Er þá ekki kominn tími til að gefa orðum sjómanna gaum?

Páll„Í gær flutti ég þingheimi aflafréttir af miðunum allt í kringum landið þar sem smábátar tvíhlaða sama daginn, togarar og stórir línubátar mokfiska á öllum grunnum og djúpum,“ sagði Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður, í upphafi ræðu sinnar störfum þingsins í vikunni. Í framhaldi vakti hann svo athygli þingheims á nýrri frétt um stærð norsk–íslenska síldarstofnsins. En fram er komið að stofninn sé 6,2 milljónir tonna en ekki 3,5 milljónir tonna eins og Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur miðað við, samkvæmt útreikningum norskra fiskifræðinga.
Norskir sjómenn og útgerðarmenn hafa lengi dregið í efa mælingar fiskifræðinga á þessum stofni  eða allt frá því að hann fór að mælast minni ár eftir ár allt frá árinu 2009.
„Sjómenn og útgerðarmenn vilja veiða meira og telja að miklu meira sé af fiski í sjónum. Viti menn, vísindamennirnir féllust á að hlusta á reynslumikla sjómenn. Ekki veit ég hvort þeir voru orðnir leiðir á tuðinu, alla vega varð það úr að fiskifræðingar í Noregi og sjómenn tóku höndum saman og skipulögðu einn viðamesta rannsóknarleiðangur til þessa á norsk-íslenska hrygningarstofninum og var hann farinn á nokkrum norskum fiskiskipum. Markmið leiðangursins var að mæla hrygningarstofn síldarinnar á þann hátt sem fiskifræðingar og fiskimenn töldu bestan. Árangurinn lét ekki á sér standa, allt bendir til þess að hrygningarstofninn mælist tæpum þremur milljónum tonna stærri, það munar um minna,“ sagði Páll Jóhann.
„Getum við Íslendingar, og þá íslenskir vísindamenn, lært eitthvað af þessu nú þegar þorksgengdin er eins og fiskimenn segja og aflatölur staðfesta? Er þá ekki kominn tími til að gefa orðum sjómanna gaum? Vorrall Hafró stendur nú yfir og bind ég miklar vonir við að niðurstöður verði í takti við veiðina hjá fiskimönnunum, annars er eitthvað mikið að. Fiskifræðingar verða að hlusta eftir röddum þeirra sem hafa umgengist Íslandsmið í tugi ára,“ sagði Páll Jóhann að lokum.
Ræða Páls Jóhanns Pálssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Neytendavernd verði tryggð í nýjum lögum um gengistryggð krónulán

Deila grein

06/03/2015

Neytendavernd verði tryggð í nýjum lögum um gengistryggð krónulán

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, hefur beðið samflokksþingmenn sína í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að halda vel til haga neytendavernd við alla vinnu við frumvarp er heimilar fjármálastofnunum að veita gengistryggð krónulán.
„Ég hljóma eflaust eins og biluð plata þegar ég segi næstu setningar: Núna, nokkrum árum eftir hrun, eru enn einstaklingar og fjölskyldur í landinu sem sitja eftir með sárt ennið, eru með gengistryggð lán, sams konar lán og dæmd hafa verið ólögmæt, með sams konar lánaskilmála og dæmdir hafa verið ólögmætir, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, en of margir af þessum einstaklingum fá ekki leiðréttingar á lánum sínum nema að sækja mál sitt fyrir dómstólum. Það er algjörlega óþolandi,“ sagði Elsa Lára á Alþingi í vikunni og bætti við, „við megum ekki horfa upp á sama ástand skapast aftur.“
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Fæðingarþjónusta verið skert

Deila grein

05/03/2015

Fæðingarþjónusta verið skert

Silja-Dogg-mynd01-vefFæðingarþjónusta hefur nokkuð verið til umfjöllunar á liðnum misserum. Hefur verið kallað eftir skýrri stefnumótun stjórnvalda til hagsbóta fyrir fjölskyldur. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem m.a. er leitað svara við hvort að á einhvern hátt sé komið til móts við fólk er þarf að ferðast langan veg. Litlum fæðingarstöðum hefur verið lokað eða þá þjónustan mikið skert. En Silja Dögg vill fá svör við eftirfarandi spurningum:

  1. Hve margar fæðingardeildir eru starfandi á landinu nú og hvernig hefur þróunin verið undanfarin tíu ár?
  2. Á hvaða sjúkrastofnunum eru starfræktar fæðingardeildir?
  3. Hve margar fæðingar hafa verið á hverri fæðingardeild sl. fimm ár?
  4. Hvernig er komið til móts við þær konur sem ekki eiga kost á fæðingarþjónustu í heimabyggð?
  5. Standa þeim konum og fjölskyldum þeirra íbúðir til boða í nágrenni við fæðingarstað? Ef svo er, hvar eru þær íbúðir, hvernig er þeim úthlutað og hvernig eru þær kynntar? Ef svo er ekki, stendur þá til að breyta því fyrirkomulagi þannig að verðandi mæður og makar þeirra geti dvalið í nágrenni við fæðingardeild og sótt um opinbera styrki fyrir þeim kostnaði sem af hlýst?
  6. Telur ráðherra að fjölga þurfi fæðingarstöðum út um land til að bæta öryggi fæðandi kvenna og ef svo er, hvernig telur ráðherra best að standa að þeirri uppbyggingu?

Hér má nálgast fyrirspurnina á vef Alþingis.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Auðveldum einstaklingum og heimilum að sækja rétt sinn

Deila grein

04/03/2015

Auðveldum einstaklingum og heimilum að sækja rétt sinn

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, vakti máls í störfum þingsins á erfiðleikum margra einstaklinga sem standa í ströngu við fjármálastofnanir og ýmis fjármögnunarfyrirtæki.
„Það er í of mörgum tilvikum sem fjármálastofnanir og ýmis fjármögnunarfyrirtæki hundsa þá dóma sem hafa fallið og það er að öllu leyti óásættanlegt. Margir þeirra einstaklinga sem standa í þessum sporum eiga erfitt með að sækja rétt sinn, það er bæði kostnaðarsamt og einnig getur það verið mjög flókið,“ sagði Elsa Lára.
„Er ekki kominn tími til að liðka fyrir ýmsum þáttum sem gera einstaklingum og heimilum landsins mögulegt að fá vissu í sín mál?
Ef við reynum að skoða lausnir í þeim málum væri mögulegt að endurskoða þau skilyrði sem sett eru fram um gjafsókn mála. Væri ekki gagnlegt til dæmis að hækka þau mörk sem sett eru fram um tekjur? Nú er það svo að einstaklingur má ekki hafa meira en 2 millj. kr. í heildarárstekjur fyrir skatt og hjón mega ekki hafa meira en 3 millj. kr. í heildarárstekjur fyrir skatt ef þau eiga að uppfylla öll skilyrði fyrir að fá gjafsókn. Hvernig má það vera að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum eða á lægstu launum í landinu, eru of tekjuháir fyrir þetta ferli? Þetta þarf að hugsa upp á nýtt,“ sagði Elsa Lára.
„Því má fagna að á kjörtímabilinu hefur fyrningarfrestur hefur verið lengdur í málum sem varða endurupptöku á því að kanna hvort lán séu ólögmæt eða ekki. Við þurfum þó að halda áfram og jafnvel hugsa upp á nýtt hluti sem munu auðvelda einstaklingum og heimilum landsins að sækja rétt sinn,“ sagði Elsa Lára að lokum.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Aflabrögð helst rædd í sjávarplássum

Deila grein

04/03/2015

Aflabrögð helst rædd í sjávarplássum

PállPáll Jóhann Pálsson, alþingismaður, gerði í störfum þingsins í gær að umtalsefni aflabrögðin sem eru helst rædd í sjávarplássum en ekki svo oft í ræðustól Alþingis.
„Nánast sama hvar er á landinu, alls staðar er landburður af fiski, aðallega boltaþorski sem æskilegastur er til hrygningar að mati fiskifræðinga en einnig smár þorskur ef leitað er sérstaklega. Ekki þykir það fréttnæmt þótt smábátar tvíhlaði sama daginn og gildir það jafnt á netum eða línu, togarar og stóru línuskipin liggja í landi einn til tvo daga með fullfermi og bíða löndunar, rétt eins og loðnubátarnir. Fiskur á hverjum krók uppi í fjöru við Suðurnesin, úti á banka, úti í dýpunum og úti í kanti. Jökuldýpið, Jökultungan, Flákinn, Víkurállinn og norður úr, Húnaflóinn, Skagagrunn og austur úr, Austfirðir eins og þeir leggja sig og suður í Hornafjarðardýpi og grunn og kantar vestur fyrir Eyjar, allt fullt af fiski. Sú var tíðin að kostnaðarsamt var fyrir fiskiskipaflotann að leita uppi þorskinn og allt of mörg skip voru um þá fáu fiska sem fundust. Þess vegna var brugðist við með miklum niðurskurði og skömmtunarkerfið sett á, kvótakerfið,“ sagði Páll Jóhann.
„Nú er vandamálið að fá ekki of mikið í einu og mestur tími fer í að velja réttar tegundir og réttar stærðir eftir því sem markaðurinn kallar á. Við síðustu mælingu á þorskstofninum komu fram vangaveltur hjá fiskifræðingum um að skortur væri á fæði fyrir þann þorsk sem var að vaxa og að hver einstaklingur þyngdist ekki nóg. Í vetur mældist mikið af loðnu og útbreiðslan nánast hringinn í kringum landið þannig að nú hlýtur að vera nóg æti fyrir stóran þorskstofn til að moða úr,“ sagði Páll Jóhann.
„En hvað með ýsuna?,“ spurði Páll Jóhann og hélt áfram: „Nú er mikil niðursveifla í ýsustofninum og þá mætti draga þá ályktun að vandamálið væri að finna ýsuna eins og þorskinn forðum, en því miður eða öllu heldur sem betur fer, er því öfugt farið og mestur tími hjá flotanum fer í að forðast ýsu. Ýsan veiðist á svæðum sem hún sást ekki á fyrir nokkrum árum, t.d. fyrir Norðurlandi. Fyrir tveimur árum var nóg að fara niður fyrir 90 faðma, þá vorum við lausir við ýsuna. Nú er tækifæri til að nýta tæknivæddan sjávarútveg til að skapa meiri verðmæti fyrir land og þjóð.“
Ræða Páls Jóhanns Pálssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Dagur með bónda

Deila grein

04/03/2015

Dagur með bónda

ÞórunnÞórunn Egilsdóttir, alþingismaður, vildi í störfum þingsins í gær gera íslenskan landbúnað og störf bænda að umræðuefni. Glæsilegt búnaðarþing var sett á sunnudaginn og ekki ber á öðru en að hugur sé í íslenskum bændum sem nú halda þing sitt undir kjörorðinu: Opinn landbúnaður.
Framþróun í tækni og vinnulagi hefur í för með sér færri tækifæri til að taka fólk í sveit eins og tíðkaðist áður. „Af þeim sökum fækkar í þeim hópi sem hefur góða innsýn í dagleg störf íslenskra bænda,“ sagði Þórunn. Bændur hafa því víða um land opnað bú sín, boðið gesti velkomna og frætt þá um starfið.
„Það er hverri þjóð mikilvægt að framleiða matvæli sín að því marki sem raunhæft er og það sýnir sig að það er almenn skoðun þar sem einungis 10% af landbúnaðarframleiðslu heimsins eru flutt á milli ríkja,“ sagði Þórunn.
„Formaður Bændasamtaka Íslands sagði frá verkefninu „Dagur með bónda“ við setningu búnaðarþings og þá rann upp fyrir mér að auðvitað gæti ég tekið þátt og lagt mitt af mörkum.
Kæra samstarfsfólk. Ef þið hafið löngun til að kynna ykkur daglegt starf og vinnuskilyrði bænda er ykkur meira en velkomið að koma með mér heim á Hauksstaði, ræða málin og taka þátt í daglegum störfum,“ sagði Þórunn að lokum.
Ræða Þórunnar Egilsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.