Categories
Fréttir

Brenna 5 milljörðum í gjaldeyri að óþörfu

Deila grein

08/12/2014

Brenna 5 milljörðum í gjaldeyri að óþörfu

frosti_SRGB_fyrir_vefFrosti Sigurjónsson alþingismaður spurði á Alþingi í dag hverju verður þjóðin bættari við að brenna 5 milljörðum í gjaldeyri að óþörfu næstu fimm árin? „Fyrir 1 milljarð á ári gætu stjórnvöld gert margt skynsamlegra en að niðurgreiða innfluttan lífdísil sem er 80% dýrari en dísilolía,“ sagði Frosti.
„Krafa ESB um 10% hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum frá og með 2020 tekur ekkert tillit til þess að hér á Íslandi er nóg af endurnýjanlegu rafmagni enda er megnið af rafmagni í ESB búið til með útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Fyrir Ísland væri skynsamlegt að niðurgreiða kaup á rafmagnsbílum, miklu skynsamlegra en að eyða milljörðum úr ríkissjóði til að niðurgreiða rándýran lífdísil sem ræktaður er á dýrmætu akurlandi sem fremur ætti að nýta til framleiðslu á fæðu,“ sagði Frosti.
„Vissulega hafa hundruð milljóna tapast nú þegar en það er ekki of seint að bjarga 5 milljörðum til viðbótar sem annars munu brenna upp að óþörfu fram til ársins 2020. Ég mundi fagna því sérstaklega ef hv. atvinnuveganefnd sem sýndi það frumkvæði í fyrra að fresta gildistöku laga um íblöndun til 1. október mundi stíga skrefið til fulls og fresta gildistöku íblöndunarákvæðisins til ársins 2020,“ sagði Frosti að lokum.
Ræða Frosta Sigurjónssonar í heild sinni:

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Tekjurnar aukast og hallalaus ríkisrekstur

Deila grein

04/12/2014

Tekjurnar aukast og hallalaus ríkisrekstur

Vigdís HauksdóttirÖnnur umræða fjárlaga hófst á Alþingi í gær og verið framhaldið í dag. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar og fór yfir áform meirihlutans.
Fjárlaganefnd hefur haft frumvarpið til umfjöllunar eftir að málið gekk til hennar þann 12. september. Fjölmargir gestir hafa verið kallaðir fund nefndarinnar, þar má nefna fulltrúa 43 sveitarfélaga, fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga, fulltrúa allra ráðuneyta, Hagstofunnar, Ríkisendurskoðunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Seðlabanka Íslands auk annarra gesta.

  • Nefndarálit um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015. Frá meirihluta fjárlaganefndar.
  • Breytingartillaga við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015. Frá meirihluta fjárlaganefndar.

Fór Vigdís yfir í ræðu sinna að forgangsraðað hefur verið í þágu grunnþátta samfélagsins, heilbrigðismála, menntamálin, samgöngumál, þ.e. aukið fé í flugvelli, vegi og ljósleiðaravæðingu landsins.
Á næstu missirum verður kynnt losun hafta og samninga við kröfuhafa þannig að þá skapast svigrúm til þess að ríkið geti grynnkað á skuldum sínum. Vaxtakostnaðurinn nemur í dag hærri fjárhæð en öll framlög ríkisins til reksturs Landspítalans og Sjúkratrygginga Íslands. „Miklar skuldir ríkissjóðs eru ávísun á að börn okkar og barnabörn muni að öllu óbreyttu ekki njóta sömu lífsgæða og núverandi kynslóðir,“ sagði Vígdís.
„Mikið vantar upp á að skilningur sé í stjórnkerfinu á mikilvægi hagræðingar og forgangsröðunar innan ríkiskerfisins. Meiri hluti fjárlaganefndar vekur sérstaklega athygli á verkefnum um útboð og innkaup ríkisstofnana. Aðföng í rekstri ríkisstofnana nema um 130 milljörðum kr. á ári. Ljóst er að endurbætur á innkaupaferlum geta skilað umtalsverðri hagræðingu fyrir ríkissjóð og ríkisstofnanir. Innkaup eru á hendi fjölmargra aðila og því er mikilvægt að leggja innkaupaaðilum í hendur markvisst verklag og skilvirk verkfæri til þess að árangur verði sem mestur. Almenn útboð á vöru eða þjónustu og rammasamningsútboð eru slík verkfæri,“ sagði Vígdís.
„Fyrir réttu ári skilaði hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar tillögum sínum. Meiri hluti fjárlaganefndar telur að of hægt gangi að koma þeim til framkvæmda. Af 95 tillögum sem voru á ábyrgðarsviði einstakra ráðherra hefur nú 14 tillögum verið hrundið í framkvæmd, 53 tillögur eru í vinnslu og 17 eru í forathugun. 11 tillögur eru ekki hafnar eða verða ekki framkvæmdar. Meiri hlutinn leggur ofuráherslu á að framkvæmdarvaldið komi þessum tillögum í framkvæmd sem fyrst til að ná fram enn frekari sparnaði í ríkisrekstrinum,“ sagði Vígdís ennfremur.
Framlög til Íbúðalánasjóðs hafa numið 53,5 milljörðum kr. frá árinu 2009 og að öllu óbreyttu verða framlögin 5,7 milljarðar kr. á árinu 2015. Að þeim meðtöldum hafa framlögin frá árinu 2009 numið svipaðri fjárhæð og nemur byggingarkostnaði nýs Landspítala.
Ríkisútvarpið fær aukið 181,9 millj. kr. skilyrt framlag til rekstrar í þessum tillögum. Sú tímabundna fjárheimild er háð þeim skilyrðum að fram fari vinna á fjárhagslegri endurskipulagningu Ríkisútvarpsins. Þá verði útborgun fjárheimildarinnar enn fremur háð því að haldbærar rekstraráætlanir séu lagðar fram þar sem fram komi hvernig starfsemi stofnunarinnar verði komið á réttan kjöl og hún verði sjálfbær til frambúðar.
Að meirihluta áliti fjárlaganefndar standa auk Vigdísar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ásmundur Einar Daðason, Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson og Valgerður Gunnarsdóttir.
Framsaga Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

03/12/2014

B – hliðin

Jóhanna María - fyrir vefHanna María, sýnir B – hliðina og hún segir, m.a. þetta: „Ég held líka að við séum frekar heppin í þingflokknum hvað það varðar að ná vel saman“.
Fullt nafn: Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Gælunafn: Hanna María, Hannsa.
Aldur: 23 ára.
Hjúskaparstaða? Einhleyp.
Börn? Engin, en á rosalega mikið í börnum systkina minna.
Hvernig síma áttu? Svona svartan epla síma.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fræðslu- og gamanþættir. Það léttir lundina að hlæja og svo er alltaf gaman að læra meira og fræðast um eitthvað nýtt.
Uppáhalds vefsíður: Ef ég skoða toppsíðurnar í vafranum þá er þar að finna althingi.is, youtube.com, bbl.is og trendnet.is.
Besta bíómyndin? A Hard days night, svarthvít og klassísk.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er virkilega alæta á því sviðinu, en eldri tónlist nær betur til mín, The Shadows, Vilhjálmur Vilhjálmsson, The Beatles, The Platters, Haukur Mortens, Ellý…
Uppáhaldsdrykkur: Ísköld ógerilsneydd mjólk.
Hvað finnst þér best að borða? Lambakjötið hefur sjaldan brugðist.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Út á gólfið – Hemmi Gunn.
Ertu hjátrúarfull? Ég hélt ekki, en ég hendi samt annað slagið salti yfir öxlina við eldamennskuna.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Það er mat í hverju máli fyrir sig, en til að mynda er ég mótfallin því að leyfa sölu áfengis í öðrum verslunum heldur en verslunum ÁTVR, sem hefur komið mörgum á óvart vegna aldurs míns. Önnur viðfangsefni eru m.a. ofbeldi, einelti og Evrópusambandið.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Auðvitað horfir maður upp til foreldra og systkina. En ég leit mikið upp til Guðna Ágústssonar, hann gat fengið fólk til að hlægja en einnig til að hlusta þegar alvaran átti við. Ég vildi þróa það með mér að geta fengið fólk til að hlusta en einnig til að brosa.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Simbi afi sem sagði alltaf það sem honum brann í brjósti, mikill samvinnuhugsjónar maður.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Bjarkey Gunnarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir.
Hver eru helstu áhugamálin? Landbúnaður, félagsmál, matreiðsla, hönnun og tónlist.
Besti vinurinn í vinnunni? Elsa mín í NV er mín stoð og stytta og svo er óendanlega gott að hafa Gunnar Braga og Ásmund („strákana okkar“) með okkur. Ég held líka að við séum frekar heppin í þingflokknum hvað það varðar að ná vel saman.
Helsta afrekið hingað til? Hingað til er það að komast inn á Alþingi sem kjörinn fulltrúi og þar með vera yngst í sögu lýðveldisins til að komast þar inn, en er hvergi nærri hætt í að afreka meira.
Uppáhalds manneskjan? Ég get ekki gert upp á milli í fjölskyldunni. Foreldrar mínir og systkini styðja mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og reyna að tala um fyrir mér þegar það á við, þegar eitthvað gleðilegt kemur upp er ekki nóg að hringja bara í einn fjölskyldumeðlim, það er öll línan tekin.
Besti skyndibitinn? Skútupylsa í Skútunni á Akranesi og Kleifarbúinn-pizza í Besta bitanum á Patreksfirði.
Það sem þú borðar alls ekki? Hrútakjöt *hrollur*
Lífsmottóið? Til að forðast gagnrýni skaltu segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.
Þetta að lokum: Við ákveðum sjálf hvenær tindinum er náð og hvar hann er, ekkert er ómögulegt.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

26/11/2014

B – hliðin

Eygló HarðardóttirÍ þessari viku er það félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, sem sýnir B – hliðina. „Styrkur hinna smáu liggur í samvinnu og gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.“
Fullt nafn: Eygló Þóra Harðardóttir.
Aldur: 41.
Hjúskaparstaða? Gift Sigurði E. Vilhelmssyni.
Börn? Hrafnhildur Ósk (14) og Snæfríður Unnur (8).
Hvernig síma áttu? Samsung Galaxy S4.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Morðgátur og matreiðsla. Ekkert betra en skammtur af Miss Marple og Anthony Bourdain No Reservations.
Uppáhalds vefsíður: nytimes.com, guardian.co.uk, dn.se, bbc.co.uk/food, arla.se og foodnetwork.com.
Besta bíómyndin? Svo margar … the Commitments, the Breakfast Club, La Reine Margot, G.I. Jane, Star Trek (2009), öll Alien serían, the Murder on the Orient Express (1974) og Hringadróttinssaga e. Peter Jackson. Nú þegar fer að líða að jólum er einnig notalegt að kíkja á Die Hard seríuna með Bruce Willis og the Long Kiss Goodnight með Geena Davis og Samuel Jackson.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Popp, r&b og blues.
Uppáhaldsdrykkur: Kolsýrt vatn.
Hvað finnst þér best að borða? Allur matur er góður, svo lengi sem hann er vel eldaður. Lengi vel var indverskur matur í miklu uppáhaldi, en hef verið að prófa mig áfram með ítalskan, franskan, amerískan og breskan mat auk þess að norræn matur er alltaf að verða betri og betri.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? River deep, mountain high eða Hung up með Madonnu.
Ertu hjátrúarfull? Nei.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Móðir mín og Vigdís Finnbogadóttir.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Móðir mín, Vigdís Finnbogadóttir, Hillary Clinton og eiginmaður minn.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra.
Hver eru helstu áhugamálin? Stjórnmál, vinnan, matreiðsla og útsaumur.
Helsta afrekið hingað til? Fimmtán ára gott og hamingjuríkt hjónaband og dætur mínar.
Besti skyndibitinn? Kjötbollurnar í Ikea.
Það sem þú borðar alls ekki? Súrsaðan mat og hákarl.
Lífsmottóið? „Styrkur hinna smáu liggur í samvinnu og gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup“. Geðráðin 10 eru einnig mjög góð lífsmóttó.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

33. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

Deila grein

26/11/2014

33. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

logo-framsokn-gluggi33. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA verður haldið 10.-12. apríl 2015 í Reykjavík, en boðun þingsins var samþykkt á miðstjórnarfundi Framsóknar á Hornafirði um liðan helgi.
Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.
FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.
flokksthingHvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Eigum að leyfa okkur að gleðjast

Deila grein

22/11/2014

Eigum að leyfa okkur að gleðjast

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefur lokið ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknar á Hornafirði. Kom hann víða víð í ræðunni. Fagnaði hann að núna einu og hálfu ári eftir að miðstjórn flokksins samþykkti stjórnarsáttmála og ríkisstjórnarsamstarf í maí 2013 hafi orðið algjör viðsnúningur á fjölmörgum sviðum. Þetta mun gera svo mikið betur kleift að leysa úr þeim vanda sem eftir stendur og bæta hag allra í íslensku samfélagi.

„Á innan við einu og hálfu ári er skuldaleiðréttingin komin til framkvæmda. Mál sem við framsóknarmenn höfum barist fyrir frá því í upphafi árs 2009. Mál sem við töldum svo mikilvægt að við vorum reiðubúin til að gefa öðrum flokkum tækifæri til að stjórna í minnihlutastjórn gegn því skilyrði að ráðist yrði í aðgerðina.“
Fór Sigmundur Davíð yfir að með hjálp góðra manna hafi tekist „að gera það besta úr stöðu sem hafði virst nánast vonlaus“. Sagði Sigmundur Davíð að með því hafi verð staðið að öllu leiti við fyrirheit sem gefin voru fyrir síðustu kosningar. Minnti hann á að andstæðingarnir hafi kallað það „stærsta kosningaloforð allra tíma“.
Sigmundur Davíð sagði að næstu dagar muni að mestu snúast um fjárlagavinnuna sem nú er í fullum gangi. „Við erum að komast í stöðu til að bæta í og halda áfram endurreisn heilbrigðiskerfisins. Það er þó mikilvægt að ekki gleymist í þeirri umræðu allri að þótt Landsspítalinn sé gríðarlega mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu er hann ekki heilbrigðiskerfið allt.“
Framlög til Landsspítalans á næsta ári verða þau mestu frá 2008, ekki aðeins í krónutölu heldur að raunvirði, á föstu verðlagi.
Stendur vinna yfir við fjárlög ársins 2015 á Alþingi og eftir helgi verða kynntar tillögur um breytingar vegna annarrar umræðu fjárlaga. Sagði Sigmdundur Davíð að þar væri að vænta góðra frétta og ekki bara á sviði heilbrigðismála. Agi er ný ríkisstjórn innleiddi í ríkisfjármálunum sé þegar byrjaður að skila sér.
Ríkið skuldar um 1.500 milljarða króna
„Árlegar vaxtagreiðslur hafa numið um það bil tvöföldum rekstrarkostnaði Landsspítalans undanfarin ár. Það er því augljóst að á þessum vanda verður að vinna og það er gert annars vegar með því að greiða niður skuldir og hins vegar með því að lækka vextina á þeim skuldum sem eftir standa“, sagði Sigmundur Davíð.
Breytingar á virðisaukaskattskerfinu
„Öll þekkjum við umræðuna um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og allir höfum við, framsóknarmenn, viljað fá vissu fyrir því að þær breytingar sem ráðist verður í muni örugglega bæta stöðu almennings, sérstaklega fólks með tekjur undir meðaltali, sagði Sigmundur Davíð og hélt áfram, “skattkerfisbreytingum var ætlað að draga úr skattaundanskotum ekki hvað síst í virðisaukaskattskerfinu með því að, fækka undanþágum, leysa úr flækjum og minnka bilið milli skattþrepa“.
hofn-midstjfundur„Við framsóknarmenn settum það sem skilyrði að tryggt yrði að afleiðingin af aðgerðunum yrði sú að verðlag í landinu myndi lækka“, sagði Sigmundur Davíð.
„Þegar allt er talið á matvælaverð ekki að hækka vegna breytinganna um nema í mesta lagi um 1,4% og helst ekki neitt. Flestar vörur munu lækka í verði og nauðsynleg lyf alveg sérstaklega. Heildaráhrif breytinganna þýða að neysluskattar lækka verulega og, það sem er mikilvægast, áhrifin verða mest hjá þeim tekjulægstu.“
„Takist okkur svo að varðveita verðlagsstöðugleikann með kaupmáttarsamningum á vinnumarkaði getur kaupmáttur haldið áfram að vaxa hraðar á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og við tryggt að jöfnuður verði áfram einhver sá mesti í Evrópu en nú er Ísland það land þar sem fæstir eru undir lágtekjumörkum eða 12,7% en meðaltalið í Evrópusambandinu er 25%“, sagði Sigmundur Davíð.
„Búast má við mikilli uppbyggingu iðnaðar víða um land, íslenskur sjávarútvegur skilar nú meiri verðmætum til samfélagsins en nokkurn tímann áður og nýjum lögum um stjórn fiskveiða er ætlað að veita greininni stöðugleika og virkja nýsköpunarmöguleika í sjávarútvegi en um leið tryggja hámarks samfélagslegan ávinning.
Landbúnaður, atvinnugrein framtíðarinnar eins og menn eru nú farnir að kalla það, getur vaxið mikið á komandi árum og aukin áhersla á rannsóknir og vísindi auk nýrra hvata mun gera það að verkum að enn fleiri nýsköpunarfyrirtæki munu spretta upp á Íslandi en á undanförnum árum.“
Það skiptir máli hverjir fara með stjórnvöldin og með stefnumótun Framsóknar á síðasta flokksþingi hefur náðst ótrúlegur viðsnúningur.
„Við vitum öll að það er gríðarlega mikið verk óunnið. Við vitum að margt fólk stendur enn höllum fæti í íslensku samfélagi og við vitum að kjörin þurfa að batna meira“, sagði Sigmundur Davíð.
Að lokum sagði Sigmundur Davíð að: „hvers konar árangri er hægt að ná með trúa því að við séum í aðstöðu til að ná lengra, trúa því hægt sé að gera betur. Þess vegna getum við leyft okkur að vera enn bjartsýnni á framhaldið en við vorum fyrir einu og hálfu ári síðan og þess vegna eigum við að leyfa okkur að gleðjast. Framsókn Ísland er frábært land, íslenska þjóðin er frábær þjóð og ef hún hefur trú á sér og því að framtíðin á Íslandi verði enn betri“.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Skrifstofa Framsóknar lokuð í dag, föstudag

Deila grein

21/11/2014

Skrifstofa Framsóknar lokuð í dag, föstudag

logo-framsokn-gluggiSkrifstofa Framsóknar verður lokuð í dag, föstudag, vegna fundar miðstjórnar flokksins á Hornafirði. Vöfflukaffi skrifstofu mun því falla niður í dag.

*****

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins

haldinn 21.-22. nóvember 2014 í Nýheimun á Hornafirði

Drög að dagskrá:

Föstudagur 21. nóvember 2014
18.30  Setning
18.35  Kosning embættismanna
18.40   Skýrsla landsstjórnar, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður landsstjórnar
18.55  Skýrsla málefnanefndar
19:05  Skýrsla fræðslu- og kynningarnefndar
19.15  Kynning á hópastarfi – málefnaundirbúningur fyrir flokksþing
20.15  Fundi frestað til næsta dags
20.30  Kvöldverður
 
Laugardagur 22. nóvember 2014
09.15  Hópastarf, framhald
11.30  Hópar ljúka starfi
11.45  Matarhlé
13.00   Ræða formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra
13.45  Almennar umræður
16.00  Boðun reglulegs flokksþings, sbr. gr. 9.1 í lögum flokksins
16.15  Kosið í fastanefndir miðstjórnar:
a)    Fjóra fulltrúa í málefnanefnd og tvo til vara
b)    Fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd og tvo til vara
16.30  Niðurstöður hópastarfs kynntar
17.00  Önnur mál – fundarslit
20:30  Kvöldverðarhóf
*****
Samkvæmt lögum flokksins skal á haustfundi taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu.
Fastanefndir miðstjórnar munu flytja skýrslu um störf sín og jafnframt skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi til eins árs í senn a) fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara og b) fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.
Miðstjórnarmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í þessar nefndir og senda framboð á netfangið: framsokn@framsokn.is.
*****
Gisting og málsverðir á Hótel Höfn:
HÓTEL HÖFN – sími: 478 1240 – netfang: info@hotelhofn.is

  • Eins manns með morgunverði kr. 15.200,-
  • Tveggjamanna með morgunverði kr. 20.300,-

Sértilboð – tvær nætur fyrir eina.
Föstudagskvöld tvær tegundir af pottréttum kr. 2.200,-
Laugardagur hádegi, saltfiskur að spænskum hætti kr. 1.950,-
Laugardagskvöld, í forrétt er humarsúpa, í aðalrétt er lambafille með soðsósu og rótargrænmeti og í eftirrétt frönsk súkkulaðikaka, kr. 6.500,-
Það verður langferðabílar frá Reykjavík, en verðið pr./mann er ekki enn ljóst.
*****
Aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.
Nánari tilhögun verður kynnt síðar en miðstjórnarfulltrúar eru beðnir að taka dagana frá.
Frekari upplýsingar um miðstjórn flokksins má nálgast hér.
*****
Staðsetning Hótels Hafnar og Nýheima:
NyheimaraHofn
*****
Framsóknarflokkurinn
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

19/11/2014

B – hliðin

Líneik Anna SævarsdóttirLíneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður í Norðausturkjördæmi sýnir okkur B – hliðina að þessu sinni: „Það stekkur enginn hærra en hann hugsar“.
Fullt nafn: Líneik Anna Sævarsdóttir.
Gælunafn: Líkar best þegar ég er kölluð Líneik Anna – sumir í fjölskyldunni hafa þó leyfi til að kalla mig Issu en það er gælunafn sem varð til þegar Helga litla systir mín reyndi að segja systir.
Aldur: Ný orðin 50 ára.
Hjúskaparstaða?  Hef verið gift Magnúsi Ásgrímssyni í næstum aldarfjórðung.
Börn? Fjögur snjöll börn – hvert á sinn hátt.
Hvernig síma áttu? Samsung eitthvað … .
Uppáhaldssjónvarpsefni? Hef aldrei horft mikið á sjónvarp og það er langt síðan ég hef fylgst með framhaldsþætti en horfi á oft á fréttaþætti og vandaða náttúrulífsþætti og hef gaman af íslensku efni eins og orðbragði og útsvari og þá finnst mér þjóðfélagsgagnrýnin í áramótaskaupinu algjörlega nauðsynleg.
Uppáhalds vefsíður: Austurfrétt og Baggalútur.
Besta bíómyndin? Finnst bókin oftast betri, hef samt alltaf gaman að því að fara í bíó og besta myndin er sú sem hæfir skapi mínu þann daginn.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Hef gaman af allaveg tónlist en ég vel sjaldan tónlist sjálf, hlusta frekar á það sem aðrir velja.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvað finnst þér best að borða? Allt of margt, skötuselur og lambakjöt klikka aldrei.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Eitthvað með Queen.
Ertu hjátrúarfull? Held ekki.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Foreldrar mínir og kennarar.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Ýmsar snjallar konur og menn, út um allt – finnst mikilvægt að reyna að læra af sem fjölbreyttumst hópi fólks.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Valgerður Gunnarsdóttir og Haraldur Einarsson.
Hver eru helstu áhugamálin? Lestur og allskonar útivist, gönguferðir, fjallgöngur og smalamennskur.
Besti vinurinn í vinnunni? Engin spurning að það er Þórunn hinn Austfirðingurinn á þingi, þekktumst ekki nema af afspurn þar til í nóvember 2012 en eftir að hafa ferðast fleiri km saman í vinnunni er vináttan orðin býsna þétt.
Helsta afrekið hingað til? Að ganga með tvíbura og koma þeim í heiminn.
Uppáhalds manneskjan? Maggi minn.
Besti skyndibitinn? Sushi.
Það sem þú borðar alls ekki? Fiskbúðingur úr dós.
Lífsmottóið? Reyna að hlusta fyrst.
Þetta að lokum: „Það stekkur enginn hærra en hann hugsar“.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Fjárlagafrumvarpið 2015 á Alþingi: Vinnubrögðin betri og umræðan opnari

Deila grein

19/11/2014

Fjárlagafrumvarpið 2015 á Alþingi: Vinnubrögðin betri og umræðan opnari

sigrunmagnusdottir-vefmyndÞað gerðist í fyrsta sinn við síðustu kosningar til Alþingis að kona á eftirlaunaaldri náði kjöri.  Sú heitir Sigrún Magnúsdóttir og er formaður þingflokks Framsóknarflokksins.   Hún varð sjötug í sumar og fór í fyrsta sinn í framboð til sveitarstjórnar árið 1970, þá á Bíldudal eða fyrir 44 árum.  Hún var lengi formaður borgarráðs í Reykjavík og m.a. fyrsti oddviti R-listans þegar hann bauð fram í borginni.  Þegar síðast var kosið til Alþingis var Sigrún í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður.   „Það segir sig sjálft að maður þarf að hafa brennandi áhuga á félagsmálum til að nenna þessu svona lengi og hafa drifkraft til að vilja ná fram breytingum og vera ekki bara áhorfandi“, segir Sigrún aðspurð um hvað valdi þessari elju í stjórnmálastarfi.
Það vakti athygli þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í haust að hann nefndi sérstaklega að eitt af stærri verkefnum ríkisvaldsins á næstunni væri að mæta fjölgun eldri borgara á næstu árum.  Þessi fjölgun kallar á að meiri peningum verði varið í heilbrigðiskerfið, bæði í þjónustu og nýbyggingar og þá er einnig horft til þess að reynt verði að nýta velferðartækni og heimaþjónstu til að gera öldruðum kleift að búa heima hjá sér eins lengi og kostur er.  Enn eitt sem rætt er um að þurfi að gerast, er að hækka lífeyristökualdurinn og Sigrún segir að um það hafi m.a. verið rætt innan þingflokksins.  „Við höfum rætt það óformlega og þá einkum í tengslum við vinnu nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins.   Ég lít á það sem okkar okkar helsta verkefni að gæta að því að öryggisnet sé til staðar fyrir alla.  Sem betur fer eru margir eldri borgarar sem hafa það ágætt. En við þurfum að gæta þess að enginn verði útundan, það er okkar hlutverk“ segir Sigrún.  Hún vill líka að fólk átti sig á þeirri breytingu sem orðið hefur á vinnubrögðum í þinginu.  „Hér áður fyrr var fjárlagafrumvarpið lagt fram í október og tekjuhlið þess, svokallaður bandormur, kom ekki fram fyrr en í desember.  Þá voru stjórnarflokkar gjarnan að takast á um tekjuhliðina sín á milli á bak við tjöldin þar til tekjuhliðin var lögð fram.  Nú er þessi umræða fyrir opnum tjöldum og aldrei fyrr hefur fjárlagafrumvarpið ásamt tekjuhlið þess verið lagt svona snemma fram.  Nú getur farið fram almenn umræða í samfélaginu um hvernig eigi t.d. að afla tekna  og hvað séu brýn mál og hvað ekki.  Samtök eins og LEB hafa meira tækifæri til að rýna í frumvarpið og gera við það athugasemdir og koma með ábendingar.  Þetta er af hinu góða.  Sem stjórnarþingmanni finnst manni samt ókostur að hafa ekki lengri tíma en raunin er til að skoða frumvarpið áður en það fer í opinbera umfjöllun.  Núna verðum við að gera það á sama tíma og aðrir.  Nú er unnið á fullu hér í þinginu í fjárlagafrumvarpinu og margt að gerast sem haft getur áhrif á endanlega niðurstöðu, eins og ný hagvaxtarspá, atvinnuleysistölur og fleira.  Ég vona að LEB og aðrir trúi því að við vinnum hér af heilindum og reynum að grannskoða hvaða svigrúm við höfum og í hvað eigi að setja peningana sem til eru.  Við ætlum hins vegar ekki að hvika frá meginmarkmiðinu sem er að ríkissjóður skuli rekinn með afgangi.“
Sigrún segir að nú liggi fyrir tillaga að enn breyttari vinnulagi við fjárlagagerðina.  Nái hún fram að ganga, muni Alþingi strax á vori fari yfir og ákveða  hver verði áherslumálin við næstu fjárlagagerð.
Hún minnir líka á að stjórnvöld hafi gert vel fyrir ári síðan að afturkalla skerðinguna sem sett var á örorku- og ellilífeyri árið 2009 og auka við fjármagn til málefna eldri borgara.  Það hafi verið algjört forgangsatriði nýrrar ríkisstjórnar að ganga í það sem allra fyrst.
Eigum að nýta sérstöðu Íslands
Sigrún hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsóknarklasa á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma, svo sem á sviði ALS/MND-sjúkdómsins.  Í tillögunni segir að Alþingi feli ríkisstjórninni að hlutast til um að vísindasamfélagið á Íslandi fái nauðsynlega aðstoð við að afla styrkja til að fjármagna rannsóknir á taugasjúkdómum, einnig frá alþjóðasamfélaginu.  „Þetta er mikið áhugamál mitt.  Ég held við Íslendingar gætum nýtt sérstöðu okkar í þessum málum og svona klasi gæti orðið árangursríkur rétt eins og við höfum séð í öðrum greinum eins og varðandi nýtingu jarðvarma og í sjávarútvegi.  Um leið og þjóðin eldist þá verður æ mikilvægara að efla þessar rannsóknir.  Eldri borgurum er að fjölga gríðarlega um heim allan og eitt stærsta vandamálið er heilahrörnun.  Við sjáum að þetta er víða í umræðunni erlendis og nýverið voru nóbelsverðlaun í læknavísindum veitt þeim sem höfðu náð merkum árangri í rannsóknum á heilanum.“  Í greinargerð með tillögu Sigrúnar segi m.a. að  Ísland henti sérstaklega vel sem miðstöð rannsókna á sviði taugavísinda þar sem þjóðin er fámenn, ættartengsl ljósari en hjá flestum öðrum þjóðum og veruleg vísindaþekking er til staðar.
Eldri borgarar mættu vera virkari í stjórnmálum
Sigrún segist hafa gert sína áætlanir um ellina.  Hún skellti sér í háskólanám og nam þjóðfræði og borgarfræði.  Námið hyggst hún nýta sér til ritstarfa einshvers konar, að skrifa sögur eða bækur þegar tími vinnst til.  Hún er samt enn afar virk félagslega eins og hún segir sjálf og gæti ekki hugsað sér annað en að hafa nóg fyrir stafni.  „Við eldri borgarar þurfum ekkert að verða löt þótt árin verði 60 eða 70.  Viðhorfið finnst mér stundum vera þannig að fólk ætlist til að aðrir sinni störfunum sem þarf að vinna og vilji heldur vera þiggjendur.  En það þarf að berjast fyrir öllu í þessu lífi og það er líka gefandi og skemmtilegt.  Þessi fjölmenni og stækkandi hópur þarf að gera sig meira gildandi.  Lífaldur fólks hækkar stöðugt og heilsan er mun betri en áður var.  Þetta veldur því að samfélagið einfaldlega þarfnast krafta eldra fólks í ríkara mæli.“
Viðtalið birtist í Tímariti Landssambands eldri borgara 2014
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Glaðar þingkonur Framsóknar á Alþingi í dag!

Deila grein

18/11/2014

Glaðar þingkonur Framsóknar á Alþingi í dag!

Það voru glaðar Framsóknarkonur á Alþingi er móðir Þórunnar Egilsdóttur kom færandi hendi með trefla handa þingkonum flokksins.
photo
Á myndinni eru frá vinstri: Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Eygló Harðardóttir.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.