Categories
Greinar

Framfaraskref sem fjölgar tækifærum

Deila grein

21/06/2019

Framfaraskref sem fjölgar tækifærum

Kenn­ara­frum­varpið, ný lög um mennt­un, hæfni og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda við leik­skóla, grunn­skóla og fram­halds­skóla, var samþykkt á Alþingi í vik­unni. Það er fagnaðarefni en með þeim er lög­fest­ur hæfnirammi um mennt­un og hæfni kenn­ara og skóla­stjórn­enda sem lýs­ir bet­ur þeirri hæfni sem kenn­ar­ar þurfa að búa yfir til sam­ræm­is við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Ég er þakk­lát þeim fjöl­mörgu sem lögðu hönd á plóg við und­ir­bún­ing þessa mik­il­væga máls en lög­in eru ár­ang­ur góðrar sam­vinnu allra helstu hags­munaaðila.

Meg­in­mark­mið nýrra laga er að stuðla að sveigj­an­legra skóla­kerfi – nem­end­um og kenn­ur­um til hags­bóta. Við vilj­um að all­ir sem leggja stund á kennslu- og upp­eld­is­störf í leik-, grunn-, og fram­halds­skól­um hafi mennt­un í sam­ræmi við störf sín og ábyrgð. Þessi nýju lög eru fram­fara­skref í þá átt og að mínu mati munu þau skapa fleiri tæki­færi fyr­ir kenn­ara til þess að þróa sig í starfi, og stuðla að meiri sam­fellu og sam­starfi skóla­stiga. Auk­in áhersla á starfsþróun kenn­ara og gæði skóla­starfs í nýju lög­un­um er enn­frem­ur til sam­ræm­is við mark­mið okk­ar um að efla starfs­um­hverfi kenn­ara og stuðla að fag­legu sjálf­stæði þeirra líkt og kveðið er á um í stjórn­arsátt­mála.

Ég gleðst inni­lega yfir þeim já­kvæðu vís­bend­ing­um sem við sjá­um nú varðandi aukna aðsókn í kenn­ara­nám og viðbrögð við þeim aðgerðum til að fjölga kenn­ur­um sem við kynnt­um í vor. Um­sókn­um fjölg­ar um rúm­lega 200 milli ára í há­skól­un­um fjór­um sem bjóða upp á kenn­ara­nám. Hlut­falls­lega er aukn­ing­in mest hjá Lista­há­skóla Íslands þar sem um­sókn­um um nám í list­kennslu­deild fjölgaði um 170% milli ára, en um­sókn­um um grunn­nám í grunn­skóla­kenn­ara­fræðum við Há­skóla Íslands fjölgaði um 45%. Sér­lega ánægju­legt er að karl­kyns um­sækj­end­um fjölg­ar í þeim hópi; helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­skóla­kenn­ara­nám í Há­skóla Íslands en í fyrra og þre­falt fleiri í nám í leik­skóla­kenn­ara­fræðum. Þá fjölg­ar einnig um­sókn­um um nám leiðsagna­kenn­ara. Þess­ar töl­ur gefa til­efni til ákveðinn­ar bjart­sýni og í sam­hengi við þá færn­ispá um kenn­araþörf sem við vinn­um eft­ir nú má leiða að því lík­um að við séum á und­an áætl­un gangi hag­stæðar sviðsmynd­ir eft­ir um út­skrift­ir kenn­ara­nem­anna.

Mennt­un ávaxt­ar mannauð okk­ar hverju sinni, öfl­ugt mennta­kerfi er for­senda fram­fara og það kerfi er borið uppi af kenn­ur­um. Við vilj­um skapa kenn­ur­un­um okk­ar gott starfs­um­hverfi og spenn­andi tæki­færi, nýju lög­in eru þýðing­ar­mik­ill hluti af því verk­efni.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. júní 2019.

Categories
Greinar

Samþykkt á fiskeldisfrumvarpi

Deila grein

20/06/2019

Samþykkt á fiskeldisfrumvarpi

Nú hefur verið samþykkt á Alþingi frumvarp um fiskeldi. Frumvarpið byggir á vinnu stefnumótunarhóps sjávarútvegsráðherra sem skilaði af sér skýrslu haustið 2017 en hann var skipaður fulltrúum Landssambands Fiskeldisstöðva, Landssambands veiðifélaga og fulltrúum stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp á vorþingi 2018 byggt á þessari vinnu en ákveðið var að ígrunda málið betur og slá því á frest.

Atvinnuveganefnd fékk frumvarpið aftur til sín í mars 2019 og kallaði strax eftir umsögnum. Allir gátu sent inn athugasemdir og auk þess komu ótal gestir fyrir nefndina. Ennfremur fór nefndin til Noregs í vetur til að kynna sér regluverk og umhverfi greinarinnar þar.

Atvinnuveganefnd hefur því lagt sig alla fram um að setja sig inn í málið, hlusta á ólík sjónarmið og ná farsælli niðurstöðu. Í svo stóru og umfangsmiklu máli þar sem miklir hagsmunir liggja verður að ná málamiðlun að lokum og það hefur tekist með samþykkt frumvarpsins.

Mótvægisaðgerðir festar í sessi

Með frumvarpinu er verið að festa í sessi áhættumat erfðablöndunar. Meðal þeirra breytinga sem atvinnuveganefnd lagði til var að lögfesta mótvægisaðgerðir sem stofnanir sem vinna að leyfisveitingum verða að taka tillit til. Sem dæmi um mótvægisaðgerðir má nefna notkun stærri seiða, minni möskva, notkun ljósastýringar, vöktun í ám og heimild Fiskistofu til að fjarlægja eldislax úr nærliggjandi ám ef heimild landeiganda liggur fyrir.

Með þessu er verið að tryggja að hægt verði að vernda til dæmis villta stofna í Ísafjarðardjúpi og þannig hefja uppbyggingu á eldi við Djúp í framhaldinu. Er þetta mjög stórt skref í átt að uppbyggingu sjálfbærs fiskeldis við Íslandsstrendur.

Leyfisveitingarkerfi og uppboð

Ég hef almennt ekki verið hrifin af uppboðum við deilingu auðlinda. Ég tel eðlilegra og heillavænlegra að auðlindagjald sé tekið af greinum sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Stefnumótunarhópurinn frá 2017, þar sem í sátu fulltrúar Landssambands Fiskeldisstöðva, komu sér hins vegar saman um nýtt leyfisveitingarkerfi með uppboði sem unnið hefur verið út frá síðan og verður að virða það.

Mikið hefur verið rætt um skil á milli gamla leyfisveitingarkerfisins og hins nýja. Óljóst var eftir tvær umræður hvar nákvæmlega skilin lægju. Með breytingartillögum hefur það verið skýrt en miðað var við að framkvæmdir sem væru komnar langt á veg í umsóknarferlinu yrðu áfram í gamla kerfinu. Með þessari breytingu eru 118.000 tonn af eldisáformum inn í gamla kerfinu sem slagar hátt í útgefið burðarþol við strendur Íslands. Það er því ljóst að næg vinna er framundan við að koma þessum áformum í framkvæmd og mun því fylgja mikil uppbygging um land allt.

Heilbrigðis og sjúkdómamál í forgrunni

Til þess að hægt sé að reka og stunda fiskeldi til framtíðar á sjálfbærum grunni þurfa kröfur er varða sjúkdóma og heilbrigðismál að vera skýrar og byggja á bestu mögulegri þekkingu. Atvinnuveganefnd tók stór skref til viðbótar við fyrri tillögur til að tryggja þessi mikilvægu atriði betur í sessi, enda er það forsenda þess að greinin geti dafnað að fiskinum líði vel og sé heilbrigður.

Mikilvægast er að lending náðist í málinu. Nú liggur fyrir rammi sem hægt er að vinna eftir sem tryggir sjálfbæra uppbyggingu fiskeldis til hagsbóta fyrir samfélögin og í sátt við náttúruna.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður.

Greinin birtist fyrst á bb.is 20. júní 2019.

Categories
Greinar

Að breyta samfélagi

Deila grein

19/06/2019

Að breyta samfélagi

Í dag er kven­rétt­inda­dag­ur­inn hald­inn hátíð­leg­ur. Liðin eru 104 ár frá því konur á Íslandi sem voru yfir fer­tugu fengu kosn­inga­rétt og kjör­gengi til Alþing­is. Okkur Íslend­ingum hefur lán­ast að vera fram­ar­lega í rétt­indum kvenna í gegnum tíð­ina. Rétt­indin hafa ekki komið af sjálfu sér, konur og jafn­rétt­is­sinnar í hópi karla hafa þurft að berj­ast fyrir hverju skrefi. Svip­aða sögu er að segja af rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks. Skrefin hafa verið stigin eftir bar­áttu gegn hefðum og ríkj­andi við­horf­um.

Það sem við lærum af rétt­inda­bar­áttu kvenna og hinsegin fólks er að stjórn­mála­menn verða að hafa sýn en ekki aðeins kænsku til að fylgja öldu­gangi sam­tím­ans með það eitt í huga að afla nægs fylgis í næstu kosn­ing­um. Sagan dæmir og sagan dæmir af hörku. Það er því afar furðu­legt, svo ekki sé meira sagt, að sjá rót­gróna stjórn­mála­spek­inga sem segj­ast í gegnum tíð­ina hafa aðhyllst frelsi ein­stak­lings­ins og mannúð vera upp­fulla af lotn­ingu fyrir helstu lýð­skrum­urum sam­tím­ans austan hafs og vest­an. Þeir segja gjarnan að íslenskir stjórn­mála­menn verði að skynja þessa undir­öldu, ekki til að bregð­ast við henni og koma í veg fyrir upp­gang afla sem standa gegn frjáls­lyndi og mann­úð, heldur til að slást í hóp­inn.

Fram­sókn hefur í gegnum tíð­ina verið í far­ar­broddi frjáls­lyndra afla á Íslandi þótt margir vilji gera lítið úr þætti flokks­ins í miklum umbóta­mál­um. Konur hafa lengi verið áber­andi í Fram­sókn og gegnt mik­il­vægum emb­ætt­um, bæði í lands­málum og á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu. Fram­sókn stóð fyrir fæð­ing­ar­or­lofi fyrir feður og Fram­sókn var í far­ar­broddi í rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra varð­andi hjú­skap og ætt­leið­ing­ar. Þessi sterka frjáls­lynda taug er flokknum mik­il­væg og hefur reynst þjóð­inni vel.

Mér þótti afar vænt um að á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn að í hópi þeirra sem hlutu fálka­orð­una var Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, sem hlaut ridd­ara­kross fyrir störf sín að mann­úð­ar­málum og rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks. Guð­rún er ein þeirra sem hefur haft mikil áhrif á sam­fé­lagið og er öðrum fyr­ir­mynd. Ég óska íslenskum konum til ham­ingju með dag­inn. Sagan sýnir okkur að við getum breytt sam­fé­lag­inu. Hvert skref í rétta átt er mik­ils virði. Ísland stendur fram­ar­lega í jafn­rétt­is­málum en við getum gert betur og verðum að gera bet­ur.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 19. júní 2019.

Categories
Greinar

Fjölmörg framfaramál

Deila grein

19/06/2019

Fjölmörg framfaramál

Við í Framsókn höfum lagt gríðarlega áherslu á að tryggja að öryggi matvæla, lýðheilsa fólks og heilbrigði dýra sé eins og best verður á kosið. Í þessu samhengi er mikilvægt að íslenskur landbúnaður keppi á jafnréttisgrundvelli við innflutt matvæli. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að Ísland verði fyrst ríkja í heiminum að banna dreifingu á matvælum með sýklalyfjaónæmum bakteríum. Spár vísindamanna sýna að ef ekki er brugðist við sýklalyfjaónæmi af mikilli festu þá muni um 10 milljónir deyja af völdum sýklalyfjaónæmra baktería árið 2050, fleiri en af völdum krabbameins. Þetta er raunveruleg ógn og því stórt framfaraskref að við höfum ákveðið að bregðast við henni.

Sókn íslensks landbúnaðar
Með þeim aðgerðum sem boðaðar hafa verið er íslenskur landbúnaður í sókn en ekki vörn. Þess ber að geta að bann við sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum nær ekki aðeins til kjöts heldur einnig annarra matvæla, svo sem grænmetis. Til þess að tryggja heilnæmi innfluttra matvæla verður gripið til ýmissa aðgerða, m.a. verður að leggja fram vottorð við innflutning matvæla, gæðaeftirlit með matvöru verður hert og átak verður gert í upprunamerkingum til að neytendur viti hvaðan matvælin koma.

Orkan áfram í eigu Íslendinga
Umræða um orku- og auðlindamál hefur verið áberandi síðustu misseri og hefur dregið athygli margra að framtíðaráskorunum í þeim málaflokki. Við verðum að mæta þeim áskorunum, m.a. með því að ljúka við gerð Orkustefnu, bæta auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bæta lagaumgjörð um orku- og auðlindamál innanlands m.a. til að tryggja innlent eignarhald og nýtingu á jörðum og hlunnindum. Orkufyrirtækin eiga að vera áfram í eigu almennings, hér á að vera eitt dreifkerfi og eitt verð fyrir dreifingu raforku. Að auki þurfum við að fylgjast vel með og beita okkur við uppfærslu orkumála í EES samstarfinu.

Fjölbreyttur málalisti þingflokksins
Þó svo að ofangreind mál séu öll afar mikilvæg þá hafa þingmenn Framsóknar beitt sér í fjölmörgum öðrum málaflokkum. Á þeim lista má m.a. nefna ályktun um meðferð og fræðslu um vefjagigt, mótun klasastefnu, mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, endurskoðun verklagsreglna um skilarétt neytenda, þingsályktun um náttúrustofur, stofnun lýðháskóla á Laugarvatni, vistvæn opinber innkaup matvöru og þróun á velferðartækni. Frumvarp um búvörulög var lagt fram sem fjallar um afurðastöðvar í kjötiðnaði og eitt þingmannamál hefur þegar fengist samþykkt en það voru breytingar á lögum um almannatryggingar er fjalla um barnalífeyri.

Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur og lausn viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Grunnstefna flokksins hefur ekkert breyst í rúma öld en áskoranir samfélagsins eru síbreytilegar. Það eru forréttindi að fá að takast á við þær og móta samfélagið. Áfram veginn!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingmaður Framsóknarflokksins

Categories
Greinar

Matvælalöggjöf

Deila grein

18/06/2019

Matvælalöggjöf

Fyrir tíu árum var matvælalöggjöf EES innleidd á Íslandi. Tilgangur matvælalöggjafar EES er að tryggja gæði og öryggi matvæla og stöðu neytenda. Við gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og í þeirri stöðu eiga neytendur rétt á því að sambærilegar kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla.

Varnir tryggðar

Framsóknarflokkurinn hefur í vetur tekið sér stöðu og verið óhræddur við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag.

Undir þetta taka fjölmargir sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Við afgreiðslu lagabreytinga um innflutning ferskra matvæla náðist góð samvinna í atvinnuveganefnd sem skilaði niðurstöðu sem rímar vel við landbúnaðarkafla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Þar segir að Ísland eigi að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum en auk þess boðar ríkisstjórnin metnaðarfull áform í loftslagsmálum.

Aðgerðaráætlun um heilnæm matvæli

Afgreiðsla nefndarinnar skilaði þingsályktunartillögu sem felur í sér 17 aðgerðir til að tryggja heilnæm matvæli og vernd búfjárstofna hér á landi. Þar kveður á um bann við dreifingu kjöts sem inniheldur kamfýlobakter og salmonellu og aðgerðir til að koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem innhalda sýklalyfjaónæmar bakteríur.

Í aðgerðaráætluninni er mikilvægi þess að setja á fót og virkja áhættumatsnefnd undirstrikað og ætla má að hún taki til starfa á næstu dögum. Þá er mælt fyrir um átak í merkingu matvæla auk þess sem bæta á upplýsingagjöf til ferðamanna.

Framsókn mun ekki liggja á liði sínu í eftirfylgni áætlunarinnar og einstakra aðgerða, enda er það forsenda fyrir aðgangi neytenda að heilnæmum matvælum og að heilbrigði búfjár sé tryggt hér á landi.

Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson, alþingmenn Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 13. júní 2019.

 

Categories
Greinar

Farsælt lýðveldi í 75 ár

Deila grein

18/06/2019

Farsælt lýðveldi í 75 ár

Á þess­um hátíðar­degi fögn­um við því að 75 ár eru liðin frá ákvörðun Alþing­is um að slíta form­lega kon­ungs­sam­band­inu við Dan­mörku og stofna lýðveldið Ísland. All­ar göt­ur síðan frá full­veldi og lýðveld­is­stofn­un hafa lífs­kjör á Íslandi auk­ist veru­lega en þjóðar­tekj­ur hafa vaxið mikið. Hrein er­lend staða þjóðarbús­ins er já­kvæð sem nem­ur 21% af lands­fram­leiðslu, sem þýðir að er­lend­ar eign­ir þjóðar­inn­ar erum mun meiri en skuld­ir. Tíma­mót sem þessi gefa okk­ur færi á að líta um öxl en ekki síður horfa björt­um aug­um til framtíðar.

Sjálfs­mynd þjóðar

Þegar við hugs­um til þess sem helst hef­ur mótað lýðveldið okk­ar og það sem skil­grein­ir okk­ur sem þjóð berst talið oft að menn­ing­unni; að tungu­mál­inu, bók­mennt­un­um og nátt­úr­unni. Í sjálf­stæðis­bar­átt­unni var þjóðtung­an ein helsta rök­semd þess að Íslend­ing­ar væru sér­stök þjóð og sjálf­stæðis­kröf­ur okk­ar rétt­mæt­ar. Tungu­málið er þannig lyk­ill­inn að sjálfs­mynd okk­ar og sjálfs­skiln­ingi, og líkt og lýðræðið stend­ur ís­lensk­an á ákveðnum tíma­mót­um. Hvor­ugt ætt­um við að álíta sjálf­sagðan hlut, hvorki þá né í dag. Íslensk stjórn­völd hafa í þessu sam­hengi kynnt heild­stæða áætl­un sem miðar að því að styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar. Aðgerðirn­ar snerta ólík­ar hliðar þjóðlífs­ins en mark­mið þeirra ber að sama brunni; að tryggja að ís­lenska verði áfram notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Ný­verið náðist sá ánægju­legi áfangi að Alþingi samþykkti sam­hljóða þings­álykt­un­ar­til­lögu mína um efl­ingu ís­lensku sem op­in­bers máls á Íslandi. Meg­in­inn­tak henn­ar verða aðgerðir í 22 liðum sem snerta m.a. skólastarf, menn­ingu, tækniþróun, ný­sköp­un, at­vinnu­líf og stjórn­sýslu.

Mik­il­vægi kenn­ar­ans

Kenn­ar­ar og skóla­fólk eru lyk­ilaðilar í því að vekja áhuga nem­enda á ís­lensku máli en slík­ur áhugi er for­senda þess að ís­lensk­an þró­ist og dafni til framtíðar. Auk­in­held­ur er kenn­ara­starfið mik­il­væg­asta starf sam­fé­lags­ins, því það legg­ur grunn­inn að öll­um öðrum störf­um. Ef við ætl­um okk­ur að vera í fremstu röð meðal þjóða heims verðum við að styrkja mennta­kerfið og efla alla um­gjörð í kring­um kenn­ara á öll­um skóla­stig­um. Mik­il­vægt er að stuðla að viður­kenn­ingu á störf­um kenn­ara, efla fag­legt sjálf­stæði og leggja áherslu á skólaþróun. Íslensk stjórn­völd hafa í sam­vinnu við fag­fé­lög kenn­ara, at­vinnu­líf, há­skóla og sveit­ar­fé­lög ýtt úr vör fjölþætt­um aðgerðum til þess að auka nýliðun í kenn­ara­stétt­inni. Skemmst er frá því að segja að veru­leg­ur ár­ang­ur er þegar far­inn að skila sér af þeim aðgerðum en um­sókn­um um kenn­ara­nám hef­ur fjölgað um­tals­vert í há­skól­um lands­ins. Kenn­ar­ar eru lyk­ilfólk í mót­un framtíðar­inn­ar og munu leggja grunn­inn að áfram­hald­andi fram­sókn ís­lensks sam­fé­lags um ókomna tíð – en öll efl­ing mennt­un­ar stuðlar að jöfnuði, því að mennt­un­in set­ur alla und­ir sömu áhrif og veit­ir þeim aðgang að sama sjóði þekk­ing­ar.

Sendi­herr­ar um all­an heim

Sem frjálst og full­valda ríki eig­um við að halda áfram að rækta góð sam­skipti við aðrar þjóðir og skapa tæki­færi fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki til þess að reyna fyr­ir sér á er­lendri grundu. Þar gegn­ir mennta­kerfið mik­il­vægu hlut­verki en fjöl­marg­ir ís­lensk­ir náms­menn fara er­lend­is til þess að sækja sér þekk­ingu og að sama skapi kem­ur fjöld­inn all­ur af er­lend­um náms­mönn­um hingað til lands í sömu er­inda­gjörðum. Náms­menn verða á sinn hátt sendi­herr­ar þeirra ríkja þar sem þeir dvelja, þó dvöl­in sé ekki löng geta tengsl­in varað alla ævi. Dæm­in sanna að náms­dvöl er­lend­is verður oft kveikja að mun dýpri og lengri sam­skipt­um og það bygg­ir brýr milli fólks og landa sem ann­ars hefðu aldrei orðið til. Við sem þjóð búum að slík­um tengsl­um því með þeim ferðast þekk­ing, skiln­ing­ur, saga, menn­ing og tungu­mál.

Gagn­rýn­in hugs­un og frelsi

Sam­hliða öðrum sam­fé­lags- og tækni­breyt­ing­um stönd­um við sí­fellt frammi fyr­ir nýj­um og krefj­andi áskor­un­um. Meðal þeirra helstu er gott læsi á upp­lýs­ing­ar og gagn­rýn­in hugs­un til að greina rétt frá röngu. Við get­um horft til af­mæl­is­barns dags­ins, Jóns Sig­urðsson­ar for­seta, í því sam­hengi. Hann hafði djúp­stæð áhrif á Íslands­sög­una sem fræði- og stjórn­mála­maður, og fræðistörf­in mótuðu um margt orðræðu hans á vett­vangi stjórn­mál­anna. Hann var óhrædd­ur við að vera á önd­verðri skoðun en sam­tíma­menn sín­ir, hann beitti gagn­rýnni hugs­un, rök­um og staðreynd­um, í sín­um mik­il­væga mál­flutn­ingi. Það var raun­sær hug­sjónamaður sem kom okk­ur á braut sjálf­stæðis. Gagn­rýn­in hugs­un er að mínu mati það sem einna helst mun stuðla að já­kvæðri þróun þess­ara tveggja lyk­ilþátta; lýðræðis­ins og tungu­máls­ins. Það sem helst vinn­ur gegn þeim eru áhuga- og af­skipta­leysi. Virk þátt­taka og rýni til gagns skila okk­ur mest­um ár­angri, hvort sem verk­efn­in eru lít­il eða risa­vax­in. Þjóðir sem ann­ast sín eig­in mál­efni sjálf­ar eru frjáls­ar og þeim vegn­ar bet­ur.

Fögn­um sam­an

Sú staðreynd að við get­um fjöl­mennt á sam­kom­ur víða um land til þess að fagna þess­um merka áfanga í sögu þjóðar­inn­ar er ekki sjálf­gefið. Sú elja og þraut­seigja sem forfeður okk­ar sýndu í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar lagði grunn­inn að þeim stað sem við erum á í dag. Það er okk­ar og kom­andi kyn­slóða að halda áfram á þeim grunni og byggja upp gott, skap­andi, fjöl­breytt og ör­uggt sam­fé­lag þar sem all­ir geta fundið sína fjöl. Hafa skal í huga að í sögu­legu sam­hengi, þá er lýðveldið okk­ar ungt að árum og við þurf­um að hlúa stöðugt að því til þess að efla það. Okk­ur ber skylda til að afla okk­ur þekk­ing­ar um mál­efni líðandi stund­ar til að styrkja lýðræðið. Ég óska okk­ur öll­um til ham­ingju með 75 ára af­mæli lýðveld­is­ins Íslands og ég vona að sem flest­ir gefi sér tæki­færi til þess að taka þátt í viðburðum sem skipu­lagðir eru víða um land af þessu hátíðlega til­efni.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. júní 2019.

Categories
Greinar

Að kvöldi þjóðhátíðardags 2019

Deila grein

17/06/2019

Að kvöldi þjóðhátíðardags 2019

Þá er þjóðhátíðardagur að kveldi kominn. 75 ára afmæli lýðveldisins Íslands var haldið hátíðlegt um allt land. Hátíðahöldin hjá mér hófust á Austurvelli, síðan færði ég mig inn í Alþingishúsið þar sem ungt fólk fyllti þingsal með sérstöku ungmennaþingi. Áherslur ungmennanna voru sérstaklega skýrar þegar kom að loftlagsmálum: Þau vilja skýra stefnu og aðgerðir. Að ungmennaþingi loknu tók ég ásamt þingflokki Framsóknar á móti gestum þegar dyr Alþingis voru opnaðar almenningi. Eftir góðan dag í borginni tók sveitin mín við okkur í þjóðhátíðarskapi, sólrík og fögur.

Það eru margar tilfinningar sem bærast innra með manni á þessum hátíðisdegi íslensku þjóðarinnar. Ættjarðarást, stolt og bjartsýni. Saga Íslands er ákaflega merkileg. Ekki er síst áhugavert að horfa eina og hálfa öld aftur í tímann og sjá þær breytingar og framfarir sem hafa orðið hér á landi. Við tókum stórt stökk inn í framtíðina og erum nú í fremstu röð þjóða miðað við alla helstu mælikvarða á lífsgæðum.

Við getum verið þakklát fyrri kynslóðum fyrir að koma samfélaginu á þann stað sem það er á núna.

Og heimurinn breytist hratt. Við þurfum ekki að horfa lengra aftur í tíma en fimmtán ár til að sjá hversu mikinn breytingatíma við upplifum. Fyrir sextán árum var ekki til Facebook, ekki Instagram, ekki Twitter, ekki Spotify. Fyrir þann tíma hafði netið breytt heiminum með aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Núna upplifum við nýjar víddir í samskiptum og samfélagi með tilkomu samfélagsmiðla. Við opnum glugga inn í líf okkar og skyggnumst inn um glugga í líf annarra. Þessar nýju víddir hafa ekki síst haft áhrif á stjórnmálin.

Áhrifin nýrra miðla sjást glöggt á kosningum víða um heim síðustu misserin. Allskonar óhróður og fals berst víða án þess að hægt sé að svara því og án þess að þeir sem að falsinu standa séu gerðir ábyrgir. Það er ekki síður óhugnanlegt að áhrifin af falsinu koma líka fram í heilsu mannkyns og tengist því að stækkandi hópur foreldra lætur ekki bólusetja börnin sín af ótta við að einhverfu. Sama hvað vísindasamfélagið gerir reynist erfitt að kveða niður þessa bábilju. Svipað ástand ríkir varðandi loftlagsmál og hamfarahlýnun.

Við þurfum að halda vöku okkar í aukinni öfgavæðingu samfélaga, vera vakandi fyrir breytingum á samfélaginu. Og þá þurfum við líka að þekkja söguna og samfélagið og vita hvað við stöndum fyrir og hvert við viljum stefna og ekki síst hvernig við viljum ná áfangastað. Í heimi lýðskrumsins er það ágreiningurinn, ofbeldið og uppskipting samfélagsins í með og á móti sem er vinsælust því það hefur reynst vel vestan hafs og austan.

Þegar þessi fallegi þjóðhátíðardagur er að kveldi kominn er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir að vera hluti af þessari fámennu þjóð sem er svo ótrúlega fjölbreytt og kraftmikil. Hingað erum við komin. Þá er ekkert annað að gera en að halda áfram að byggja upp á Íslandi. Samfélög mega ekki hætta að þróast. Við erum öll þjóðin þátttakendur í að ákveða stefnuna og verkfæri okkar heitir stjórnmál.

Ég óska ykkur til hamingju með 75 ára lýðveldið Ísland.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

 

Categories
Greinar

75 ára afmæli lýðveldisins

Deila grein

17/06/2019

75 ára afmæli lýðveldisins

Við minnumst 75 ára afmælis íslenska lýðveldisins í dag.

Þegar við hugsum til þess sem helst hefur mótað lýðveldið okkar og það sem skilgreinir okkur sem þjóð er ljóst að menningin, tungumálið og bókmenntirnar eru í lykilhlutverki. Í sjálfstæðisbaráttunni var þjóðtungan ein helsta röksemd þess að Íslendingar væru sérstök þjóð og sjálfstæðiskröfur okkar réttmætar. Tungumálið er þannig lykillinn að sjálfsmynd okkar og líkt og lýðræðið stendur íslenskan á ákveðnum tímamótum. Hvorugt ættum við að álíta sjálfsagðan hlut, hvorki þá né í dag.

Við getum horft til afmælisbarns dagsins, Jóns Sigurðssonar forseta, í því samhengi. Hann hafði djúpstæð áhrif á Íslandssöguna sem fræði- og stjórnmálamaður, og fræðistörfin mótuðu um margt orðræðu hans á vettvangi stjórnmálanna. Hann var óhræddur við að vera á öndverðri skoðun en samtímamenn sínir, hann beitti gagnrýninni hugsun – rökum og staðreyndum, í sínum mikilvæga málflutningi. Það var raunsær hugsjónamaður sem kom okkur á braut sjálfstæðis. Gagnrýnin hugsun er að mínu mati það sem einna helst mun stuðla að jákvæðri þróun þessara tveggja lykilþátta; lýðræðisins og tungumálsins. Lýðræðið gerir okkur að frjálsum borgurum og veitir okkur tækifæri til virkrar þátttöku í mótun samfélagsins. Að sama skapi hvílir á okkur mikil ábyrgð vegna þessa og það er skylda okkar að afla þekkingar á málefnum líðandi stundar til styrkja lýðræðið. Það sem helst vinnur gegn framförum hvers samfélags er áhuga- og afskiptaleysi. Virk þátttaka og rýni til gagns skila okkur mestum árangri, hvort sem verkefnin eru lítil eða risavaxin.

Sú staðreynd að við getum fjölmennt á samkomur víða um land til þess að fagna þessum merka áfanga í sögu þjóðarinnar er ekki sjálfgefin. Sú elja og þrautseigja sem forfeður okkar sýndu í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar lagði grunninn að þeim stað sem við erum á í dag. Það er okkar og komandi kynslóða að halda áfram á þeim grunni. Ég óska okkur öllum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins Íslands.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Frettablaðinu 17. júní 2019.

Categories
Greinar

Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú

Deila grein

15/06/2019

Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú

Mark­mið Kvenna­hlaups­ins er að hvetja kon­ur á öll­um aldri til auk­inn­ar heilsu­efl­ing­ar og til frek­ari þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Það hef­ur sann­ar­lega mælst vel fyr­ir og því til stuðnings seg­ir það sitt að Kvenna­hlaupið hef­ur lengi verið stærsti ein­staki íþróttaviðburður­inn á Íslandi. Þátt­taka í hlaup­inu hef­ur auk­ist jafnt og þétt og ár hvert hlaupa þúsund­ir kvenna um allt land og njóta þess að hreyfa sig sam­an. Dæt­ur, mæður, frænk­ur, syst­ur og vin­kon­ur taka þátt og þar eru börn, ung­menni og karl­ar einnig vel­kom­in.

Kvenna­hlaupið sam­ein­ar tvo mik­il­væga þætti í lífi okk­ar allra – sam­veru og hreyf­ingu. Þar er hvatt til sam­stöðu kvenna og að hver njóti þess að hreyfa sig á sín­um for­send­um og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vin­um. Ljóst er að kon­ur eru meira áber­andi á vett­vangi íþrótt­anna nú en fyr­ir 30 árum, hróður ís­lenskra íþrótta­kvenna eykst og þær hafa náð frá­bær­um ár­angri á heimsvísu, og marg­ar kon­ur eru nú í for­svari fyr­ir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lend­is. Áfram­hald­andi hvatn­ing og vit­und­ar­vakn­ing um heilsu­efl­ingu er okk­ur öll­um mik­il­væg. Við ætt­um að nýta öll slík tæki­færi, ekki síst þegar þau stuðla að slík­um sam­ein­ing­ar­krafti og henta þátt­tak­end­um á öll­um aldri.

Ég vil þakka þeim fjöl­mörgu sem komið hafa að Kvenna­hlaup­un­um þessa þrjá ára­tugi og tekið þátt í skipu­lagn­ingu þeirra víða um land og er­lend­is. Fjölda­marg­ir sjálf­boðaliðar hafa lagt verk­efn­inu lið og tekið þátt í að skapa skemmti­lega stemn­ingu fyr­ir þátt­tak­end­ur. Án þeirra hefði hlaupið ekki blómstrað eins og raun ber vitni. Ég óska þátt­tak­end­um og aðstand­end­um hjart­an­lega til ham­ingju með þessi merku tíma­mót og hlakka til að taka þátt í Kvenna­hlaup­um framtíðar­inn­ar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. júní 2019.

Categories
Greinar

Veldisvöxtur í lestri

Deila grein

12/06/2019

Veldisvöxtur í lestri

Það að lesa er sjálf­sagður hlut­ur fyr­ir marga, fæst­ir hugsa nokkuð um það hversu mikið þeir lesa á degi hverj­um. Fyr­ir unga les­end­ur skipt­ir það hins veg­ar lyk­il­máli hversu mikið, hversu oft og hvers kon­ar efni þeir lesa. Nú er sum­arið runnið upp, þá er tími úti­vist­ar, leikja og ferðalaga en á þeim tíma er sér­stak­lega mik­il­vægt að hjálpa unga fólk­inu okk­ar að muna eft­ir lestr­in­um. Það er staðreynd að ef barn les ekk­ert yfir sum­ar­tím­ann get­ur orðið allt að þriggja mánaða aft­ur­för í lestr­ar­færni þess í frí­inu. Hið já­kvæða er að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færn­inni eða taki fram­förum. Rann­sókn­ir sýna að til þess að koma í veg fyr­ir slíka aft­ur­för dug­ar að lesa 4-5 bæk­ur yfir sum­arið, eða lesa að jafnaði tvisvar til þris­var í viku í um það bil 15 mín­út­ur í senn. Í þessu sam­hengi má segja að hver mín­úta skipti máli.

Sam­kvæmt breskri lestr­ar­rann­sókn skipt­ir ynd­is­lest­ur sköp­um þegar kem­ur að orðaforða barna, en orðaforði er grund­vall­arþátt­ur lesskiln­ings og þar með alls ann­ars náms. Rann­sókn­in leiddi í ljós að ef barn les í 15 mín­út­ur á dag alla grunn­skóla­göngu sína kemst það í tæri við 1,5 millj­ón­ir orða. Ef barnið les hins veg­ar í um 30 mín­út­ur á dag kemst það í tæri við 13,7 millj­ón­ir orða. Sá veld­is­vöxt­ur gef­ur skýr­ar vís­bend­ing­ar um hversu mik­il­væg­ur ynd­is­lest­ur er fyr­ir ár­ang­ur nem­enda.

En við les­um ekki lestr­ar­ins vegna held­ur af áhuga. Því eru skemmti­leg­ar bæk­ur og hæfi­lega flókn­ir text­ar besta hvatn­ing­in sem get­um fært ung­um les­end­um. Hver ein­asti texti er tæki­færi, hvort sem hann er í bók, á blaði eða á skjá og sem bet­ur fer eru ung­ir les­end­ur áhuga­sam­ir um allt mögu­legt. Ég hvet alla til þess að vera vak­andi fyr­ir áhuga­sviði ungra les­enda í sín­um ranni og miðla fróðlegu, skemmti­legu og krefj­andi les­efni áfram til þeirra með öll­um mögu­leg­um ráðum. Það er ekki bara gott og upp­byggi­legt fyr­ir viðkom­andi les­anda held­ur okk­ur öll. Á bóka­söfn­um lands­ins má til að mynda finna spenn­andi og áhuga­vert efni fyr­ir alla ald­urs­hópa. For­senda þess að verða virk­ur þátt­tak­andi í lýðræðisþjóðfé­lagi er góð lestr­ar­færni; að geta lesið, skrifað og gert grein fyr­ir skoðunum sín­um. Því er það sam­fé­lags­legt verk­efni okk­ar allra að bæta læsi og lestr­ar­færni á Íslandi, þar höf­um við allt að vinna.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. júní 2019.