Categories
Greinar

Framtíðarsýn í fræðslu- og dagvistarmálum á Akureyri

Deila grein

14/05/2018

Framtíðarsýn í fræðslu- og dagvistarmálum á Akureyri

Framsóknarmenn á Akureyri leggja sérstaka áherslu á fræðslu- og dagvistarmál í sinni stefnu og mikilvægi þess að huga jöfnum höndum að velferð barna og frábæru starfsfólki skólanna. Margt hefur áunnist en það er alltaf hægt að gera betur. Við viljum skoða sérstaklega starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara, innleiða snemmbæra íhlutun sem fyrirbyggjandi forvörn við vaxandi kvíða og þunglyndi barna, verða leiðandi í fjölbreyttu skólastarfi og tryggja öllum börnum á Akureyri vistunarpláss. Frambjóðendur funduðu með hópi grunn- og leikskólakennara og vonumst við til þess að það endurspegli stefnu okkar í þessum málaflokki.

Aukum veg og virðingu leik- og grunnskólakennara
Af öðrum starfsmönnum Akureyrarbæjar ólöstuðum þá gegna leik- og grunnskólakennarar mikilvægu hlutverki í að byggja upp Akureyri til framtíðar. Framsóknarmenn vilja vinna að því að gera skólana að eftirsóknarverðum vinnustað fyrir góða og áhugasama kennara, sem því miður leita nú meira en oft áður í önnur störf. Aðgerða er þörf og í samstarfi við menntamálaráðherra okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sjáum við vonandi fram á bjartari tíma.

Það þarf að samræma tækjakost allra skóla og íþróttamannvirkja, skoða hvort ekki megi finna samlegðaráhrif milli skóla svo tími kennara nýtist betur en um leið styrkja þá skóla sem vilja auka vald sitt og sjálfstæði. Það þarf að tryggja viðeigandi ráðgjöf til handa kennurum eftir þörfum þeirra og minnka álag á þeim með því að ráða sálfræðinga, fleiri sérkennara og annað fagmenntað fólk inn í skólana. Leggjum niður viðbótarskráningu á vinnustund og stefnum að sveigjanlegum og fjölskylduvænum vinnutíma.

Við leggjum einnig áherslu á að bæta starfsaðstæður barna og starfsmanna í leikskólum og fækka börnum inn á deildum. Auka þarf stuðningskennslu og stytta greiningarferli hjá börnum í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla.

Að lokum viljum við skoða kosti þess að taka upp í tilraunaskyni svipað fyrirkomulag og notast er við í leikskólanum Hólmasól við góðan orðstír. Þar býðst stafsmönnum að vinna styttri vinnudag þar sem faglegt starf fer að mestu fram milli 10:00 og 14:00.

Snemmbær íhlutun
Rannsóknir sína að kvíði og þunglyndi barna hefur aukist og neysla er vaxandi vandamál. Ráðherra Framsóknarmanna, Ásmundur Einar Daðason, hefur talað fyrir því að aðgerða sé þörf og horfir sérstaklega til snemmbærar íhlutunar, það þarf að bregðast fyrr við en áður og ná til yngri barna.

Áreitið í nútímasamfélagi er gífurlegt og sú veröld sem börnin okkar búa við í tækniheiminum er oft á tíðum óhugnanleg og markaðsáreitið varasamt börnum. Það þarf að fræða börnin um kosti og galla þessarar tækni, um muninn á net- og raunsjálfi, kenna þeim að þekkja duldar auglýsingar, þjálfa þau í félagslegum samskiptum og vinna með styrkleika þeirra. Til þess þurfum við að ráða sérmenntað fagfólk inn í skólanna sem sinnir þessari fræðslu í samstarfi við kennara.

Það þarf að bæta sálfræði- og aðra sérfræðiþjónustu í skólum, vinna að forvörnum í víðu samhengi og stytta ferli frá ósk um aðstoð til aðgerða. Setjum börnin okkar í forgang.

Spennandi tímar framundan
4. iðnbyltingin býður upp á heilmörg tækifæri fyrir börnin okkar, tækifæri sem við gerum okkur ekki í hugarlund í dag. Við þurfum að búa okkur undir að mörg þeirra starfa sem við vinnum í dag verða ekki til í náinni framtíð. Við verðum að haga menntun barnanna okkar eftir því. Skapandi störfum og störfum tengd tækni og nýsköpun mun fjölga og þess vegna er mikilvægt að sinna þeim þáttum vel í skólastarfinu og auka samvinnu enn frekar við framhaldsskóla og atvinnulíf með sérstakri áherslu á verk- og tækninám. Það er á okkar stefnuskrá að Akureyrarbær verði leiðandi í innleiðingu á tækni í skólastarfi og bjóði upp á fjölbreytt og spennandi nám þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Umbætur í dagvistarmálum
Til að auðvelda foreldrum þátttöku í atvinnulífinu þarf að tryggja úrræði eftir að fæðingaorlofi lýkur og leikskólaganga hefst. Við viljum leikskóla frá 12 mánaða aldri í samræmi við fyrirhugaða lengingu fæðingarorlofs og jafna kostnað við dagsvistun barna á leikskólaaldri til að mismuna ekki foreldrum eftir því hvenær á árinu barnið er fætt. Það þarf að móta framtíðarsýn fyrir uppbyggingu leikskólamannvirkja í tengslum við ungbarnadeildir og fækkun barna inni á deildum. Þetta teljum við raunhæfan kost þegar nýr leikskóli við Glerárskóla er risinn. Einnig viljum við halda þeim möguleika opnum að halda áfram starfsemi í Pálmholti í einhverri mynd eftir að nýr leikskóli opnar árið 2020. Í vetur kom upp erfið, en jafnframt ánægjuleg, staða þegar 40 börn fluttu óvænt í bæinn og verkefni sem þurfi að leysa. Nú eru öll börn fædd í jan., feb., og mars á síðasta ári komin með pláss á leikskóla í haust sem ber að fagna.

XB Akureyri til framtíðar

Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari 5. sæti og Jóhannes Gunnar Bjarnason grunnskólakennari 6. sæti.

Greinin birtist fyrst á kaffid.is 5. maí 2018.

Categories
Greinar

Heima

Deila grein

13/05/2018

Heima

Á meðan skólagöngu minni í Danmörku stóð var ég sífellt spurður af heimamönnum þarlendis afhverju ég ætlaði að flytja heim. „Líkar þér ekki Danmörk?“ var ég spurður.  Eina svarið sem ég gat gefið var að mig langaði bara… heim. Heim þangað sem ég ólst upp og sæki í að vera hverja einustu stund. Heim í Borgarbyggð. Af skólabekknum hef ég fylgst með ungu fólki, mörgum af mínum bestu vinum, flytja heim og koma sér fyrir með sínar fjölskyldur.  Mig langaði bara heim líka!

Fyrir fólk sem vill koma sér fyrir í okkar fallegu byggð er mikilvægt að sveitarstjórn sýni vilja til þess að fá það heim með því að styðja við bakið á því með einhverju móti. Framsóknarfólk í Borgarbyggð vill beita sér fyrir því að sá stuðningur komi í formi lækkaðra gatnagerðagjalda. Það er okkar von að slíkur fjárhagslegur hvati komi til með að styrkja íbúa með beinum hætti og skapi betri möguleika fyrir fólk sem vill flytja á nýtt heimili. Gatnagerðagjöldin munu ekki einungis skila sér til íbúa í íbúðarhugleiðingum, heldur einnig stórauka möguleika nýrra fyrirtækja til að koma sér upp atvinnustarfsemi í okkar héraði og ekki síður gamalgróinna fyrirtækja að stækka við sig.

Varðandi skipulagsmál í Borgarbyggð vildi ég óska þess að ég gæti hér komið fram með töfralausn. Leysa ráðgátuna með einu bragði og öðlast með því hylli kjósenda! En það er því miður ekki svo, hér vantar ekki eina lausn. Heldur eru það margir litlir hlutir sem þarf að sinna með elju og þolinmæði. Í Borgarbyggð þarf að fara í stórátak til að styrkja skipulagssviðið með skilvirkni að leiðarljósi. Fara þarf vel yfir alla þá verkferla sem eiga sér stað allt frá því að umsókn berst til stjórnsýslunnar til afgreiðslu. Mynda þarf góða yfirsýn yfir öll þau litlu vandamál í ferlinu sem eiga sér stað.  En það er ekki nóg að benda bara á vandamálin, heldur þarf að vinna að og skila úrlausn á þeim vandamálum!  Framsóknarfólk í Borgarbyggð vill aðskilja skipulagsnefnd frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Með því teljum við að nefndirnar báðar geti skilað af sér skilvirkara starfi og skilað til okkar, íbúum Borgarbyggðar, betra starfi!

Með fjárhagslegum ívilnunum sem og bættu skipulagi er vonin sú að það verði auðveldara fyrir íbúa sem og fyrirtæki að koma sér fyrir í Borgarbyggð. Koma heim.

Að lokum vildi ég óska þess að framsóknarfólk í Borgarbyggð gæti tryggt þér lesandi góður betra veðri! En ef við hefðum nokkuð um það að segja værum  við löngu búin að því!

Orri Jónsson

Höfundur skipar 5. sæti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.

Greinin birtist fyrst á skessuhorn.is 

Categories
Greinar

Mannréttindi eiga ekki að vera án takmarkana

Deila grein

12/05/2018

Mannréttindi eiga ekki að vera án takmarkana

„Ég hef lengi haft mikinn áhuga á barnavernd og réttindum barna og velt vöngum yfir því hvað megi fara betur í kerfinu á þessu sviði. Umræðan um brot gegn börnum og barnaníðinga hefur verið hávær undanfarna mánuði og ár og ég hef hlustað af athygli á hana – hlustað á fórnarlömb þessara manna og hvernig kerfið hefur oft á tíðum brugðist þeim. Frumvarpið er tilraun til að bæta lagaumgjörð um þessi málefni,“ segir Silja Dögg alþingimaður um ástæður þess að hún lagði fram frumvarp um að auka skyldi eftirlit með dæmdum, hættulegum barnaníðingum.

Finna hættulegustu einstaklingana

Að sögn Silju fjallar málið um að auka heimildir Barnaverndarstofu til eftirlits og að dæmdir barnaníðingar skuli undirgangast áhættumat á meðan á afplánun dóms stendur þannig að hægt sé að finna út hvaða einstaklingar eru mjög líklegar til að endurtaka kynferðisbrot gegn börnum. „Lítill hluti þeirra sem dæmdur er fyrir barnaníð flokkast í hættulegasta hópinn. Líklega er um að ræða örfáa einstaklinga á ári. En það er mjög mikilvægt að ná utan um hópinn og veita þessum einstaklingum aukið eftirlit. Barnavernd á hverjum stað og lögregla þarf að vita hvar þessi aðilar búa og einnig er nauðsynlegt að upplýsingum sé komið á framfæri við barnaverndaryfirvöld þegar þeir skipta um nafn, sem algengt er að þeir geri til að reyna að dyljast í samfélaginu,“ segir Silja Dögg.

Aukið eftirlit og öryggisráðstafanir

Ef frumvarpið nær fram að ganga mun Barnaverndarstofa meðal annars geta tilkynnt viðkomandi barnavernd ef dæmdur kynferðisbrotamaður, sem gerst hefur brotlegur gagnvart börnum, og veruleg hætta er talin stafa af, flytur í umdæmið. Ef rík barnaverndarsjónarmið mæla með getur barnavernd einnig gert öðrum viðvart að fengnu samþykki Barnaverndarstofu.

Þá verður einnig hægt að gera kröfu um að viðhafðar séu ákveðnar öryggisráðstafanir eftir að einstaklingur sem brýtur kynferðislega gagnvart barni afplánar dóm sinn, ef verulegar líkur eru talar á því, sam­kvæmt mati heilbrigðisstarfsmanns, að viðkomandi brjóti aftur gagnvart barni.

Eftirfarandi öryggisráðstafanir verður hægt að kveða á um í dómi:

  • skyldu til að sinna nauðsynlegri meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna,
  • skyldu til að mæta í skipulögð viðtöl hjá félagsþjónustu,
  • eftirlit með internetnotkun og notkun samskiptamiðla og -forrita,
  • að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna,
  • eftirlit með heimili og
  • bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.

Ef í ljós kemur að einstaklingur sinnir ekki fyrirmælum um öryggisráðstafanir getur það varðað allt að 2 ára fangelsi.

Upplýsingar um dvalarstað

Aðrar breytingar, sem kveðið er á um í frumvarpinu, eru þær að þegar dómar falla vegna kynferðisbrota gagnvart börnum skal Ríkissaksóknari láta Barnaverndarstofu dómana í té. Þá skal Fangelsismálastofnun veita upplýsingar um upphaf og lok afplánunar, sem og skilyrði sem sett eru fyrir reynslulausn, fyrirhugaðan dvalarstað viðkomandi einstaklings, auk gagna frá heilbrigðisstarfsmönnum um einstaklinginn. Viðkomandi einstaklingi er jafnframt skylt að tilkynna breyttan dvalarstað til Barnaverndarstofu allan þann tíma sem áframhaldandi öryggisráðstafanir eiga að vara.

Bresk fyrirmynd

„Það er augljóst að víða eru misbrestir í því kerfi sem á að vernda börnin okkar. Dæmin sýna okkur það. Verkferlar innan stofnana eru ekki alltaf nógu vandaðir og samskipti á milli stofnana, og jafnvel á milli starfsmanna innan sömu stofnana, virðast einhvern veginn eiga það til að fara fyrir ofan garð og neðan á kostnað barnanna. Það vantar aukna samhæfingu á milli stofnana og bætt upplýsingaflæði, ég held að það sé alveg ljóst,“ segir Silja Dögg og bætir við að fyrirmyndin sé tekin frá Bretlandi en þar hefur svipað kerfi verið notað í rúma tvo áratugi með góðum árangri.

Verndum börnin

„Gráa svæðið er auðvitað persónuverndarsjónarmið og mannréttindi þess einstaklings sem hefur gerst brotlegur en hefur svo afplánað sinn dóm. En ég lít svo á að mannréttindi séu ekki án takmarkana. Ef áhættumatið sýnir fram á að það sé nánast öruggt að viðkomandi einstaklingur haldi áfram að níðast börnum, þá verði samfélagið að bregðast við því. Í slíkum tilfellum þá þurfa aðrar reglur að gilda. Markmiðið er að vernda okkar viðkvæmustu einstaklinga, börnin og það er skylda okkar sem samfélags að leita allra leiða til þess,“ segir Silja Dögg að lokum.

Greinin birtist fyrst í Suðurnesjablaðinu.

Categories
Greinar

Blessað barnalán eða ?

Deila grein

11/05/2018

Blessað barnalán eða ?

Hjón ein komast að því að fjölgunar sé að vænta í fjölskyldunni. Mikil gleði ríkir og lífið brosir við þeim. Bæði eru þau í góðri vinnu og allt er eins og best verður á kosið. Þegar líður á meðgönguna koma upp áleitnar spurningar. Hvað á að gera við barnið þegar móðirin þarf að fara í vinnu eftir fæðingarorlof? B-listinn vill stofna ungbarnaleikskóla til að mæta þessari þörf.

Það er sorglegt í okkar samfélagi að foreldrar geti ekki verið saman á þessum tíma þegar nýr erfingi kemur í heiminn. Mikil óvissa er um hvert sé hægt að leita þegar móðirin þarf að snúa aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Mikill tími fer í að skipuleggja fæðingarorlof beggja foreldra svo hægt verði að brúa bilið þar til krílið kemst á leikskóla. Oftar en ekki frestar faðirinn sínu fæðingarorlofi og jafnvel sumarfríi svo hægt sé að brúa þetta bil.

Nokkur dæmi eru um að mæður hafi þurft að segja upp vinnu sinni þar sem fá úrræði eru í boði. Hér í sameiginlegu sveitarfélagi er ein dagmamma sem vitað er um og er hún augljóslega mjög umsetin.
Það er löngu orðið tímabært að komið sé til móts við þennan hóp fólks og að stofnaður verði ungbarnaleikskóli fyrir börn frá 9 mánaða aldri til 2 ára.

Við sem stöndum að B-listanum höfum brennandi áhuga á þessum málaflokki og stöndum heilshugar saman í þeim vilja að gera ungbarnaleikskóla í nýju bæjarfélagi að veruleika.

Álfhildur Sigurjónsdóttir, 2. sæti B-lista Framsóknar og óháðra í Sandgerði og Garði

Categories
Greinar

Okkar skoðun skiptir máli – Til ungra kjósenda í Dalvíkurbyggð!

Deila grein

10/05/2018

Okkar skoðun skiptir máli – Til ungra kjósenda í Dalvíkurbyggð!

Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og snúast þær um að taka afstöðu til málefna næstu fjögurra ára, málefna framtíðarinnar í samfélaginu okkar. Mér finnst mjög mikilvægt að ungt fólk taki virkan þátt í þeim ákvörðunum.

Mig langar til þess að hvetja unga kjósendur til að gefa sér tíma og kynna sér málefnin vel, t.d. með því að lesa stefnuskrár, skoða áhersluatriði á komandi kjörtímabili og horfa á það með gagnrýnum hætti. Kynna sér vel hvað hvert og eitt framboð leggur áherslu á og velta fyrir sér t.d. hvað mun það kosta, hvað mun það koma til með að gera fyrir sveitafélagið okkar, og hvaða áhrif hefur það á fjármál sveitafélagsins okkar til lengri tíma o.s.frv. Það er mikilvægt að skoða sveitarstjórnarmálin eins og við skoðum okkar eigið líf, velja og hafna eftir því hvað maður hefur efni á að gera hverju sinni.

Ég hvet ykkur til að vera dugleg að kíkja á kosningaskrifstofurnar og ræða við frambjóðendur. B-listinn vill hlúa vel að unga fólkinu í samfélaginu og teljum við mikilvægt að fá að heyra skoðanir ykkar og hugmyndir. B-listinn vill hafa sterkt og öflugt ungmennaráð sem er rödd unga fólksins til sveitarstjórnar.

Miðvikudagskvöldið 23.maí ætlum við hjá B-listanum að bjóða upp á kvöldstund á kosningaskrifstofunni sem er tileinkuð ungum kjósendum. Þar verða pizzur og pub quiz en þar verða líka umræður og er það tilvalið tækifæri fyrir ykkur til þess að koma ykkar skoðunum á framfæri.

Umfram allt vil ég hvetja ykkur til þess að nýta kosningarrétt ykkar og lýðræðið. Mætum á kjörstað og kjósum. Okkar skoðun skiptir máli.

Með kveðjum,

Eydís Arna Hilmarsdóttir13. sæti B-lista

Categories
Greinar

Horft til framtíðar

Deila grein

10/05/2018

Horft til framtíðar

Góð heilsa gulli betri

Íþróttir eru mikilvægar fyrir samfélagið okkar, þær bæta ekki einungis lýðheilsu íbúanna sem þær stunda heldur eru þær einnig mikilvæg forvörn fyrir börnin okkar og unglinga. Því er nauðsynlegt að gera íþróttum og tómstundum hátt undir höfði og tryggja að flestum standi til boða íþrótta- og tómstundarstarf. En rekstur faglegrar íþróttastarfsemi er almennt kostnaðarsamur fyrir íþróttafélögin sjálf og deildir þeirra og þ.a.l. iðkendur og forráðamenn þeirra. Bæði er kostnaður við starfið sjálft mikill og einnig eru mannvirki og búnaður, sem þarf til að stunda hinar ýmsu íþróttir, kostnaðarsamur. Þar þarf sveitarfélagið að hjálpa til eins og frekast er unnt. Tómstundarstyrkur sveitarfélagsins hefur komið til móts við kostnað barna í íþróttum og forráðamanna þeirra sem er af hinu góða. En tómstundarstyrkurinn þarf síðan að fylgja eðlilegri verðlagsþróun tengdri íþróttastarfseminni. Einnig er nauðsynlegt að koma til móts við aukinn kostnað foreldra í dreifbýli vegna aksturs í íþrótta- og tómstundarstarf. Það er í sambandi við mannvirkin sem sveitarfélagið þarf e.t.v. að grípa ennþá sterkar inn í. Þó eru ekki öll börn og unglingar sem finna sig í íþróttum og það er nauðsynlegt að hlúa einnig að þeim. Í því sambandi er rekstur félagsmiðstöðvarinnar nauðsynlegur nú sem áður. Félagsmiðstöðin fékk á dögunum nýtt og endurbætt húsnæði sem er vel. Það góða innra starf sem þar er unnið þarf sveitarfélagið e.t.v. að styrkja enn betur með lengri og auknum opnunartíma.

Staðan

Íþróttastarfið er í ágætum blóma hér í Hornafirði og er framboð ólíkra íþróttagreina ótrúlega fjölbreytt að mínu mati miðað við fjölda íbúa. Körfuknattleikurinn er í miklum uppgangi þessi misserin og blakið er jafnframt vaxandi. Þá er fimleikastarfið öflugt og knattspyrnan er alltaf vinsæl meðal iðkenda. En alltaf má gera betur og það þarf að vanda til verka nú sem áður. Undirrituðum hefur alltaf þótt heillandi að hafa bæði húsnæði Grunnskólans, mest notuðu íþróttamannvirkin og miðsvæði til útivistar og afþreyingar á sama svæðinu. Svæði þar sem börn þurfa ekki að fara yfir umferðargötu til að komast á milli skólabygginga og allra helstu íþróttamannvirkjanna. Síðan er Vöruhúsið, miðja skapandi greina, ásamt félagsmiðstöðinni ekki langt undan. Það eru mikil forréttindi að geta haft þetta svona og taka þarf mið af því til framtíðar.

Nýtt íþróttamannvirki

Oft hefur verið rætt um að næsti áfangi í tengslum við uppbyggingu íþróttamannvirkja ætti að vera millibygging milli sundlaugar og Heppuskóla. En upp á síðkastið hafa ýmsar fleiri framkvæmdir verið nefndar sem menn telja þarft að ráðast í. Meðal þeirra er t.d. nýtt íþróttahús, framtíðarhúsnæði fyrir líkamsræktarstöð, stærra húsnæði fyrir fimleika, vallarhús fyrir knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllinn og nýja áhorfendastúku fyrir knattspyrnuvöllinn. Er jafnvel hægt að leysa flestar þessar framkvæmdir með einni nýrri byggingu? Þá losnar líka um gamla íþróttahúsið sem gæti nýst fyrir t.d. líkamsrækt, bardagaíþróttir, danskennslu, klifur auk annars. Með byggingu á nýju íþróttahúsi gætum við skapað iðkendum í þessum íþróttagreinum, ásamt greinum sem áður hafa verið nefndar, miklu betri aðstæður til æfinga og leikja. Listi Framsóknar og stuðningsmanna þeirra vilja setja uppbyggingu íþróttamannvirkja á dagskrá. Við getum samt ekki ráðist í þær framkvæmdir og forgangsraðað hugsanlegum áföngum nema að undangengnu víðtæku samráði við íþróttahreyfinguna og skólasamfélagið. Við viljum byrja á samtali við þau áður en ákvarðanir verða teknar, en ekki ráðast blint í einhverjar framkvæmdir sem e.t.v. leysa vandann bara tímabundið. Það þarf að hugsa lengra en til fjögurra ára í þessum efnum, áætlanir þurfa að taka mið af þörf og notkun næstu 20-30 ára.

Björgvin Óskar Sigurjónsson, 4. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra á Hornafirði.

Categories
Greinar

Jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag

Deila grein

08/05/2018

Jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag

Íbúar Kópa­vogs fara ekki var­hluta af því fjöl­breytta íþrótta­lífi sem ein­kennir íþrótta­bæj­ar­fé­lagið Kópa­vog. Nán­ast er hægt að full­yrða að hver ein­asta fjöl­skylda í bænum teng­ist eða eigi barn í ein­hvers­konar íþrótta­starfi.
Hreyf­ing og fræðsla er nauð­syn­legur hluti af upp­eldi barna og það starf sem á sér stað innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar er að mörgu leyti mjög gott, aðstaðan til fyr­ir­myndar og starf félag­anna öfl­ugt.

Allt þetta starf kostar hins vegar umtals­verða fjár­muni sem að stórum hluta leggst á for­eldra iðk­enda. Kostn­að­ar­hlut­deild iðk­enda er því miður orðin slík að ekki aðeins launa­lægri fjöl­skyldur veigra sér við kostn­að­in­um, heldur eiga milli­tekju­fjöl­skyldur einnig í vand­ræðum með að standa skil á hon­um. Mögu­leikar barna til að stunda fleiri en eina íþrótt eða tóm­stund eru nán­ast úti­lok­að­ir.

Þá má velta því upp hvort æfinga­á­lag barna sé of mik­ið, enda hefur verið sýnt fram á að fylgni fjölda æfinga­stunda í skipu­lögðu starfi barna undir 12 ára aldri og lang­tíma árang­urs er hverf­andi. Sam­spil æfinga og leiks er talið vega mun þyngra á mót­un­ar­árum ein­stak­lings.

Hér­lendis byrjum við fyrr á skipu­lögðu starfi, æfum oftar og við borgum marg­falt meira fyrir starfið mið­aða við nágranna­lönd­in. Að auki er sjaldn­ast neitt inni­falið í grunnæf­inga­gjöld­um, og því er raun­kostn­aður við iðkun oft­ast tölu­vert hærri en þau segja til um.

Af þessu leiðir að kostn­aður barna­fjöl­skyldna við íþrótta­starf hefur aldrei verið hærri þrátt fyrir að bæj­ar­fé­lagið leggi til frí­stund­ar­styrk sem hefur hækkað með hverju árinu. Það hefur hins vegar sýnt sig að þær hækk­anir frí­stund­ar­styrks­ins duga skammt á móti þeim hækk­unum sem lagst hafa beint á fjöl­skyldur iðk­enda.

Þessi þróun getur ekki haldið áfram og nýrra leiða þarf að leita til að koma til móts við fjöl­skyldur með börn í íþrótta­starfi, bæði hvað varðar hóf­semd í kostn­að­ar­þátt­töku og hóf­semd í æfinga­á­lagi. Brýn þörf er á sterk­ari stefnu­mörkun um hvernig opin­berum fjár­munum skuli varið þegar kemur að íþrótta og tóm­stunda­starfi. Hver séu mark­mið bæj­ar­fé­lags­ins með stuðn­ingi við íþrótta­starf og aðrar tóm­stundir barna? Á grunni slíkrar stefnu­mörk­unar yrði öll eft­ir­fylgni með því hvort fjár­út­lát bæj­ar­fé­lags­ins skili árangri mark­viss­ari í fram­hald­inu.

Með fram­boði mínu til bæj­ar­stjórnar í Kópa­vogi mun ég leggja áherslu á að berj­ast fyrir lækkun kostn­aðar við íþrótta og tóm­stund­ar­starf í sveita­fé­lag­inu og að Kópa­vogur verði leið­andi í stefnu­mótun starfs sem býður upp á meiri sveigj­an­leika sem mun henta öll­um, ekki aðeins þeim efna­meiri. Þá fyrst verður lof­orð Kópa­vogs um jöfnuð til íþrótta­iðk­unar óháð íþrótt og efna­hag ekki aðeins orðin tóm.

Sverrir Kári Karlsson er verk­fræð­ingur og þriggja barna faðir sem skipar 5. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 18. apríl 2018.

Categories
Greinar

Hello Rehkjavic!

Deila grein

08/05/2018

Hello Rehkjavic!

Við sem búum í Kópa­vogi höfum flest heyrt sög­una af því hvernig bær­inn byggð­ist. Fólkið sem ekki hafði fjár­hags­lega burði eða sam­bönd til að fá lóð í Reykja­vík fékk tæki­færi í bænum okk­ar. Sjálf sagan ber það með sér að Kópa­vogur sé minni og ódýr­ari útgáfa af höf­uð­borg­inn­i.

Úthverfið Kópa­vogur
Á mínum yngri árum heyrði ég oft frá utan­bæj­ar­fólki að ég væri Reyk­vík­ing­ur. Þegar ég leið­rétti það af barns­legu stolti komst ég fljótt að því að mörgum fannst þetta allt sama tóbak­ið. Kópa­vogur væri eins og hvert annað úthverfi. Á þessum árum fannst mér erfitt að koma orðum að því hvernig við skærum okkur frá stóra nágrann­an­um. Þess má geta að ég ólst upp á myrkum tímum í sögu Kópa­vogs – pönkið liðið undir lok, búið að loka eina bíói bæj­ar­ins og brand­ar­inn um hvað væri grænt og félli á haustin var enn vin­sæll.

Hug­myndir um Kópa­vog sem úthverfi heyr­ast enn. Stutt er síðan einn af rit­stjórum Kjarn­ans lagði í leið­ara til að Alþingi myndi ein­fald­lega setja lög um sam­ein­ingu Kópa­vogs og nágranna­bæj­ar­fé­laga við Reykja­vík. Þar að auki hefur Kópa­vogur í gegnum tíð­ina ekki þótt mjög „smart“, sem kom svo ynd­is­lega skýrt fram þegar Gísli Mart­einn Bald­urs­son bað á sínum tíma: „…til Guðs að ein­hver túristi lendi ekki í því að vera á ein­hverju glöt­uðu hót­eli í Kópa­vog­i“.

Kópa­vogur er ekki, og verður lík­leg­ast aldrei, sama lif­andi hring­iða menn­ingar og afþrey­ingar sem Reykja­vík er, þrátt fyrir gott menn­ing­ar­líf í bænum og þá stað­reynd að við erum aftur komin með bíó og Sleggj­una í kaup­bæti. Kópa­vogur hefur hins vegar aðra ótví­ræða kosti.

Fjöl­skyldu­bær­inn Kópa­vogur
Það er engin til­viljun að frasinn: „Það er gott að búa í Kópa­vogi“ lifir enn góðu lífi. Þessi ein­falda setn­ing orðar helsta kost bæj­ar­fé­lags­ins. Sam­fé­lagið hér er fjöl­breytt, en boð­leiðir stutt­ar. Hér er þægi­legt að búa. Hér eru góðir skól­ar, tón­list­ar­skólar og mynd­list­ar­skóli. Fjöl­breytt tóm­stunda­starf er fyrir eldri borg­ara og fram­úr­skar­andi íþrótta­starf hjá okkar öfl­ugu íþrótta­fé­lög­um. Þetta vitum við sem hér búum.

Margt má vit­an­lega færa til betri veg­ar, en í Kópa­vogi á öll stór­fjöl­skyldan að geta haft það gott. Þetta er það bæj­ar­fé­lag sem Fram­sókn tók þátt í að móta og við viljum standa vörð um.

Við getum því verið stolt og ánægð með bæinn okk­ar, þótt aðrir missi af sjarm­an­um. Og þótt Ju­stin­arn­ir ­sem halda risatón­leika hér í bæ kalli af lífs- og sál­ar­kröft­um: „Hell­o Rehkja­vic“ þá vitum við að Kór­inn er okk­ar.

Helga Hauksdóttir er lög­maður og í öðru sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 6. maí 2018.

Categories
Greinar

Milljarðar til vegaframkvæmda

Deila grein

08/05/2018

Milljarðar til vegaframkvæmda

Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Ríkisstjórnin samþykkti því að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda.

Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega, styrkingar og ýmsar endurbætur. Með auknu fjármagni er hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. Með auknu fjármagni fær Vegagerðin svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á fjölda brýnna verkefna sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Umtalsverða aukningu á fjármagni má sjá í fjármálaáætlun til næstu ára, eða 16,5 milljarða.

Þá kallar síaukinn umferðarþungi á nýbyggingu og endurnýjun vega og nýjar leiðir í gjaldtöku á einstaka framkvæmdum. Margar brýnar framkvæmdir bíða og eru aðkallandi. Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er unnið að því að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara, t.d. með því að stofna félög um gerð einstakra mannvirkja og taka upp afnotagjöld. Sem dæmi má nefna leiðir á hringveginum þar sem ökumenn hafa þann valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut. Til vegaframkvæmda gætu því runnið allt að 150 milljarðar á næstu fimm til sex árum.

Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 4. maí 2018.

Categories
Greinar

Ákvað að taka baráttusætið

Deila grein

08/05/2018

Ákvað að taka baráttusætið

„Ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram fyrir eldri borgara“, segir Baldur Þór Baldvinsson sem skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í þessum sveitarstjórnarkosningum. Hann segir að eldra fólki fari fjölgandi og menn séu að gera sér betur grein fyrir því. Uppstillinganefnd Framsóknarflokksins hafi boðið sér þriðja sætið og formaður nefndarinnar hafi sagt sér, að flokkurinn hefði ákveðið að eldri borgari yrði ofarlega á listanum. Hann segir að það hafi hins vegar verið algegnt að eldra fólki væri boðið að skipa uppfyllingasæti á listum flokkanna í kosningum. Aðspurður hvort eldra fólk sé ekki tregara að gefa kost á sér, segist hann ekki hafa orðið var við það. „Ég þekki engan sem hefur verið boðið sæti á lista sem eitthvað kveður að. Við höfum verið sniðgengin þó eldra fólki hafi í gegnum árin verið boðið að vera „til skrauts“ á framboðslistum flokkanna.

Er í baráttusætinu

Framsóknarflokkurinn í Kópavogi hefur nú einn bæjarfulltrúa og Baldur segist vera í baráttusætinu. „Við erum með gott lið“, segir hann og getur þess til gamans að fulltrúarnir í sætunum tveimur fyrir ofan hann, séu samanlagt jafngamlir honum, en Baldur verður 77 ára í júní. „Og stúlkan í fjórða sætinu, Kristín Hermannsdóttir, á milli okkar eru 56 ár“, segir hann og hlær. „Ég kem þarna og ætla að vinna fyrir eldri borgara. Þó ég komist ekki í bæjarstórn, fer ég í nefndir og get starfað betur fyrir eldra fólkið en ég geri í dag. Það eru óskaplega mörg mál í sveitarstjórnum sem varða eldri borgara.

Vildi kjörna fulltrúa í öldungaráðið

Baldur sem er formaður Félags eldri borgara í bænum, hefur lítið skipt sér af flokkspólitík og telur að annað gildi þegar menn eru að velja bæjarfulltrúa, en alþingismenn. Þá skipti flokkspólitíkin ekki jafn miklu máli. „Ég hef bara einu sinni á ævinni kosið sama flokkinn til Alþingis og sveitarstjórnar, annars hefur þetta verið sitt á hvað“, segir hann. Hann gekk á sínum tíma í Sjálfstæðislokkinn til að kjósa vin sinn Gunnar Birgisson, en var ekki alveg dús við framgöngu flokksins þegar velja átti fólk í nýtt öldungaráð bæjarins. Hann var þeirrar skoðunar að fulltrúar bæjarfélagsins í öldungaráðinu ættu að vera kjörnir fulltrúar, ekki embættismenn. Það gekk hægt að fá því framgengt. Málið leystist þegar fulltrúar minnihlutans tóku það uppá sína arma og að lokum var öldungaráðið skipað þremur bæjarfulltrúum og þremur fulltrúum frá Félagi eldri borgara. Þá skildu leiðir með Baldri og Sjálfstæðisflokknum.

Aldrei fullgert

Baldur segir gott fyrir eldri borgara að búa í Kópavogi. Þar eru til dæmis þrjár mjög öflugar félagsmiðstöðvar fyrir eldra fólk. „Það er margt mjög gott hér, en það er alveg á hreinu að það er aldrei fullgert. Við erum þannig með lægri afslátt af fasteignagjöldum en nágrannar okkar í Hafnarfirði og þar er í boði frístundastyrkur fyrir eldra fólk, en ekki hér“. Hann telur að reynsla eldri borgara sé ekki mjög mikils metin í samfélaginu. Það verði að breytast og þessi hópur verði að eiga fulltrúa alls staðar, þar sem fjallað sé um hans mál“.

Greinin birtist fyrst á lifdununa.is 25. apríl 2018.