Fréttir

Fréttir

Framtíðin ræðst á miðjunni

„Framtíðin ræðst á miðjunni. Það vitum við og það held ég að flestir Íslendingar viti innst inni. Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tískusveifla. Öfgar til hægri nærast á öfgum til vinstri, þær ýkja ástand og sundra samfélögum. Okkar flokkur, okkar Framsókn, og stefna okkar boða umbætur en ekki byltingar. Við leiðum saman ólík öfl og ólíka hagsmuni til að samfélagið verði á morgun betra en það var í gær. Veturinn verður erfiður fyrir marga en með krafti samfélagsins, með krafti samvinnunnar þá mun hann verða auðveldari. Og eftir vetur kemur vor og þá verðum við vonandi aftur farin að faðma fólkið okkar og getum horft grímulaus fram á veginn.“

Nánar

Frábært skref – menntastefna fyrir árin 2020-2030

„Stefnan er metnaðarfull og leiðarljós hennar eru þrautseigja, hugrekki, þekking og hamingja. Ég tel afskaplega mikilvægt að stefnan fái ítarlega og markvissa umfjöllun á Alþingi, en einnig að hún verði afgreidd hratt og vel þannig að hún fari að skila árangri sem fyrst. Við þurfum skýra menntastefnu á hverjum tíma,“ sagði Líneik Anna.

Nánar

Er ekki boðið í hlaðborð bænda!

„Ágangur álfta og gæsa veldur bændum miklu fjárhagslegu tjóni. Bændur hafa reynt að verjast ágangi fugla með ýmsum hætti, bæði með sjónrænum og hljóðrænum aðferðum. Þær duga þó skammt þar sem fuglinn er fljótur að venjast fælunum og kemur fljótt aftur í tún og akra. Með vörnunum er aðeins verið að hrekja fuglana tímabundið af ákveðnum svæðum en þeir leita þá gjarnan til næsta bónda. Slík tilfærsla á vandamálinu er ekki skynsamleg lausn til lengdar og er því nauðsynlegt að bregðast við. Þess vegna hefur sú sem hér stendur ásamt fleirum lagt fram þingsályktunartillögu. Þar er lagt til að umhverfis- og auðlindaráðherra útbúi tillögu til tímabundinna og skilyrtra veiða á álft og gæs utan hefðbundins veiðitíma,“ sagði Þórunn.

Nánar

Lilja kynnir nýja menntastefnu!

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Þingsályktunin er afrakstur yfirgripsmikils samráðs við skólasamfélagið og aðra hagaðila sem hófst veturinn 2018/2019 þegar haldnir voru 23 fræðslu- og umræðufundir um menntamál vítt og breitt um landið. Drög menntastefnunnar voru síðan til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda sl. vetur og bárust margar gagnlegar umsagnir og athugasemdir sem unnið var úr. Þá hafa sérfræðingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD) verið til ráðgjafar við mótun stefnunnar og skilgreiningar markmiða hennar.

Nánar

„Góðar fréttir fá jafnvel litla athygli“

„Skemmst er frá því að segja að nú hefur kerfið verið bætt á 60 stöðum, settar hafa verið upp varaaflsstöðvar og færanlegar rafstöðvar eru orðnar 25. Þetta er einungis hluti aðgerða sem lúta að því að bæta búsetuskilyrði um landið allt. Það var því gott að heyra áðurnefndan forstjóra Neyðarlínunnar koma fram í fréttum og segja að nú verði tryggt að landsmenn geti hringt í 112 þótt rafmagnsleysi verði.“

Nánar

Lýðheilsa er fjölþætt og kallar á lausnir á öllum sviðum samfélagsins

„Ég vil nota tækifærið hér, virðulegi forseti, til að vekja athygli á skilaboðum Geðhjálpar um undirskriftasöfnun sem er í gangi um að setja geðheilbrigði í forgang. Ég vil um leið hnykkja á þeim aðgerðum sem miða að því að hlúa að geðheilbrigði. Þessi skilaboð eru mikilvæg, ekki síst á þessum tímum og minna okkur um leið á mikilvægi forvarnarstarfs. Ég hef auðvitað ekki tíma hér, á þessum tveimur mínútum, til að fara yfir allar nýjar aðgerðir en allar eru þær góðar. Ég vil nefna heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er algerlega tímabær til að ná utan um málaflokkinn og tryggja samhæfingu ólíkra málefnasviða og í framhaldinu gagnsæi útgjalda og samspil við aðra þætti samfélagsins. Aukinn stuðningur og fræðsla til foreldra og aukin áhersla á þennan þátt í skólakerfinu og stofnun Geðráðs er mikilvægur liður í að fylgja eftir stefnumótun og aðgerðum á þessu sviði,“ sagði Willum Þór að lokum.

Nánar

Margar aðgerðir eru komnar til að vera, einkum þær sem snúa að viðkvæmum hópum

„Stjórnvöld hafa nú þegar notað rúmlega 22 milljarða í úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi og tryggja afkomu fólks. Þar vegur hlutabótaleiðin þyngst en alls hafa yfir 35.000 launþegar hjá 6.600 atvinnurekendum fengið greiddar hlutabætur frá því að lögin voru samþykkt en gera má ráð fyrir að 79% þeirra séu enn í ráðningarsamning við vinnuveitenda. Laun hafa verið greidd í sóttkví og tímabundin sumarstörf fyrir námsmenn orðið til hjá ríki og sveitarfélögum,“ sagði Líneik Anna.

Nánar

Nýr þjóðarleikvangur

Laugardalsvöllur var reistur af stórhug fyrir 63 árum og hefur reynst vel – fært þjóðinni ógleymanleg augnablik og skilað íslensku knattspyrnufólki á stærstu úrslitakeppnir í heimi. Hann er hins vegar barn síns tíma og langt frá því að uppfylla viðmið, m.a. um öryggi og aðstöðu vallargesta, aðgengi fatlaðs fólk, aðstöðu leikmanna, dómara og fjölmiðla, hitakerfi o.s.frv. Það er því löngu tímabært að ráðast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og ég er vongóð um að hann muni rísa á næstu 5 árum.

Nánar