Categories
Fréttir

Heimahjúkrun er lykillinn

Deila grein

24/05/2023

Heimahjúkrun er lykillinn

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, segir að það verði að styðja við færni eldra fólks til sjálfstæðrar búsetu svo því sé stætt að búa heima hjá sér, eins lengi og hægt sé. „Það eru sjálfsögð mannréttindi.“ Hér skiptir heimahjúkrun lykilmáli.

„Það er því ekki að ástæðulausu að heilbrigðisráðherra hefur ráðstafað 300 millj. kr. á fjárlögum ársins til að efla heimahjúkrun um allt land.
Auk þess hefur 1,4 milljarði kr. verið bætt inn í fjármögnunarlíkan heilsugæslunnar til að styrkja enn frekar hlutverk hennar á landsvísu sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Halla Signý.

„Heilsugæslur um landið hafa verið í sérstakri vakt þessarar ríkisstjórnar frá árinu 2017 og hefur verið bætt verulega við fjárveitingu til þeirra í takt við aukið hlutverk.“

„Í þessu samhengi langar mig að nefna þá þróun sem hefur átt sér stað á Norðurlöndunum varðandi velferðartækni í þjónustu við eldra fólk. Þar hafa ýmiss konar tæknilausnir og nýsköpun sýnt að slíkt eykur líkur á því að fólk geti búið lengur heima, enda fer þeim sífellt fjölgandi í hópi eldra fólks sem geta tileinkað sér þessa nýju stafrænu tækni. Í hópi eldra fólks eru flestir orðnir vel tæknifærir.

Í Finnlandi hefur samþætting í þjónustu við eldra fólk gengið sérstaklega vel og þar hefur verið kynnt ný tækni til að rjúfa félagslega einangrun og ná þannig til stærri hóps fólks, sérstaklega í dreifðari byggðum. Þar vinna saman félagsþjónustan, endurhæfing og heimahjúkrun við að rjúfa einangrun og veita heildstæða nálgun við þjónustu til að byggja upp færni og sjálfstæði eldri borgara,“ sagði Halla Signý að lokum.


Ræða Höllu Signýjar í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Það eru sjálfsögð mannréttindi að eldra fólki sé gert kleift að búa heima hjá sér eins lengi og stætt er. Svo að það sé mögulegt þarf að styðja við færni fólks til sjálfstæðrar búsetu. Bætt lýðheilsa er mikilvæg og huga þarf að andlegri og líkamlegri færni auk þess sem félagslegi þátturinn þarf alltaf að vera í fyrirrúmi. Til að mæta þörfum fólks sem býr heima en þarfnast aðstoðar til að viðhalda færni skiptir heimahjúkrun lykilmáli. Það er því ekki að ástæðulausu að heilbrigðisráðherra hefur ráðstafað 300 millj. kr. á fjárlögum ársins til að efla heimahjúkrun um allt land. Auk þess hefur 1,4 milljarði kr. verið bætt inn í fjármögnunarlíkan heilsugæslunnar til að styrkja enn frekar hlutverk hennar á landsvísu sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Heilsugæslur um landið hafa verið í sérstakri vakt þessarar ríkisstjórnar frá árinu 2017 og hefur verið bætt verulega við fjárveitingu til þeirra í takt við aukið hlutverk.

Í þessu samhengi langar mig að nefna þá þróun sem hefur átt sér stað á Norðurlöndunum varðandi velferðartækni í þjónustu við eldra fólk. Þar hafa ýmiss konar tæknilausnir og nýsköpun sýnt að slíkt eykur líkur á því að fólk geti búið lengur heima, enda fer þeim sífellt fjölgandi í hópi eldra fólks sem geta tileinkað sér þessa nýju stafrænu tækni. Í hópi eldra fólks eru flestir orðnir vel tæknifærir.

Virðulegi forseti. Í Finnlandi hefur samþætting í þjónustu við eldra fólk gengið sérstaklega vel og þar hefur verið kynnt ný tækni til að rjúfa félagslega einangrun og ná þannig til stærri hóps fólks, sérstaklega í dreifðari byggðum. Þar vinna saman félagsþjónustan, endurhæfing og heimahjúkrun við að rjúfa einangrun og veita heildstæða nálgun við þjónustu til að byggja upp færni og sjálfstæði eldri borgara.“