Categories
Fréttir Greinar

2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni

Deila grein

22/06/2023

2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni

Á þriðju­dag var stór stund í húsa­kynn­um Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar þegar kynnt var þriggja millj­arða út­hlut­un til upp­bygg­ing­ar hag­kvæmra íbúða fyr­ir tekju- og eignam­inni. Á ár­un­um 2023-2025 verða byggðar 2.800 íbúðir fyr­ir þenn­an hóp sem er veru­leg aukn­ing frá fyrri áætl­un­um. Þar af verða 800 byggðar á þessu ári. Þessi út­hlut­un er liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að mæta þrýst­ingi á hús­næðismarkaði á krefj­andi verðbólgu­tím­um. Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að tvö­falda fram­lög til stofn­lána til leigu­íbúða inn­an al­menna íbúðakerf­is­ins og hlut­deild­ar­lána til íbúðakaupa. Fjár­mögn­un er tryggð með svig­rúmi í fjár­mála­áætl­un og hliðrun annarra verk­efna.

Minni sveifl­ur – meira jafn­vægi

Mik­il­væg­asta verk­efni þess­ara miss­era er að skapa jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Við höf­um á síðustu árum og ára­tug­um upp­lifað gríðarleg­ar sveifl­ur á hús­næðismarkaðinum sem hafa ákaf­lega mik­il áhrif á verðbólgu og þar af leiðandi vaxtaum­hverfi fjöl­skyldna og fyr­ir­tækja. Þess­ar miklu sveifl­ur koma verst niður á þeim sem minnst hafa á milli hand­anna.

Stuðning­ur til að eign­ast eða leigja

Við höf­um á síðustu árum verið að búa til nýja um­gjörð til að styðja við ungt fólk og aðra tekju­lága hópa við að eign­ast eða leigja hús­næði á viðráðan­legu verði. Skipta má kerf­inu í tvo hluta. Ann­ars veg­ar er það stofn­lána­kerfið þar sem stutt er við upp­bygg­ingu leigu­íbúða inn­an al­menna hús­næðis­kerf­is­ins. Með því að ríki og sveit­ar­fé­lög leggi til stofn­fram­lög til upp­bygg­ing­ar á veg­um óhagnaðardrif­inna leigu­fé­laga á borð við Bjarg og Bríeti þá er lagður grunn­ur að öfl­ugu al­mennu íbúðakerfi þar sem áhersl­an er lögð á að leigu­fjár­hæð sé að jafnaði ekki um­fram fjórðung tekna. Þar sem ekki er greidd­ur út arður úr leigu­fé­lag­inu þá munu fjár­mun­ir sem safn­ast upp inn­an þeirra verða nýtt­ir til frek­ari upp­bygg­ing­ar á leigu­íbúðum til tekju- og eignam­inni hópa.

Hins veg­ar er það hlut­deild­ar­lána­kerfið. Hlut­deild­ar­lán fel­ast í því að ríkið fjár­fest­ir 20% í eign­inni með fyrsta kaup­anda eða kaup­anda sem hef­ur ekki átt eign í til­tek­inn tíma og því þarf kaup­and­inn ein­ung­is að reiða fram 5% kaup­verðs í út­borg­un. Eng­ir vext­ir eða af­borg­an­ir eru af hlut­deild­ar­láni og þegar eign­in er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Há­marks­verð er á íbúðunum þannig að þær verði eins hag­kvæm­ar eins og kost­ur er með til­skil­inni stærð og her­bergja­fjölda. Þessi sér­eign­ar­leið höfðar til þeirra sem frek­ar vilja eiga en leigja.

Mark­mið að minnka þrýst­ing

Nú er tím­inn fyr­ir stjórn­völd til að stíga inn með stuðning við þá hópa sem erfiðast eiga með að eign­ast hús­næði eða leigja. Auk­inn stuðning­ur við upp­bygg­ingu hús­næðis fyr­ir þessa hópa er sveiflu­jöfn­un­araðgerð sem lækk­ar þrýst­ing­inn sem er á hús­næðismarkaði og minnk­ar lík­urn­ar á mikl­um hækk­un­um þegar fram í sæk­ir. Í fyrsta skipti eru stjórn­völd kom­in með heild­ar­y­f­ir­sýn yfir hús­næðismál­in. Nú liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hvernig hús­næði þarf að byggja, fyr­ir hverja og hvar, en einnig hvaða áform eru fyr­ir hendi um íbúðaupp­bygg­ingu. Sú yf­ir­sýn sem hef­ur náðst með nýju innviðaráðuneyti sem hús­næðis-, skipu­lags- og sveit­ar­stjórn­ar­mál heyra und­ir er gríðarlega mik­il­væg. Hið góða sam­starf á milli Hús­næðis- og mann­virkja­stof­un­un­ar, Skipu­lags­stofn­un­ar í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög um að gera fer­il hús­næðis­upp­bygg­ing­ar að einu og skil­virku ferli er hryggj­ar­stykkið í því að okk­ur tak­ist að vinda ofan af því ójafn­vægi sem nú rík­ir í hús­næðismál­un­um.

Rétt­læti á hús­næðismarkaði

Nú er rétt ár síðan ég und­ir­ritaði ramma­sam­komu­lag við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um sam­eig­in­lega sýn um upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis og mark­mið um 35 þúsund nýj­ar íbúðir á næstu tíu árum. Hálft ár er liðið frá fyrsta sam­komu­lagi innviðaráðuneyt­is­ins og HMS við Reykja­vík­ur­borg. Þetta þétta sam­starf rík­is og sveit­ar­fé­laga mark­ar tíma­mót í upp­bygg­ingu hús­næðis og mark­ar leiðina að jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Jafn­vægi sem mun tryggja meira rétt­læti og ör­yggi á hús­næðismarkaði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. júní 2023.