Categories
Fréttir

37. Flokksþing Framsóknar – drög að ályktunum

Deila grein

17/04/2024

37. Flokksþing Framsóknar – drög að ályktunum

37. Flokksþing Framsóknar verður haldið 20.-21. apríl á Hótel Hilton í Reykjavík. Framsókn heldur reglulegt flokksþing eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs. Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. 

  • Þinggjaldið er kr. 10.000,- en fyrir
  • öryrkja og námsfólk er þinggjaldið kr. 7.000,- 

Drög að ályktunum flokksþings

  1. Innviðir – drög
  1. Heilbrigði og málefni eldra fólks – drög
  1. Menning, viðskipti og efnahagur – drög
  1. Mennta- og barnamál – drög
  1. Stjórnskipan, mannréttindi, málefni innflytjenda og utanríkismál – drög
  1. Atvinnumál – drög
  1. Umhverfis-, orku- og loftslagsmál – drög
  1. Laganefnd – drög

„Við komum saman á 37. Flokksþingi Framsóknar, haldið á Hilton Reykjavík Nordica helgina 20.-21. apríl. Flokksþingið verður kraftmikið og spennandi, þar verður gott að koma saman eftir stormasamar vikur, styrkja tengslin og skerpa á málefnum.

Upplýsingar varðandi þinggjöld, hátíðarkvöldverð og drög að dagskrá þingsins liggja fyrir og má nálgast hér.

Athygli er vakin á því að nauðsynlegt er að bóka sig í hátíðarkvöldverðinn eigi síðar en á mánudaginn. Athugið að takmarkað magn miða er í boði. Hægt er að bóka hér.

Formenn félaga hafa fengið sent yfirlit yfir fulltrúatölu og form fyrir kjörbréf fyrir félagskjörna fulltrúa þingsins auk yfirlits yfir sjálfkjörna fulltrúa. Okkur er ljúft og skylt að veita upplýsingar eða aðstoð eftir atvikum. Kjörbréfum skal skila eigi síðar en á hádegi, laugardaginn 13. apríl til skrifstofu.

Enn fremur er vakin athygli á því að allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing með málfrelsi og tillögurétt.“ – Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri

Dagskrá:

Laugardagur 20. apríl –

Kl. 08:00 – Skráning, afhending þinggagna
Kl. 09:00 – Þingsetning – kosning þingforseta (4)
Kl. 09:10 – Kosning þingritara (4), kjörbréfanefndar (5), kjörstjórnar (7), samræmingarnefndar (3) og dagskrárnefndar (3)
Kl. 09:15 – Skýrsla ritara, Ásmundar Einars Daðasonar
Kl. 09:30 – Mál lögð fyrir þingið
Kl. 09:45 – Nefndastörf hefjast
Kl. 12:00 – Hádegishlé
Kl. 13:00 – Yfirlitsræða formanns, Sigurðar Inga Jóhannssonar
Kl. 13:30 – Ræða varaformanns, Lilju Daggar Alfreðsdóttur
Kl. 13:45 – Ávarp borgarstjóra, Einars Þorsteinssonar
Kl. 14:00 – Almennar umræður
Kl. 15:45 – Íslensk kvikmyndagerð – Baltasar Kormákur
Kl. 15:40 – Afgreiðsla mála – lagabreytingar
Kl. 16:00 – Nefndastörf, framhald
Kl. 19:00 – Fordrykkur
Kl. 20:00 – Kvöldverðarhóf

Sunnudagur 21. apríl –

Kl. 08:30 – Skráning og afhending þinggagna
Kl. 09:00 – Nefndastörf, framhald
Kl. 09:30 – Lagabreytingar – afgreiðsla
Kl. 10:00 – Afgreiðsla mála
Kl. 11:30 – Kosningar: Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga
Kl. 12:00 – Hádegishlé
Kl. 13:00 – Afgreiðsla mála, framhald
Kl. 16:30 – Önnur mál
Kl. 17:00 – Þingslit

Skýrsla og tillögur um innra starf

Miðar á hátíðarkvöldverð og ball

Miðar á hátíðarkvöldverð eru til sölu á tix.is og innifalið er fordrykkur, þriggja rétta kvöldverður, skemmtun, PATRi!K – Prettyboychoco og ball með hljómsveitinni Sunnan 6

Síðasti möguleiki á að kaupa miða er á mánudaginn, 15. apríl – takmarkað magn miða.

Bílastæði á flokksþingi

Norðan megin við Hilton hótel:
Sunnan megin við Hilton hótel:
FRAMSÓKN