Categories
Fréttir Greinar

Um afgreiðslu nýrra búvörulaga

Deila grein

18/04/2024

Um afgreiðslu nýrra búvörulaga

Und­an­farna daga hef­ur verið linnu­laus frétta­flutn­ing­ur um af­greiðslu at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is á frum­varpi Svandís­ar Svavars­dótt­ur, þá mat­vælaráðherra, um fram­leiðenda­fé­lög. Í þess­um frétta­flutn­ingi, sem hef­ur verið sér­stak­lega óbil­gjarn, hef­ur verið farið fram með gíf­ur­yrðum og rang­færsl­um og af því til­efni tel ég rétt að fara hér yfir nokkr­ar staðreynd­ir.

Eina Evr­ópu­landið án und­anþágu fyr­ir kjötaf­urðastöðvar

Allt frá ár­inu 2020 hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir haft það til skoðunar að inn­leiða und­anþágu fyr­ir kjötaf­urðastöðvar frá sam­keppn­is­lög­um. Tvær ástæður búa þar að baki. Fyrri ástæðan er vel þekkt en lengi hef­ur af­koma í land­búnaði, m.a. vegna rekst­urs kjötaf­urðastöðva, verið mjög slæm – reynd­ar svo slæm að nú er svo komið að kjötaf­urðastöðvar eru langt­um of marg­ar og rekst­ur­inn svo erfiður að eig­end­ur þeirra hafa ekki getað ráðist í nauðsyn­leg­ar end­ur­bæt­ur. Seinni ástæðuna má rekja til út­gáfu skýrslu Laga­stofn­un­ar Há­skóla Íslands, sem unn­in var að beiðni Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, þáver­andi at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, þar sem kom­ist var að þeirri niður­stöðu að víðtæk­ar und­anþágur hefðu gilt í ESB-rétti og norsk­um rétti um ára­tuga­skeið. Það mætti líkja þessu við að ís­lensk­ir bænd­ur mættu með smjör­hníf á móti sverði þegar kem­ur að sam­keppni við inn­flutt­ar land­búnaðar­vör­ur.

Um frum­varp mat­vælaráðherra

Sú staða sem ís­lensk­ur land­búnaður hef­ur búið við var ástæða þess af hverju fyrr­ver­andi mat­vælaráðherra lagði fram frum­varp um und­anþágu fyr­ir fram­leiðenda­fé­lög sem fól í sér und­anþágu frá sam­keppn­is­lög­um. Við fram­lagn­ingu frum­varps­ins var hins veg­ar strax ljóst að van­kant­ar væru á mál­inu þar sem það gagnaðist í raun ein­ung­is litl­um hluta fram­leiðslu­kerf­is land­búnaðar, nán­ar til­tekið ali­fugla- og svína­bænd­um. Þannig var ljóst að frum­varpið hefði ekki gagn­ast meg­inþorra afurðastöðva í stór­gripa- og sauðfjár­slátrun þar sem vand­inn hef­ur verið mest­ur. Haf­andi heyrt ábend­ing­ar frá þing­mönn­um full­yrti fyrr­ver­andi mat­vælaráðherra þetta í ræðustól á Alþingi í umræðum um málið og sagði: „Ég held að þetta sé gott dæmi um mál sem þingið á að taka til kost­anna og sýna hvað í því býr og sýna hvað frum­varpið hef­ur að geyma þegar það er dregið úr því það mesta og mik­il­væg­asta sem kem­ur til með að styðja við mark­miðin sem við erum sam­mála um hér. Þingið fær að glíma við þetta. Þingið fær að sýna hvað í því býr.“ At­vinnu­vega­nefnd tók til­lit til þess­ara orða ráðherr­ans þegar nefnd­in hóf vinnu sína og móttók um­sagn­ir frá um­sagnaraðilum.

Um meiri­hluta­álit at­vinnu­vega­nefnd­ar

Hvað um­sagn­ir um­sagnaraðila varðar, þá ber að taka skýrt fram að þær voru mjög mis­jafn­ar. Hér var að veru­legu leyti um end­ur­tekið efni und­an­far­inna þriggja ára að ræða. Til að mynda vísaði Sam­keppnis­eft­ir­litið að mestu leyti til fyrri um­sagna sinna þar sem t.d. hef­ur verið full­yrt að und­anþága gangi gegn EES-samn­ingn­um. Aldrei hef­ur hins veg­ar verið rök­stutt af hálfu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, eða þeirra hags­munaaðila sem vísa til um­sagn­ar þess, hvernig und­anþága frá sam­keppn­is­regl­um gangi gegn EES-samn­ingn­um. Þetta vek­ur sér­staka at­hygli í ljósi þess að fyr­ir ligg­ur í dóm­um EFTA-dóm­stóls­ins sú afstaða dóms­ins, auk Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA, fram­kvæmda­stjórn­ar ESB og ís­lenskra og norskra stjórn­valda, að fram­leiðslu­kerfi land­búnaðar standi al­mennt utan EES-samn­ings­ins. Það væri fróðlegt og gott fyr­ir umræðuna ef eft­ir­tald­ir aðilar gætu rök­stutt um­sagn­ir sín­ar með ein­hverj­um hald­bær­um gögn­um í stað þess að þyrla upp moldviðri. Þá er einnig rétt að halda því til haga að meiri­hluta­álitið lá fyr­ir at­vinnu­vega­nefnd­inni í fjóra daga áður en það var birt, án at­huga­semda frá minni­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar.

Um gagn­rýni Viðreisn­ar

Viðreisn hef­ur farið mik­inn í gagn­rýni sinni á hin nýju bú­vöru­lög. Það kem­ur þeim sem til Viðreisn­ar þekkja ekki á óvart. Það sem hins veg­ar kem­ur á óvart er að stjórn­mála­flokk­ur sem aðhyll­ist aðild að ESB skuli ekki geta sætt sig við það að inn­leidd­ar séu und­anþágur fyr­ir land­búnað, sem í grunn­inn byggj­ast á sam­svar­andi heim­ild­um til sam­starfs og gilda inn­an Evr­ópu en taka til­lit til ís­lenskra aðstæðna. Viðreisn virðist al­gjör­lega horfa fram hjá því að þar gilda und­anþágu­regl­ur fyr­ir evr­ópsk­an land­búnað frá sam­keppn­is­regl­um og hafa gert í nær 60 ár. Það er því hol­ur hljóm­ur í þing­ræðum og greina­skrif­um þing­manna Viðreisn­ar þegar það er látið í veðri vaka að full­komið viðskiptafrelsi gildi á markaði með land­búnaðar­vör­ur inn­an ESB. Því fer fjarri, þar gilda und­anþágu­regl­ur, og hafa gert lengi. Af nýj­ustu frétt­um að dæma var ný und­anþága frá sam­keppn­is­regl­um fyr­ir land­búnað inn­leidd í ESB, vegna um­hverf­is­sjón­ar­miða, nú síðast í des­em­ber 2023.

Hér má einnig benda á að Viðreisn hef­ur gert mikið úr því að fé­lög í blönduðum rekstri kunni að hagn­ast á und­anþág­unni. Slík afstaða bygg­ist á grund­vall­armis­skiln­ingi enda tek­ur und­anþágan ein­ung­is til slátr­un­ar og/​eða vinnslu kjötaf­urða og af­leiddra afurða. Eðli máls­ins sam­kvæmt myndi und­anþága ekki taka til annarr­ar starf­semi.

Sér­hags­mun­ir og al­manna­hags­mun­ir

Hags­munaaðilar hafa gagn­rýnt hin nýju lög og full­yrt að sér­hags­mun­ir hafi gengið fram­ar al­manna­hags­mun­um. Það kann að vera auðvelt fyr­ir hags­munaaðila, einkum Fé­lag at­vinnu­rek­enda, að ganga fram með þeim hætti sem gert er. Enda gæt­ir fé­lagið hags­muna inn­flutn­ings­fyr­ir­tækja og geng­ur mjög hart fram í þeim efn­um án þess, að því er virðist, að taka nokk­urt til­lit til annarra sjón­ar­miða, s.s. byggðasjón­ar­miða og fæðuör­ygg­is, o.s.frv. En mál af þessu tagi horfa öðru­vísi við hvað þing­menn varðar. Þing­menn þurfa að taka til­lit til þess að þjóðin býr ekki bara á höfuðborg­ar­svæðinu. Þjóðin býr um allt land og það er á ábyrgð lög­gjaf­ans og fram­kvæmda­valds­ins að tryggja að byggð sé um gjörv­allt landið. Það er þing­manna að gæta að at­vinnu­stigi, at­vinnu­ör­yggi, fæðuör­yggi og þjóðarör­yggi, en til alls þessa, hvers og eins þátt­ar og svo allra til sam­ans, þarf að horfa við laga­setn­ingu.

Það er ágætt les­andi góður að velta fyr­ir sér í þessu sam­hengi hvers vegna fé­lag at­vinnu­rek­enda, áður nefnt Fé­lag stór­kaup­manna, hafi farið svo hart fram síðustu daga sem raun ber vitni. Hér er um að ræða sama fé­lag og vildi selja Íslend­ing­um jurta­ost sem venju­leg­an ost. Er fram­kvæmda­stjóri fé­lags at­vinu­rek­enda í al­vöru að berj­ast með hag neyt­enda að leiðarljósi eða er það kannski frek­ar fyr­ir hag um­bjóðenda sinna, eft­ir sem áður? Þá sæt­ir það furðu að Neyt­enda­sam­tök­in og VR hafa kosið að hoppa á þenn­an vagn og kalla sig nú ásamt Fé­lagi at­vinnu­rek­enda „Sam­keppn­i­stríóið“!

Um fram­hald máls­ins

Ef við horf­um til þeirra landa sem við ber­um okk­ur sam­an við sést að all­ar þjóðir eru í dag að reyna að verja sína fram­leiðslu með ein­hverj­um hætti, hvers vegna ætt­um við ekki gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að tryggja betri starfs­skil­yrði fyr­ir grein­ina? Ég full­yrði það enn og aft­ur að neyt­end­ur munu njóta góðs af þess­um breyt­ing­um, því ef bænd­ur og afurðastöðvar standa sig ekki með bætt­um starfs­skil­yrðum þá munu neyt­end­ur ein­fald­lega líta fram hjá inn­lend­um land­búnaðar­vör­um og fara í aðrar vör­ur. Þetta vita bænd­ur og eig­end­ur afurðastöðva hér á landi.

At­vinnu­vega­nefnd hef­ur lokið af­greiðslu máls­ins og er það mat­vælaráðuneyt­is­ins að fram­kvæma lög­in eins og þau eru samþykkt af hálfu lög­gjaf­ar­valds­ins. Enda rík­ir þing­ræði í land­inu. Þá vil ég benda á í lok­in að at­vinnu­vega­nefnd hefði getið gengið lengra og samþykkt að veita und­anþágu frá banni við mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu, líkt og gert er í Nor­egi, en hún taldi ekki rétt að gera það. Það er því fjarri lagi að at­vinnu­vega­nefnd hafi gengið er­inda ein­hverra risa­fyr­ir­tækja, rétt skal vera rétt, heild­armat nefnd­ar­inn­ar grund­vallaðist á al­manna­hags­mun­um.

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþingis og þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. apríl 2024.