Categories
Fréttir Greinar

Af húsnæðismarkaði og aðgerðum

Deila grein

18/04/2024

Af húsnæðismarkaði og aðgerðum

Ný­verið mælti Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér rýmk­un á heim­ild­um líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í fé­lög­um þar sem meg­in­starf­sem­in er lang­tíma­leiga íbúðar­hús­næðis til ein­stak­linga. Það er rík ástæða til að fagna þessu frum­varpi og ég hef áður bent á mik­il­vægi þess í ræðu og riti. Líf­eyr­is­sjóðir þurfa að fá rýmri heim­ild til fjár­fest­inga á hús­næðismarkaði og taka þátt í því mik­il­væga verk­efni að byggja hér upp traust­an leigu­markað til framtíðar. Það er afar brýnt að ná tök­um á stöðunni á hús­næðismarkaði og hef ég bent á leiðir til þess svo hægt sé að ná tök­um á verðbólg­unni til lengri tíma. Þessi heim­ild sem nú hef­ur verið mælt fyr­ir er einn liður í þeirri veg­ferð, en meira þarf til.

Lengi hef­ur verið rætt um skort á leigu­hús­næði á Íslandi og meira ör­yggi á þeim markaði, ásamt fjöl­breytt­ari úrræðum á hús­næðismarkaði. Með því að veita líf­eyr­is­sjóðum heim­ild til þess að fjár­festa í leigu­hús­næði skap­ast aukn­ar for­send­ur fyr­ir því að líf­eyr­is­sjóðir beini fjár­magni í fjár­fest­ingu á leigu­hús­næði og raun­ger­ist slíkt, má vel halda því fram að slíkt muni halda aft­ur af verðhækk­un­um á fast­eigna­markaði. Aukið fram­boð á leigu­hús­næði fjölg­ar val­mögu­leik­um ein­stak­linga til að finna sér hent­ugt bú­setu­form. Þá eru fjár­sterk­ir lang­tíma­eig­end­ur mjög ákjós­an­leg­ir kaup­end­ur að hús­næði og það eitt kann að flýta fyr­ir upp­bygg­ingu íbúða.

Mark­viss skref

Lengi hef­ur verið kallað eft­ir því að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Að því hef­ur verið unnið síðustu ár á vakt Fram­sókn­ar og er óum­deilt. Það var meðal ann­ars gert með fram­lagn­ingu hús­næðis­stefnu síðastliðið haust en þar er um að ræða fyrstu heild­ar­stefnu í hús­næðismál­um til 15 ára og aðgerðaáætl­un til fimm ára. Með stefn­unni má stuðla að skil­virk­ari stjórn­sýslu þannig að stefna, áhersl­ur og aðgerðir í hús­næðismál­um skapi skil­yrði til að öll­um sé tryggt aðgengi að góðu og ör­uggu hús­næði með viðráðan­leg­um hús­næðis­kostnaði sem hent­ar ólík­um þörf­um hvers og eins. Það frum­varp tengt aukn­um heim­ild­um líf­eyr­is­sjóða sem Sig­urður Ingi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra mælti fyr­ir ný­verið er í sam­ræmi við þá stefnu. Alls hafa níu frum­vörp sem eru hluti aðgerðanna í til­lögu til þings­álykt­un­ar um hús­næðis­stefnu verið í vinnslu eða verið lögð fram á Alþingi. Frum­vörp­in styðja við þau mark­mið sem stefn­an bygg­ist á.

Þá hafa ýms­ar aðrar aðgerðir komið til fram­kvæmda og má þar nefna að alls eru 2.643 nýj­ar leigu­íbúðir komn­ar í notk­un af þeim 3.486 íbúðum sem hafa fengið stofn­fram­lög frá ríki og sveit­ar­fé­lög­um á síðustu átta árum. Lang­flest­ar íbúðanna, eða um 2.227, eru á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafa 806 íbúðir verið fjár­magnaðar í hlut­deild­ar­lána­kerf­inu, sem er nýtt kerfi og er leið fólks til að kom­ast inn á fast­eigna­markaðinn sem á ekki eða á erfitt með að safna fyr­ir fullri út­borg­un en get­ur greitt mánaðarleg­ar af­borg­an­ir. Skil­yrðin eru að vera að kaupa íbúð í fyrsta skipti eða að hafa ekki átt íbúð síðustu fimm ár. Það er aug­ljóst að hið op­in­bera hef­ur á und­an­förn­um árum verið að gera sitt til að tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði og óum­deilt að án styrkr­ar for­ystu Fram­sókn­ar í upp­bygg­ingu nýs hús­næðis­kerf­is fyr­ir tekju- og eigna­litla væri staðan mun verri fyr­ir þá hópa sem hér er um rætt.

Við þurf­um Seðlabank­ann með

Stærsta áskor­un sam­fé­lags­ins í hús­næðismál­um á kom­andi árum snýr að því að tryggja nægt fram­boð af fjöl­breyttu hús­næði og skapa um­hverfi svo fýsi­legt sé fyr­ir fram­kvæmdaaðila á al­menn­um markaði að byggja hús­næði. Við vor­um á réttri leið, en það hef­ur komið bak­slag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýj­um svæðum, vaxtaum­hverf­is og hertra lánþega­skil­yrða. Með öðrum orðum; það vant­ar lóðir, láns­fjár­magn er orðið mjög dýrt sem hef­ur letj­andi áhrif á fram­kvæmdaaðila og fólki hef­ur verið gert erfiðara um vik að kom­ast í gegn­um greiðslu­mat vegna hertra lánþega­skil­yrða. Þetta er eitraður kokteill í nú­ver­andi ástand þar sem nauðsyn­legt er að byggja til að anna eft­ir­spurn. Seðlabank­inn hef­ur að und­an­förnu, með aðgerðum sín­um, hlaðið í snjó­hengju kyn­slóða sem bíða eft­ir tæki­færi til að kom­ast út á markaðinn á sama tíma og hann hef­ur tafið fyr­ir þeirri nauðsyn­legu upp­bygg­ingu sem fram und­an er.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður og 1. vara­formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. apríl 2024.