Categories
Fréttir Greinar

Afkastamikill þingvetur að baki

Deila grein

29/06/2024

Afkastamikill þingvetur að baki

Þinglok urðu á 154. lög­gjaf­arþingi Alþing­is um síðustu helgi. Þar með lauk viðburðarík­um þing­vetri þar sem fjöl­mörg mál komu til kasta lög­gjaf­ans. Sem menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra lagði ég fram 11 frum­vörp og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur sem voru af­greidd. Má þar til dæm­is nefna þings­álykt­un­ar­til­lögu um nýja ferðamála­stefnu til árs­ins 2030 sem var samþykkt en með stefn­unni er leiðin fram á við mörkuð til þess að styrkja um­gjörð þess­ar­ar stærstu gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­grein­ar þjóðarbús­ins. Stjórn­völd eru staðráðin í styðja við þróun ferðaþjón­ust­unn­ar hér á landi, stuðla að sam­keppn­is­hæfni henn­ar og tryggja að hún vaxi í sátt við nátt­úru og menn. Þá samþykkti Alþingi einnig þings­álykt­un­ar­til­lög­ur mín­ar um aðgerðaáætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu og nýja mál­stefnu um ís­lenskt tákn­mál sem mun stuðla að auk­inni framþróun þess. Íslensk­an hef­ur mikið verið til umræðu á und­an­förn­um miss­er­um sem er fagnaðarefni. Það ligg­ur fyr­ir að tungu­málið okk­ar stend­ur frammi fyr­ir áskor­un­um af áður óþekktri stærð sem bregðast verður við með skipu­lögðum hætti.

Ýmsar laga­breyt­ing­ar urðu að veru­leika á sviði viðskipta­mála eins og til dæm­is breyt­ing­ar á lög­um um sam­vinnu­fé­lög sem snúa að því að ein­falda stofn­un sam­vinnu­fé­laga, þannig að lág­marks­fjöldi stofn­enda sam­vinnu­fé­laga fari úr 15 í þrjá og tryggja að eign­um sam­vinnu­fé­laga verði út­deilt til upp­bygg­ing­ar á starfs­svæðum þeirra komið til slita á fé­lög­un­um. Hert var á lög­um um rekstr­ar­leyf­is­skylda gisti­starf­semi þannig að hún skuli vera í samþykktu at­vinnu­hús­næði. Því er ekki leng­ur heim­ilt að gefa út leyfi til rekst­urs gisti­staða í íbúðar­hús­næði. Með breyt­ing­un­um er ekki leng­ur hægt að kaupa íbúðar­hús­næði í þétt­býli og gera það út sem gisti­stað um­fram 90 daga regl­una líkt og gerst hef­ur í miðborg­inni þar sem jafn­vel heilu íbúðablokk­irn­ar hafa breyst í hót­el. Með tím­an­um mun breyt­ing­in auka fram­boð af íbúðar­hús­næði í þétt­býli. Með breyt­ing­um á kvik­mynda­lög­um var tryggð heim­ild fyr­ir nýj­um styrkja­flokki inn­an Kvik­mynda­sjóðs til loka­fjár­mögn­un­ar á um­fangs­mikl­um leikn­um sjón­varpsþáttaröðum. Þannig verður mögu­legt að fjár­magna síðustu 15-20% í fram­leiðslu á stór­um leikn­um sjón­varpsþátt­um og fá hluta styrks­ins aft­ur inn til Kvik­mynda­sjóðs, skili verk­efnið hagnaði sam­kvæmt sett­um viðmiðum styrks­ins. Tíma­bær­ar breyt­ing­ar á lög­um um lista­manna­laun voru samþykkt­ar en fjöldi lista­manna­launa hef­ur staðið óbreytt­ur í 15 ár. Með breyt­ing­un­um verður um­fang lista­manna­launa aukið um 55% á fjór­um árum sem mun gefa fleiri lista­mönn­um tæki­færi til að efla ís­lenska menn­ingu, meðal ann­ars með tveim­ur nýj­um sjóðum; Launa­sjóði kvik­mynda­höf­unda og Veg­semd, sjóði lista­manna 67 ára og eldri.

Það er ánægju­legt og gef­andi að vinna mála­flokk­um menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins braut­ar­gengi en mál­efna­svið ráðuneyt­is­ins eru um­fangs­mik­il og snerta þjóðar­hag með fjöl­breytt­um hætti. Inn­an ráðuneyt­is­ins er und­ir­bún­ing­ur að mál­um næsta þing­vetr­ar þegar haf­inn, mál­um er verður er ætlað að gera gott sam­fé­lag enn betra.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. júní 2024.