Categories
Fréttir

Alvöru alþjóðlegan flugvöll hinum megin á landinu?

Deila grein

06/07/2015

Alvöru alþjóðlegan flugvöll hinum megin á landinu?

PállPáll Jóhann Pálsson, alþingismaður,; „Virðulegi forseti. Nýlega skilaði Rögnunefndin margumrædda af sér áliti og segja má að ekki hafi slegið á umræðuna, heldur þvert á móti, um það hvort Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri eða einhvers staðar annars staðar. Það eru ákveðin vonbrigði að nefndin hafi ekki skoðað þá kosti að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni og að innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur. Ljóst er að borgaryfirvöld vilja ekki festa Reykjavíkurflugvöll til langrar framtíðar í Vatnsmýrinni og skipuleggja stóraukna byggð. Að sjálfsögðu þarf ekki að taka það fram að flugvöllur verður ekki færður, hann verður eyðilagður. Ég spyr: Höfum við efni á því að henda 20 milljörðum? Það er ekki gáfulegt að byggja nýjan flugvöll nær Keflavíkurflugvelli eða í Hvassahrauni, að fórna öðru byggingarlandi fyrir það byggingarland sem Reykjavíkurflugvöllur er á núna er ekki gáfulegt.
Keflavíkurflugvöllur er í raun sprunginn og ekki hefst undan að stækka flugstöðina. Ferðamannastaðir við suðvesturhornið eru sprungnir og samgöngukerfið í raun líka. Meira en helmingur af bolfisksvinnslunni er klukkutímakeyrslu frá Reykjavík.
Því spyr ég hvort ekki sé kominn tími til að byggja upp alvöru alþjóðlegan flugvöll hinum megin á landinu. Með því dreifum við ferðamannastraumnum um landið og hlífum þar með viðkvæmum náttúruperlum sem liggja undir skemmdum vegna áníðslu. Með því eflum við fiskvinnslu á landsbyggðinni þar sem landsbyggðin verður betur í stakk búin til að auka verðmæti sjávaraflans og byggja öfluga byggðakjarna víða um land.“