Categories
Fréttir

Ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar

Deila grein

12/08/2019

Ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar

Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins skorar á þingmenn flokksins að beita sér hratt og af fullum þunga í þeirri viðleitni að koma böndum og regluverki á jarðarkaup erlendra aðila. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár er óviðunandi. Forsenda fyrir heilbrigðri byggð í landinu og því að samfélög þrífist í dreifðari byggðum hlýtur að vera tengd því að eigendur búi á jörðum sínum eða í næsta nágrenni og að hagsmunir eigenda og samfélagsins fari saman.
Það er ekki hagur samfélagsins okkar í heild að aðilar fjárfesti í jörðum í stórum stíl til þess eins að nýta þær auðlindir sem þar eru en færa samfélaginu ekkert til baka, hvorki í formi útsvarstekna né annars sem má telja til hagsbóta fyrir nærsamfélagið.
Aðrar þjóðir hafa sett sér regluverk til að fyrirbyggja þá þróun sem virðist eiga sér stað á Íslandi í dag. Til eru fjölmörg fordæmi sem taka á þessu málefni og því sjálfsagt að líta til þeirra til að vinna verkin hratt og vel.
Ingibjörg Isaksen, formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar.