Categories
Fréttir Greinar

Auðlegð þjóða

Deila grein

08/07/2024

Auðlegð þjóða

Á und­an­förn­um rúm­um ára­tug hef­ur um­tals­verður ár­ang­ur náðst í efna­hags­mál­um á Íslandi eft­ir högg fjár­mála­áfalls­ins haustið 2008. Aðferðafræði stjórn­valda gagn­vart þrota­bú­um hinna föllnu banka skipti þar sköp­um þar sem rík­is­sjóður Íslands leysti til sín verðmæti upp á hundruð millj­arða króna sem nýtt­ust meðal ann­ars við skulda­leiðrétt­ingu heim­il­anna, upp­bygg­ingu innviða sam­fé­lags­ins og veru­lega lækk­un skulda rík­is­sjóðs. Á sama tíma hef­ur hag­vöxt­ur verið þrótt­mik­ill heilt yfir sem og kaup­mátt­ar­aukn­ing launa.

Í vik­unni birti tíma­ritið The Econom­ist efna­hags­leg­an sam­an­b­urð á milli ríkja heims fyr­ir árið 2023, byggðan á þrem­ur mæli­kvörðum sem tíma­ritið tel­ur að gefi fyllri mynd í slík­um sam­an­b­urði. Þeir eru; lands­fram­leiðsla á mann í banda­ríkja­döl­um, jafn­v­irðismæli­kv­arðinn (e. Purchasing Power Pa­rities, PPP) til að um­reikna lands­fram­leiðslu ein­stakra landa þegar til­lit er tekið til verðlags og lands­fram­leiðslu á hverja vinnu­stund til að mæla af­köst vinnu­afls. Í þess­um sam­an­b­urði tíma­rits­ins er Ísland í 7. sæti á heimsvísu á eft­ir Nor­egi sem leiðir list­ann, Lúx­em­borg, Kat­ar, Belg­íu, Dan­mörku og Sviss. Árang­ur sem þessi er vissu­lega ánægju­leg­ur og er ekki sjálf­sagður, þrátt fyr­ir að það sé vissu­lega rými til þess að gera enn bet­ur.

Þessi staðreynd breyt­ir því ekki að lægri verðbólga er for­gangs­mál efna­hags­stjórn­ar lands­ins um þess­ar mund­ir. Öll sam­an­b­urðarríki Íslands hafa glímt við tals­verða verðbólgu á und­an­förn­um árum, en á tíma­bili mæld­ist verðbólga næst­lægst á Íslandi. Hins veg­ar hef­ur hún reynst þrálát­ari hér á landi en í helstu sam­an­b­urðarríkj­um sem end­ur­spegl­ast meðal ann­ars í háum stýri­vöxt­um Seðlabanka Íslands. Já­kvæð teikn hafa þó verið í verðbólguþró­un­inni en í síðustu mæl­ingu Hag­stof­unn­ar fór hún í fyrsta sinn und­ir 6% í tvö og hálft ár þegar hún mæld­ist 5,8% í júní­mánuði. Traust sam­spil pen­inga­stefnu Seðlabanka Íslands, op­in­berra fjár­mála og aðila vinnu­markaðar­ins er lyk­il­for­senda þess að hægt sé að stuðla að stöðugu verðlagi og skapa skil­yrði fyr­ir lækk­un verðbólgu og vaxta, en það er stærsta ein­staka hags­muna­mál fólks og fyr­ir­tækja í land­inu. Á þeirri veg­ferð hef­ur auk­in for­gangs­röðun í op­in­ber­um fjár­mál­um verið viðhöfð sem kall­ast á við aðgerðir stjórn­valda í þágu lang­tíma­kjara­samn­inga á vinnu­markaði, sem snúa að því að fjár­festa í fólki. Að sama skapi er brýnt að komið verði í veg fyr­ir að kostnaðar­verðbólga á hús­næðismarkaði festi sig í sessi og verði að sjálf­stæðu vanda­máli í ís­lensku hag­kerfi. Þar þurfa um­fangs­mikl­ar aðgerðir á fram­boðshlið hag­kerf­is­ins að raun­ger­ast þar sem nægj­an­legt magn af bygg­ing­ar­hæf­um lóðum til hraðrar upp­bygg­ing­ar þarf að vera til staðar – sam­hliða bættu fjár­mögn­un­ar­um­hverfi sem lægra vaxta­stig myndi leiða af sér.

Þrátt fyr­ir að hægst hafi á hag­kerf­inu á und­an­förn­um mánuðum er staða Íslands samt sem áður sterk í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Stjórn­völd þurfa samt sem áður að vera enn frek­ar á tán­um til að tryggja að ár­ang­ur þeirra aðgerða sem ráðist hef­ur verið í raun­ger­ist og skili sér til fólks og fyr­ir­tækja í land­inu. Með dugnaði, elju og hug­viti mun okk­ar farn­ast vel til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. júlí 2024.