Kjörstjórn Norðvesturkjördæmis auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 28. október 2017.
Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar skulu senda kjörstjórn skriflega kynningu þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum auk þess að tilgreina hvaða sætum á lista sóst er eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd. Með framboðstilkynningu skal fylgja meðmælendalisti með að lágmarki 10 og eða hámarki með 20 flokksbundnum framsóknarmönnum.
Framboðsfrestur er til kl. 12.00 á hádegi sunnudaginn 1. október n.k..
Framboðum skal skilað á netfangið: gudmundur.p.jonsson@gmail.com
Tvöfalt kjördæmisþing Norðvesturkjördæmis verður haldið á Bifröst í Borgarbyggð sunnudaginn 8. október 2017 kl. 11:00.
Kjörstjórnina skipa:
Formaður, Guðmundur Páll Jónsson, gudmundur.p.jonsson@gmail.com, sími: 894 6057, Framsóknarfélagi Akranes
Valgarður Hilmarsson, sími 893 2059, Framsóknarfélagi Austur-Húnavatnssýslu
Marzellíus Sveinbjörnsson, sími 860 2122, Framsóknarfélagi Ísafjarðarbæjar
Jóhannes Björn Þorleifsson, sími 867 7442, Framsóknarfélagi Skagafjarðar
Heiðrún Sandra Grettisdóttir, sími 772 0860, Framsóknarfélagi Dala og Reykhóla
Kjörstjórn Norðvesturkjördæmis
Categories
Auglýsing vegna framboða í Norðvesturkjördæmi
24/09/2017
Auglýsing vegna framboða í Norðvesturkjördæmi