Categories
Fréttir

Auglýsing vegna framboða í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

24/09/2017

Auglýsing vegna framboða í Norðvesturkjördæmi

Kjörstjórn Norðvesturkjördæmis auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 28. október 2017.
Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar skulu senda kjörstjórn skriflega kynningu þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum auk þess að tilgreina hvaða sætum á lista sóst er eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd. Með framboðstilkynningu skal fylgja meðmælendalisti með að lágmarki 10 og eða hámarki með 20 flokksbundnum framsóknarmönnum.
Framboðsfrestur er til kl. 12.00 á hádegi sunnudaginn 1. október n.k..
Framboðum skal skilað á netfangið: gudmundur.p.jonsson@gmail.com
Tvöfalt kjördæmisþing Norðvesturkjördæmis verður haldið á Bifröst í Borgarbyggð sunnudaginn 8. október 2017 kl. 11:00.
Kjörstjórnina skipa:
Formaður, Guðmundur Páll Jónsson, gudmundur.p.jonsson@gmail.com, sími: 894 6057, Framsóknarfélagi Akranes
Valgarður Hilmarsson, sími 893 2059, Framsóknarfélagi Austur-Húnavatnssýslu
Marzellíus Sveinbjörnsson, sími 860 2122, Framsóknarfélagi Ísafjarðarbæjar
Jóhannes Björn Þorleifsson, sími 867 7442, Framsóknarfélagi Skagafjarðar
Heiðrún Sandra Grettisdóttir, sími 772 0860, Framsóknarfélagi Dala og Reykhóla
Kjörstjórn Norðvesturkjördæmis