Categories
Forsíðuborði Fréttir

Auglýsing vegna framboða í Suðurkjördæmi

Deila grein

26/09/2017

Auglýsing vegna framboða í Suðurkjördæmi

Ágætu félagar!
 
Á aukakjördæmisþingi okkar, sem haldið var ​á Selfossi, 25. september, var ákveðið að farin yrði uppstillingaleiðin við val á framboðslista flokksins  til​ ​alþingiskosninganna þann 28. október n.k.. 17. Kjördæmisþing KSFS laugardaginn 7. október myndi samþykkja framboðslistann í heild sinni.
 
Þeir félagsmenn, sem vilja gefa kost á sér á listann eru beðnir að setja sig í samband við  einhvern neðangreindan kjörstjórnarmann. Eins geta félagar, sem vilja koma með ábendingar um fólk til að taka sæti á listanum haft samband við neðangreinda.
 
Uppstillingarnefnd mun ljúka störfum miðvikudaginn 4. október, 3 dögum fyrir 17. Kjördæmisþing KSFS.
 
Í 5 efstu sætum framboðslistans skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40%, þó skulu ekki vera fleiri en 3 af sama kyni í fyrstu 4 sætunum.
 
Formaður uppstillingarnefndar er Björn Harðarson, í síma 8618651 og er netfangið: holt@emax.is.
 
Uppstillinganefnd skipa:
Björn Harðarson, formaður, 8618651, holt@emax.is, Framsóknarfélagi Árborgar
Karl Pálmason , Framsóknarfélagi Vestur-Skaftafellssýslu
Reynir Arnarson , Framsóknarfélagi Austur-Skaftafellssýslu
Sigrún Þórarinsdóttir, Framsóknarfélagi Rangæinga
Magnea Herborg Björnsdóttir, Framsóknarfélagi Reykjanesbæjar
Einar G Harðarson, Framsóknarfélagi Árnessýslu
 
F.h. uppstillingarnefndar KSFS
Björn Harðarson, formaður​