Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

03/12/2014

B – hliðin

Jóhanna María - fyrir vefHanna María, sýnir B – hliðina og hún segir, m.a. þetta: „Ég held líka að við séum frekar heppin í þingflokknum hvað það varðar að ná vel saman“.
Fullt nafn: Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Gælunafn: Hanna María, Hannsa.
Aldur: 23 ára.
Hjúskaparstaða? Einhleyp.
Börn? Engin, en á rosalega mikið í börnum systkina minna.
Hvernig síma áttu? Svona svartan epla síma.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fræðslu- og gamanþættir. Það léttir lundina að hlæja og svo er alltaf gaman að læra meira og fræðast um eitthvað nýtt.
Uppáhalds vefsíður: Ef ég skoða toppsíðurnar í vafranum þá er þar að finna althingi.is, youtube.com, bbl.is og trendnet.is.
Besta bíómyndin? A Hard days night, svarthvít og klassísk.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er virkilega alæta á því sviðinu, en eldri tónlist nær betur til mín, The Shadows, Vilhjálmur Vilhjálmsson, The Beatles, The Platters, Haukur Mortens, Ellý…
Uppáhaldsdrykkur: Ísköld ógerilsneydd mjólk.
Hvað finnst þér best að borða? Lambakjötið hefur sjaldan brugðist.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Út á gólfið – Hemmi Gunn.
Ertu hjátrúarfull? Ég hélt ekki, en ég hendi samt annað slagið salti yfir öxlina við eldamennskuna.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Það er mat í hverju máli fyrir sig, en til að mynda er ég mótfallin því að leyfa sölu áfengis í öðrum verslunum heldur en verslunum ÁTVR, sem hefur komið mörgum á óvart vegna aldurs míns. Önnur viðfangsefni eru m.a. ofbeldi, einelti og Evrópusambandið.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Auðvitað horfir maður upp til foreldra og systkina. En ég leit mikið upp til Guðna Ágústssonar, hann gat fengið fólk til að hlægja en einnig til að hlusta þegar alvaran átti við. Ég vildi þróa það með mér að geta fengið fólk til að hlusta en einnig til að brosa.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Simbi afi sem sagði alltaf það sem honum brann í brjósti, mikill samvinnuhugsjónar maður.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Bjarkey Gunnarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir.
Hver eru helstu áhugamálin? Landbúnaður, félagsmál, matreiðsla, hönnun og tónlist.
Besti vinurinn í vinnunni? Elsa mín í NV er mín stoð og stytta og svo er óendanlega gott að hafa Gunnar Braga og Ásmund („strákana okkar“) með okkur. Ég held líka að við séum frekar heppin í þingflokknum hvað það varðar að ná vel saman.
Helsta afrekið hingað til? Hingað til er það að komast inn á Alþingi sem kjörinn fulltrúi og þar með vera yngst í sögu lýðveldisins til að komast þar inn, en er hvergi nærri hætt í að afreka meira.
Uppáhalds manneskjan? Ég get ekki gert upp á milli í fjölskyldunni. Foreldrar mínir og systkini styðja mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og reyna að tala um fyrir mér þegar það á við, þegar eitthvað gleðilegt kemur upp er ekki nóg að hringja bara í einn fjölskyldumeðlim, það er öll línan tekin.
Besti skyndibitinn? Skútupylsa í Skútunni á Akranesi og Kleifarbúinn-pizza í Besta bitanum á Patreksfirði.
Það sem þú borðar alls ekki? Hrútakjöt *hrollur*
Lífsmottóið? Til að forðast gagnrýni skaltu segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.
Þetta að lokum: Við ákveðum sjálf hvenær tindinum er náð og hvar hann er, ekkert er ómögulegt.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.