Categories
Fréttir

Barnafjölskyldur í fyrirrúmi í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Deila grein

14/12/2018

Barnafjölskyldur í fyrirrúmi í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ísaksen, bæjarfulltrúar Framsóknar á Akureyri, skrifa grein í Vikudag ásamt öðrum bæjarfulltrúm meirihlutans, um forgangsverkefni á árinu 2019 og á kjörtímabilinu verði að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum leiðum.
„Undirbúningur er þegar hafin að byggingu nýs leikskóla við Glerárskóla sem taka á í notkun árið 2021 og þar að auki á að hefja undirbúning á frekari fjölgun leikskólarýma í upphafi næsta árs. Næsta haust verður börnum mánuði yngri en áður boðið rými á leikskóla samhliða því sem að á árinu 2019 verða hafnar jöfnunargreiðslur til foreldra baran 17 mánaða og eldir hjá dagforeldrum til jafns við kostnað á leikskólum,“ segja Guðmundur Baldvin og Ingibjörg, ásamt öðrum bæjarfulltrúm meirihlutans.
Ennfremur segja bæjarfulltrúar meirihlutans, „veittir verða stofnstyrkir til dagforeldra, þeir studdir til endur- og símenntunar og dagforeldrum gefinn kostur á að nýta önnur rými en eigin heimahús til starfseminnar. Með þessu vonumst við til að fjölga dagforeldrum hratt og örugglega á meðan unnið er að fjölgun leikskólarýma.“
Greinina má lesa hér.