Categories
Fréttir

Einblínum á lausnir en ekki vandamál

Deila grein

01/11/2019

Einblínum á lausnir en ekki vandamál

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir Framsókn hafa haft samvinnu að leiðarljósi í síðustu kosningabaráttu, „en ekki sundrung sem fráfarandi flokksmenn  virðast hafa tekið með sér í baráttuna um framtíðina í nýjum flokki.“ Þetta kemur fram í grein hennar „Áfram veginn“ á bb.is á dögunum.

Á miðri leið er gott að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir þeim árangri sem náðst hefur – hlaða sig af endurnýjanlegri orku sem skilar okkur áfram veginn. Geta ekki allir verið sammála um það?

„Ég hef fengið tækifæri til að vinna með frábæru fólki, kynnst málefnum og fengið að vinna að mikilvægum málum inn á þingi og úti í kjördæminu. Ekki síst hefur verið frábært að vinna með ríkisstjórn sem  komið var á eftir kosningar. Þetta er sú ríkisstjórn sem þurfti að koma á til ná fram félagslegum, efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu. Þegar kjörtímabilið er hálfnað má þegar sjá að ríkisstjórnin sem spannar hið pólitíska litróf allt frá vinstri til hægri hefur náð að slá nýjan tón, eins og segir í markmiði í stjórnarsáttmála hennar og náð að setja á fót lykilverkefni sem þjóðinni var mikilvægt eftir óreiðu síðasta ártugs,“ segir Halla Signý.

Framsóknarflokkurinn kom átta þingmönnum að í síðustu kosningum, þar af fimm konum. Þessi hópur hefur staðið þétt saman og liðsheildin sterk.
Ráðherrar okkar hafa unnið að mikilvægum málum og ekki bara staðið í embættum, heldur bætt og blásið í seglin svo tekið hefur eftir. Lífskjarasamningarnir sem náðust síðasta vetur voru skýrt merki um samvinnu milli verkalýðsfélaganna og ríkisstjórnarinnar.

„Við höfum unnið eftir þeirri sannfæringu að best sé að horfa fram á veginn í samvinnu við samstarfsflokka okkar og leita lausna sem allir geta sætt sig við. Má þar nefna nokkur mál eins og afgreiðslu fiskeldisfrumvarpinu á síðasta þingi og svo ekki sé minnst á hrákjötsmálið sem skilaði sameiginlegu niðurstöðu sem allir flokkar unnu að fyrir utan Miðflokkinn svo var líka um afgreiðslu á heilbrigðisstefnu.  Í þeirri vegferð einblíndum við á lausnir en ekki vandamál,“ segir Halla Signý.