Categories
Fréttir Greinar

Eru leikreglurnar sanngjarnar?

Deila grein

08/05/2023

Eru leikreglurnar sanngjarnar?

Hvað ætl­um við að gera og hvernig á að gera það? Það er stóra spurn­ing­in sem all­ir kapp­kosta við að tjá sig um þess­ar mund­ir. Vinnu­markaður­inn kall­ar eft­ir skýr­um aðgerðum stjórn­valda og að kjör fólks séu jöfnuð með ein­hverj­um hætti. Það er út­ópía að halda því fram að full­kom­inn jöfnuður í þróuðu sam­fé­lagi sé mögu­leg­ur. Það er þó hægt að jafna stöðuna með aðgerðum af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Við stönd­um frammi fyr­ir stór­um verk­efn­um og það er ekk­ert laun­unga­mál. Það þarf að beita sam­vinnu­hugs­un­inni og sam­heldni til að koma bönd­um á verðbólg­una með fjölþætt­um aðgerðum og stuðla að frek­ari kaup­mátt­ar­aukn­ingu hjá venju­legu launa­fólki.

Mennt­un met­in til launa

Ákveðin kjaragliðnun hef­ur átt sér stað en sú þróun hef­ur átt sér stað lengi.

Við þurf­um líka að horf­ast í augu við að þá gliðnun má einnig rekja til hærra mennt­un­arstigs hér á landi. Það er fagnaðarefni að sjá fólk sækja sér aukna þekk­ingu og þar með er það að skila þeirri þekk­ingu í virðis­aukn­ingu fyr­ir sam­fé­lagið. Við vilj­um að mennt­un sé met­in til launa og að það sé hvati til að auka þekk­ingu sína og færni á vinnu­markaði. Það er eðli­legt að slík­ur hvati sé til staðar til að afla sér frek­ari þekk­ing­ar á sínu sviði og fyr­ir aukna þekk­ingu er sann­gjarnt að fá bet­ur greitt. Við eig­um að hvetja fólk til að sækja sér aukna þekk­ingu og þarna á jöfnuður­inn að vera mest­ur. Að all­ir geti aflað sér þekk­ing­ar í formi mennt­un­ar og að það skili sér í laun­um.

Eru sann­gjarn­ar leik­regl­ur til staðar?

Kjaragliðnun­in er mest á milli fjár­magnseig­enda og launa­fólks en á und­an­förn­um tíu árum hafa fjár­magn­s­tekj­ur auk­ist gíf­ur­lega eða um 120% að raun­v­irði. At­vinnu­tekj­ur í hag­kerf­inu juk­ust um 53%.

Ekki er greitt trygg­ing­ar­gjald né út­svar af út­greidd­um arði og mik­ill mun­ur er á milli skatt­lagn­ing­ar á hagnað lögaðila og tekju­skatts. Það er því spurn­ing hvort ekki sé löngu kom­inn tími til að taka þetta til end­ur­skoðunar. Að mínu mati er þess­ari spurn­ingu auðsvarað. Það þarf að girða fyr­ir tekju­til­flutn­ing milli launa og fjár­magn­stekna.

All­ir skila sínu til sam­fé­lags­ins

Er ekki kom­inn tími til að taka sam­talið um það skatt­hlut­fall sem fjár­magnseig­end­ur greiða af út­greidd­um arði? Við þurf­um að skapa sann­gjarn­ara og skil­virk­ara skatt­kerfi og að fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verði sett­ur í þrepa­skipt­ingu. Við eig­um að styðja vel við ný­sköp­un­ar­starf­semi auk lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja. Punkt­ur­inn með þess­ari grein er að breiðu bök­in borgi rétt til sam­fé­lags­ins. Við get­um gert mun bet­ur í þeim efn­um og ég kalla eft­ir því hér með.

Við búum jú öll í þessu landi sam­an og ætt­um þar af leiðandi að bera sam­fé­lags­lega ábyrgð sam­an og að all­ir greiði sitt með skil­virk­ari hætti inn í sam­neysl­una. Það á að vera leiðarljósið í þess­um efn­um og við eig­um að búa til sann­gjarn­ari leik­regl­ur í skatt­kerf­inu okk­ar.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. maí 2023.